út í mömmu sína. Hann fær ekki að drekka eins oft og hann vill! Maggi gengur með hann um gólf og hann er bara með skeifu og tárvota hvarma. En tveir tímar skulu það vera og hananú.
Annars ætlum við að skella okkur í Blómaval og gá hvort það er jólaksraut á útsölu fyrir næstu jól. Svona er maður hagsýnn, en ég er búin að ákveða að þá verðum við með okkar eigins jólatré. Í okkar eigins íbúð. Erum aðeins farin að kíkja á netið, en ekki búin að skoða neitt. Ætlum alltaf að hringja á morgun og á morgun kemur aldrei þessa dagana. Svo gott að vera bara í leti. Ég hringdi samt í heilsugæsluna í Árbæ í fyrradag og við fengum tíma strax í gærmorgun. Ísak hafði stækkað og þyngst vel og allt í góðu standi. Svo hringi ég í Einangrunarstöðina áðan og við sækjum Skrám 2.janúar. Hún sagði að hann yrði nú örugglega feginn því hann væri voða leiður þessa dagana og kelsjúkur. Ekki skrýtið, hann er svo mikil félagsvera hann Skrámur minn að hann er örugglega að drepast úr skorti á knúsi. Kisi litli. Verður gott að sækja hann.
Jæja við gefumst upp á pyntingunum. Hann fær að drekka. Over and out og gangið hægt um gleðinnar dyr á morgun. Nýjar myndir í albúminu
30. desember 2005
23. desember 2005
Við erum komin heim á hótel mömmu!!!
Ég verð auðvitað að finna nýjan titil á þetta blogg, þar sem þetta verða ekki sögur frá Sverige í bráð. Skrýtið, mér finnst ég ennþá eiga heima úti og bara vera í jólafríi hérna.
Óska ykkur öllum gleðilegra jóla og hlakka mikið til að sjá alla. Nokkrar nýjar myndir í albúminu af fyrstu kynnum frændanna; Ísaks, Jökuls og Ragnars Steins. Eins og Ingólfur sagði: lítill minni minnstur...
Ég verð auðvitað að finna nýjan titil á þetta blogg, þar sem þetta verða ekki sögur frá Sverige í bráð. Skrýtið, mér finnst ég ennþá eiga heima úti og bara vera í jólafríi hérna.
Óska ykkur öllum gleðilegra jóla og hlakka mikið til að sjá alla. Nokkrar nýjar myndir í albúminu af fyrstu kynnum frændanna; Ísaks, Jökuls og Ragnars Steins. Eins og Ingólfur sagði: lítill minni minnstur...
17. desember 2005

Ekki á morgun, ekki hinn, ekki hinn heldur HINN!
Það gæti mögulega verið að verk-og vindeyðandi droparnir hafi áhrif á Ísak.. þó maður þori nú varla að halda það. Allavega voru gærdagurinn og fyrri hluti þessa dags ágætir.
Í dag kemur Anna H-C í heimsókn og gistir. Á morgun koma svo Anna og Johan líka í heimsókn og verða yfir daginn. Svo fara þau öll saman til Gautaborgar um kvöldið. Það verður sorglegt að kveðja þessa góðu vini. Ég kvaddi einmitt Önnu J í fyrradag og það var eiginlega bara mjög erfitt. En auðvitað hittir maður þetta fólk aftur. En það er skrýtið að hugsa að í gær fór ég í síðasta skipti í H&M (keypti ógó sæt jólaföt á Ísak).... á eftir að sakna H&M maður!!! Og á morgun fer ég kannski í síðasta skipti út í búð... ég er svo mikið fyrir að hugsa svona. Alltaf í síðast skipti sem ég geri hitt og þetta. Síðasta skipti sem ég sé þennan þátt í sænska sjónvarpinu. Ég er alveg ótrúleg með að halda í gamalt og gott og get geymt tilfinningalega tengda hluti (drasl) leeeengi. Maggi elskar að henda og er að reyna að fá mig til að henda t.d. gamla geislaspilaranum mínum sem er eiginlega ekkert bilaður, og sömuleiðis fermingargræjunum mínum sem er alveg hægt að hlusta á með smá lagni! Stundum hef ég kallað á hann ef ég klára tannkremstúbuna og leyft honum að henda henni. Hihihi þá verður hann svo glaður.
Jæja, kominn tími til að næra sig fyrst Ísak sefur.
SJÁUMST
15. desember 2005
Drengurinn okkar er orðinn HÁS af orgi! Það veldur talmeinafræðingnum móður hans auðvitað áhyggjum. Geta ungabörn virkilega orðið hás?
Áðan vorum við alveg að örvænta og tróðum honum í vagninn og fórum í göngutúr út í búð. Hann orgaði sig í svefn. Aumingja karlinn. En nú er hann búinn að sofa í 1 og hálfan tíma sem er líka áhyggjuefni fyrir nýbakaða móður; hann er ekki vanur að sofa svona lengi!!!
Áðan vorum við alveg að örvænta og tróðum honum í vagninn og fórum í göngutúr út í búð. Hann orgaði sig í svefn. Aumingja karlinn. En nú er hann búinn að sofa í 1 og hálfan tíma sem er líka áhyggjuefni fyrir nýbakaða móður; hann er ekki vanur að sofa svona lengi!!!
13. desember 2005
Stór strákur
Haldið ekki að Ísak sé búinn að þyngjast um hálft kíló og lengjast um 4 cm síðan hann kom heim af spítalanum! Dúlegur grákur. Kannski ekki skrýtið þó maður gráti aðeins af þeim vaxtarverkjum...
Skrýtinn dagur. Ísak svaf 2x í tvo og hálfan tíma í nótt. Sofnaði svo þegar við vorum að fara á heilsugæsluna og var svo bara þvílíkt rólegur í dag. Saara og Åsa komu og ég fór að spá í hvort hann væri svona gestasleikja eins og Skrámur, þvílíkt ljúfur og góður. Amanda dóttir Åsu er 2ja og hálfs og hoppaði aðeins ofan á hausinn á Ísaki og það var ekkert mál að hugga hann.
Svo langaði mig að fara að leggja mig núna kl. átta í kvöld en þá byrjaði gráturinn auðvitað. En við fengum "strangar" leiðbeiningar um að gefa honum bara á 2ja tíma fresti svo litliputtinn á okkur varð að duga. Nú liggur hann í fanginu á mér og tottar snuð, voða sáttur.
Maggi er búinn að pakka niður í 18 kassa skal ég segja ykkur! Hér er sko allt á fullu. Nú á bara eftir að leysa bílamál (selja bílinn) og svo erum við á grænni grein og bara 8 dagar í heimkomu! Við Ísak förum til Nynäshamn strax á mánudeginum og verðum í íbúð kirkjunnar þar, þangað til við leggjum í flugið.
TAkk allir fyrir öll góðu ráðin!
Skrýtinn dagur. Ísak svaf 2x í tvo og hálfan tíma í nótt. Sofnaði svo þegar við vorum að fara á heilsugæsluna og var svo bara þvílíkt rólegur í dag. Saara og Åsa komu og ég fór að spá í hvort hann væri svona gestasleikja eins og Skrámur, þvílíkt ljúfur og góður. Amanda dóttir Åsu er 2ja og hálfs og hoppaði aðeins ofan á hausinn á Ísaki og það var ekkert mál að hugga hann.
Svo langaði mig að fara að leggja mig núna kl. átta í kvöld en þá byrjaði gráturinn auðvitað. En við fengum "strangar" leiðbeiningar um að gefa honum bara á 2ja tíma fresti svo litliputtinn á okkur varð að duga. Nú liggur hann í fanginu á mér og tottar snuð, voða sáttur.
Maggi er búinn að pakka niður í 18 kassa skal ég segja ykkur! Hér er sko allt á fullu. Nú á bara eftir að leysa bílamál (selja bílinn) og svo erum við á grænni grein og bara 8 dagar í heimkomu! Við Ísak förum til Nynäshamn strax á mánudeginum og verðum í íbúð kirkjunnar þar, þangað til við leggjum í flugið.
TAkk allir fyrir öll góðu ráðin!
11. desember 2005
Út í vagn

Já Ísak fór í fyrsta skipti út að sofa á svölunum í dag. Ég var nú alveg að gugna á því, búin að spurja mömmu ráða og allt. Svo bara skutlaði ég honum út, en var svo stressuð að ég gat auðvitað ekkert hvílt mig hehe. Hann svaf líka bara í klukkutíma og það var ekki laust við að ég væri fegin að taka hann inn. Maður er svo skrýtinn.
Við erum búin að vera alein heima í dag við Ísak. Það hefur gengið ágætlega þó gott væri að hafa einhvern hjá okkur. Guð hvað verður gott að koma heim!!!
Þessi brjóstagjöf er að breytast. Ísak drekkur betur og gerir hann það ekki tek ég hann bara af. Og set hann aftur á. Og tek hann af...
Til hamingju með nafnið og skírnina Tinna Katrín! Ekkert smá glæsilegt
9. desember 2005
Hugsa sér
hvað maður á góða að! Fjölskyldan og vinir heima bara tilbúin að pakka niður og koma, já jafnvel fresta skírn síns eigins barns, bara til að hjálpa okkur. Pabbi ætlaði bara að senda Daða (ætli hann hafi spurt Daða) með næsta flugi í morgun. Og ég veit að þið eruð ógó sterkar og þetta mundi ganga á 10 mín ef þið kæmuð en ég held þið getið sparað það þar til við flytjum í nýja ibúð heima. Það er nú alveg áþreifanlegt hvað maður hefur lítið félagslegt net (smá erfitt að segja þetta á íslensku "socialt nätverk") núna þegar maður þarf á hjálp að halda. En það lítur út fyrir að þetta sé að reddast. Allavega með flutningshjálpina og svo spurði ég kollega mína Sööru og Åsu hvort þær gætu þrifið. Er nú ekki búin að fá svar en get ekki ímyndað mér að þær neiti því.
Lilleputt Ísak er búinn að vera eitthvað órólegur í dag.Kannski af því að nóttin gekk svo vel. Núna liggur hann í kjöltu minni og er alltaf að sofna og vakna svo vælandi greyið litla. Hann er líka orðinn bóluhjálmar í framan svo kannski er hann bara með móral yfir því. Ég fór út í búð í dag og hann orgaði á pabba sinn allan tímann. Ísak var alveg orðinn sveittur þegar ég kom til baka. Það var samt rosa gott að komast út þó grindin mín væri nú ekki hress eftir á.
Ég hef náttúrulega eins og örugglega allar nýbakaðar mæður þvílíkar áhyggjur að brjóstamjólkin nægi ekki. Hann drekkur eitthvað illa allavega og þegar hann fær pelann er eins og hann hafi ekki fengið mat í marga daga! Ætla að spyrja heilsugæsluna að þessu. Stundum spýtir hann líka brjóstinu út úr sér og heldur áfram að væla þó hann sé augljóslega svangur. Kann þetta ekki alveg ennþá held ég. Svo spennir hann sig svo mikið að hann er alveg kominn í búmmerang með hausinn við hælana næstum. Já, það er mikið að læra í nýjum heimi. Vá hvað þetta var heimsspekilegt hjá mér!
Lilleputt Ísak er búinn að vera eitthvað órólegur í dag.Kannski af því að nóttin gekk svo vel. Núna liggur hann í kjöltu minni og er alltaf að sofna og vakna svo vælandi greyið litla. Hann er líka orðinn bóluhjálmar í framan svo kannski er hann bara með móral yfir því. Ég fór út í búð í dag og hann orgaði á pabba sinn allan tímann. Ísak var alveg orðinn sveittur þegar ég kom til baka. Það var samt rosa gott að komast út þó grindin mín væri nú ekki hress eftir á.
Ég hef náttúrulega eins og örugglega allar nýbakaðar mæður þvílíkar áhyggjur að brjóstamjólkin nægi ekki. Hann drekkur eitthvað illa allavega og þegar hann fær pelann er eins og hann hafi ekki fengið mat í marga daga! Ætla að spyrja heilsugæsluna að þessu. Stundum spýtir hann líka brjóstinu út úr sér og heldur áfram að væla þó hann sé augljóslega svangur. Kann þetta ekki alveg ennþá held ég. Svo spennir hann sig svo mikið að hann er alveg kominn í búmmerang með hausinn við hælana næstum. Já, það er mikið að læra í nýjum heimi. Vá hvað þetta var heimsspekilegt hjá mér!
7. desember 2005
Í gær náði sængurkvennagráturinn hámarki og er nú á hraðri niðurleið... eða burtleið eða eitthvað. Fór m.a.s. í göngutúr, tvo hringi í kringum húsið áðan. Það var pínu óþægilegt en ekkert vont. Bara skrýtið að finna lífbeinið/n nuddast saman svona þegar maður gengur:S
Lilleputt Ísak leyfði mér líka aðeins að sofa í nótt og það munar nú miklu þó ekki séu það margir tímar í einu. Ég hringdi í Evu fyrrverandi samstarfskonu mína og systir Önnu Johansson og bað hana að koma í heimsókn til okkar í dag. Hún kemur á eftir með börnin sín 3 og sagðist ætla að koma með mat með sér. Góð kona hún Eva.
Hringdi í sjúkraþjálfunarstöð áðan upp á endurkomu og að kíkt yrði á göngulagið hjá mér. Þar var enginn tími fyrr en milli jóla og nýárs og þá verð ég bara að láta líta á mig heima. Ætti ekki að skipta neinu máli. Svo ætlar Maggi að hringja í Eimskip á eftir til að ath nánar hvenær flutningabíllinn kemur. Við erum nú ekki byrjuð að pakka en það er auðvitað á stefnuskránni huhumm...
Barnahjúkrunarkonan frá heilsugæslunni kom í gær. Það var bara svona samtal og svo viktaði hún Ísak sem er búinn að ná fæðingarþyngd sem telst víst mjög gott. Gaman að því. Hún mælti samt með að við héldum áfram með mjólkurblöndu á nóttunni ef ég væri kannski að framleiða eitthvað minna þá og þess vegna öskraði hann svona. Annars sagði hún að maður yrði kannski bara að sætta sig við að maður hefði fengið svona barn sem er næturhrafn! Anna Dögg vinkona hrindi í mig í gær og gaf mér ráð varðandi liggjandi gjöf sem svínvirkaði í ´nótt:D Takk elsku Anna Dögg og það var líka yndislegt að tala við þig!
Best að fara að undirbúa komu gestanna.
Lilleputt Ísak leyfði mér líka aðeins að sofa í nótt og það munar nú miklu þó ekki séu það margir tímar í einu. Ég hringdi í Evu fyrrverandi samstarfskonu mína og systir Önnu Johansson og bað hana að koma í heimsókn til okkar í dag. Hún kemur á eftir með börnin sín 3 og sagðist ætla að koma með mat með sér. Góð kona hún Eva.
Hringdi í sjúkraþjálfunarstöð áðan upp á endurkomu og að kíkt yrði á göngulagið hjá mér. Þar var enginn tími fyrr en milli jóla og nýárs og þá verð ég bara að láta líta á mig heima. Ætti ekki að skipta neinu máli. Svo ætlar Maggi að hringja í Eimskip á eftir til að ath nánar hvenær flutningabíllinn kemur. Við erum nú ekki byrjuð að pakka en það er auðvitað á stefnuskránni huhumm...
Barnahjúkrunarkonan frá heilsugæslunni kom í gær. Það var bara svona samtal og svo viktaði hún Ísak sem er búinn að ná fæðingarþyngd sem telst víst mjög gott. Gaman að því. Hún mælti samt með að við héldum áfram með mjólkurblöndu á nóttunni ef ég væri kannski að framleiða eitthvað minna þá og þess vegna öskraði hann svona. Annars sagði hún að maður yrði kannski bara að sætta sig við að maður hefði fengið svona barn sem er næturhrafn! Anna Dögg vinkona hrindi í mig í gær og gaf mér ráð varðandi liggjandi gjöf sem svínvirkaði í ´nótt:D Takk elsku Anna Dögg og það var líka yndislegt að tala við þig!
Best að fara að undirbúa komu gestanna.
5. desember 2005
Pepp
Virkar þokkalega vel, ég er sko miklu bjartsýnni. Takk stelpur. Enda var ég aldrei svartsýn... bara þreytt. Og ég er þreytt líka núna en ég talaði við hjúkrunarfræðing í morgun sem gaf mér ágætis ráð varðandi brjóstagjöfina og svo kemur hún sennilega hingað heim á morgun. Þá verður piltur líka viktaður og spennandi að sjá hvort við þurfum að halda áfram með ´mjólkurformúlu.
Það gengur rosa vel hjá okkur að vera ein heima. Ísak er reyndar lítið þreyttur enda svaf hann alveg frá fjögur í nótt til átta sko! Þvilíkar framfarir. Við erum samt búin að kúra saman í hjónarúminu. Ég þurfti svo ekkert að fara út í apótek, Magginn minn sá um það fyrir mig. En það var BARA vegna þreytu og ekki að ég hefði ekki meikað það *glott*
Ahh núna sit ég uppí sófa og borða randalínu frá mömmu mmmmmm. Á dagskránni er að horfa á sjónvarpið og fara kannski bara í hreingerningar.... sem sagt sturtu! Don´t worry ekkert meira.
Það gengur rosa vel hjá okkur að vera ein heima. Ísak er reyndar lítið þreyttur enda svaf hann alveg frá fjögur í nótt til átta sko! Þvilíkar framfarir. Við erum samt búin að kúra saman í hjónarúminu. Ég þurfti svo ekkert að fara út í apótek, Magginn minn sá um það fyrir mig. En það var BARA vegna þreytu og ekki að ég hefði ekki meikað það *glott*
Ahh núna sit ég uppí sófa og borða randalínu frá mömmu mmmmmm. Á dagskránni er að horfa á sjónvarpið og fara kannski bara í hreingerningar.... sem sagt sturtu! Don´t worry ekkert meira.
4. desember 2005
Ísak Magnússon

er sætastur! Örugglega ekki bara foreldraástin, hann er raunverulega fallegasta barn í heimi! Settum inn nokkrar nýjar myndir áðan, myndavélin er stöðugt á lofti hérna og hugsa sér ef maður ætti ekki digital!
Nóttin var erfið eins og fyrri nætur, Ísak sefur ekki og mamman grætur og barnið grætur og pabbinn syngur og syngur. Í dag er engillinn svo búinn að sofa og sofa og leyfa mömmu sinni líka að hvíla sig. En piltur er nú bara 1 vikna gamall á morgun og erfitt að fara að ætlast til að hann sé í e-i rútínu ennþá.
Maggi verður í skólanum mest allan daginn á morgun og mér finnst það nú pínu erfið tilhugsun. Svo stakk hann upp á að ég færi út í apótek áður en hann færi og ég bara svitnaði við tilhugsunina um að fara út fyrir hússins dyr! Út í hinn stóra heim, ómægod!!! En e-n tíman verður maður að taka næsta skref og ég reyni bara að herða mig upp í þetta hehe. Enda verð ég líka að æfa mig aðeins að ganga. Ég er reyndar búin að vera hækjulaus í allan dag hérna heima og gengur mjög vel.
3. desember 2005
TAKK
Takk kærlega fyrir allar fallegu kveðjurnar sem við höfum fengið. Lífið er ótrúlega breytt núna og bloggið hans Magga lýsir þessari reynslu best. Ég segi "ja hérna" og "þetta er svo skýtið" mörgum sinnum á dag. Hérna er kominn þessi fullkomni einstaklingur inn í líf okkar og sem allt snýst um.
Dagarnir líða við brjóstagjöf og svefn til skiptis hjá okkur mæðginum meðan pabbinn er bestur og sér um allt annað og þjónar okkur. Ég ætla annars að vera skynsöm og reyna að sofa þegar hann sefur og þess vegna kominn háttatími. Við tilkynntum fjölskyldunni nafnið í dag og glöggir lesendur finna út úr því með smá bloggrúnti!!
Dagarnir líða við brjóstagjöf og svefn til skiptis hjá okkur mæðginum meðan pabbinn er bestur og sér um allt annað og þjónar okkur. Ég ætla annars að vera skynsöm og reyna að sofa þegar hann sefur og þess vegna kominn háttatími. Við tilkynntum fjölskyldunni nafnið í dag og glöggir lesendur finna út úr því með smá bloggrúnti!!
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)