26. nóvember 2005

Búin að gera aðventukransinn (sem er auðvitað enginn krans heldur kerti í bakka) og baka piparkökur. Á morgun ætla ég kannski að baka súkkulaðibitakökur og Söru Bernhards mmmmm. Verst hvað við þurftum að vakna SVAKALEGA snemma, til að fara í messu. 1.sun í aðventu er oftast mikið um tónleika hérna og messan með mikið af tónlist. Maggi ætlar að vera mættur hálftíu sem þýðir að við leggjum af stað héðan ca 45 mín áður. Það er snemmt fyrir mig sem er farin að sofa alveg til 11 stundum hálf 12 á morgnanna.

Svo hlustuðum við á jólalög í dag líka! Það má þegar maður er beinlínis að undirbúa jólin eða aðventuna. Annars er ég fyrir að maður fari mjög rólega í jólalögin og byrji helst ekki fyrr en í desember. Og aldrei fyrr höfum við verið búið að kaupa allar jólagjafir á þessum tíma árs!!! Náttúrulega hluti af því að "vera við öllu búinn":D

24. nóvember 2005

Hætt'að telja...


.. þett'er ég!! Þýðir ekkert að vera að telja dagana svona löngu fyrir.

Í gær var ég að fara í yoga og missti af strætó. Ég "hljóp" aðeins á eftir honum (eða meira svona hlussaðist aðeins hraðar áfram) en náði ekki. Eftir þá áreynslu get ég bara varla gengið!!! Þetta fór alveg með nárana svo nú er vont að bara standa en að lyfta fótunum er bara glatað! En þá er nú gott að vera heima í fríi og þurfa ekkert að vera á ferðinni nema milli sófans og rúmsins hehehe.

Er samt að hugsa um að sækja mjólk út í búð svo ég geti þambað hana, mjólk er góóóð. Það er annars allur snjór farinn og kominn 5 stiga hiti og bara vorfílingur í fuglunum. ég get kannski mokað pínu laufblöðum? Svo þarf að halda áfram að föndra jólakortin... já og nokkrar nýjar myndir í nóvember

22. nóvember 2005

Dagur 2

Stundum gerist allt á einum degi. Maggi kominn með fasta vinnu heima fram á vor og Skrámur fékk loksins flug heim! Við fórum með hann til dýralæknisins í síðasta skipti í morgun (heimsókn sem tók klukkutíma) og þá var hringt út af fluginu. Nú eru bara 9 dagar þangað til hann fer búhúhúúúú...

Dýralæknirinn þessi er kominn á eftirlaun, algjör afi. Er með stofuna sína í heimahúsi og eldgamlar bækur upp um veggi. Hann tók sér sinn tíma í þetta allt saman, hrærði vel og lengi í kúknum hans rassa og tók svo örugglega hálftíma í að fylla í heilbrigðisvottorðið, með gömlum fallegum skrifstöfum. Skrámur greyið var mestan tíman inní búrinu sínu og vældi og vældi. Stundum er m.a.s. eins og hann "gaggi" á okkur. Setur svo eina loppuna út og mænir á okkur með stórum augum.

Þetta með flutninginn heim mun örugglega reddast á besta hátt eins og allt annað. Ég og Krulli leikum bara statíf eða verðum á hótelherbergi með roomservice og heitan pott hehehe! Ef við svo verðum hérna um jólin koma kannski tengdó og Gunnar Emil svo það verður sko notalegt.

Barnið er eitthvað voða spennt í dag, Maggi á ekki orð yfir hvað ég er framstæð og hló að mér þegar ég var komin í lopapeysuna. Ég var líka alveg eins og barbapapa! Núna er verið að gera snúninga og kollhnísa sem ég skil ekki alveg fyrst barnið er skorðað. Ætli það hafi ekki bara orðið misskilningur og það séu TVÖ börn þarna inni?

21. nóvember 2005

Dagur 1

Þvílíkt notó hjá okkur Krulla í dag. Sofa út, morgunmatur í rúminu, lesa blaðið, þvo þvotta og svo leika sér á netinu þangað til var kominn tími að leggja sig í tvo tíma! Var að vakna af þeim blundi og fyrst að það er orðið kolniðamyrkur úti er ekkert að gera nema kveikja kertaljós og vera undir teppi og halda áfram að hafa það notó. Og borða frostpinna, það er nýjasta æðið hjá mér. Íspinnar og frostpinnar.

Hrindi annars í Eimskip í Gautaborg í dag. Talaði við hina ofurhressu Karen. Ég vissi að það væru tímamörk á gámnum þegar maður fær hann. En haldið ykkur nú, fyrst við erum ekki með heilan gám (þá fær maður klukkutíma) þá fáum við heilar 35 mínútur til að hlaða!!! Hún var voða vandræðaleg þegar hún sagði þetta, og ennþá meira þegar hún sagði að síðan tekur bílstjórinn 240 sænskar fyrir hvern byrjaðan hálftíma framyfir þessar 35 mín. Og hann hjálpar ekki til! Jisses, það verður bara að safna fólki af götunni til að rumpa þessu af. Gott að við búum á jarðhæð, segi ekki meir.

20. nóvember 2005

Nei ekki orð!

Snjórinn er ennþá, m.a.s. snjóaði meira í gærkvöldi. Og ekki orð um það meir.

19. nóvember 2005

Takk Guðrún


...fyrir sendinguna!!! Reyndar hefur hún dreifst ansi vel svo það verður meira svona að "skafa" af jörðinni á völdum stöðum en þetta er samt betra en ekkert! Kannski snjóar í alvöru á morgun, þetta er meira svona frost.... Bara meiri áreynsla er það ekki;)

Það var skrýtið að hætta að vinna. Allir vildu náttúrulega faðma mig en létu mig lofa að koma og hafa sýningu þegar barnið væri komin. Vonandi næ ég því. Fékk voða fallega sprittkertastjaka (iittala) frá þeim og svo frá Åsa og Saara talm.fr. fékk Krulli bók; "Max lampa" Sömu höf og skrifa "Mamman och den vilda bebin" svo ég er hæstánægð með þetta. Og Krulli líka. Fékk svo alveg svakalega gott meðmælabréf frá Sven svo maður ætti ekki að vera í vandræðum seinna meir með vinnu.

Hvíldardagurinn byrjaði á því að ég svaf till 11 en svo ruglaðist ég víst eitthvað og fór að þvo þvotta og taka til... reyndar skipaði ég sjálfri mér með reiðu röddinni að setjast nú í sófann og hvíla mig. Er að því núna og hlusta á kórtónlist. Svo erum við að fara á Galdrakarlinn frá Oz í kvöld. Åsa er með í kórnum, það er Södertälje Opera sem setur þetta upp. Nýsamin tónlist svo þetta er ekki Distney-útgáfan. Saara og hennar kærasti koma líka og svo ætlum við út að borða á eftir. Já, best að fara að panta borðið.

Á morgun er bannað að kommenta á hvaða dagur er.... við munum láta vita þega aksjónin byrjar;)

17. nóvember 2005

Nýjar myndir



Þá eru komnar nýjar myndir af Ingólfssyni í nóvemberalbúmi og "nokkrar" myndir af einkabarninu okkar sem er svo kelinn núna að hann veit ekki hvað hann á að gera við sig!

Er að baka fyrir síðasta vinnudaginn. Glútenfrítt og venjulegt og engar hnetur eða möndlur eða kiwi... Svíar!!! Ætli þeir séu með meira ofnæmi en Íslendingar?

Síðasti vinnudagurinn á morgun:) Vona að það verði ekki voða drama og gert mikið úr því að ég sé að hætta. Er eiginlega komin með nóg af "ohhhh ertu að hætta? Ohhh þú ert með svo sætan maga...Hæ feita..."

16. nóvember 2005

TENS




Þetta er hið stórmerkilega tæki TENS! Athugið að þetta er ekki ég á myndinni!

Var að koma úr ólléttuyoga. Rosa góður tími. Mikið áherlsa lögð að sjálfsögu á öndun og áreynslu = að anda sig í gegnum áreynsluna og sjá fyrir sér að maður geti það. Næsta skipti mega makar koma með til að sjá að við erum ekki bara að teygja okkur og nota þriðja augað. Maggi kemst því miður ekki svo það verðum bara við Krulli. Sem kemur hvort eð er á sunnudaginn svo þá er engin ástæða til að fara í yoga HAHA!

Ein að springa

15. nóvember 2005

Heyrðu ruslapokinn svínvirkaði! Svoleiðis rúllaði mér fram og til baka í nótt! Það brakaði náttúrulega pínu og ég svitnaði eitthvað undan honum en mjög jákvæð reynsla! Svo fékk ég Tens-tækið í dag og er að æfa mig á öxlunum. Kannast nú við svona síðan í sjúkraþjálfuninni í denn svo þetta er ekkert skrýtið. Bzzzzzzz

14. nóvember 2005

Svo normal

Allt gott að frétta eftir heimsókn hjá ljósu. Ég er með allt í fullkomnu lagi, öll próf svo svaðalega normal og engin ástæða til að setja mig af stað hehehe! Ein sem var að vona... (Reyndar var blóðsykurinn dálítið hár og skildi þá ekki vera kökan sem einhver borðaði óvart í morgunmat :S) Svo eigum við einn tíma í viðbót bókaðan en ég kvaddi innilega og sagðist ekki koma aftur, ég mundi vera búin að eiga barn þá (1.des!) Hún samþykkti það alveg og bað okkur að senda póstkort frá Íslandi! Því miður lítur ekki út fyrir að bumban lækki eitthvað, hún sagði allavega að ég mundi sennilega finna mjög lítið fyrir því. Þá er bara að halda áfram að sofa á vinstri. Mamma sagði mér svo frá einni sem setti plastpoka undir lakið hjá sér til að eiga auðveldara með að snúa sér, og spurning um að prófa það bara í nótt! Eitt stykki svartan ruslapoka... þá er maður líka í góðum málum ef vatnið fer!

Nú ætlum við hjónakornin að slökkva á sjónvarpinu, setja góða tónlist á og ráða aðeins krossgátu.

12. nóvember 2005

strengir

Í morgun vaknaði ég með e-a verki í náranum og niður í lærin. Svo í allan dag er ég með eins og strengi í bumbunni og smá illt hægra megin því þar rekst alltaf fóturinn/hnéð á Krulla svo ég held ég sé með marblett að innan! Þessir verkir í náranum koma ekki í sambandi við neina samdrætti svo ekki fara að ímynda ykkur neitt. En þið "kommentakonur" sem eruð heima í barnseignarfríi megið samt alveg miðla af reynslunni... held sjálf að þetta sé grindin. Hef einmitt fundið þetta aðeins pínu smá áður þegar ég vakna og þá er ég náttúrulega búin að liggja í sömu stellingunni í fleiri fleiri tíma.

37 vikur á morgun! 5 dagar eftir í vinnunni! 5 jólagjafir keyptar! 6 vikur til jóla! Þetta er allt að koma!

10. nóvember 2005

Óspennandi blogg...

Þetta var ekkert þrívíddar! Þetta var svona risa skjár sem náði yfir og undir og alltumkring. Sáum sem sagt víkingamynd og af 45 mín held ég að 20 hafi farið í landkynningu á Íslandi! Mér varð pínu flökurt þegar var verið að fljúga yfir landið en þetta var fínasta skemmtun.

Það eru voða margir að spurja okkur hvenær við flytjum heim. Við getum bara ekki nákvæmlega svarað því. Krulli ræður. En það verður alltaf fyrir 1.janúar. Við verðum náttúrulega að panta búslóðarflutning og við getum ekki verið hér í tómri íbúð svo þegar við pöntum hann pöntum við líka miða heim fyrir ÞRJÁ!

Vitiði hvað? Bara 6 dagar eftir í vinnunni! Það er svo ótrúlegt. Börnin eru byrjuð að kveðja mig, gefa mér gjafir og bara læti. Á mánudaginn ætla ég að fara með öll blómin okkar í vinnuna og leyfa stafsélögunum að taka það sem þau vilja. Held ekki að þau þoli gámaflutninga. Ég get svarið það, hugsa sér að ég sé búin að vinna þarna í rúmt ár. Þetta er búin að vera svakaleg reynsla og ég hef þurft að læra mjög mikið á mjög stuttum tíma. Örugglega eftir að koma mér til góða (er hægt að segja svoleiðis?) í framtíðinni. Það erfiðasta hefur verið að kljást við foreldra barnanna!!! Og nú er maður að verða eitt stykki svoleiðis. Foreldri altsvo!!

6. nóvember 2005

Í kvöld ætlum við í þrívíddarbíó með Kenny og Elle. Hef aldrei farið á svoleiðis áður og er rosa spennt. Myndin er reyndar kannski ekki svoooo spennandi eins og maður gæti óskað, um líf víkinganna. Mundi vilja sjá eitthvað svona neðansjávardæmi eða um mannslíkamann. Held að maður fái svona gleraugu og allt.
Annars er þetta típískur letidagur hjá mér, liggja leeeengi lengi í rúminu og færa sig svo yfir í sófann. Horfði á spaugstofuna og hlustaði á Orð skulu standa, ekkert smá uppáhalds þáttur! Spurnig hvort maður fari að tékka á krossgátu morgunblaðsins bara.

3. nóvember 2005

Mamman och den vilda bebin


Hahaha svona held ég að framtíðin líti út miðað við lætin núna! Hlakka sko bara til, þetta er MITT vilda barn:D

2. nóvember 2005

Skeyti

Þetta skeyti barst í dag:

" 12:34 fæddist stelpa 3270 gr og 51 cm. Aðeins feitari og styttri en Guðmundur Gígjar og ekki eins fingralöng (og náttúrulega ekki með með jafn stóran pung) og ekker lík Samúel Erni. Allt gekk vel, mæðgum heilsast vel en föður er illt í hnénu"
-Gunnhildur


TIL HAMINGJU MEÐ ÞETTA LITLA FJÖLSKYLDA!!!!

Ég hef nú minn grun um að ákveðinn faðir hafi skrifað skeytið....