Stundum gerist allt á einum degi. Maggi kominn með fasta vinnu heima fram á vor og Skrámur fékk loksins flug heim! Við fórum með hann til dýralæknisins í síðasta skipti í morgun (heimsókn sem tók klukkutíma) og þá var hringt út af fluginu. Nú eru bara 9 dagar þangað til hann fer búhúhúúúú...
Dýralæknirinn þessi er kominn á eftirlaun, algjör afi. Er með stofuna sína í heimahúsi og eldgamlar bækur upp um veggi. Hann tók sér sinn tíma í þetta allt saman, hrærði vel og lengi í kúknum hans rassa og tók svo örugglega hálftíma í að fylla í heilbrigðisvottorðið, með gömlum fallegum skrifstöfum. Skrámur greyið var mestan tíman inní búrinu sínu og vældi og vældi. Stundum er m.a.s. eins og hann "gaggi" á okkur. Setur svo eina loppuna út og mænir á okkur með stórum augum.
Þetta með flutninginn heim mun örugglega reddast á besta hátt eins og allt annað. Ég og Krulli leikum bara statíf eða verðum á hótelherbergi með roomservice og heitan pott hehehe! Ef við svo verðum hérna um jólin koma kannski tengdó og Gunnar Emil svo það verður sko notalegt.
Barnið er eitthvað voða spennt í dag, Maggi á ekki orð yfir hvað ég er framstæð og hló að mér þegar ég var komin í lopapeysuna. Ég var líka alveg eins og barbapapa! Núna er verið að gera snúninga og kollhnísa sem ég skil ekki alveg fyrst barnið er skorðað. Ætli það hafi ekki bara orðið misskilningur og það séu TVÖ börn þarna inni?