...komnar í Krullaalbúm. Bannað að horfa á klæðaburð tilvonandi móður. Setti líka 3 nýjar í októberalbúm.
Þessi sunnudagur er búinn að vera hinn besti. Í nótt breyttist klukkan í vetratíma sem þýðir að maður græðir 1 klukkutíma. Sváfum til 10 í morgun (sem sagt í raun 11) og lágum svo uppí rúmi með tölvuna, blaðið, sudoko og krossgátuna til kl. 13!!! Svo var bara skipt um og farið uppí sófa, Maggi steikti pönnsur, við þvoðum nokkrar vélar svona bara til að sýnast og svo er bara sjónvarpið búið að ráða í allt kvöld. Ég kíkti reyndar á stúdentsritgerðina hans Daða um búddisma sem telst kannski helsta afrek dagsins. Þurfti reyndar að taka pásu í miðju kafi því Krulli var með svo mikil læti að ég gat ekki með nokkru móti setið. Hehe fór að reyna að ganga um gólf og hoppa aðeins til að svæfa barnið! Bara undirbúa komandi mánuði...
Heyrðum í agnarsmáum Ingólfssyni í morgun. Greyið er með í maganum og Indra með sýkingu en þetta er víst allt á réttri leið. Hann er nú bara 3ja vikna pilturinn.
Bara 3 vikur eftir í vinnunni:D
30. október 2005
29. október 2005
Innkaupaferð
Í dag redduðum við ÖLLU held ég bara. Skrámur búinn að fá flutningsbúr og teppi, ísskápurinn fullur fyrir helgina og svo FULLT af barnadóti; föt, snuð, bleyjur,burðarpoka (sem maður ber barnið í á maganum), útigalla... bara nefnið það! Það sem ekki var keypt verður látið bíða þar til barnið fæðist. Náðum líka að kaupa 2 jólagjafir svo ekki sé meira á ykkur lagt.
Skrámur er að gera út af við okkur hann er svo sætur þessa dagana. Vill endalaust kúra og malar og malar og sleikir okkur í bak og fyrir. Litla skinnið þarf að fara til dýralæknisins á þriðjudaginn og verður svæfður! Það virðist hægara sagt en gert að flytja hann heim, vandamálið er að finna einhvern sem tekur það að sér! Maggi er búinn að hringja í a.m.k. 4 aðila og kominn í hring. Ég hélt eiginlega að maður bara pantaði flug fyrir eitt stykki kött! En það er víst ekki svo einfalt, hann fer í fraktflug og meira höfum við ekki fundið út.
Fengum fleiri myndir af Ingólfssyni agnarsmáuum sem ég ætla að setja inn í albúm. Á morgun eru svo komnar 35 vikur hjá okkur og kannski tími til að taka bumbumynd?
Skrámur er að gera út af við okkur hann er svo sætur þessa dagana. Vill endalaust kúra og malar og malar og sleikir okkur í bak og fyrir. Litla skinnið þarf að fara til dýralæknisins á þriðjudaginn og verður svæfður! Það virðist hægara sagt en gert að flytja hann heim, vandamálið er að finna einhvern sem tekur það að sér! Maggi er búinn að hringja í a.m.k. 4 aðila og kominn í hring. Ég hélt eiginlega að maður bara pantaði flug fyrir eitt stykki kött! En það er víst ekki svo einfalt, hann fer í fraktflug og meira höfum við ekki fundið út.
Fengum fleiri myndir af Ingólfssyni agnarsmáuum sem ég ætla að setja inn í albúm. Á morgun eru svo komnar 35 vikur hjá okkur og kannski tími til að taka bumbumynd?
26. október 2005
Það er auglýsingahlé í Lost. Og maður er gjörsamlega lost. Aldrei nein svör, bara spurningar og meiri ruglingur. Ég verð alltaf jafn æst og pirruð en get ekki misst af einum þætti. Í kvöld er ég samt alveg að sofna svo ég ákvað að blogga í pásunni svo ég sæi endinn.
Fór í yoga fyrir ólétta áðan. Virkar rosa fínt, mjög litlar og rólegar æfingar sem taka samt mikið á, mikið lagt uppúr að anda og kenna æfingar sem hjálpa í fæðingunni. Ég er sú sem á von á mér fyrst og va sko ekki með neitt sérstaklega stærri bumbu en hinar svo ég er hætt að tuða um það! Ég næ hins vegar (vonandi) ekki að klára kúrsinn þar sem hann er 6 vikur og Krulli á að mæta eftir í mesta lagi 5!!
Jæja, nú hverf ég aftur inn í sjónvarpið!
Fór í yoga fyrir ólétta áðan. Virkar rosa fínt, mjög litlar og rólegar æfingar sem taka samt mikið á, mikið lagt uppúr að anda og kenna æfingar sem hjálpa í fæðingunni. Ég er sú sem á von á mér fyrst og va sko ekki með neitt sérstaklega stærri bumbu en hinar svo ég er hætt að tuða um það! Ég næ hins vegar (vonandi) ekki að klára kúrsinn þar sem hann er 6 vikur og Krulli á að mæta eftir í mesta lagi 5!!
Jæja, nú hverf ég aftur inn í sjónvarpið!
24. október 2005
Þá er Jóna farin og nammið búið! Alltaf svona... En það er rúgbrauð og hangikjöt eftir og fötin erum við ekki búin að klára heldur...
Ég er farin að sofa eitthvað illa. Eða öllu heldur eiga í erfiðleikum með að sofna. Í fyrsta lagi er það fótapirringurinn sem er að trufla mig. Í öðru lagi er það barnið sem er að gera æfingar og í þriðja lagi brjóstsviðinn. En ég segi eins og Guðrún Elísabet:"Ég er búin að ákveða að það séu bara 4 vikur eftir". Hætti að vinna e 4 vikur og sef svo út á laugardeginum eftir síðasta daginn og svo má Krulli koma á sunnudeginum. Er það ekki gott plan? Verst að maður getur ekki ákveðið þetta bara si svona!
Það virðast flestir sammála um að þetta sé stúlkulísa sem við eigum von á. Pabbi, mamma og Daði hafa reyndar ekkert tjáð sig.... hvað á það að þýða? Ég er allavega alveg rugluð og veit bara ekki neitt. Segi ýmist "Krulli" eða "barnið" núna. Vonandi hjálpar þetta manni í fæðingunni... spennan að vita hver kemur í heiminn.
Ég er farin að sofa eitthvað illa. Eða öllu heldur eiga í erfiðleikum með að sofna. Í fyrsta lagi er það fótapirringurinn sem er að trufla mig. Í öðru lagi er það barnið sem er að gera æfingar og í þriðja lagi brjóstsviðinn. En ég segi eins og Guðrún Elísabet:"Ég er búin að ákveða að það séu bara 4 vikur eftir". Hætti að vinna e 4 vikur og sef svo út á laugardeginum eftir síðasta daginn og svo má Krulli koma á sunnudeginum. Er það ekki gott plan? Verst að maður getur ekki ákveðið þetta bara si svona!
Það virðast flestir sammála um að þetta sé stúlkulísa sem við eigum von á. Pabbi, mamma og Daði hafa reyndar ekkert tjáð sig.... hvað á það að þýða? Ég er allavega alveg rugluð og veit bara ekki neitt. Segi ýmist "Krulli" eða "barnið" núna. Vonandi hjálpar þetta manni í fæðingunni... spennan að vita hver kemur í heiminn.
21. október 2005
Jóna og pakkarnir
Jóna jólasveinn kom í gær:D Hlaðin gómsætindum og pökkum auðvitað. Fengum svaka sendingu frá Jökli og þurfum nú ekki að kaupa nein smábarnaföt, mamma sendi peysuna og vettlingana sem ég fór í heim af spítalanum e að ég fæddist og var búin að prjóna húfu í stíl, Jóna gaf Krulla líka prjónahúfu og vettlinga og mömmunni bók og Daði sendi mér bók og nýja diskinn hennar Emelíönu. Svo kom auðvitað rúgbrauð, flatbrauð, hangikjet, Nói og Síríus og ég veit bara ekki hvað. Þið getið rétt ímyndað ykkur jólin hérna.
Fórum svo í bæinn við frænkur í dag. Komumst nú ekki langt en í nokkrar búðir. Svo var orkan búin og ekki fékk hún einu sinni að sjá Gamla Stan eða höllina! Bara H&M! Jæja, hún er ánægð með að bara klappa mallanum mínum svo hún grætur það ekki.
Lenti í ömurlegri reynslu í vinnunni í gær. Fór á fund og endaði á að fara grátandi út og með ekka! Mamman réðst svoleiðis á mig og kallaði mig lygara og ég veit ekki hvað og hvað. Það voru þarna 2 kennarar, sérkennari, skólastjórinn, ég og foreldrar drengsins og þessir 2 kennarar komu á eftir mér út báðar með tárin í augunum og höfðu aldrei upplifað annað eins á sinni starfsævi. Ég er nú búin að jafna mig á þessu en ætla að þvo hendur mínar af þessu máli. Skólastjórinn sagði að ég gæti kært hana en ég held nú ekki að ég fari svo langt. En þetta gerði mig alveg máttlausa allan daginn og manni finnst náttúrulega eins og sé verið að ráðast á sig persónulega en ekki á "talmeinafræðinginn". Ég reyni að nýta mér þetta á jákvæðan hátt, nú hef ég allavega lent í svona. Og maður er náttúrulega extra viðkvæmður í þessu "ástandi"
Fórum svo í bæinn við frænkur í dag. Komumst nú ekki langt en í nokkrar búðir. Svo var orkan búin og ekki fékk hún einu sinni að sjá Gamla Stan eða höllina! Bara H&M! Jæja, hún er ánægð með að bara klappa mallanum mínum svo hún grætur það ekki.
Lenti í ömurlegri reynslu í vinnunni í gær. Fór á fund og endaði á að fara grátandi út og með ekka! Mamman réðst svoleiðis á mig og kallaði mig lygara og ég veit ekki hvað og hvað. Það voru þarna 2 kennarar, sérkennari, skólastjórinn, ég og foreldrar drengsins og þessir 2 kennarar komu á eftir mér út báðar með tárin í augunum og höfðu aldrei upplifað annað eins á sinni starfsævi. Ég er nú búin að jafna mig á þessu en ætla að þvo hendur mínar af þessu máli. Skólastjórinn sagði að ég gæti kært hana en ég held nú ekki að ég fari svo langt. En þetta gerði mig alveg máttlausa allan daginn og manni finnst náttúrulega eins og sé verið að ráðast á sig persónulega en ekki á "talmeinafræðinginn". Ég reyni að nýta mér þetta á jákvæðan hátt, nú hef ég allavega lent í svona. Og maður er náttúrulega extra viðkvæmður í þessu "ástandi"
18. október 2005
Tölfræði
Nú liggur við að fólk úti á götu sé farið að klappa mér á magann! Hefur ekki gerst ennþá, en held að bókstaflega allir í vinnunni séu búnir að stoppa mig og klappa mér og "ohhh þú ert með svo sætan maga". Mér finnst hann auðvitað flottur en mest STÓR! Og ljósmóðirin sagði mér í fyrradag að hann ætti eftir að stækka. Gaman að því....
Maggi spurði mig að því í gær hvernig hlutföllin væru hjá mér varðandi kynið. Mér finnst svona 60-40 strákur og honum 70-30 stelpa! Hér með verður sett af stað könnun hjá ykkur lesendur góðir og miðað skal eingöngu við tilfinningu hvers og eins. 50-50 er ekki reiknað með!!!
Maggi spurði mig að því í gær hvernig hlutföllin væru hjá mér varðandi kynið. Mér finnst svona 60-40 strákur og honum 70-30 stelpa! Hér með verður sett af stað könnun hjá ykkur lesendur góðir og miðað skal eingöngu við tilfinningu hvers og eins. 50-50 er ekki reiknað með!!!
16. október 2005
Djammað
Vika 34
Nú mun barnið nýta sér allt það pláss sem það mögulega getur og þrýsta á allt sem það getur, til dæmis lungun. Ef þér finnst erfitt að ná andanum getur hjálpað að sitja eða standa. Ef þú hefur áhuga á fara á námskeið til undirbúnings fæðingunni eða foreldrahlutverkinu þá er ekki seinna vænna en að drífa sig. Það er líka tímabært að byrja að taka til föt á barnið.
Barnið er ansi upptekið við að undirbúa sig fyrir lífið utan legsins. Það æfir sig að sjúga, gerir öndunaræfingar, blikkar augunum, snýr höfðinu, tekur utan um það sem það nær í (hina höndina og naflastrenginn) og réttir úr fótunum. Húð barnsins er að verða mjög mjúk og ekki eins gegnsæ. Barnið vegur nú um 2,1 kíló og lengd frá höfði að rófubeini er um 30 sm.
Já ekki skrýtið þó mér finnist ég vera að rifna stundum!
Fór á rosa flotta hádegistónleika hjá Magga og Ingibjörgu í gær. Þau spiluðu eitthvað eftir Mahler sem ég hef náttúrlega aldrei heyrt en varð rosa hrifin af. Ingibjörg kynnti það líka svo vel að maður sá alveg fyrir sér hvað var að gerast í tónlistinni. Barnið var alveg villt og galið alla tónleikana þangað til þetta kom, og þetta var sko dramatískt og ekki einhver vögguvísa! Fyndið. Svo fórum við út að borða með Åsu og Sööru vinnufélögum mínum og mökum í gær. Fórum á afríkanskan stað sem var rosa flottur. Við Maggi sátum svo smá stund hjá Sööru og Patrick þannig að þetta var bara versta djamm á okkar mælikvarða;)
Nú mun barnið nýta sér allt það pláss sem það mögulega getur og þrýsta á allt sem það getur, til dæmis lungun. Ef þér finnst erfitt að ná andanum getur hjálpað að sitja eða standa. Ef þú hefur áhuga á fara á námskeið til undirbúnings fæðingunni eða foreldrahlutverkinu þá er ekki seinna vænna en að drífa sig. Það er líka tímabært að byrja að taka til föt á barnið.
Barnið er ansi upptekið við að undirbúa sig fyrir lífið utan legsins. Það æfir sig að sjúga, gerir öndunaræfingar, blikkar augunum, snýr höfðinu, tekur utan um það sem það nær í (hina höndina og naflastrenginn) og réttir úr fótunum. Húð barnsins er að verða mjög mjúk og ekki eins gegnsæ. Barnið vegur nú um 2,1 kíló og lengd frá höfði að rófubeini er um 30 sm.
Já ekki skrýtið þó mér finnist ég vera að rifna stundum!
Fór á rosa flotta hádegistónleika hjá Magga og Ingibjörgu í gær. Þau spiluðu eitthvað eftir Mahler sem ég hef náttúrlega aldrei heyrt en varð rosa hrifin af. Ingibjörg kynnti það líka svo vel að maður sá alveg fyrir sér hvað var að gerast í tónlistinni. Barnið var alveg villt og galið alla tónleikana þangað til þetta kom, og þetta var sko dramatískt og ekki einhver vögguvísa! Fyndið. Svo fórum við út að borða með Åsu og Sööru vinnufélögum mínum og mökum í gær. Fórum á afríkanskan stað sem var rosa flottur. Við Maggi sátum svo smá stund hjá Sööru og Patrick þannig að þetta var bara versta djamm á okkar mælikvarða;)
14. október 2005
Stúlkubarn
Til hamingju með stúlkuna Guðrún, Siggi og gríslingarnir! Okkur reiknaðist að það væru þá komnar 6 strákar og 8 stelpur af þessum 17 eða 18 börnum sem fæðast í kringum okkur þetta árið!
Prinsinum í Þingholtunum heilsast víst voða vel. Algjör rófa og rúsína auðvitað. Ég fékk forláta afmælisgjöf frá þeim sem ég fer varla úr! Og talandi um afmælisgjafir fékk ég einmitt svona vídeómyndavél til að tengja við tölvuna frá Hjalta og Völu. Prófaði það í gær og þau sögðust sjá mig skýrt og greinilega. Þetta er auðvitað bara sjálfselska í þeim sem krefjast þess að fá að sjá Krulla "í þrívídd" áður en þau sjá hann live. Sniðugt hjá þeim.
Sat á hækjum mér í búð áðan að skoða í neðstu hylluna. Þegar ég ætlaði að standa upp hafði ég ekki kraft til þess og bara byrjaði að húrra afturábak. Í panikki tókst mér að rétta mig af áður en ég missti allt úr höndunum og klessti á næstu hyllu. Maður er víst að verða eitthvað þungur á sér!
Prinsinum í Þingholtunum heilsast víst voða vel. Algjör rófa og rúsína auðvitað. Ég fékk forláta afmælisgjöf frá þeim sem ég fer varla úr! Og talandi um afmælisgjafir fékk ég einmitt svona vídeómyndavél til að tengja við tölvuna frá Hjalta og Völu. Prófaði það í gær og þau sögðust sjá mig skýrt og greinilega. Þetta er auðvitað bara sjálfselska í þeim sem krefjast þess að fá að sjá Krulla "í þrívídd" áður en þau sjá hann live. Sniðugt hjá þeim.
Sat á hækjum mér í búð áðan að skoða í neðstu hylluna. Þegar ég ætlaði að standa upp hafði ég ekki kraft til þess og bara byrjaði að húrra afturábak. Í panikki tókst mér að rétta mig af áður en ég missti allt úr höndunum og klessti á næstu hyllu. Maður er víst að verða eitthvað þungur á sér!
13. október 2005
Guðrúnarbarn
Þá er Guðrún Elísabet komin af stað! Krossleggjum fingur og vonandi gengur allt vel.
Við fórum á foreldranámskeið í dag. Vorum 5 pör sem öll eigum von á svipuðum tíma. Þetta var nú voða týpískt, ljósmóðirin talaði, sýndi myndbönd og alltaf þegar hún spurði hvort það væru einhverjar spurningar varð dauðaþögn! Ég spurði reyndar nokkurra spurninga en það urðu engar umræður eins og ég hafði vonast eftir. Í dag var talað um fæðinguna sjálfa og við fengum að sjá myndband um þetta. Ég hef séð þetta oft áður en nú var virkilega sýnt hvað þeim leið illa! Konunum altsvo. Húvva...voinevoine. Það besta er samt að vita að maður lifir þetta af og er ekki einn í þessu. Heppin ég!
Ætla að reyna að setja inn fleiri myndir af Ingólfssyni í kvöld, en þær voru víst á einhverju skrýtnu "formati" svo ég þarf aðeins að fikta í þeim.
Við fórum á foreldranámskeið í dag. Vorum 5 pör sem öll eigum von á svipuðum tíma. Þetta var nú voða týpískt, ljósmóðirin talaði, sýndi myndbönd og alltaf þegar hún spurði hvort það væru einhverjar spurningar varð dauðaþögn! Ég spurði reyndar nokkurra spurninga en það urðu engar umræður eins og ég hafði vonast eftir. Í dag var talað um fæðinguna sjálfa og við fengum að sjá myndband um þetta. Ég hef séð þetta oft áður en nú var virkilega sýnt hvað þeim leið illa! Konunum altsvo. Húvva...voinevoine. Það besta er samt að vita að maður lifir þetta af og er ekki einn í þessu. Heppin ég!
Ætla að reyna að setja inn fleiri myndir af Ingólfssyni í kvöld, en þær voru víst á einhverju skrýtnu "formati" svo ég þarf aðeins að fikta í þeim.
12. október 2005
12.október

Þann 12. október gerðist eftirfarandi:
Ég las 3 HEILAR greinar á íþróttasíðunum! Þetta á sér sínar skýringar þótt ég skilji að flestir muni samt ekki skilja neitt í mér. Það er sem sagt Ísland-Svíþjóð eins og þið heima kannski vitið. Ég rak augun í litla fyrirsögn á forsíðu blaðsins og mín bara kynnti sér málið. Las allt um hvort Zlatan mundi vera með, um íslensku 4-5-1 uppröðunina sem sennilega breytist í 4-4-2 í kvöld þar sem besti maður Íslands er í banni. Svíar halda auðvitað að þeir vinni þetta en lýsa íslenska landsliðinu sem fersku og ungu liði á uppleið. Hananú og megi sá besti vinna! (Heja Ísland).
10. október 2005
Þá erum við búin að sjá myndir af nýjasta prinsinum. Hann er svo mannalegur og sætur. Okkur finnst hann líkur pabba sínum! Er það lögmálið? Fyrsta barn er alltaf líkt pabba sínum? Við töluðum við hina stoltu móður áðan og hún var ágætlega hress og náttúrlega agalega hamingjusöm.
Ég er farin að telja niður vikurnar þangað til ég hætti að vinna. Finn að ég er ekkert sérlega mótíveruð (finn ekki ísl orðið) til að byrja á nýjum verkefnum og sinni bara svona því nauðsynlegasta. Dagbókin mín er eiginlega orðin full svo ég hef ekki tíma fyrir fleiri börn! Held kannski að síðustu 2 vikurnar séu nokkrir einstaka tímar lausir. Í dag fékk ég teikningu frá einum strák og lyklakippu með kanínu fyrir "litla barnið í maganum". Ógó sætur.
Jæja, bakið er eitthvað að mótmæla og brjóstsviði á byrjunarstigi svo ég ætla að fara í heita sturtu og fá mér svo köku hehehe. Er það ekki einmitt gott við brjóstsviða?
Bara 10 dagar í Jónubjarkarheimsókn:D
Ég er farin að telja niður vikurnar þangað til ég hætti að vinna. Finn að ég er ekkert sérlega mótíveruð (finn ekki ísl orðið) til að byrja á nýjum verkefnum og sinni bara svona því nauðsynlegasta. Dagbókin mín er eiginlega orðin full svo ég hef ekki tíma fyrir fleiri börn! Held kannski að síðustu 2 vikurnar séu nokkrir einstaka tímar lausir. Í dag fékk ég teikningu frá einum strák og lyklakippu með kanínu fyrir "litla barnið í maganum". Ógó sætur.
Jæja, bakið er eitthvað að mótmæla og brjóstsviði á byrjunarstigi svo ég ætla að fara í heita sturtu og fá mér svo köku hehehe. Er það ekki einmitt gott við brjóstsviða?
Bara 10 dagar í Jónubjarkarheimsókn:D
9. október 2005
Ingólfsson
Já, herregud, Indra og Ingólfur eignuðust son í gær, 14 merkur og 52 cm. Endaði í keisara en öllum líður vel. Við erum ekki búin að sjá neinar myndir en vitum að hann er fullkominn! ELSKU INDRA OG INGÓLFUR, INDRIÐI OG ÞORLÁKUR: TIL HAMINGJU MEÐ PRINSINN. Og auðvitað til hamingju amma Kristín og Maggi móði og Gunnar móði. Settar inn myndir við fyrsta tækifæri. Það sem ég get ekki skilið er að þetta var strákur!! Þetta átti að vera stelpa og ekkert annað! Og ég bara get ekki meðtekið þetta! En ótrúlega yndislegt.
Nýjar myndir í Krulla-albúmi og september og októberalbúmi
Meira annað kvöld
Nýjar myndir í Krulla-albúmi og september og októberalbúmi
Meira annað kvöld
7. október 2005
Hóhóhó
Ég er jólasveinninn!! Mæti 13 dögum fyrir jól... rétt hjá Völu að fljótlega hefðu jólakveðjurnar verið komnar inn á sama komment og afmæliskveðjurnar!Ætli þetta séu endalokin á vandræðum okkar með síma/internetfyrirtæki??
Allavega þá er þetta í lagi núna. Því miður verður þetta ekki langt, ég er að fara út úr bænum og verð yfir helgina. Fer til Härnösand sem er fyrir norðan Sundsvall fyrir áhugsama. Frida vinkona býr þar núna og við Anna J ætlum í heimsókn. Tökum auðvitað lestina sem tekur um 3 tíma. Maggi sæti ætlar að vera svo elskulegur að skutla mér inn í Stokkhólm. Þvílíkur djenterlmaður eins og alltaf. Kannski skutla ég nokkrum myndum inn áður en ég fer... allt í lagi fyrir ykkur að kíkja.
Gaman að vera mætt aftur! Góða helgi
Allavega þá er þetta í lagi núna. Því miður verður þetta ekki langt, ég er að fara út úr bænum og verð yfir helgina. Fer til Härnösand sem er fyrir norðan Sundsvall fyrir áhugsama. Frida vinkona býr þar núna og við Anna J ætlum í heimsókn. Tökum auðvitað lestina sem tekur um 3 tíma. Maggi sæti ætlar að vera svo elskulegur að skutla mér inn í Stokkhólm. Þvílíkur djenterlmaður eins og alltaf. Kannski skutla ég nokkrum myndum inn áður en ég fer... allt í lagi fyrir ykkur að kíkja.
Gaman að vera mætt aftur! Góða helgi
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)