20. september 2005

Búin að gleyma að segja frá því að ég fæ að vera skráð hjá Önnu vinkonu hérna í Sverige þegar við flytjum heim! Mikill léttir að redda því. Svo vorum við að kaupa rúmföt handa Krulla um helgina og á morgun sækjum við kommóðu/skiptiborð sem við fundum á netinu! Gaman að því.

Í kvöld ætlar íbúðarnefndin H&V að kíkja á 2 íbúðir í Laugarnesinu! Spennó! Allt á fullu á öllum vígstöðvum. Gott að eiga góða að, það verður aldrei of oft sagt.

18. september 2005

Nýjar myndir í septemberalbúmi og Krulla-albúmi

17. september 2005

Ég náði ekki að lesa þessar fínu tillögur að matarréttum áður en við fórum að versla svo úr varð svona kjúklingafahítas í ofni eins og Hjalti og Vala gera. Vakti mikla lukku. Og svo heimsis einfaldasta eplakaka sem Maggi gerir. Mmmm

Í gær þegar ég var að hátta og fór til að pissa, girti ég niðrum mig og settist svo án þess að taka upp klósettsetuna! Hahahah mér brá svo þegar kom svona kalt á bossann og dó svo auðvitað úr hlátri. Þessi fer í bókina stelpur.

Góða nótt

16. september 2005

Flóðgáttir

Ég held ég hafi opnað flóðgáttir þegar ég fór að tala um ruglaðar óléttar konur! Hvernig væri að við mundum skrifa bók saman? Mundi örugglega slá í gegn! Hvernig er hægt að vera svona hahaha.

Þessi vika er búin að vera ótrúlega fljót að líða og nú er komið haust. Bara 6 gráðu hiti í morgun en það er allt í lagi því haust er fín árstíð ef það rignir ekki of mikið. Svona svalt haustveður með fallegum litum og brakandi laufblöðum er æði. Svo styttist líka biðin eftir Krulla:D með hverjum deginum. Nú er hægt að finna greinilega fyrir fótum og olnbogum. Barnið er búið að finna uppáhaldsstelligu og ég held að það njóti þess í botn að ýta með hæl eða hné í vinstri síðuna! Held að það hljóti að koma gat bráðum.

Hey! Best að gera eina sudoko og bíða eftir að Maggi komi með pizzuna. Á morgun erum við með vinnufélaga/söngfélaga Magga í mat og það þarf kannski að líta í eina eða tvær matreiðslubækur. Hvað á maður að hafa þegar ein er grænmetisæta? Tillögur takk!

13. september 2005

Ekki er öll vitleysan eins

Netið búið að liggja niðri síðan á miðv.daginn. Hrindum og eftir lon og don og miklar tilfæringar og lagfæringar með hjálp tæknimannsins í símanum sendi hann bara tilkynningu um bilun í einhverja miðstöð. Sagði að það tæki um 3 virka daga að tékka á þessa. Í dag voru þeir liðnir og netið ekki enn komið í lag þegar ég kom heim ur vinnunni. Ég hringi, er nr 54 í símaröðinni....bíðibíði og borða bara kvöldmat á meðan, sms:a aðeins og stari á krossgátu moggans. Svo kemur að mér og ég held ég hafi verið í símanum í 20 mín með öðrum tölvugæja sem lét mig ýta á takka, slökkva og kveikja, taka úr sambandi og setja i samband og égveitekkihvaðoghvað. Ekkert gerðist. Hann sagðist ekki sjá að neitt hefði verið tilkynnt í síðustu viku og þess vegna enginn farið í málið. PIRR. Hann ætlaði að senda nýja tilkynningu. Þegar ég lagði á var ég svo pirruð að ég tók í módemsnúruna og ýtti fast og sparkaði svo aðeins í innstunguna og PLING!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Allt fór í gang!!! Ég er ekki að grínast, ég fór næstum að grenja. Þetta var bara sambandsleysi! Sennilega hefur Skrámur dottið um snúruna og þetta hefur farið svona. Og allan þennan tíma hefðum við getað verið að skoða íbúðir! Grrrr, en þetta er nú pínu fyndið líka og sýnir vel hvað ég er orðin biluð. Var ég nokkuð búin að skrifa um þegar ég fór í krummafót á Gotlandi? Sko ég fór úr sandölunum í ferjunni og svo þegar við vorum búin að keyra næstum 50 km varð mér litið á fæturna og ég byrjaði bara að grenja úr hlátri. Ég var búin að vera í krumma síðann í ferjunni! Náttúrulega ekki búin að standa í fæturna mikið en samt, jiii hvað ég hló.

Fórum í skoðun í morgun. Ljósmóðirin hló bara og spurði hvort barnið sparkaði alltaf svona mikið. Hún gat ekki haldið hlustunartækinu kyrru á maganum á mér, því var bara sparkað í burtu! Fann samt hvernig barnið lá og náði hjartslættinum eftir smá leit. Allt í góðu og ég er voða hress. Skil bara ekki hvernig ég get hafa vaxið uppúr buxunum sem ég keypti í síðustu viku!!!???

Jæja, best að halda áfram að skoða íbúðir. Búin að sjá í Langholtshverfinu, Grafarvogi, Hlíðunum og eina geggjaða á Ásvallagötu. Verst að verðið er ekkert að lækka....

Ruglaða óléttan

6. september 2005

Þá erum við byrjuð! Komin á "markaðinn"! Hjalti og Vala ætla að kíkja á eina íbúð fyrir okkur í kvöld. Mér finnst þetta nú pínu mál, en auðvitað leysist það eins og allt annað hefur gert hingað til:D Væri auðvitað draumur í dós ef þetta væri bara "okkar íbúð" og við gætum bara gengið frá öllu. en þetta er nú bara sú fyrsta sem er skoðuð.

Við Skrámur erum ein heima að bíða eftir að Þórdís frænka hringi og segist vera í lestinni. Hún er á ráðstefnu hér í borg og auðvitað verður maður aðeins að sjást. Annars sit ég og set inn myndir í albúm sem við settum í framköllun. Gaman að eiga þannig líka. Miklu skemmtilegra að skoða þær þannig.

4. september 2005

Sunnudagur

Eða sunnudagsmorgun. Klukkan er bara hálftíu og ég er glaðvöknuð sem er í sjálfu sér ekki skrýtið, það er bara það að ég er búin að vera vakandi síðan rétt fyrir níu og það er frásögu færandi. Maggi þurfti í vinnuna og svo gubbaði Skrámur á gólfið og ég var svo svöng svo þetta var bara vonlaust dæmi að ætla að sofa. Þannig að þá fer maður bara á netið! Fráhvarfseinkennin eru svo svakaleg að ég verð að bæta mér upp þann tíma sem ég er búin að missa.

Kenny og Elle komu í gær í mat. Elle er alveg að drepast hana langar svo í barn og vildi vita allt! um óléttuna. Kenny snéri sér bara undan þegar hún var að finna Krulla sparka, honum leyst ekkert á þetta. Hahaha! Ég ákvað reyndar að fara í bæjarleiðangur í gærdag og var ansi þreytt eftir hann. Maður hefur ekkert þol lengur. Fór með notuð óléttuföt af Evu í svona second hand óléttubúð og ég fór út svoleiðis á kolvitlausum stað úr neðanjararlestinni svo ég þurfti að labba í ca hálftíma. Ég var svo þreytt eftir þetta að ég hélt að fæturnir myndu detta af mér! En ég kom heim með tvennar buxur og einn bol svo þetta var ekki allskostar til ónýtis ó nei.

Svo ætla ég að heimsækja hana Önnu ritara í dag. Hún býr í bæ sem heitir Järna og ætlar mín bara að taka strætó þangað svona rétt eins og í denn! En Maggi kemur svo að sækja mig auðvitað. Anna þessi byrjaði á deildinni e áramót og líður alls ekki nógu vel hjá okkur. Hún þolir ekki hina ritarana, sérstaklega eina sem er með útvarpið á fullu allan daginn, selur hjálpartæki ástarlífsins í gemsanum og sveiflast eins og jójó í skapinu. Ég þoldi hana ekki heldur fyrst en ég þarf ekki að sitja í sama herbergi og hún svo það rann af mér. Hún þráast við að kalla mig Raffa sem ég þoli ekki! RAFFA!!! Anyways, mig grunar að Anna þurfi að létta af sér svo ég ætla að setja upp hlustunareyrun og loka fyrir´rásirnar inn því ég nenni ekki að taka þetta eitthvað nærri mér. (Ég er hvort eð er að hætta hahaha). En það er víst ofsalega fallegt í Järna, foreldrar mínir voru allavega yfir sig hrifnir, og sólin skín svo það er barasta sennilega pilsaveður í dag.

En fyrst bíður uppvaskið síðan í gær. Eins og við höfum verið með 50 manns í mat og ekki 2!! Já, og nú er ég komin 27 vikur á leið!! Akkúrat 3 mán eftir samkvæmt dagatalinu. Þetta styttist skal ég segja ykkur. Og við erum byrjuð að versla; búin að kaupa baðbala, vatnshitamæli, bleyjutunnu og hárbursta (þetta var á svona tilboði). Svo þarf að fara að skrifa niður hvað maður getur fengið lánað og svona. Erum allavega komin með rimlarúm heima. Man ekki hvað Indra sagði að hún ætti tvennt af; var það bílstóll og burðarpoki???

1. september 2005

Ótrúlegt...

en satt!! Ykkur er ekki að missýnast, ég er mætt aftur! Ég skil að biðin hefur reynst ykkur erfið en ég ætla að setja lengdarmet í bloggi núna og segja frá öllu sem hefur gerst síðan síðast, og hlífa ykkur ekki við neinu. En fyrst vil ég óska Írisi vinkonu og Pétri til hamingju með Gabríel Snæ sem fæddist 27/8 og auðvitað Bryndísi með Freyju litlu sem er fædd í lok júní. Svo eignuðust Bjartur og Jóhanna strák í fyrrinótt... nú er niðurtalningin hafin!!! En að efninu...

VINNAN: Byrjaði aftur eftir sumarfríið 1.ágúst. Búin að hafa svakalega rólegt allan ágúst en nú er allt að komast á skrið. Erum búin að fá nýjan kollega, hana Söru frá Finnlandi og heitir hún réttu nafni Saara Ojantakanen. Kúl. Hún er voða yndæl en frekar svona lítill kraftur í henni. Náttúrulega hefur ekki unnið í Svíþjóð og kann ekkert á kerfið svo það er kannski eðlilegt.

HEILSAN: Bakið er enn að láta heyra í sér. Lá hérna kylliflöt fyrstu dagana eftir að við komum hingað, mamma var sett í að nudda mig lon og don og hitateppið frá tendó hefur aldeilis verið notað. Nú er ég bara ágæt, get allavega hreyft mig og alveg unnið. Fór til sjúkraþjálfara sem sagði mér að kaupa belti og vera stillta! Vildi ekkert nudda eða neitt. Annars er ég í fullu fjöri andlega og líkamlega. Krulli er orðin svaka stór og ég passa ekki í óléttufötin af Evu! Reyndar allt buxur í small og ég bara skil ekki í hverju hún var síðustu mánuðina. Og skil heldur ekki alveg hana másu mína Völu sem notaði "strokk" utanum venjulegar buxur. Ég bara get ekki verið í venjulegum buxum þó ég sé með rennt niður því þær detta bara niðrum mig eða kremja greyið Krulla þegar ég sit. Þannig að það er stefnt á fataleiðangur um helgina. Ekkert leiðinlegt við það. Það er auðvitað ýmislegt sem er byrjað að hrjá mann, sérstaklega svefnleysi vegna sinadrátta á nóttunni og erfiðleika við að snúa sér í rúminu. Þessir sinadrættir eru nú alveg! Hver fann upp á því að láta óléttar konur þjást svona! Maður hrekkur upp með krampa í kálfanum, stekkur upp úr rúminu án þess að vita hvernig maður fer að því, og trampar í gólfið eins og vitleysingur. Og eftir hálftíma er tími kominn á hinn kálfann!!! Svo þegar morgnar koma í ljós blettir út um allt lak vegna brjóstaleka! Ótrúlegur þessi líkami! Og ekki nóg með að maður vakni út af kvillum, heldur er Krulli alltaf með karatetíma eða fimleika þegar ég er að fara að hvíla mig, og stundum linnulaust alla nóttina. Æ þetta er YNDISLEGT. Og stórkostlega skrýtið. Maggi nuddar bumbuna á hverju kvöldi, ég er búin að kaupa langt skóhorn og hálkumottu í baðið (híhíhí).

HEIMILIÐ: Langar helst ekkert að minnast á það. Virðist nú samt sem það mesta sé barasta komið í lag! Þvílíkur lúxus að vera með hyllur í skápunum, innstungur fyrir loftljósin, gluggakrækjur og SÍMA. Og svo núna netið. Bíð enn spennt eftir að heyra frá leigumiðluninni hvort við fáum ekki afslátt af leigunni. Yfirmaðurinn sjálfur kom hingað og tók í höndina á mér og skoðaði þetta allt saman vel og vandlega. Síðan hef ég ekkert heyrt. En okkur líður vel hérna núna, nennum ekki að hengja upp mikið af myndum eða þannig, ætlulm hvort eð er að segja upp fljótlega.

FLUTNINGSMÁL/ORLOF: Í stuttu máli: Erum ekki búin að finna íbúð heima enda ekkert búin að geta leitað á netinu. Stefnum á flutninga milli jóla og nýárs. Ætlum ekki að bóka miða fyrr en Krulli kemur. Ég á rétt á ársfríi ef ég er skráð í Sviþjóð. Verð að finna einhvern til að þykjast búa hjá. Maggi er kominn með vinnu frá 1.jan sem stjórnandi Fílharmoníukórsins!!! SKo minn!! Hann verður sennilega í lausamennsku meðfram því, enda er það bara 2 kvöld í viku held ég. Búin að bóka pláss fyrir Skrám á einangrunarstöðinni á Reykjanesi og hann mun fljúga heim 1.des. Á eftir að fá allar sprautur og skoðanir. Jóna Björk yndislega ætlar svo að passa hann þar til við finnum húsnæði.

Jæja, nú held ég að þetta sé bara ágætt. Ætla að eyða restinni af kvöldinu í að setja inn myndir af bumbunni (í Krulla-albúmið) og af öllum brúðkaupunum sem við erum búin að fara í hérna. Öllum segi ég og meina þessi 2 núna í ágúst. Það var geggjað, sérstaklega að koma til Gotlands og hvet ég alla til að fara þangað e-n tíman. Visby er eins og miðaldabær og í góðu veðri er þetta bara alveg stórkostlegt umhverfi. Lína Langsokkur var tekin upp þarna og svei mér þá ef ég fann ekki nammibúðina sem hún fór í!?