Já, nú förum við heim til Svíþjóðar á eftir. Það á eftir að verða fínt en ég er ekkert svaka spennt að byrja að vinna aftur. Gott að vera í svona fríi! Fékk líka tak í bakið í fyrradag, sennilega vegna þess að ég er með byrjun á grindargliðnun og er ansi stíf og ómöguleg eitthvað.
Við erum ekki nettengd ennþá úti, svo það verður lítið bloggað á næstunni. Getum auðvitað komist á netið í vinnunni en mér finnst óþarfi að eyða vinnutímanum í að blogga...eða hvað?
Nú ætla ég að fá mér í gogginn fyrir ferðalagið og svo hittumst við öll fljótlega aftur!Takk fyrir samveruna ÍSLAND.
28. júlí 2005
22. júlí 2005
Sónarmyndir!!!
Hann afi Halldór kann sko allt. Nú eru komnar sónarmyndir í albúmið "Krulli". Það verður svo bara hver að túlka eins vel og hann getur en hægt er að senda fyrirspurnir í kommentin...
21. júlí 2005
Myndir
Nýjar myndir í albúminu hans Jökuls, komið smá Krulla-albúm (þó ekki sónarmydnir en pabbi ætlar að reyna að skanna þær inn) og svo bara úr fríinu hérna heima. Ég ætla að skella mér í meðgönguyoga með Indru á eftir, það verður spennandi. Örugglega gott fyrir bakið. Svo skilst mér að það verði kjötsúpa í kvöldmatinn! Sælan tekur engan enda hérna. Hitti Jóhönnu og Írisi í gær og við fórum í sólbað í Öskjuhlíðinni. Yndislegt en frekar heitt í skjólinu. Og eitthvað af flugum sem fóru í skrækina hjá henni Jóhönnu minni! Híhíhíhí
19. júlí 2005
Mér finnst alveg yndislegt að vera hérna heima. Veðráttan á sérlega vel við mig og sömuleiðis aðgengið að heitum pottum út um alla borg. Við erum búin að vera á fullu í heimsóknum en nú lítur út fyrir tíðindalausan dag. Ætlum kannski að skreppa í bíltúr á jeppanum með m&p og fara í göngutúr. Annars er verið að plana fjölskylduferð út í Skáleyjar þar sem pabbi litli var í sveit, um næstu helgi. Voða spennó og sennilega boðið upp á súra selshreifa og spik, namminamm segir Krulli! Hann stækkar og stækkar og er alltaf á iði! Um daginn sást eitt sparkið utanífrá, það var ferlega skrýtið. Við segjum alltaf hann, ekki fara að halda að við vitum kynið. Þetta er bara Krulli þangað til hann fæðist og annað kemur í ljós. Ég prófaði að máta Jökul við magann á mér um daginn og get ekki séð hvernig þetta á að komast allt saman fyrir! Og samt var hann nú enginn risi.
14. júlí 2005
Ahhh
Komin heim í kuldann! Mikið er það yndislegt. 30 stig og sól er bara ekki fyrir mig. Ætla svo að njóta þess að vera í rigningu og kuldabola hérna.
4. júlí 2005
Spriklisprikl!
Já, við erum sem sagt komin heim frá France og búin að kíkja á Krulla í sónar. Stressaða mamman svaf nánast ekkert í nótt yfir þeirri skoðun en allt lítur vel út og áætlaður komutími er 3.desember. Krílið spriklaði og spriklaði og grúfði sig niður í móðurlífið og vildi sko ekkert að verið væri að skoða framan í sig. Ljósan átti í vandræðum með að ná góðum myndum því barnið hreyfði sig svo snöggt. Svo við fengum víst enga "prófílmynd" en hverju skiptir það þegar allt er í lagi? Ótrúlega skrýtið að sjá þetta og er svona að síast inn eftirá þó að ég sé búin að finna fyrir spriklinu í langan tíma.
Frakkland var voða notalegt þrátt fyrir voðalegan hita. Brúðkaupið magnað og ofsalega falleg athöfn og Maggi söng auðvitað yndislega fallega! Hin ólétta lagðist svo til hvílu í lítilli íbúð meðan hinn blívandi faðir trallaði langt fram yfir sólarupprás. Svo var bara að skella sér í laugina hjá nágrönnunum ef manni var of heitt, tína kirsuber af trjánum ef maður var svangur og vínið í veislunni var auðvitað frá akrinum við hliðin'á. Ekkert slor. Við brunuðum svo á rivíeruna og slæptumst í sól og sjósulli. HIttum líka nokkra höfrunga og mörgæsir sem sprelluðu fyrir okkur og fórum í vatnsrennibrautagarð.
Í dag var síðasti dagurinn sem ég ferðaðist í 1½ klst úr vinnunni og á morgun síðasti dagurinn sem ég vakna til að fara í þetta ferðalag. Á morgun flytjum við til Södertälje. Skrýtið að fara ekki hingað heim heldur annað heim eftir vinnu! Nú verður kvöldið tekið í að pakka restinni. Pizzan er komin í ofninn og bara að bretta upp ermar. Sjáumst svo á Íslandi eftir viku:D
Endilega kíkjið á Jökul gegnum krækjuna hér til hliðar. Sko svo flottur að hann er með eigin blogg!!!
Frakkland var voða notalegt þrátt fyrir voðalegan hita. Brúðkaupið magnað og ofsalega falleg athöfn og Maggi söng auðvitað yndislega fallega! Hin ólétta lagðist svo til hvílu í lítilli íbúð meðan hinn blívandi faðir trallaði langt fram yfir sólarupprás. Svo var bara að skella sér í laugina hjá nágrönnunum ef manni var of heitt, tína kirsuber af trjánum ef maður var svangur og vínið í veislunni var auðvitað frá akrinum við hliðin'á. Ekkert slor. Við brunuðum svo á rivíeruna og slæptumst í sól og sjósulli. HIttum líka nokkra höfrunga og mörgæsir sem sprelluðu fyrir okkur og fórum í vatnsrennibrautagarð.
Í dag var síðasti dagurinn sem ég ferðaðist í 1½ klst úr vinnunni og á morgun síðasti dagurinn sem ég vakna til að fara í þetta ferðalag. Á morgun flytjum við til Södertälje. Skrýtið að fara ekki hingað heim heldur annað heim eftir vinnu! Nú verður kvöldið tekið í að pakka restinni. Pizzan er komin í ofninn og bara að bretta upp ermar. Sjáumst svo á Íslandi eftir viku:D
Endilega kíkjið á Jökul gegnum krækjuna hér til hliðar. Sko svo flottur að hann er með eigin blogg!!!
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)