Í dag hætti Eva í vinnunni. Hún á að eiga eftir 3 vikur. Það er nú missir af henni því hún er svo asskoti hress. Åsa er fín en við náum ekki eins vel saman. Við verðum svo bara 2 í sumar fyrir utan afleysingastelpu í nokkrar vikur. Saara Ojantakanen hin finnska (ef þið föttuðuð það ekki) byrjar svo í ágúst. Jamm og já það verður nú spennó.
Til hamingju Hjalti og Vala með íbúðarkaupin:D Vona að flutningar og allt annað gangi vel. Hlakka til að heimsækja ykkur í sumar á nýjum stað með nýjan fjölskyldumeðlim.
Á morgun byrjar allsherjar reykingarbann á veitingarstöðum, börum og þess háttar. Hugsa sér að geta farið út á lífið og anga ekki af reyk eftirá!!! Flestir eru nú sáttir við þetta, jafnvel reykingarmenn. Sjúkrahúsið er einmitt reyklaust síðan 1.maí þ.e.a.s. starfsmenn mega ekki reykja á svæði sjúkrahússins og ekki sjást í sjúkrahúsklæðnaði með sígarettur. Þetta er allt gott og blessað og þeir sem reykja skipta bara um föt og fara eitthvað. En þurfa alltaf að stimpla út auðvitað. Hahaha... En eitt er nú pínu skrýtið að námskeiðið til að hætta að reikja er ekki í boði fyrr en í ágúst! Pínu langt fyrir stubbana að bíða... Talandi um stubba; það er róðrakeppni framundan í vinnunni. Allar deildirnar taka þátt og keppa á "kanalnum". Þetta eru stórir bátar eða fyrir um 23. Svo er grillpartý á eftir og skemmtilegheit. Nema hvað að allir klæðast grímubúningum og í ár erum við STRUMPARNIR! Ég verð "trommustrumpur" af því að ég á að sitja í stafni og slá taktinn til að hvetja liðið áfram höhömmmmm... Ég lenti svo í svaka umræðum um daginn hvort strumparnir væru með dindil eða ekki. Endaði á því að þau hlógu bara að mér og sögðu að það hlitu að vera íslenskir strumpar. En hí á þau ég sá mynd af strump á netinu og hann var með dindil!!! Hu einsog ég muni ekki hvernig strumparnir eru, eftir öll strumpapáskaeggin?!


