31. maí 2005

Enn af óléttu

Held ég sé orðin ólétt uppá nýtt! Er það hægt? Ógleðin sem var næstum horfin kom tvöföld til baka í gær og í dag hefur mér verið óglatt allan daginn og svoleiðis hefur það nú ekki verið hingað til!

Í dag hætti Eva í vinnunni. Hún á að eiga eftir 3 vikur. Það er nú missir af henni því hún er svo asskoti hress. Åsa er fín en við náum ekki eins vel saman. Við verðum svo bara 2 í sumar fyrir utan afleysingastelpu í nokkrar vikur. Saara Ojantakanen hin finnska (ef þið föttuðuð það ekki) byrjar svo í ágúst. Jamm og já það verður nú spennó.

Til hamingju Hjalti og Vala með íbúðarkaupin:D Vona að flutningar og allt annað gangi vel. Hlakka til að heimsækja ykkur í sumar á nýjum stað með nýjan fjölskyldumeðlim.

Á morgun byrjar allsherjar reykingarbann á veitingarstöðum, börum og þess háttar. Hugsa sér að geta farið út á lífið og anga ekki af reyk eftirá!!! Flestir eru nú sáttir við þetta, jafnvel reykingarmenn. Sjúkrahúsið er einmitt reyklaust síðan 1.maí þ.e.a.s. starfsmenn mega ekki reykja á svæði sjúkrahússins og ekki sjást í sjúkrahúsklæðnaði með sígarettur. Þetta er allt gott og blessað og þeir sem reykja skipta bara um föt og fara eitthvað. En þurfa alltaf að stimpla út auðvitað. Hahaha... En eitt er nú pínu skrýtið að námskeiðið til að hætta að reikja er ekki í boði fyrr en í ágúst! Pínu langt fyrir stubbana að bíða... Talandi um stubba; það er róðrakeppni framundan í vinnunni. Allar deildirnar taka þátt og keppa á "kanalnum". Þetta eru stórir bátar eða fyrir um 23. Svo er grillpartý á eftir og skemmtilegheit. Nema hvað að allir klæðast grímubúningum og í ár erum við STRUMPARNIR! Ég verð "trommustrumpur" af því að ég á að sitja í stafni og slá taktinn til að hvetja liðið áfram höhömmmmm... Ég lenti svo í svaka umræðum um daginn hvort strumparnir væru með dindil eða ekki. Endaði á því að þau hlógu bara að mér og sögðu að það hlitu að vera íslenskir strumpar. En hí á þau ég sá mynd af strump á netinu og hann var með dindil!!! Hu einsog ég muni ekki hvernig strumparnir eru, eftir öll strumpapáskaeggin?!

29. maí 2005

Sunnudagur

Mikið er þetta öldungis ágætis helgi. Held áfram að vera í leti, er reyndar búin að taka til og setja súkkulaði á kökuna. Bakaði sko bæði súkklaðiköku og bananabrauð í gær. Bætti við frænkum mínum Sólveigu og Soffíu í frændaskarann og tengli yfir á slúður frá henni stóru ameríku.

28. maí 2005

Laugardagur

Mmmmmm
*vakna klukkan 11
*fara fram úr klukkan 12 (eftir að hafa fengið morgunmat í rúmið)
*fara í sturtu
*fara aftur uppí rúm og lesa
*vaska upp (smá mínus)
*leggjast uppí sófa og horfa á vídeó og borða popp
*tékka á tölvunni
*allt óákveðið, sennilega leggja sig aðeins

Mmmmmm

25. maí 2005

TAKK

...allir fyrir hamingjuóskirnar. Nú er ég líka búin að segja í vinnunni og yfirmaðurinn óskaði mér bara til hamingju og glotti út í annað. Sagðist hafa grunað þettaþví ég drakk ekki vín í veislunni um daginn.
Ég ætla nú ekki að fara að breyta þessu í einhverja meðgöngudagbók en það mun auðvitað slæðast með... ekkert annað sem maður hugsar um þessa dagana. Hér eru sko taldir dagar og vikur og voða gott að vera komin yfir 12 vikur. Verst að þurfa að bíða þar til í 19.viku eftir sónarnum.
Anyhúv... MSN-ið hjá okkur er lasið og við komumst ekki inn á hotmail eða spjallið eða neitt. Gerðist einu sinni í Gautaborg líka en Maggi gat lagað það. Sjáum til, ég held hann geti það líka núna. Bara þarf að finna tíma. Þið bara sendið mér tölvupóst ef þið þurfið að segja eitthvað, sjálf held ég að ég hljóti að vera með smá tölvufýkn því mér finnst alveg ómögulegt að sjá ekki hverjir eru á MSN-inu og spjalla aðeins um ekkert.

Best að fara í sturtu og svo að sofa! Einn galli við þetta "ástand" er þessi þreyta. Þarf að fara að sofa um 9, en það er svo sem ekki mikið seinna en áður...híhíhí algjör kvöldhæna. Klukkan er orðin átta og ég held ég dragi bara fyrir og hvíli lúin bein.

23. maí 2005

...eða Krulla Krulladóttir;-)

Bara eintóm gleði hér! Kíkið á bloggið hans Magga og þér sem ekki eruð upplýstir munuð upplýstir verða. Híhíhí
*vinkvink*

18. maí 2005

Lífið leikur; Maggi kominn inn í Uppsala og við komin með íbúð í Södertälje. Ekki á besta stað en samt bara 20 mín strætóferð í vinnuna og kannski hálftíma ganga. Hugsa sér muninn!!!! Það kemur til með að muna KLUKKUTÍMA! 2 tímar á dag sem ég get nýtt í eitthvað allt annað en að sitja í lest. Fáum hana 1. júlí. Ég fór í gær og kíkti á 3 íbúðir og 2 af þeim er verið að gera upp; skipta út hurðum, gólfum, veggfóður, eldhúsinnréttingu... name it. Þetta verður það næsta sem við höfum komist í að búa í nýju. Sennilega verður tvöföld leiga í einn mánuð því við erum ekki búin að segja upp hérna... ble. En leigan í S-tälje er um 10þús kr ódýrari á mánuði og það munar um það.

Í morgun skiptust á öfgarnir í skjólstæðingum. Fyrst einn sem er sennilega einhverfur; ekkert smá erfitt að ná sambandi, babblaði endalaust eitthvað óskiljanlegt og vildi bara pússla. Svo einn sem ég hef haft í þjálfun sem er orðinn svo duglegur að ég sagði að hann þyrfti ekki að koma meira. Hann setti upp hvolpaaugun og sagði: En ég á eftir að sakna þín og gaf mér svo heimsins stærsta faðmlag og svo annað og svo annað og lagði höfuðið á öxlina á mér...sniff sniff. Lá við að ég segði að hann mætti bara koma svona til að vinna mig í memory! Ég átti allavega bágt með að fara ekki að skæla yfir þessum innilegheitum. Ohh þessi börn.

16. maí 2005

Skrýtið með þessar myndir, í tölvunni okkar sjást þær en ekki í vinnunni hjá mér eða hjá Magga! Hvað er málið? Ef maður er að deyja úr forvitni er hægt að fara inn í myndaalbúmið, þetta er allt saman þar.
Stuttur vinnudagur í dag, fór um hálfþrjú til að komast í nudd kl. fjögur. Rétt náði auðvitað út af seinkunum og rugli. En mikið var gott að komast til "Æerþérilltesskan", hún nær nú þrátt fyrir allt hnútunum í burtu. Á morgun er svo öðruvísi dagur þar sem ég verð á Huddinge sjúkrahúsinu allan fyrripart að fundast. Þýðir hálftíma lengri svefn fyrir mig haha!

Maggi er í Uppsölum núna, fer í inntökupróf eftir hálftíma held ég. Það á eftir að ganga vel. Ég fer svo að skoða 2 íbúðir á morgun sem eru nýuppgerðar og lausar í júní/júlí svo vonandi lýst mér á þær því þá held ég að við tökum aðra. Önnur er á jarðhæð og ég er að vona að það þýði smá garður í stað svala.... þá gæti Rassi komist út og maður gæti þróað græna fingur í sumar. Mér finnst sko ekkert leiðinlegt að reita arfa!

11. maí 2005

Talmeinafræðingur

Hér eru ég og David að æfa F och S! Einn af sætustu skjólstæðingum mínum og ógó duglegur auðvitað. Mamman svo stolt að hún smellti nokkrum myndum af okkur.

Er hann að fá'ann?

David vinnur alltaf í memory, sama hvað Hildur æfir sig. Hann segist reyndar æfa sig dag og nótt og veit að ég vinn ekki á nóttunni...

5. maí 2005

Tallin

Það var yndislegt í Tallin! Gamli hluti borgarinnar þar sem við gistum er ofboðslega fallegur og ég er einmitt að hlaða inn myndum í þessum skrifuðum orðum. Maður sá samt mikinn mun á þeim hluta og nýrri sem leit bara alveg eins og kommúnistasteypa út. Flugvöllurinn er í miðri borginni og við ákváðum að strætó færi nú sennilega niður í miðbæ. Sem hann og gerði. Málið var bara að strætóbílstjórinn talaði enga ensku og benti bara á hljóðnemann eins og hann ætlaði að kalla upp þegar við ættum að fara út. Hann sagði vissulega eitthvað fyrir hverja stoppustöð en það voru bara nöfnin á stoppustöðvunum og við vissum ekkert hvar við vorum! Þegar við svo vorum allt í einu komin niður að höfn fór mín að ókyrrast og Hinn 30 að rýna í kortið. Hann fann auðvitað út hvar við vorum og strætó sem nú var að keyra sömu leið til baka sleppti okkur út. Við gátum svo bara gengið á hótelið eftir kortalestri. Svo eyddum við helginni í göngutúra og minjaskoðanir, búðarráp og mattarát! Fórum á rússnenskan veitingarstað sem var alveg geggjaður með live dönsurum og söng. Maggi át bjarnarkjöt og ég steik sem rauk úr í hálftíma! Borðuðum líka á miðaldaveitingastað þar sem allir voru í búningum og maturinn eins og hann hefði verið eldaður á 14.öld! Það var allt í lagi því stemningin var svo flott. Ég nenni nú varla að lýsa þessu frekar, þetta var bara alveg frábært og ég væri til í að hafa verið þarna lengur. Eitt sem sló okkur þarna í gamla bænum var að það voru engar matvörubúðir eða sjoppur! Bara minjagripaverslanir og fatabúðir inn á milli veitingastaða og íbúðarhúsa. Ég var svo ekkert smá ánægð þegar við fundum ísbúð í mollinu sem seldi bragðaref!!!!!!!!!!!!! En það sem var hægt að fá útí var ekkert spes; mismunandi kex! En ég át nú samt smá bara til að njóta tilhugsunarinnar um BRAGÐAREF!
Farið endilega inn á nýjar myndir (notendanafn er hrafnis@yahoo.com og leyniorð myndir)

Mmm hvað er gott að vera í fríi.... svo bara einn vinnudagur og svo helgi! Ahhh ljúfa líf!