28. apríl 2005
Tallin yfir helgina
Við hjónin erum farin til Tallin:-D Ekki hægt minna þegar maðurinn manns er að verða þrítugur. Veiiiiiii!!!!!
24. apríl 2005
Myndir
Ég er löngu búin að setja inn nýjar myndir, bara búin að gleyma að láta vita;)
Helgin er búin að vera afskaplega notaleg hjá "okkur hjónum", göngutúrar og sófalega út í eitt. Það er reyndar ekkert sérlega hlítt þó hitamælirinn sýni 10 gráður, en ég segi það enn og aftur mér finnst svo gaman að sjá öll vorteiknin. Sjúklingurinn er bara hress og allur að koma til. Greinilegt að hann jafnar sig fljótt á þessu. Eins gott því hann þarf að geta borið allan kristalinn frá Tallin;) Eða ekki...
Helgin er búin að vera afskaplega notaleg hjá "okkur hjónum", göngutúrar og sófalega út í eitt. Það er reyndar ekkert sérlega hlítt þó hitamælirinn sýni 10 gráður, en ég segi það enn og aftur mér finnst svo gaman að sjá öll vorteiknin. Sjúklingurinn er bara hress og allur að koma til. Greinilegt að hann jafnar sig fljótt á þessu. Eins gott því hann þarf að geta borið allan kristalinn frá Tallin;) Eða ekki...
21. apríl 2005
Botnalanginn
Já, þá er maður búinn að upplifa botnlangakast! Ekki síns eigins heldur síns ektasta maka! Bara búmm. Elskan ég held ég sé með loft í maganum! Elskan ég er uppá spítala að fara í uppskurð! Búmm, bingó! Maður fékk nú smá endagarnatitring en allt gekk vel og hann er bara kominn heim aftur, ekki einu sinni sólarhring eftir aðgerðina. Hef aldrei séð Magga veikann. Nú á hann að taka því rólega og vera heima í 2 vikur. Má samt fara til Tallin næstu helgi sem betur fer. Allt er þrítugum fært. Erum sem betur fer búin að bóka flott hótel í miðbænum svo við tökum því bara rólega. Allavega verður þessi helgi kúruhelgi með DVD og Betty Crocker. Verst að það er einn föstudagur eftir en svo kemur hún. Helgin.
Já og gleðilegt sumar. Það snjóaði hér í dag. Skýjin rugluðust eitthvað á staðsetningu. Allt varð bara hvítt á nokkrum mínútum, en svo er það nú farið. Þetta var bara smá misskilningur. Það ER komið sumar!
Já og gleðilegt sumar. Það snjóaði hér í dag. Skýjin rugluðust eitthvað á staðsetningu. Allt varð bara hvítt á nokkrum mínútum, en svo er það nú farið. Þetta var bara smá misskilningur. Það ER komið sumar!
14. apríl 2005
Allt er farið að sýna vorteikn; komnir smá knoppar á trén, túlípanar og "vitsippor" út um alla velli og moldarlykt í loftinu. Í gær (í svona millísekúntu) fann ég grilllykt!!! Mmmmm
Fór með Önnu J á svona "crepéstað". Fengum okkur bæði aðal- og eftirrétt. Himneskt gott. Sérstaklega þessi með ís, súkkulaði og hnetum. Ætlaði svo að kaupa fyrsta íspinna ársins áðan en viti menn, ég hef gleymt veskinu í vinnunni. Og ekki læstu inní skáp heldur barasta á hyllu fyrir framan klósettið. Það voru auðvitað allir farnir úr vinnunni þegar ég fattaði þetta og ég get bara krossað fingur að það verði á sínum stað á morgun.
Fór með Önnu J á svona "crepéstað". Fengum okkur bæði aðal- og eftirrétt. Himneskt gott. Sérstaklega þessi með ís, súkkulaði og hnetum. Ætlaði svo að kaupa fyrsta íspinna ársins áðan en viti menn, ég hef gleymt veskinu í vinnunni. Og ekki læstu inní skáp heldur barasta á hyllu fyrir framan klósettið. Það voru auðvitað allir farnir úr vinnunni þegar ég fattaði þetta og ég get bara krossað fingur að það verði á sínum stað á morgun.
9. apríl 2005
Másufrænka
Já, VEIIIIIIIIII! Indra og Ingólfur eiga von á barni:D
Ég er rétt að jafna mig á þessu fljótræði mínu með feitu mömmuna og þá kemur næsta; einn pabbi sem ætlar kannski að kæra okkur!!! Málið er að við erum með hópastarf þar sem við hjálpum börnum með talgalla. Okkur langaði að taka upp á videó hvað við værum að gera uppá að sýna kollegum og kannski nemum. Við spurðum foreldrana tímann á undann, svo næsta skipti létum við foreldrana skrifa undir leyfisbréf en þessi mamma vildi ekki gera það strax en vildi samt ekki að við hoppuðum yfir drenginn þegar við filmuðum. Svo kom þetta í hausinn á okkur næsta skiptið; pabbinn brjálaður og heldur því fram að við höfum farið rangt að þessu og höfðum ekkert leyfi til að filma! Ætlar að tala við lögfræðinginn sinn og læti. Hvað ætli þau hafi í pokahorninu? Og svo kemur drengurinn til mín seinna í sumar. Æ best að reyna að hafa ekki áhyggjur af þessu.
Í gær komu Kristín og Hlö með læri og alls konar góðgæti. Það var bara íslenskt lamb og brúnaðar kartöfflur og læti hérna í gærkvöldi!!! Mmmmmmm og svo flatbrauð með hangikjöti og lakkrís og harðfiskur og ég veit ekki hvað....
Ég er rétt að jafna mig á þessu fljótræði mínu með feitu mömmuna og þá kemur næsta; einn pabbi sem ætlar kannski að kæra okkur!!! Málið er að við erum með hópastarf þar sem við hjálpum börnum með talgalla. Okkur langaði að taka upp á videó hvað við værum að gera uppá að sýna kollegum og kannski nemum. Við spurðum foreldrana tímann á undann, svo næsta skipti létum við foreldrana skrifa undir leyfisbréf en þessi mamma vildi ekki gera það strax en vildi samt ekki að við hoppuðum yfir drenginn þegar við filmuðum. Svo kom þetta í hausinn á okkur næsta skiptið; pabbinn brjálaður og heldur því fram að við höfum farið rangt að þessu og höfðum ekkert leyfi til að filma! Ætlar að tala við lögfræðinginn sinn og læti. Hvað ætli þau hafi í pokahorninu? Og svo kemur drengurinn til mín seinna í sumar. Æ best að reyna að hafa ekki áhyggjur af þessu.
Í gær komu Kristín og Hlö með læri og alls konar góðgæti. Það var bara íslenskt lamb og brúnaðar kartöfflur og læti hérna í gærkvöldi!!! Mmmmmmm og svo flatbrauð með hangikjöti og lakkrís og harðfiskur og ég veit ekki hvað....
4. apríl 2005
Fljótræði
Á föstudaginn í vinnunni tók ég á móti strák sem var með mömmu sína með sér. Talm.fr.deildin er nýflutt og það þarf að fara upp um eina hæð. Mér sýndist mamman vera komin á 9.mánuð óléttu og spurði hvort hún vildi frekar taka lyftuna. Neiiii, hva, er þetta langt? spurði hun.
Svo þegar ég var að reyna að finna nýjan tíma fyrir drenginn í tölvunni æli ég út úr mér; bíddu, hvenær áttu svo að eiga? -Eiga!!!!?? Ég er ekki ólétt!
Mig langaði að sökkva ofaní jörðina.
Svo þegar ég var að reyna að finna nýjan tíma fyrir drenginn í tölvunni æli ég út úr mér; bíddu, hvenær áttu svo að eiga? -Eiga!!!!?? Ég er ekki ólétt!
Mig langaði að sökkva ofaní jörðina.
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)