Nú erum við að plana Frakklandsferð í lok júní. Markús og Dóró ætla að gerast sæmdarhjón og við mætum auðvitað á svæðið. Það virðist ekki vera svo dýrt að koma sér til Nice og svo kostaði bílaleigubíll í viku skít og kanil. Ætlum að vera í viku og ferðast aðeins um. Mig grunar að leiðin eftir brúðkaupið liggi á frönsku rívíeruna... Hlakka mikið til.
Nú styttist heldur betur í heimsókn Írisar og Jóhönnu. Um næstu helgi ætla ég að skella mér til Karlstad og hitta Kristinu, Önnu og Önnu fyrrverandi bekkjarsystur og vinkonur. Þ.e.a.s ekki fyrrverandi vinkonur...heldur já þið skiljið. Það er 4. undankeppnin í söngvakeppninni svo það ætti að snúast eitthvað um það. Svo þegar Í og J koma er úrslitakeppnin bara svo þið vitið á hverju þið eigið von elskurnar!

Lítur út fyrir að við hjónin verðum ein um páskana. Allar heimsóknir sviknar þessa hátíð. Held að það sé í 2. skiptið síðan við fluttum út sem við erum ekki með gesti og það þykir frúnni á heimilinu heldur sorglegt. En við lifum það af. En hver á að koma með páskaeggin??? Mmmm páskaegg *slef*