27. febrúar 2005

Plön

Eins og sönnum Íslendingi sæmir ætla ég að tala aðeins um veðrið. Það er búið að vera svo furðulegt um helgina. Í gær skiptist á brjáluð hríð svo sást ekki út úr augum og glaða sólskin! Á svona 10-15 mín fresti. Við Maggi löbbuðum út í verslunarmiðstöð og löbbuðum bókstaflega út úr hríðinni inn í sólskinið. Og í þessum skrifuðu orðum sé ég gráan himinn út um stofugluggann og bláan út um svalahurðina! Og það snjóar! Snjóar og snjóar og snjóar... mjög langt síðan maður hefur upplifað svona vetrarveður dag eftir dag. Sko ekkert nema langbrók og ullarvettlingar sem duga fyrir þá sem eru að koma í heimsókn!!!
Nú erum við að plana Frakklandsferð í lok júní. Markús og Dóró ætla að gerast sæmdarhjón og við mætum auðvitað á svæðið. Það virðist ekki vera svo dýrt að koma sér til Nice og svo kostaði bílaleigubíll í viku skít og kanil. Ætlum að vera í viku og ferðast aðeins um. Mig grunar að leiðin eftir brúðkaupið liggi á frönsku rívíeruna... Hlakka mikið til.
Nú styttist heldur betur í heimsókn Írisar og Jóhönnu. Um næstu helgi ætla ég að skella mér til Karlstad og hitta Kristinu, Önnu og Önnu fyrrverandi bekkjarsystur og vinkonur. Þ.e.a.s ekki fyrrverandi vinkonur...heldur já þið skiljið. Það er 4. undankeppnin í söngvakeppninni svo það ætti að snúast eitthvað um það. Svo þegar Í og J koma er úrslitakeppnin bara svo þið vitið á hverju þið eigið von elskurnar!

Lítur út fyrir að við hjónin verðum ein um páskana. Allar heimsóknir sviknar þessa hátíð. Held að það sé í 2. skiptið síðan við fluttum út sem við erum ekki með gesti og það þykir frúnni á heimilinu heldur sorglegt. En við lifum það af. En hver á að koma með páskaeggin??? Mmmm páskaegg *slef*

22. febrúar 2005

Veiiiii

Kom Magga á óvart í gær með miðum á Eddie Izzard 20.mars!! Veiiiii!!! Og svo erum við að fara til Tallin (Eistlandi) þegar Maggi á afmæli! Veiiiiiii!!! Og það bara snjóar og snjóar og er skítakuldi! Veiiiiiii!!
Farin í Qi Gong!

19. febrúar 2005

Að sakna marblettar

Í brúðkaupsveislunni steig einhver ofaná á tærnar á mér. Afleiðingin var marblettur undir nöglinni á stórutá vinstri fótar. Núna, 6 mánuðum og 12 dögum síðar hvarf hann! Ég er ekki frá því að ég sé dálítið sorgmædd, þetta var nú einu sinni brúðkaupsmarbletturinn minn!

18. febrúar 2005

Já maður veit ekki í hvorn fótinn maður á að stíga þessa dagana. Maggi er ýmist að fara í próf, ekki að fara í próf, fara í önnur próf... Yfirmaðurinn minn stynur bara og biður mig að láta sig vita þegar ég veit hvernig þetta verður, hvort ég er að fara að flytja heim eða ekki.

Þessi vika er búin að vera ansi lengi að líða finnst mér. Samt fór deildin mín í rosa skemmtilega ferð á þriðjud.eftirmiðdag. Við fórum í gamla höll (meira svona eins og herragarðu) og í hlöðunni var okkur skipt upp í 2 lið og svo leystum við alls konar þrautir, t.d. að skjóta af boga, skjóta pílum með blástursröri, leggja púsl með því að horfa í spegil (hrykalega erfitt) og svo alls konar samvinnuverkefni. Þetta var alveg frábært og auðvitað nennti maður ekki að fara aftur að vinna á miðvikudeginum. En ótrúlegt en satt er komin helgi og ég get sofið út. Við vorum að kyngja pizzunni og settum svo rassaspassa í sturtu!!! Greyið karlinn, það er nánast ekkert eins aumkunarvert og rennandi blautur köttur. Það heyrðist nú samt ekki píp í honum en hann er búinn að vera ansi lengi að sleikja sig.

Góðar stundir

13. febrúar 2005

Lost

Þvílíkir þættir! Fyrsti var sýndur fyrir 2 vikum og eftir að hafa horft á hann var ég alveg yfir mig hrifin. Spenna og aftur spenna og svo eitthvað dularfullt sem maður veit ekki hvað er. Er þetta sýnt heima? Fólk sem er fast á eyðieyju eftir flugslys? Húúúvvva, ég er svo spennt að sjá 2. þáttinn núna á eftir að ég ætla að halda mér vakandi þangað til eftir 22:00 og það er nú ekki mikið sem fær mig til þess!

Kórtónleikarnir í gær gengu vel, það var fullt á báða og stemning. Reyndar var hljómsveitin svo fölsk á köflum að ég fékk alveg illt í eyrun mín en það var gaman að syngja þetta. Maggi stóð sig auðvitað ótrúlega vel eins og vanalega. Það er svo gott að fylgja honum. Svo er þessi elska með rómantíska píanótónleika á morgun, Valentínusardaginn. Úff, ég er reyndar með svona égvildiaðþaðværiekkimánudagurámorgun-tilfinningu! Reyndar finnst mér erfiðast að vakna svona á þriðjudögum og miðvikudögum af e-i ástæðu. Sennilega af því að það er svo mikið eftir af vikunni þá og maður er svo sybbinn eitthvað. Og á morgun verð ég að fara aðeins fyrr af stað því það er svo mikill snjór að ég get ekki hjólað. Þetta er nú meira kveinið í mér! Eins og ég sé gömul og þreytt kerling. Þetta verður örugglega góð vika!

Verið góð hvert við annað!

11. febrúar 2005

Heilinn

Ég er með frunsu! Skrýtið hvað er erfitt að láta hana vera, ég er alltaf að sleikja og fikta með puttunum eins og maður á alls ekki að gera! Alveg sama sagan ef ég er með munnangur eða eitthvað fast á milli tannanna, ekki séns að láta þetta vera. Einmitt af þessari ástæðu eru stundum settar sérstakar "gómplötur" með litlum kúlum uppí börn sem þurfa að æfa tunguhreyfingar!

Maggi komst ekki inn í Kaupmannahöfn :( en það er bara að drífa sig áfram í næsta kafla sem er Stokkhólmur vikuna fyrir páska. Þegar ég sagði yfirmanninum mínum þetta sagði hann YES! Hmm, maður er allavega öruggur um vinnu ennþá...

Það eru tónleikar á morgun, voða spennó. Maggi senst að spila og stjórna og ég senst að syngja. Svo verður festað á eftir á sænska vísu þeas eitthvað samansafn og vínið verður maður að keypa sjálfur. Ætli það verði sungið?

Fredrik 7 ára sagði mér í dag að hann gæti reiknað! Nú? sagði ég. Já ég geri það með vinstra heilahvelinu!

6. febrúar 2005

Bolludagsbollur

Þessi reynslusaga er tileinkuð Völu mágkonu. Það skal tekið fram að ég var ekki alveg með fúlle, sökum lasleika.

Í gær bakaði ég bollur. Bolludagsbollur. Náði í uppskriftarbókina og hugsaði með mér að þetta yrði allt of lítið og ákvað að tvöfalda. O ó mistök hugsar nú Vala. Allavega, ég set 1 dl af hveiti og 1 dl af sykri í skál en tvöfalda svo restina af dótinu...hélt ég. Voða er þetta þunnt, bara eins og sósa hugsaði ég. Lít í uppskriftina og Ó! Það átti að vera KÍLÓ af hveiti!!! (Alveg eins og í piparkökusöngnum). Ég skelli því út í en eitthvað er þetta skrýtið samt. Já alveg rétt ég ætlaði að tvöfalda...hmmm á ég virkilega svo mikið af hveit? Jú það rétt dugði en ekki leit þetta gums betur út en svo að mig grunti að enn væri eitthvað skrýtið. Mundi þá að ég hafði ekki tvöfaldað mjólkina. Dreif í því og fór að hnoða. Þetta var ekki svona gúmmílegt eins og uppskriftin sagði og eftir 40 mín lyftingu hafði þetta ekkert lyfts. Fattaði líka þá að ég tvöfaldaði ekki sykurinn. Hvað tvöfaldaði ég þá eiginlega?? Jú, smjörið, lyftiduftið og saltið!!!! HAHAHAHA

Anyways þá urðu þetta ansi þéttar og staðgóðar bollur sem henta sennilega betur til að höggva mann og annan en að borða með sultu og rjóma. Ég staulaðist nú samt í að þeyta rjóma og gera möndlumassa í dag en eitthvað fannst manni mínum þetta skrýtið og vill heldur borða þetta bara með smjöri.

Á morgun fer hann til Köben og ég held ég verði heima frá vinnu sökum lasleikans. Mamma mín sagði það og maður á að gera eins og mamma manns segir.

Gaggó var með reunion í gærkvöldi og tókst það víst svona svakalega vel. Ég hefði sko viljað mæta! Fékk nokkrar myndir frá Írisi og jahérnahérallamínadaga sumir eru sko alveg eins og suma bara kannaðist ég ekki einu sinni við. Ótrúlegt að sjá þessi gömlu andlit. Synd að missa af þessu en ég mæti sko eftir 5 ár! Best að klappa Skrámi og leggja sig aðeins í sófanum.

5. febrúar 2005

Mín fyrsta bók um Palla Pumm

Ég er með e-a fjárans flunsu. Og svo hóstaði ég í gærkvöldi og "pang!" eitthvað í bakinu brast eða losnaði eða klemdist eða ég veit ekki hvað, nema ég get ekki rétt úr mér og geng eins og gömul norn. Tók 5 mín að leggjast í rúmið í gær. Af þessu tilefni og engu öðru ætla ég að bjóða ykkur uppá smá færeysku.

Hann fór burtur frá vindeyganum og at leita runt í húsinum, allastaðni har tað ikki stóð undir í vatni, og at enda fann hann ein blýant og ein lítlan turran lepa og eina fløsku við proppi í, og so skrivaði hann øðrumegin á lepanum:
HJÁLP
PURKIL (EG)
og hinumegin:
TAÐ ERI EG PURKIL,
HJÁLP!HJÁLP!

So koyrdi hann lepan niður í fløskuna og setti proppin í, so fast, sum hann kundi, toygdi seg út av vindeyganum, so langt sum hann rakk uttan at detta útí, og so kastaði hann fløskuna, so langt sum hann orkaði at kasta - tjums! - og eina løtu seinni kom hon undan aftur, og hann sá, hvussu hon spakuliga fleyt avstað langt burturi, til hann fekk ilt i eyguni av at hyggja, og viðhvørt helt hann tað vera eina fløsku, og viðhvørt helt hann tað vera bara eina aldu, sum hann sá, og so við eitt visti hann, at nú fór hann ongantíð at síggja hana aftur, og at hann hevði gjørt tað, sum hann kundi fyri at verða bjargaður.
"Nú eru tað onkur onnur, sum mugu gera okkurt," hugsaði hann, "og eg hopi, at tey gera tað skjótt, tí era tey ikki tað, so noyðist eg at svimja, og tað dugi eg ikki, so eg hopi, tey gera tað skjótt." Og so suffaði hann tungliga og segði: "Eg vildi ynskt, at Pumm var her. Tað er nógv meira vinsamt, tá tað eru tvey."