Meira ruglið!
Nú eru tvö comment!!! Endilega skrifið comment segi ég þá bara! Aldrei of mikið af þeim.
En spurningin sem brennur á vörum mér síðan í gær er: Hver er óléttur af tvíburum? Og Tarot-spilin mín eru horfin síðan í flutningunum...grrrr.
31. janúar 2005
30. janúar 2005
Ég heiti Hrafnhildur og ég er Vog
Jú eins og sjá má er ég enn að breyta og bæta! Það hefur löngum verið þekkt að ég er óákveðin enda er ég vog (þó svo að ég sé rísandi Meyja og Tungl í Sporðdreka)
Það sem er að pirra mig núna er að öll commentin eru horfin. Finn ekki út úr þessu og bíð því bara eftir að þið ráðleggið mér:D
Svo er eitthvað fjárans lóðrétt strik líka þarna undir Bansímon og mig grunar að þetta séu commentin sem bara birtast svona....
Og hvernig setur maður krækju í textann? Þ.e.a.s. ef ég vil að þið ýtið HÉR til að komast á e-a síðu.
Það sem er að pirra mig núna er að öll commentin eru horfin. Finn ekki út úr þessu og bíð því bara eftir að þið ráðleggið mér:D
Svo er eitthvað fjárans lóðrétt strik líka þarna undir Bansímon og mig grunar að þetta séu commentin sem bara birtast svona....
Og hvernig setur maður krækju í textann? Þ.e.a.s. ef ég vil að þið ýtið HÉR til að komast á e-a síðu.
27. janúar 2005
HAMINGJA
Er að borða volgt rúgbrauð með osti og lesa Mannlíf! Pabbi kom með Mannlíf og Vikuna, Fréttablaðið og Moggann og það er sko hamingja í hnotskurn! Var að klára viðtalið með Magneu Karlsdóttur sem er með MND eða ALS-sjúkdóminn. Mæli með því og hérna er hún að blogga:http://www.blog.central.is/magneak
Fær mann aldeilis til að hugsa og ég hef auðvitað mikið lesið um þennan sjúkdóm í sambandi við námið og held ég sé sammála því að þetta sé hræðilegasti sjúkdómur sem hægt er að fá! Lokast svona inní eigin líkama! Ekki það að það séu ekki til margir ömurlegir sjúkdómar og sennilega ekki hægt að segja að einhver sé verri en einhver annar.
En þetta er ekki það sem ég vil tala um í hamingjukastinu mínu. Get t.d. sagt ykkur þau gleðitíðindi að nú er orðið bjart þegar ég kem í vinnuna á morgnana og það er sko munur!. Dagurinn veður 4 mín lengri á hverjum degi og ég fylgist sko spennt með.
Í gær var ég með strák í meðferð hjá mér, þetta var í 3ja skiptið sem hann kemur til mín og á eftir að koma tvisvar. Í 40 mínútur eða alla heimsóknina kallaði ég barnið Linus. Mörgum sinnum. Þegar ég svo fór að skrifa skýrsluna heitir barnið Lukas!!!! Og hann sagði ekki neitt og mamman sem var með allan tíman sagði ekki neitt!!! ER ekki í lagi, mundi maður ekki segja til ef einhver kallaði mann kolvitlausu nafni trekk í trekk? Ég hló lengi og upphátt að þessu og veit ekki hvort þetta er pínlegra fyrir mig eða þau fyrir að hafa látið mig halda áfram að tönglast á þessu! Híhí ég brosi ennþá þegar ég hugsa um þetta
Jæja, Vikan bíður! Tjolahopp
Fær mann aldeilis til að hugsa og ég hef auðvitað mikið lesið um þennan sjúkdóm í sambandi við námið og held ég sé sammála því að þetta sé hræðilegasti sjúkdómur sem hægt er að fá! Lokast svona inní eigin líkama! Ekki það að það séu ekki til margir ömurlegir sjúkdómar og sennilega ekki hægt að segja að einhver sé verri en einhver annar.
En þetta er ekki það sem ég vil tala um í hamingjukastinu mínu. Get t.d. sagt ykkur þau gleðitíðindi að nú er orðið bjart þegar ég kem í vinnuna á morgnana og það er sko munur!. Dagurinn veður 4 mín lengri á hverjum degi og ég fylgist sko spennt með.
Í gær var ég með strák í meðferð hjá mér, þetta var í 3ja skiptið sem hann kemur til mín og á eftir að koma tvisvar. Í 40 mínútur eða alla heimsóknina kallaði ég barnið Linus. Mörgum sinnum. Þegar ég svo fór að skrifa skýrsluna heitir barnið Lukas!!!! Og hann sagði ekki neitt og mamman sem var með allan tíman sagði ekki neitt!!! ER ekki í lagi, mundi maður ekki segja til ef einhver kallaði mann kolvitlausu nafni trekk í trekk? Ég hló lengi og upphátt að þessu og veit ekki hvort þetta er pínlegra fyrir mig eða þau fyrir að hafa látið mig halda áfram að tönglast á þessu! Híhí ég brosi ennþá þegar ég hugsa um þetta
Jæja, Vikan bíður! Tjolahopp
24. janúar 2005
Loksins LOKSINS
Yes! Ég kláraði Belladonnaskjalið í gærkvöldi! Síðustu 20 bls voru afskaplega seigar og ég held ég hafi lesið ca 3ja hvert orð! Enda fattaði ég ekki nema einn þriðja. Það væri mjög áhugavert að heyra frá e-m sem hefur lesið hana og kannski þá á ensku svo ég geti staðfest að það sé kannski íslenska þýðingin sem fer svona illa í mig eða hvað það nú er.
Ef vel er að gáð sést að ég skrifa þetta um hálfátta að morgni. Ójú, ég er mætt í vinnuna. Tók strætó kl. sex í morgun. Hér er sko ekkert verið að hangsa (nema rétt til að blogga *roðn*). Fyrsti skjólstæðingurinn kemur reyndar ekki fyrr en 9 en ég hef ýmislegt að dunda mér við. Fyrst ætla ég samt að bæta aðeins á morgunverðarforðann sem varð ekkert allt of mikill. Talandi um mat þá gerði Maggi voða spennandi og góðan rétt í gær þar sem hann sauð og svo steikti spaghetti! Og í kvöld er sko fiskisúpa! Það er ekki að spurja að því að maður hefur gifst vel:D
Ef vel er að gáð sést að ég skrifa þetta um hálfátta að morgni. Ójú, ég er mætt í vinnuna. Tók strætó kl. sex í morgun. Hér er sko ekkert verið að hangsa (nema rétt til að blogga *roðn*). Fyrsti skjólstæðingurinn kemur reyndar ekki fyrr en 9 en ég hef ýmislegt að dunda mér við. Fyrst ætla ég samt að bæta aðeins á morgunverðarforðann sem varð ekkert allt of mikill. Talandi um mat þá gerði Maggi voða spennandi og góðan rétt í gær þar sem hann sauð og svo steikti spaghetti! Og í kvöld er sko fiskisúpa! Það er ekki að spurja að því að maður hefur gifst vel:D
22. janúar 2005
Helgi
Þessi vika er búin að vera löng! Rosalega er gott að það er komin helgi sem þýðir bara eitt í mínum huga; sofa lengur!
Pabbi kom á miðvikudaginn og auðvitað færandi hendi! Þetta var bara eins og jólin! Svo áttum við notalega kvöldstund og svo fór ég bara í vinnuna eldsnemma eins og vanalega og hann sá um sig sjálfur. Pabbi og mamma eru á góðri leið með að verða flottasta fólk á landinu og verður kannski sagt frá því síðar...
Maggi verður að heiman alla helgina og ég ætla þvílíkt að vera á náttfötunum eins lengi og ég nenni í dag. Á morgun er svo Åsa samstarfskona mín búin að bjóða mér á textílmessu í Älvsjö og ég ætla að skella mér, kannski eru töff gardínur fyrir stofuna í boði.
Það er að verða meira og meira áþreifanlegt að Maggi er að fara í prófin. Fólk er alltaf að spurja okkur hvenær við vitum hvernig framtíðin líti út. Það er sem sagt þannig að hann fer í prófin í Köben 7.febrúar og verður minnst í 2 daga, ef vel gengur í 4 daga. Svo fær hann að vita hvort hann verður tekinn inn í maí. Prófin hérna í Stokkhólmi eru í Dimbilvikunni og þá fær hann strax að vita hvort hann kemst inn eða ekki. Svona er þetta, svo í mars vitum við alla vega hvort við erum að flytja héðan eða ekki, bara ekki hvert það verður....heim eða "suður".. HVorugt okkar er voða spennt fyrir að flytja til Köben. Auðvitað mest fordómar. Yfirritarinn í vinnunni minni kom til mín í gær og spurði hvort ég vissi að afleysingarstaðan mín rennur út í febrúar? Eins gott að hún sagði þetta því þó að ég og yfirmaðurinn minn værum búin að ræða að ég yrði út ágúst (allavega) þá er ég ekki búin að skrifa undir neitt og var ekkert að spá í það. Svona skemmtilegra að fá laun fyrir að mæta!
Jæja!
Pabbi kom á miðvikudaginn og auðvitað færandi hendi! Þetta var bara eins og jólin! Svo áttum við notalega kvöldstund og svo fór ég bara í vinnuna eldsnemma eins og vanalega og hann sá um sig sjálfur. Pabbi og mamma eru á góðri leið með að verða flottasta fólk á landinu og verður kannski sagt frá því síðar...
Maggi verður að heiman alla helgina og ég ætla þvílíkt að vera á náttfötunum eins lengi og ég nenni í dag. Á morgun er svo Åsa samstarfskona mín búin að bjóða mér á textílmessu í Älvsjö og ég ætla að skella mér, kannski eru töff gardínur fyrir stofuna í boði.
Það er að verða meira og meira áþreifanlegt að Maggi er að fara í prófin. Fólk er alltaf að spurja okkur hvenær við vitum hvernig framtíðin líti út. Það er sem sagt þannig að hann fer í prófin í Köben 7.febrúar og verður minnst í 2 daga, ef vel gengur í 4 daga. Svo fær hann að vita hvort hann verður tekinn inn í maí. Prófin hérna í Stokkhólmi eru í Dimbilvikunni og þá fær hann strax að vita hvort hann kemst inn eða ekki. Svona er þetta, svo í mars vitum við alla vega hvort við erum að flytja héðan eða ekki, bara ekki hvert það verður....heim eða "suður".. HVorugt okkar er voða spennt fyrir að flytja til Köben. Auðvitað mest fordómar. Yfirritarinn í vinnunni minni kom til mín í gær og spurði hvort ég vissi að afleysingarstaðan mín rennur út í febrúar? Eins gott að hún sagði þetta því þó að ég og yfirmaðurinn minn værum búin að ræða að ég yrði út ágúst (allavega) þá er ég ekki búin að skrifa undir neitt og var ekkert að spá í það. Svona skemmtilegra að fá laun fyrir að mæta!
Jæja!
17. janúar 2005
Bráðum koma...
Eftir 2 daga...eða einn fer eftir hvernig maður telur og þá telur maður náttúrulega EINN.... allavega þá fæ ég harðfisk og rúgbrauð og hangikjöt:) Pabbilabbi er að koma og verður með fulla tösku af góðgæti til okkar. Skil ekki hvernig hann kemur nokkru öðru í töskuna. Þetta er fyrri ferð af tveimur svo kannski deilir hann farangrinum niður. Hver veit? Þetta er allavega aðalspennan og það eina sem er framundan í bili. Alltaf gaman að hafa eitthvað að hlakka til.
Talandi um makeover! Þekkir einhver þennan mann?
Before
After...þessi í miðjunni sem heldur um fegurðardísina
Talandi um makeover! Þekkir einhver þennan mann?
Before
After...þessi í miðjunni sem heldur um fegurðardísina
15. janúar 2005
Áramótaheitin
Nýja árið byrjar vel. Við erum búin að fara á eitt safn og ég stefni á að fara á annað á morgun svo það áramótaheiti virðist ætla að verða auðvelt. Svo fór ég 2x í líkamsrækt í síðustu viku sem er nánast jafn oft og ég fór á öllu síðasta ári...hmmmm. Ætla að fara í sund í næstu viku.
Ég fór í nudd í vikunni sem var sko kominn tími til að ég gerði. Konan talar ennþá við mig eins og ég sé lítið barn; ææææ eeeeelsku kerlingin, er þér iiiiilt...ohhhhh auuuumingja þú! En núna finnst mér það bara fyndið.
Það er komið á hreint að deildinni minni verður lokað 3 síðustu vikurnar í júlí. Við stefnum að því að fara í brúðkaup Markúsar og Dóró í Frakklandi 27.júní og svo veit ég ekki hvort við komum þá beint heim þaðan eða hvað við gerum. Mig langar voða mikið að vera heima þegar kríli HjaltaogVölubarn mætir á svæðið en við verðum kannski að sjá til því þá verða þetta samfellt 5 vikna frí og ég á nú ekki svo mikið frí inni... Sorrý krakkar, en þetta kemur nú allt í ljós.
Er svo ekki kominn tími á Pooh? Jú fyrir löngu!
Þeir byrjuðu að tala í mesta vinskap um hitt og þetta. Piglet sagði: -Ef þú skilur hvað ég meina, og Pooh sagði: -Það er algjörlega mitt álit, Piglet, og Piglet sagði: -En á hinn bóginn, Pooh, verðum við að muna að...
Þetta kallast spjall milli vina.
Ég fór í nudd í vikunni sem var sko kominn tími til að ég gerði. Konan talar ennþá við mig eins og ég sé lítið barn; ææææ eeeeelsku kerlingin, er þér iiiiilt...ohhhhh auuuumingja þú! En núna finnst mér það bara fyndið.
Það er komið á hreint að deildinni minni verður lokað 3 síðustu vikurnar í júlí. Við stefnum að því að fara í brúðkaup Markúsar og Dóró í Frakklandi 27.júní og svo veit ég ekki hvort við komum þá beint heim þaðan eða hvað við gerum. Mig langar voða mikið að vera heima þegar kríli HjaltaogVölubarn mætir á svæðið en við verðum kannski að sjá til því þá verða þetta samfellt 5 vikna frí og ég á nú ekki svo mikið frí inni... Sorrý krakkar, en þetta kemur nú allt í ljós.
Er svo ekki kominn tími á Pooh? Jú fyrir löngu!
Þeir byrjuðu að tala í mesta vinskap um hitt og þetta. Piglet sagði: -Ef þú skilur hvað ég meina, og Pooh sagði: -Það er algjörlega mitt álit, Piglet, og Piglet sagði: -En á hinn bóginn, Pooh, verðum við að muna að...
Þetta kallast spjall milli vina.
8. janúar 2005
Nýjar myndir
Sonja vinkona kom mér inná síðu þar sem ég virðist geta geymt endalaust af myndum. En það er leyniorð og ef maður vill skoða þá klikkar maður á krækjuna "Enn fleiri myndir" og loggar inn sem hrafnis@yahoo.com og leyniorðið er myndir! Góða skemmtun!
4. janúar 2005
2004-2005
Er ekki hefð fyrir því að líta yfir farinn veg í byrjun árs og rifja upp hvað á daga manns hefur drifið? Árið 2004 var náttúrulega ár áranna frá mínu sjónarmiði, árið þegar ALLT gerðist. Ég man nú ekki sérstaklega eftir neinu í byrjun ársins nema ég var að skrifa ritgerð alveg endalaust og út í eitt sem var bara gaman. Svo byrjaði ballið:
12.maí kynntum ég og Anna mastersritgerðina okkar
4.júní útskrifaðist ég sem talmeinafræðingur eftir að hafa byrjað námið 1998. Yndislegur dagur með fjölskyldunni og vinum.
7.ágúst giftum við Maggi okkur. Við hjónin. Það er sko besti dagur í lífi mínu og ég býst ekki við að neitt toppi það nema mögulega barneignir framtíðarinnar
27.ágúst flutti ég til Stokkhóms
1.september byrjaði ég að vinna í Södertälje
Síðan þá hefur nú lítið gerst... Anna vinkona kom í heimsókn núna í desember sem var auðvitað æði. Svo hefur auðvitað margt smálegt skemmtilegt gerst en þetta ár einkenndist nú mest af undirbúningi brúðkaupsins og útskriftinni.
Áramótin voru róleg og fín. Við vorum hjá Önnu J. vinkonu. Maggi var að spila við minningarathöfn kl. 18 og kom aðeins seinna en þarna voru allar systur hennar 3 og makar þeirra. Svo var bara kjaftað og spilað og kl. 0.00 skutum við Maggi upp eins og einni tertu! Það vakti þvílíka lukku að annað eins hefur örugglega ekki sést á þessum slóðum. Enda þetta fólk ekkert vant að skjóta upp. Það var aðeins skotið í kringum okkur en ekkert mikið. Svo fórum við bara heim um tvöleytið og vorum komin heim um hálffjögur held ég. Rosa mikið fólk á ferðinni með börn og hvaðeina og við klofuðum yfir nokkrar ælur á leiðinni...
Ég er nú ekki vön að strengja nýársheit en eftir dúk og disk og samtal við Önnu um helgina hef ég ákveðið eftirfarandi:
-vera duglegri að hreyfa mig. Alltaf klassískt og aldrei vitlaust.
-fara oftar á söfn. Maggi er með mér í þessu og ætlum við að reyna að fara um helgina. Það er líka ókeypis á flest söfn núna í Svíþjóð.
-þyngjast um ca 4 kíló. Hægara sagt en gert en skal takast. Markmiðið er sett á maí.
Hmmm var það virkilega ekki meira? Jæja, allavega... Og svei mér þá Torfi, ég hugsaði einmitt til þín á miðnætti... Reyndar föðmuðumst við ekki heldur í fyrra þegar ég var með fjölskyldu Magga. Já tímarnir breytast. Frétti líka að mætinginn á "stokkinn" hefði verið frekar léleg! Ég hefði sko viljað vera þar.
Nú er ég búin að skrifa allt of mikið til að einhver nenni að lesa þetta. Best að fara bara að sofa. Nei, fyrst hringja í Elle og Kenny!
12.maí kynntum ég og Anna mastersritgerðina okkar
4.júní útskrifaðist ég sem talmeinafræðingur eftir að hafa byrjað námið 1998. Yndislegur dagur með fjölskyldunni og vinum.
7.ágúst giftum við Maggi okkur. Við hjónin. Það er sko besti dagur í lífi mínu og ég býst ekki við að neitt toppi það nema mögulega barneignir framtíðarinnar
27.ágúst flutti ég til Stokkhóms
1.september byrjaði ég að vinna í Södertälje
Síðan þá hefur nú lítið gerst... Anna vinkona kom í heimsókn núna í desember sem var auðvitað æði. Svo hefur auðvitað margt smálegt skemmtilegt gerst en þetta ár einkenndist nú mest af undirbúningi brúðkaupsins og útskriftinni.
Áramótin voru róleg og fín. Við vorum hjá Önnu J. vinkonu. Maggi var að spila við minningarathöfn kl. 18 og kom aðeins seinna en þarna voru allar systur hennar 3 og makar þeirra. Svo var bara kjaftað og spilað og kl. 0.00 skutum við Maggi upp eins og einni tertu! Það vakti þvílíka lukku að annað eins hefur örugglega ekki sést á þessum slóðum. Enda þetta fólk ekkert vant að skjóta upp. Það var aðeins skotið í kringum okkur en ekkert mikið. Svo fórum við bara heim um tvöleytið og vorum komin heim um hálffjögur held ég. Rosa mikið fólk á ferðinni með börn og hvaðeina og við klofuðum yfir nokkrar ælur á leiðinni...
Ég er nú ekki vön að strengja nýársheit en eftir dúk og disk og samtal við Önnu um helgina hef ég ákveðið eftirfarandi:
-vera duglegri að hreyfa mig. Alltaf klassískt og aldrei vitlaust.
-fara oftar á söfn. Maggi er með mér í þessu og ætlum við að reyna að fara um helgina. Það er líka ókeypis á flest söfn núna í Svíþjóð.
-þyngjast um ca 4 kíló. Hægara sagt en gert en skal takast. Markmiðið er sett á maí.
Hmmm var það virkilega ekki meira? Jæja, allavega... Og svei mér þá Torfi, ég hugsaði einmitt til þín á miðnætti... Reyndar föðmuðumst við ekki heldur í fyrra þegar ég var með fjölskyldu Magga. Já tímarnir breytast. Frétti líka að mætinginn á "stokkinn" hefði verið frekar léleg! Ég hefði sko viljað vera þar.
Nú er ég búin að skrifa allt of mikið til að einhver nenni að lesa þetta. Best að fara bara að sofa. Nei, fyrst hringja í Elle og Kenny!
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)