Ég kann ekki að klæða mig eftri veðri! Undanfarið hef ég verið í allt of miklum fötum sem hentar alls ekki löngum lestarferðum! En áðan keypti ég samt vetrarskó og mátulega er eins og snjórinn sé eitthvað að bráðna...hmmm. Allavega þá hef ég tvisvar þurft að flýta mér bara pínu í lestina og svitnað svo svaðalega að það hálfa væri nóg! Og svo sest maður í lestina og þar er kalt svo svitinn verður svona kaldur og ....já.
Gleðilegan fyrstasunnudagíaðventu! Á föstudaginn eftir vinnu fórum við Maggi í IKEA og keyptum pínu jóladót, t.d. voða sæta seríu í eldhúsið. Í gær eftir kóræfinguna fór ég svo út í skóg og klippti greni og gerði aðventukransinn tilbúinn. Skellti svo upp stjörnunni og aðventuljósunum en úbbossí...ljósin daujur! En ekki þarf að syrgja það þegar maður er svona ríkur eins og við og ég keypti bara nýjan í dag!! Svo féll síðasta vígið seinnipartinn í gær þegar ég setti fyrstu jólaplötuna á fóninn. Eða í geislaspilarann. Rétt skal vera rétt. Í morgun söng ég svo í aðventumessu með kórnum hans Magga. Það var voða notalegt og gaman. Núna er hann að syngja með öðrum kór en þegar hann kemur heim ætlum við að smakka brúnu og hvítu og kveikja á fyrsta kertinu. Ohhhhh svo notó. Skrámur liggur hérna á fótunum á mér og þvær sér og ég er að hugsa um að loka aðeins augunum þangað til eiginmaðurinn kemur.
En fyrst hugleiðing frá Pooh:
"But Eeyore," said Pooh in distress,"what can we - I mean, how shall we - do you think if we -"
"Yes," saed Eeyore. "One of those would be just the thing. Thank you, Pooh."
28. nóvember 2004
25. nóvember 2004
Lasarus
Þá er ég aftur komin með kvef og ligg heima í rúminu! Hlítur að vera öllum þessum krökkum með hor að kenna sem ég hitti. Skrýtnasta er að ég er ekki með hita heldur KULDA! Er með lægri hita en vanalega! Er það nú eðlilegt?
Skrámur er alveg steinhissa á að ég sé heima og kemur uppí á 5 mín fresti og nebbast svið mig og mjálmar smá. Eins gott að hann er hérna til að hugsa um mig;)
Ég hefði kannski getað farið í vinnuna í morgun og samviskan lætur mig ekki í friði varðandi það. En ég hugsaði með mér að ég ætti að fylgja ráðum læknisins sem ég hitti um daginn og HLUSTA Á LÍKAMANN, hann er að segja mér eitthvað! Ætla að fara að verða duglegri að vinna í sjálfri mér núna og er þess vegna farin að hitta sálfræðing 1x í viku! Ég er mjög bjartsýn að mér takist að losna við kviðann og bíð "spennt" eftir næsta kasti svo ég geti unnið með það! Já, heilinn er skrýtið fyrirbæri.
Skrámur er alveg steinhissa á að ég sé heima og kemur uppí á 5 mín fresti og nebbast svið mig og mjálmar smá. Eins gott að hann er hérna til að hugsa um mig;)
Ég hefði kannski getað farið í vinnuna í morgun og samviskan lætur mig ekki í friði varðandi það. En ég hugsaði með mér að ég ætti að fylgja ráðum læknisins sem ég hitti um daginn og HLUSTA Á LÍKAMANN, hann er að segja mér eitthvað! Ætla að fara að verða duglegri að vinna í sjálfri mér núna og er þess vegna farin að hitta sálfræðing 1x í viku! Ég er mjög bjartsýn að mér takist að losna við kviðann og bíð "spennt" eftir næsta kasti svo ég geti unnið með það! Já, heilinn er skrýtið fyrirbæri.
22. nóvember 2004
Stundum gleymir maður því sem maður ætlar að segja
En hann leit ekki við, því ef maður lítur við og sér mjög grimman Heffaklump sem horfir á mann, þá gleymir maður stundum hvað maður ætlaði að segja.
Bangsímon
Það er hríðarbylur úti! Ótrúlega skemmtilegt. Maggi er í Gautaborg að syngja og komst víst ekki fyrr en mörgum klukkutímum seinna vegna veðurs. Mér finnst snjókoma skemmtileg og vona bara að það snjói sem mest:D
Það var geðveikt erfitt að gera þessar blessuðu randalínur. Hélt ég yrði galin á að reyna að breiða þetta út og svo brann þetta aðeins og molnaði svo í sundur. Ég gerði of mikið af kremi og of lítið af sultu!!! Herregud eins gott að þetta sé gott, en það vitum við ekki fyrr en um næstu helgi.
Í dag fór ég nú aldreilis með það! Ég og Eva kollegi minn sátum inná kaffistofu. Hún er ófrísk og ég frétti í gær að systir Fridu vinkonu væri líka ófrísk og hún veit hver það er svo ég segi voða kát: Já, og hún á að eiga í júní....já Á SAMA TÍMA OG ÞÚ! Og í þeim orðum labba tvær hjúkkur inn og enginn veit af þessu nema við!!!!!! Eva varð rauð og blá í framan og ég hætti að anda í smá stund og svo sprungum við út hlátri. Váááá hvað ég skammaðist mín maður! Hún ætlaði ekki að segja neitt í vinnunni fyrr en eftir allaveganna mánuð og nú bara æpti ég þetta yfir alla kaffistofuna! Og svona lagað er ekki hægt að taka til baka bara sisvona! Ohhhhh klaufabárðurinn ég! En Eva varð ekkert reið og vonandi fréttir yfirmaðurinn ekki af þessu strax...hmmmmm
Bangsímon
Það er hríðarbylur úti! Ótrúlega skemmtilegt. Maggi er í Gautaborg að syngja og komst víst ekki fyrr en mörgum klukkutímum seinna vegna veðurs. Mér finnst snjókoma skemmtileg og vona bara að það snjói sem mest:D
Það var geðveikt erfitt að gera þessar blessuðu randalínur. Hélt ég yrði galin á að reyna að breiða þetta út og svo brann þetta aðeins og molnaði svo í sundur. Ég gerði of mikið af kremi og of lítið af sultu!!! Herregud eins gott að þetta sé gott, en það vitum við ekki fyrr en um næstu helgi.
Í dag fór ég nú aldreilis með það! Ég og Eva kollegi minn sátum inná kaffistofu. Hún er ófrísk og ég frétti í gær að systir Fridu vinkonu væri líka ófrísk og hún veit hver það er svo ég segi voða kát: Já, og hún á að eiga í júní....já Á SAMA TÍMA OG ÞÚ! Og í þeim orðum labba tvær hjúkkur inn og enginn veit af þessu nema við!!!!!! Eva varð rauð og blá í framan og ég hætti að anda í smá stund og svo sprungum við út hlátri. Váááá hvað ég skammaðist mín maður! Hún ætlaði ekki að segja neitt í vinnunni fyrr en eftir allaveganna mánuð og nú bara æpti ég þetta yfir alla kaffistofuna! Og svona lagað er ekki hægt að taka til baka bara sisvona! Ohhhhh klaufabárðurinn ég! En Eva varð ekkert reið og vonandi fréttir yfirmaðurinn ekki af þessu strax...hmmmmm
20. nóvember 2004
Legg ekki meira á ykkur..
en hér á þessu heimili er búið að sjóða sveskjusultu og gera deig í hvítu og brúnu randalínu!!! Maggi er svo búinn að skúra öll gólf og jólin geta bara komið fljótlega:) Nei, mamma! Ekki byrja að hlusta á jólalög strax!!! Ekki fyrr en 1.des segi ég. Þó að fyrsti sun í aðventu sé um næstu helgi....
19. nóvember 2004
Listi
Ég held að ég sé búin að sjá það að þeim mun minni texti gefur þeim mun fleiri komment frá ykkur! Þess vegna ætla ég að skrifa bara stuttar setningar yfir atburði sl. daga
-Hef ekki farið aftur í líkamsrækt!
-Snjór út um allt og brakar undan skónum:)
-Byrjaði í kórnum hans Magga í gær...syng 2.sópran!
-Ingibjörg og Ernir eru að koma í mat annað kvöld
-Skrámur sér draugaflugur í blómapottunum
-Tók 2 tíma að komast úr vinnunni og á kóræfinguna hans Magga í gær
-Gönguskórnir mínir eru hálir og henta ekki í snjó!!
-Maggi er í fríi um helgina=veiiiiii
-Það eru komnar jólaskreytingar í sum tré og aðventuljós í nokkra glugga
-Gíraffar geta sleikt eyrun á sér hrein!
-Það er boðið uppá nammi í hléum í kórnum hans Magga
-Búin að hitta 15 börn þessa vikuna
Æ þetta er leiðinlegt... voða snubbót eitthvað. Ætla nú samt ekki að stroka þetta út. Best að halda bara áfram að skoða fréttir og drekka sítrónuteið mitt. Ákvað að fara heim rúmlega 3 úr vinnunni og það var stórkostlegt að það var ennþá smá birta!!! Ótrúlega fallegt í öllum þessum snjó. Það er dimmt um hálffjögur hérna. Hvernig er þetta heima?
-Hef ekki farið aftur í líkamsrækt!
-Snjór út um allt og brakar undan skónum:)
-Byrjaði í kórnum hans Magga í gær...syng 2.sópran!
-Ingibjörg og Ernir eru að koma í mat annað kvöld
-Skrámur sér draugaflugur í blómapottunum
-Tók 2 tíma að komast úr vinnunni og á kóræfinguna hans Magga í gær
-Gönguskórnir mínir eru hálir og henta ekki í snjó!!
-Maggi er í fríi um helgina=veiiiiii
-Það eru komnar jólaskreytingar í sum tré og aðventuljós í nokkra glugga
-Gíraffar geta sleikt eyrun á sér hrein!
-Það er boðið uppá nammi í hléum í kórnum hans Magga
-Búin að hitta 15 börn þessa vikuna
Æ þetta er leiðinlegt... voða snubbót eitthvað. Ætla nú samt ekki að stroka þetta út. Best að halda bara áfram að skoða fréttir og drekka sítrónuteið mitt. Ákvað að fara heim rúmlega 3 úr vinnunni og það var stórkostlegt að það var ennþá smá birta!!! Ótrúlega fallegt í öllum þessum snjó. Það er dimmt um hálffjögur hérna. Hvernig er þetta heima?
16. nóvember 2004
15. nóvember 2004
13. nóvember 2004
Batnað
Finnur átti ekki orð yfir flottu íbúðinni okkar:) Það er sko ekki leiðinlegt að heyra það, maður verður sko stoltur. Ég eldaði handa þeim karlmönnunum kjúklingapasta og át svo bara gulrót og drakk KÓK!! Já, kók! Reyndar tók klukkutíma að koma 3/4 af glasinu niður en er ekki frá því að það hafi hjálpað. Svo allt í einu um níuleytið fór mér að líða það vel að ég gat borðað snakk líka! Ætli það hafi svo ekki verið það sem gerði það að verkum að ég lá og skalf af kulda í nótt? Hljómar það kannski ósennilega? Ég er allavega yfirleitt að drepast úr hita og Maggi kvartar sáran yfir hvað er kalt í herberginu okkar, en í nótt náði ég mér í ullarteppi til að setja ofaná sængina og var samt kalt! Ótrúlegt. Anyhúv þá held ég bara að mér sé alveg batnað svo þið getið andað rólega. Mín er svo bara á leiðinni í strípur og klippingu og svona. Verst að það er ekki hægt að flytja Írisi hingað með hraðpósti...
Það er ótrúlega fallegt veður, glampandi sól og svona kuldaboli í loftinu. Það verður gott að komast út. Og, já, nú er ég búin að breyta Bangsímon tilvitnuninni efst á síðunni.
Það er ótrúlega fallegt veður, glampandi sól og svona kuldaboli í loftinu. Það verður gott að komast út. Og, já, nú er ég búin að breyta Bangsímon tilvitnuninni efst á síðunni.
12. nóvember 2004
Rok
Tveir sjaldgæfir hlutir gerðust í dag!
-það er rok í Stokkhólmi
-ég er með magapínu!
Við ætluðum að fá Ingibjörgu og Erni í mat en búið að kansella því auðvitað. Aumingja Finnur er samt að koma í gistingu. Ég verð bara að halda mig í hæfilegri fjarlægð. Hann er heppinn að vera að fara til Íslands í fyrramálið!
Ég ætla að vona að ég komist í klippingu og strípur á morgun. Búin að bíða lengi eftir því. Ég á nú reyndar ekki von á öðru en að ég komist það. Annars er ekkert annað planað um helgina. Maggi er að vinna svo ég kannski athuga hvað Frida er að gera. Kannski verður þetta bara liggjauppísófahelgi. Aldrei nóg af þeim. Ég og læknirinn Elisabeth ákváðum í morgun að það ætti ekki að vera til föstudagar eða mánudagar (annað hvort). Þá ynni maður bara 4 daga og frí 2! Og mikið styttri vika! En bíddu af hverju ekki bara 3ja daga helgi? Minnir að Elisabeth hafi komið með góð rök fyrir því en þarna var magapínan mætt svo ég bara man það ekki! Tillögur?
-það er rok í Stokkhólmi
-ég er með magapínu!
Við ætluðum að fá Ingibjörgu og Erni í mat en búið að kansella því auðvitað. Aumingja Finnur er samt að koma í gistingu. Ég verð bara að halda mig í hæfilegri fjarlægð. Hann er heppinn að vera að fara til Íslands í fyrramálið!
Ég ætla að vona að ég komist í klippingu og strípur á morgun. Búin að bíða lengi eftir því. Ég á nú reyndar ekki von á öðru en að ég komist það. Annars er ekkert annað planað um helgina. Maggi er að vinna svo ég kannski athuga hvað Frida er að gera. Kannski verður þetta bara liggjauppísófahelgi. Aldrei nóg af þeim. Ég og læknirinn Elisabeth ákváðum í morgun að það ætti ekki að vera til föstudagar eða mánudagar (annað hvort). Þá ynni maður bara 4 daga og frí 2! Og mikið styttri vika! En bíddu af hverju ekki bara 3ja daga helgi? Minnir að Elisabeth hafi komið með góð rök fyrir því en þarna var magapínan mætt svo ég bara man það ekki! Tillögur?
10. nóvember 2004
Já Pooh!
Alveg rétt hjá Torfa frænda! Ég sagðist ætla að setja vísdómsorð frá Bangsímon(sænska?)á hverjum degi..eða sagði ég það? Allavega hef ég alls ekki staðið við það og nú verður bót á! Ég ætla að setja inn viskuorð vikunnar og hér kemur fyrsta.
"Rabbit´s clever" said Pooh thoughtfully.
"Yes" said Piglet, "Rabbit´s clever".
"And he has Brain."
"Yes," said Piglet, "Rabbit has Brain."
There was a long silence.
"I suppose," said Pooh, "that that´s why he never understands anything."
Í framtíðinni set ég þetta kannski efst á síðuna, þar sem hitt er núna. Ég biðst afsökunar ef þið skiljið ekki engilsaxnexuna. Hahahahah þvílíkt orð! Engilsaxnexa. Þetta getur ekki verið skrifað svona!? Engilsaksneksa? Engilsaxneska!? Já þetta lítur aðeins betur út.
Fór í klukkutíma nudd áðan. Það var sko ekki slæmt. Nema nuddkonan talar við mann eins og maður sé lítið sætt smábarn! Óþolandi, en hún er góð að nudda og hnútarnir bara bráðna undan höndunum á henni. Gott að geta leyft sér þetta sem vinnandi kona.
Hejdå!
"Rabbit´s clever" said Pooh thoughtfully.
"Yes" said Piglet, "Rabbit´s clever".
"And he has Brain."
"Yes," said Piglet, "Rabbit has Brain."
There was a long silence.
"I suppose," said Pooh, "that that´s why he never understands anything."
Í framtíðinni set ég þetta kannski efst á síðuna, þar sem hitt er núna. Ég biðst afsökunar ef þið skiljið ekki engilsaxnexuna. Hahahahah þvílíkt orð! Engilsaxnexa. Þetta getur ekki verið skrifað svona!? Engilsaksneksa? Engilsaxneska!? Já þetta lítur aðeins betur út.
Fór í klukkutíma nudd áðan. Það var sko ekki slæmt. Nema nuddkonan talar við mann eins og maður sé lítið sætt smábarn! Óþolandi, en hún er góð að nudda og hnútarnir bara bráðna undan höndunum á henni. Gott að geta leyft sér þetta sem vinnandi kona.
Hejdå!
9. nóvember 2004
Skítafýla
Ég hugsa ekki nógu vel um hreinlætið! Hvorki á mér sjálfri (!) eða íbúðinni. Í morgun var t.d. í 3ja skiptið á stuttum tíma sem ég fór í vinnuna með hálfskítugt hár að mér fannst. Auðvitað er ekki hægt að hugsa um neitt annað þegar manni finnst það og ég var með þetta á heilanum í dag; hvort e-r tæki eftir þessu, hvort hárið væri farið að skipta sér....húvva! Og svo er það þetta með uppvaskið og þrif á klósettinu.... Ohh ég verð að fara í sturtu.
6. nóvember 2004
Laugardagur
Það er enginn búinn að segja hvað nýja útlitið mitt er flott! Sko ekki ég sjálf heldur þessi síða mín. Allar nýju Bangsímonmyndirnar sem ég hamaðist við að setja inn. Og það er sko dáltið laaangt síðan:(
Maggi hélt hátíðlega hádegistónleika (fyrirsögn úr Séð og Heyrt) áðan í tilefni allra heilagrar messu. Ég hjálpaði til og gleymdi mér bara einu sinni:) Skil ekki hvernig hann fer að því að lesa nóturnar, spila á tvö borð og með fótunum og segja mér til samtímis!!! Núna eru hann og Åsa með prógramm en ég varð að missa af því vegna þess að ég hefði ekki náð heim til að taka til og elda matinn ofaní Kenny og Elli. Svo glatað að vera háður þessum lestum sem fara á klukkutíma fresti! En ég hlusta á þau á morgun í messu svo ég fæ smá sárabætur.
Organistinn minn:
Maggi hélt hátíðlega hádegistónleika (fyrirsögn úr Séð og Heyrt) áðan í tilefni allra heilagrar messu. Ég hjálpaði til og gleymdi mér bara einu sinni:) Skil ekki hvernig hann fer að því að lesa nóturnar, spila á tvö borð og með fótunum og segja mér til samtímis!!! Núna eru hann og Åsa með prógramm en ég varð að missa af því vegna þess að ég hefði ekki náð heim til að taka til og elda matinn ofaní Kenny og Elli. Svo glatað að vera háður þessum lestum sem fara á klukkutíma fresti! En ég hlusta á þau á morgun í messu svo ég fæ smá sárabætur.
Organistinn minn:
4. nóvember 2004
Í vikulok
Voðalega líður tíminn eitthvað hratt! Það var helgi í gær og helgi aftur á morgun! Á þriðjudaginn fórum við Maggi og heilsuðum uppá íslensk hjón sem eru nýflutt hingað. Frétti af þeim í gegnum Önnu Dögg. Hann er í námi og hún í barnseignarfríi með eina 6 mánaða. Svo eiga þau strák sem er 4 ára. Það var voða gaman að hitta þau og rakka niður sænska kerfið. Allt í einu var allt betra á Íslandi! Svo þegar maður er heima er allt betra hérna, svo gasalega skrýtið. Það tók svo náttúrulega sinn tíma að komast heim... þetta er svo letjandi við Stokkhólm að það er svo langt í allt fyrir okkur. Við skreppum ekkert bara í heimsókn til þeirra þar sem það tekur rúman klukkutíma að komast. Hundfúlt.
Á laugardaginn er Maggi að spila allan daginn og ég ætla aðeins að hjálpa til. Åsa starfsfélagi minn syngur með honum svo það verður gaman. Svo ætlum við að fá Elli og Kenny í mat. Við kynntumst þeim á Krít og alltaf jafn gaman að hitta þau. Vonandi kemur Kenny ekki með snákinn með sér...
Nú eru augun alveg að lokast enda klukkan að verða hálfníu. Góða nótt
Á laugardaginn er Maggi að spila allan daginn og ég ætla aðeins að hjálpa til. Åsa starfsfélagi minn syngur með honum svo það verður gaman. Svo ætlum við að fá Elli og Kenny í mat. Við kynntumst þeim á Krít og alltaf jafn gaman að hitta þau. Vonandi kemur Kenny ekki með snákinn með sér...
Nú eru augun alveg að lokast enda klukkan að verða hálfníu. Góða nótt
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)