Loksins kom helgin. Ég svaf líka frá hálftíu í gærkvöldi til ellefu í morgun! Gott gott gott. Það verður heldur ekkert gert merkilegt á þessu heimili. Við ætluðum að fá fólk í mat í kvöld en þau komast ekki svo við ætlum bara í bíó í staðin á sænska mynd sem hefur fengið mjög góða dóma. Á morgun ætla ég svo bara að lesa bækur og dúlla mér.Maggi verður ekki heima allan daginn sniff...
Heyrði fyndna sögu um daginn. Það var maður sem ætlaði að fyrirfara sér og ætlaði sko ekki að taka neina sénsa. Hann tók fullt af töflum, byssu og reipi og batt um hálsinn á sér, og í trjágrein sem slútti yfir vatn. Síðan hellti hann bensíni yfir sig. Síðan kveikti hann í, skaut í hausinn á sér og hoppaði. Nema hvað, hann hitti ekki hausinn heldur skaut sundur reipið, og lenti beint á maganum í vatninu sem gerði það að verkum að hann ældi upp öllu eitrinu og eldurinn slokknaði. Nú er hann hamingjusamlega lifandi og búinn að finna nýjan tilgang með lífinu!
30. október 2004
27. október 2004
Dagur í lífi talmeinafræðings
02:57 Vakna með kött í auganu
04:13 Vakna með kött í hárinu
06:00 Klukkan hringir! Fer í sturtu sem ég geri annars ALDREI á morgnanna.
06:58 Lestinni seinkar, suck!
07:02 Veiiii! Sé tvö lýsandi augu í myrkrinu, lestin mætt! Reyni að finna sæti og fæ dagblað sætisfélagans í andlitið. Hvað er þetta með andlitið á mér?
07:19 Sjit verð að hlaupa til að ná tengilestinni. Eins gott að vera réttu megin í rúllustiganum og EKKI standa í næstu tröppu á eftir manninum á undan! Alltaf hafa eina tröppu á milli.
07:21 Næ lestinni en fæ ekkert sæti frekar en vanalega í þessari lest. Hjúkket að fólk fer út í Huddinge.
07:51 Strætó bíður og ég spjalla við Elizabeh lækni á leiðinni.
08:02 Stimpla inn
08:15 Fyrsti skjólstæðingurinn mættur. 5 ára pjakkur sem getur ekki fyrir sitt litla líf sagt f eða s!
09:00 Veiiiiii næsti skjólstæðingur afbókar! Get skrifað allar skrýrslurnar frá í gær.
10:00 Eva kemur inn til mín og spyr hvort ég sé búin að gera eitthvað í sambandi við hópinn sem byrjar á mánudaginn. Úps! Hún er ekki heldur búin að gera neitt og við getum staðfest að þetta er ekki í lagi! Verðum að gera eitthvað í þessu. Bara ekki í dag því það er enginn tími.
11:50 Við Eva röltum niður í matsal. Ojbara brúnar baunir og beikon! Best að fá sér bara súpu. Við skiptumst á sögum af klikkuðum foreldrum og skrýtnum börnum. Gott að geta létt á sér.
12:45 Haha ég hringi 3 símtöl á leikskóla. YES get strokað það út af verkefnalistanum. Nei best að KRASSA yfir það!
13:10 Panik!!! Næsti skjólstæðingur kemur eftir 20 mín og ég ekki búin að undirbúa mig! Hann þarf að æfa tákn með tali og það gekk hræðilega síðast! Bíddu hvað ætlaði ég aftur að gera? Já, tákn. Hvaða tákn? Já, tilfinningar. Leita leita leita. Sjit þau eru komin. Hæ hæ bara augnablik... Æ hvernig ætla ég að gera þetta? Já er ekki til leikfangapeningakassi? sjit, hvernig gerir maður aftur tákn fyrir leðurblöku og kónguló? Brýst inn á skrifstofuna hennar Ásu og leita í panikki eftir táknmálsbók. Sjit, klukkan er 13:26..... finn ekki finn ekki finn ekki....
13:35 Næ í Emil og múttu hans. Viti menn! Emil gerir fullt af táknum og finnst gaman að leika búðarleik! Talmeinafræðingurinn finnur upp tákn fyrir leðurblökumanninn og Batman! Gott að mamman kann ekki meira en ég! Emil kaupir fullt af dýrum og flugvélum og bílum og gerir táknin fyrir allt saman eins og herforingi! Gaman að vera talmeinafræðingur!
14:15 æ best að fá sér hálstöflu
15:00 Æ bíddu gleymdi kaffitímanum!
15:30 Næsti! Þessi segir ekki r og s en engar áhyggjur. Hrafnhildur dregur fram töfrabrögð úr hatti sínum og lætur pabbann fá. Koma aftur í mars 2005
16:15 Æ já ég ætlaði í líkamsrækt! Ohhhh en það er sól úti og ég var á fá útborgað. Best að vinna...
16:30 Ætti ég að ljósrita smá fyrir hópastarfið? Ok þá
16:45 Að fara út í fríska loftið og ganga niður í bæ er jafn gott og að fara í sveittan líkamsræktarsal!
16:52 Ahhhhhhhh dagurinn búinn.
17:13 Búin að kaupa einar gallabuxur
17:45 Elska H&M og kaupi 2 peysur. Sjit hvað er dimmt þegar ég kem út! Rosalega dimmir fljótt. Nei heyrðu! Það er RAFMAGNSLAUST!!! Öll verslunargatan í myrkri og allar búðir kolsvartar! Fólk stendur flissandi og gapandi á götunni og afgreiðslufólk í panikki. Verst ku það vera inní Duka!
Nei, nú er best að fara heim í heiðardalinn! Vinir í kvöld og Skrámsi bíður óþolinmóður eftir að setja loppurnar í nefið á mér!
Góða nótt
04:13 Vakna með kött í hárinu
06:00 Klukkan hringir! Fer í sturtu sem ég geri annars ALDREI á morgnanna.
06:58 Lestinni seinkar, suck!
07:02 Veiiii! Sé tvö lýsandi augu í myrkrinu, lestin mætt! Reyni að finna sæti og fæ dagblað sætisfélagans í andlitið. Hvað er þetta með andlitið á mér?
07:19 Sjit verð að hlaupa til að ná tengilestinni. Eins gott að vera réttu megin í rúllustiganum og EKKI standa í næstu tröppu á eftir manninum á undan! Alltaf hafa eina tröppu á milli.
07:21 Næ lestinni en fæ ekkert sæti frekar en vanalega í þessari lest. Hjúkket að fólk fer út í Huddinge.
07:51 Strætó bíður og ég spjalla við Elizabeh lækni á leiðinni.
08:02 Stimpla inn
08:15 Fyrsti skjólstæðingurinn mættur. 5 ára pjakkur sem getur ekki fyrir sitt litla líf sagt f eða s!
09:00 Veiiiiii næsti skjólstæðingur afbókar! Get skrifað allar skrýrslurnar frá í gær.
10:00 Eva kemur inn til mín og spyr hvort ég sé búin að gera eitthvað í sambandi við hópinn sem byrjar á mánudaginn. Úps! Hún er ekki heldur búin að gera neitt og við getum staðfest að þetta er ekki í lagi! Verðum að gera eitthvað í þessu. Bara ekki í dag því það er enginn tími.
11:50 Við Eva röltum niður í matsal. Ojbara brúnar baunir og beikon! Best að fá sér bara súpu. Við skiptumst á sögum af klikkuðum foreldrum og skrýtnum börnum. Gott að geta létt á sér.
12:45 Haha ég hringi 3 símtöl á leikskóla. YES get strokað það út af verkefnalistanum. Nei best að KRASSA yfir það!
13:10 Panik!!! Næsti skjólstæðingur kemur eftir 20 mín og ég ekki búin að undirbúa mig! Hann þarf að æfa tákn með tali og það gekk hræðilega síðast! Bíddu hvað ætlaði ég aftur að gera? Já, tákn. Hvaða tákn? Já, tilfinningar. Leita leita leita. Sjit þau eru komin. Hæ hæ bara augnablik... Æ hvernig ætla ég að gera þetta? Já er ekki til leikfangapeningakassi? sjit, hvernig gerir maður aftur tákn fyrir leðurblöku og kónguló? Brýst inn á skrifstofuna hennar Ásu og leita í panikki eftir táknmálsbók. Sjit, klukkan er 13:26..... finn ekki finn ekki finn ekki....
13:35 Næ í Emil og múttu hans. Viti menn! Emil gerir fullt af táknum og finnst gaman að leika búðarleik! Talmeinafræðingurinn finnur upp tákn fyrir leðurblökumanninn og Batman! Gott að mamman kann ekki meira en ég! Emil kaupir fullt af dýrum og flugvélum og bílum og gerir táknin fyrir allt saman eins og herforingi! Gaman að vera talmeinafræðingur!
14:15 æ best að fá sér hálstöflu
15:00 Æ bíddu gleymdi kaffitímanum!
15:30 Næsti! Þessi segir ekki r og s en engar áhyggjur. Hrafnhildur dregur fram töfrabrögð úr hatti sínum og lætur pabbann fá. Koma aftur í mars 2005
16:15 Æ já ég ætlaði í líkamsrækt! Ohhhh en það er sól úti og ég var á fá útborgað. Best að vinna...
16:30 Ætti ég að ljósrita smá fyrir hópastarfið? Ok þá
16:45 Að fara út í fríska loftið og ganga niður í bæ er jafn gott og að fara í sveittan líkamsræktarsal!
16:52 Ahhhhhhhh dagurinn búinn.
17:13 Búin að kaupa einar gallabuxur
17:45 Elska H&M og kaupi 2 peysur. Sjit hvað er dimmt þegar ég kem út! Rosalega dimmir fljótt. Nei heyrðu! Það er RAFMAGNSLAUST!!! Öll verslunargatan í myrkri og allar búðir kolsvartar! Fólk stendur flissandi og gapandi á götunni og afgreiðslufólk í panikki. Verst ku það vera inní Duka!
Nei, nú er best að fara heim í heiðardalinn! Vinir í kvöld og Skrámsi bíður óþolinmóður eftir að setja loppurnar í nefið á mér!
Góða nótt
23. október 2004
Lengi lifi sá lati
Jæja, klukkan er að verða hálfsjö og Maggi kemur eftir einn og hálfan tíma. Ætti ég þá kannski að fara að klæða mig og kannski bara búa um rúmið? Nei, það tekur því ekki að búa um rúmið en ég gæti klætt mig svona til málamynda... Þetta er búinn að vera yndislegur letidagur. Mesta afrek dagsins var sennilega að vaska upp! Nei, alveg rétt ég fór út með endurvinnslupappa líka. Ju, ég var klædd þá en svo fór ég í sturtu og hef ekki klætt mig síðan, bara legið uppí rúmi og skoðað netið.
Ég er farin að hlakka mikið til um næstu helgi þegar klukkan breytist. Jú, það er VÍST tilhlökkunarefni því maður græðir einn klukkutíma og kannski verður aðeins bjartara þegar ég fer á fætur. Það er svo kolniðamyrkur að ég held alltaf á hverjum morgni að ég hafi stillt klukkuna vitlaust! Í gærmorgun steig ég svoleiðis á Skrámsa að hann æpti upp yfir sig og haltraði í burtu.
Jæja, verð að fara að breyta um stellingu og geyspa dálítið.
Góða nótt
Ég er farin að hlakka mikið til um næstu helgi þegar klukkan breytist. Jú, það er VÍST tilhlökkunarefni því maður græðir einn klukkutíma og kannski verður aðeins bjartara þegar ég fer á fætur. Það er svo kolniðamyrkur að ég held alltaf á hverjum morgni að ég hafi stillt klukkuna vitlaust! Í gærmorgun steig ég svoleiðis á Skrámsa að hann æpti upp yfir sig og haltraði í burtu.
Jæja, verð að fara að breyta um stellingu og geyspa dálítið.
Góða nótt
21. október 2004
Alveg obboðslega frægur...
Ég hlusta alltaf á sama morgunþátt í útvarpinu á leiðinni í vinnuna. Heitir Rix Morron Zoo og það eru 3 þáttarstjórnendur sem taka upp ýmis málefni á gamansaman hátt. Um daginn hafði Titti frétt að unglingslandslið Svía í fótbolta hefði allt saman verið tekið í tollinum heima á Íslandi með "snus" í fórum sínum. Þeir hefðu svo ekki beiðið boðanna þegar á hótelið var komið og hringt í A-landsliðið sem kom daginn eftir og beðið þá um að smygla smá snusi með sér. Sem þeir og gerðu....í nærbuxunum! Þetta fannst þáttarstjórnendunum hið mesta hneiksli og svo upphófst smá umræða um að þetta væri bannað á Íslandi og svo sagði Gert: "Vissuð þið að á Íslandi raðar maður nöfnunum í símaskránni eftir fornafni og ekki eftirnafni?" Þetta finnst nefninlega öllum svo merkilegt.
Nema hvað, ég tók mig til og sendi Gert (einn af stjornendunum) smá tölvupóst í fyrradag um þetta og nefndi svo að mér þætti stórhneiksli að ég hefði 2x lent í því hjá póstinum hérna í Svíþjóð að afgr.konan veit ekki hvar Ísland er!!!!! Svo frétti ég í morgun að þetta hefði verið lesið upp í gærmorgun!!!!!!!! AAAAaaaaaaarrrrrrrrrrrrrrrrgggggggggggg og ég missti af því! Svo týpískt, ég sem byrja að hlusta korter í sjö. Hún sem heyrði þetta sagði að þetta hefði verið akkúrat á þeim tíma svo ég hef réttttttttt misst af þessu. En gaman samt..... og svo týpískt!
Nema hvað, ég tók mig til og sendi Gert (einn af stjornendunum) smá tölvupóst í fyrradag um þetta og nefndi svo að mér þætti stórhneiksli að ég hefði 2x lent í því hjá póstinum hérna í Svíþjóð að afgr.konan veit ekki hvar Ísland er!!!!! Svo frétti ég í morgun að þetta hefði verið lesið upp í gærmorgun!!!!!!!! AAAAaaaaaaarrrrrrrrrrrrrrrrgggggggggggg og ég missti af því! Svo týpískt, ég sem byrja að hlusta korter í sjö. Hún sem heyrði þetta sagði að þetta hefði verið akkúrat á þeim tíma svo ég hef réttttttttt misst af þessu. En gaman samt..... og svo týpískt!
19. október 2004
Er ekki RISA súkkulaðimuffins það besta í heimi!
Sófarnir komu í dag! VEiiiiiii! Auðvitað ekki án mistaka; það vantar fæturna undir annan þeirra. Nú stendur hann á fótum gamla sófans og er þ.a.l. mikið mikið hærri en hinn. Maður getur sveiflað fótunum! Dáltið fyndið. Mér sýnist nú að þetta passi vel og er voða gott að sitja í þeim. Ætla að prófa að leggja mig á eftir.
Á morgun er ég búin að bóka á mig stanslaust milli 8.30 og 12!! Held ég sé ekki í lagi; hvenær ætla ég að skrifa skýrslurnar?
Sófarnir komu í dag! VEiiiiiii! Auðvitað ekki án mistaka; það vantar fæturna undir annan þeirra. Nú stendur hann á fótum gamla sófans og er þ.a.l. mikið mikið hærri en hinn. Maður getur sveiflað fótunum! Dáltið fyndið. Mér sýnist nú að þetta passi vel og er voða gott að sitja í þeim. Ætla að prófa að leggja mig á eftir.
Á morgun er ég búin að bóka á mig stanslaust milli 8.30 og 12!! Held ég sé ekki í lagi; hvenær ætla ég að skrifa skýrslurnar?
17. október 2004
Heimþrá
Fór í messu í dag. Maggi var að spila í íslenskri messu í finnsku kirkjunni (!). Það var frekar lélega mætt en voða notalegt. M.a.s. sungið B I B L Í A!!!! Mér fannst þetta svo notalegt að ég fékk smá heimþrá! Langaði að búa heima og bara vera á Íslandi....
Fórum svo á kaffihús nokkur og það var gaman. Við Maggi kynntumst ísl. hjónum sem við ætlum að vera í sambandi við. Hann er auðvitað læknir og hún kennari. Reyndar ætlar hún að sækja um í talm.fr næsta ár svo hún þurfti mikið að spurja um það auðvitað. Ég hafði nú ekkert nema gott að segja.
Best að fara að lesa góða bók.
Fórum svo á kaffihús nokkur og það var gaman. Við Maggi kynntumst ísl. hjónum sem við ætlum að vera í sambandi við. Hann er auðvitað læknir og hún kennari. Reyndar ætlar hún að sækja um í talm.fr næsta ár svo hún þurfti mikið að spurja um það auðvitað. Ég hafði nú ekkert nema gott að segja.
Best að fara að lesa góða bók.
16. október 2004
Stemning
Drakk glögg í dag! Og það er bara október:) Okkur Fridu fannst vera þannig stemning, þannig veður svo hvers vegna ekki? Og svo borðuðum við pistasíuhnetur með,mmmmm.
Skrapp í dótabúð í dag (hafði ástæðu til) en mikið rosalega er til mikið af rugli handa börnum! Ég fann ekkert svona þroskandi og almennilegt! Fór svo í svona "hagkaupsbúð" og þar fann ég heilmikið sem mig sjálfa langaði í. Dót altsvo! Ég er t.d. alveg veik fyrir böngsum og öllu svoleiðis. Fann risa hund sem var svooooooo mjúkur og góður. Alveg tilvalinn til að leggja sig á! Oooo og allar litabækurnar maður... ég verð alveg veik.
Jæja, best að fara að elda fyrir minn ekta maka.
Tjolahej!
Skrapp í dótabúð í dag (hafði ástæðu til) en mikið rosalega er til mikið af rugli handa börnum! Ég fann ekkert svona þroskandi og almennilegt! Fór svo í svona "hagkaupsbúð" og þar fann ég heilmikið sem mig sjálfa langaði í. Dót altsvo! Ég er t.d. alveg veik fyrir böngsum og öllu svoleiðis. Fann risa hund sem var svooooooo mjúkur og góður. Alveg tilvalinn til að leggja sig á! Oooo og allar litabækurnar maður... ég verð alveg veik.
Jæja, best að fara að elda fyrir minn ekta maka.
Tjolahej!
13. október 2004
Rugl
Leikurinn er auðvitað í kvöld!!!!
Fékk yndislegt kort áðan með póstinum. Frá Idu systur Önnu J og Evu sem ég vinn með. Þekki hana lítillega gegnum Önnu. Þar stendur: "Hæ Hrafnhildur! Ég vorkenni þér sem hefur svona langt að fara í vinnuna. Þú átt alla mína samúð. Það að margir Stokkhólmsbúar hafa líka langt að fara breytir engur- allt lengra en 5 mín á hjóli er langt. Þú ert dugleg. Heja heja! Knús frá Idu". Á vi síðunni eru svo kveðjur frá 3 nágrönnum hennar þeim Jóhönnu, Mariu og Martin. Þau hugsa til mín og finna til með mér.
HHAHAHAHAHAHAHAHA ég hló svo mikið þegar ég las þetta! Verð að hengja þetta upp í vinnunni, eða nota sem bókamerki þegar ég er í lestinni svo ég geti lesið þetta oft! Meira svona!
Jæja, heja Ísland eftir klukkutíma (plús mínus nokkrir sokkar)
Fékk yndislegt kort áðan með póstinum. Frá Idu systur Önnu J og Evu sem ég vinn með. Þekki hana lítillega gegnum Önnu. Þar stendur: "Hæ Hrafnhildur! Ég vorkenni þér sem hefur svona langt að fara í vinnuna. Þú átt alla mína samúð. Það að margir Stokkhólmsbúar hafa líka langt að fara breytir engur- allt lengra en 5 mín á hjóli er langt. Þú ert dugleg. Heja heja! Knús frá Idu". Á vi síðunni eru svo kveðjur frá 3 nágrönnum hennar þeim Jóhönnu, Mariu og Martin. Þau hugsa til mín og finna til með mér.
HHAHAHAHAHAHAHAHA ég hló svo mikið þegar ég las þetta! Verð að hengja þetta upp í vinnunni, eða nota sem bókamerki þegar ég er í lestinni svo ég geti lesið þetta oft! Meira svona!
Jæja, heja Ísland eftir klukkutíma (plús mínus nokkrir sokkar)
12. október 2004
Ísland-Svíþjóð
Eftir korter er FÓTBOLTAleikur sem HRAFNHILDUR ætlar að stilla inná!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Það þarf eiginlega fleiri upphrópunarmerki en þetta. Ég er ekki að segja að ég ætli að HORFA á leikinn, bara hafa á þeirri stöð og svo gera það sem ég vil. Bara svo það sé á hreinu.
Ég er sátt við athugasemdirnar varðandi niðurtalningu daga. Sálfræðilegt er svarið. Og jólin koma alltaf eftir X-3 daga Tinna! Þetta ætla ég svo sannarlega að taka upp:) Gleðileg jól!
Ég er sátt við athugasemdirnar varðandi niðurtalningu daga. Sálfræðilegt er svarið. Og jólin koma alltaf eftir X-3 daga Tinna! Þetta ætla ég svo sannarlega að taka upp:) Gleðileg jól!
10. október 2004
Hver kann að telja....
Ok. Segjum að það sé mánudagur. Hvað eru þá margir dagar þangað til á fimmtudag? Tveir ekki satt? Eða eru það þrír? Og hvernig rökstyðjið þið hvoru tveggja? Smá svona disskussjón hjá okkur hjónum.
Og segjum að maður leggi af stað kl. 06:45 frá Haninge og komi til Sötertälje kl. 08:02, hvað eru það margir klukkutímar á viku??
Og ef bara tveir mæta í Yoga og leiðbeinandinn þarf að kíkja á svindlmiða, hvað mæta þá margir næst?
Og segjum að maður leggi af stað kl. 06:45 frá Haninge og komi til Sötertälje kl. 08:02, hvað eru það margir klukkutímar á viku??
Og ef bara tveir mæta í Yoga og leiðbeinandinn þarf að kíkja á svindlmiða, hvað mæta þá margir næst?
9. október 2004
Vetur
Veturinn er kominn! Þegar það er sól og samtímis skítkalt þá er opinberlega kominn vetur! Brrrrrrrrr
Hjálpaði manninum mínum með flettingar og takkaýtingar í morgun. Hann var með sína fyrstu tónleika í kirkjunni. Gekk rosa vel og ég gerði enga vitleysu heldur:) Fór svo niður í bæ, þeas alvöru miðbæ Stokkhólms. Það var svo viðbjóðslega mikið af fólki að það var erfitt að komast áfram. Og ekkert spes að gerast, bara laugardagur í miðbænum. Úff fæ ónotatilfinningu af svona miklu fólki alltaf. Held fast í töskuna og passa mig að horfa ekki í augun á neinum, mér gæti verið stolið!!! Ég var aldrei þessu vant ekkert að versla mér neitt, bara hitta Önnu og Kajsu á kaffihúsi. Ætla að bíða með fleiri fatakaup þar til næstu útborgun, er hún annars ekki fljótlega?
Í dag var orienteringskeppni hérna í Haninge. Það þýðir með öðrum orðum að fólk hleypur um í skóginum og þykist vera tínt! (eða er það týnt kannski?). Maður er í liðum og svo á maður að "átta sig" (=orientering) og rata heim giska ég á! Fullorðið fólk! Híhíhíh og allir með bakpoka og skíðastafi og húfu með dúski. Það var giskað á það í blaðinu að um 10000 manns yrðu á svæðinu. Þjóðaríþrótt. Og svona bæðövei þá er skjaldamerki Haninge með mynd af hana á! Er það nú abbabbabb
Og HANA nú
Að lokum vísdómur frá Pooh: "Det är roligare att prata med någon som inte använder långa, svåra ord, utan hellre korta, lätta ord som "Vill du ha lite mat?" eða "það er skemmtilegra að tala við einhvern sem notar ekki löng, erfið orð, heldur frekar auðveld orð eins og "viltu smá mat?"
Hjálpaði manninum mínum með flettingar og takkaýtingar í morgun. Hann var með sína fyrstu tónleika í kirkjunni. Gekk rosa vel og ég gerði enga vitleysu heldur:) Fór svo niður í bæ, þeas alvöru miðbæ Stokkhólms. Það var svo viðbjóðslega mikið af fólki að það var erfitt að komast áfram. Og ekkert spes að gerast, bara laugardagur í miðbænum. Úff fæ ónotatilfinningu af svona miklu fólki alltaf. Held fast í töskuna og passa mig að horfa ekki í augun á neinum, mér gæti verið stolið!!! Ég var aldrei þessu vant ekkert að versla mér neitt, bara hitta Önnu og Kajsu á kaffihúsi. Ætla að bíða með fleiri fatakaup þar til næstu útborgun, er hún annars ekki fljótlega?
Í dag var orienteringskeppni hérna í Haninge. Það þýðir með öðrum orðum að fólk hleypur um í skóginum og þykist vera tínt! (eða er það týnt kannski?). Maður er í liðum og svo á maður að "átta sig" (=orientering) og rata heim giska ég á! Fullorðið fólk! Híhíhíh og allir með bakpoka og skíðastafi og húfu með dúski. Það var giskað á það í blaðinu að um 10000 manns yrðu á svæðinu. Þjóðaríþrótt. Og svona bæðövei þá er skjaldamerki Haninge með mynd af hana á! Er það nú abbabbabb
Og HANA nú
Að lokum vísdómur frá Pooh: "Det är roligare att prata med någon som inte använder långa, svåra ord, utan hellre korta, lätta ord som "Vill du ha lite mat?" eða "það er skemmtilegra að tala við einhvern sem notar ekki löng, erfið orð, heldur frekar auðveld orð eins og "viltu smá mat?"
5. október 2004
Eruð þið búin að prófa að segja "púff"? Hvað gerðist?
Nú vill þingmaðurinn Gudrun Schyman leggja skatt á alla karlmenn í Svíþjóð. Já, og fyrir hvað? Jú, fyrir hvað þeir eru hættulegir og kosta samfélagið mikið með öllum nauðgunum og barsmíðum á konum! Hvað á maður að segja? Er þetta virkilega nauðsynlegt? Ég hef reyndar aldrei á ævinni heyrt jafn mikið af ofbeldis- og nauðganafréttum eins og núna eftir að ég flutti í höfuðborgina. Það nýjasta er nauðgun á 12 ára stelpu. Í lestinni í dag kom tilkynning um að vegna hótanna og ofbeldis sem lestarstjórarnir verða fyrir mundu bara 2 fyrstu vagnarnir halda áfram. Og á skyltunum á lestarstöðinni stóð að lestin væri sein því lögreglan væri að handtaka einhvern. En er þá rétt að leggja skatt á Magga því aðrir karlmenn láta illa? Mér finnst þetta frekar hæpið. Er ekki hægt að leggja meiri peninga frekar í að mennta fólk og endurmennta, ásamt meðferðarheimilum og ráðgjöfum.
Lenti í því í vinnunni í dag að barnið sem ég var að skoða lét svo illa að ég þurfti að hætta og biðja mömmuna að fara og hringja í mig seinna! Krakkinn sem var 3ja ára henti öllu dótinu út um allt gólf, öskraði og sparkaði í hurðina og skápana, lamdi á lyklaborðið á tölvunni minni og bara var með hávaða!!! Það var ekki hægt að tala saman svo við urðum að hætta. Þvílík og anna sveins. Enda var mamman með áhyggjur af hegðuninni, skiljanlega. Hún sagði að þetta væri ekkert miðað við stundum! Vonandi eignast maður ekki svona krakka! Þetta var bara athyglissýki held ég, ásamt því að vera ekki almennilega alið upp. Maður verður að setja börnum mörk, draga línu og standa við það. Nei þýðir nei og ekki stundum já! En kannski var hann ekki alveg frískur, mann grunar stundum ofvirkni í svona tilfellum.
Best að fara að huga að bólinu sínu. Gute Nacht
Nú vill þingmaðurinn Gudrun Schyman leggja skatt á alla karlmenn í Svíþjóð. Já, og fyrir hvað? Jú, fyrir hvað þeir eru hættulegir og kosta samfélagið mikið með öllum nauðgunum og barsmíðum á konum! Hvað á maður að segja? Er þetta virkilega nauðsynlegt? Ég hef reyndar aldrei á ævinni heyrt jafn mikið af ofbeldis- og nauðganafréttum eins og núna eftir að ég flutti í höfuðborgina. Það nýjasta er nauðgun á 12 ára stelpu. Í lestinni í dag kom tilkynning um að vegna hótanna og ofbeldis sem lestarstjórarnir verða fyrir mundu bara 2 fyrstu vagnarnir halda áfram. Og á skyltunum á lestarstöðinni stóð að lestin væri sein því lögreglan væri að handtaka einhvern. En er þá rétt að leggja skatt á Magga því aðrir karlmenn láta illa? Mér finnst þetta frekar hæpið. Er ekki hægt að leggja meiri peninga frekar í að mennta fólk og endurmennta, ásamt meðferðarheimilum og ráðgjöfum.
Lenti í því í vinnunni í dag að barnið sem ég var að skoða lét svo illa að ég þurfti að hætta og biðja mömmuna að fara og hringja í mig seinna! Krakkinn sem var 3ja ára henti öllu dótinu út um allt gólf, öskraði og sparkaði í hurðina og skápana, lamdi á lyklaborðið á tölvunni minni og bara var með hávaða!!! Það var ekki hægt að tala saman svo við urðum að hætta. Þvílík og anna sveins. Enda var mamman með áhyggjur af hegðuninni, skiljanlega. Hún sagði að þetta væri ekkert miðað við stundum! Vonandi eignast maður ekki svona krakka! Þetta var bara athyglissýki held ég, ásamt því að vera ekki almennilega alið upp. Maður verður að setja börnum mörk, draga línu og standa við það. Nei þýðir nei og ekki stundum já! En kannski var hann ekki alveg frískur, mann grunar stundum ofvirkni í svona tilfellum.
Best að fara að huga að bólinu sínu. Gute Nacht
4. október 2004
Púff
Í Expressen í dag er skrifað um söfnuð sem kallar sig Miðja raunveruleikans eða "Verklighetens Center". Þau vilja dreifa jákvæðum hugsunum um heimin eða hinum jákvæða vírus svo allir verði glaðir og ánægðir. Allt gott og blessað með þetta. Nema hvað að þau eru með lausn á þunglyndi og einelti og öllu vondu. Maður safnar bara öllum neikvæðu hugsununum í ský fyrir ofan höfuðið. Svo segir maður bara: "Púff!" Og þá hverfur allt!! Ef maður gerir þetta ekki safnast skýin fyrir og það verða stríð og svona. Þá vitiði það. Bara segja púff, þá lagast allt.
Á morgun ætlar Maggi að keyra mig í vinnuna! Er með vinnubíl sem hann þarf að skila. Þýðir kannski að ég get sofið korteri lengur! Veiiiiiiii!!!
Bless!!!
Á morgun ætlar Maggi að keyra mig í vinnuna! Er með vinnubíl sem hann þarf að skila. Þýðir kannski að ég get sofið korteri lengur! Veiiiiiiii!!!
Bless!!!
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)