30. september 2004

Alltaf á sig blómum bætt...

Og er Tryggvi frændi hér með boðinn velkominn í frændgarðinn! Til hamingju með það.

Átti annars frekar erfiðan dag í vinnunni. Maður á víst svoleiðis inn á milli. Vaknaði með hausverk sem er ekki enn farinn. Það hafði veruleg áhrif á starfshæfni mína og ég var frekar afkastalítil. Mátti samt ekki við því, því ég var með fullbókað í dag. Þar á meðal tvö mjög erfið case sem ég veit ekki alveg hvernig á að snúa sér í. Ákvað að fara bara snemma heim og nota minn mottó: "á morgun!".

Ligg núna uppí sófa og ét nammi (það má þegar maður er með hausverk) og er að reyna að ákveða hvort ég á yfir höfuð að vera að standa upp og ganga frá í eldhúsinu eða bara glápa á imbann. Ákveð það á morgun!

29. september 2004

Myndir

Búin að panta miða heim um jólin. Komum 22. og förum 28. Sem sagt verður áramótunum eytt hér. Spennó.
Ég byrjaði að hlaða niður myndum svo svitinn lak af mér. Svo var allt í einu plássið búið!!! Það eru nokkrar myndir undir brúðkaup og nokkrar undir gæsun. Er einhver með tips um síðu sem maður getur hlaðið inn ókeypis á? Eða hvernig á maður að gera þetta? Torfi!!! Hjálp!!

Ég byrjaði í líkamsrækt í dag:) Dugleg stelpa. Fór í tækjasalinn í vinunni. Hann er fínn en búningsaðstaðan ömurleg. Ein sturta inní illalyktandi herbergi og karlar og konur á sama svæði. En þetta er nú ókeypis svo ég ætla að reyna þetta í smá stund. Það var allavega voða gott að hreyfa sig og ég fann hvað axlirnar eru illa á sig komnar. Gott að fá smá blóðstreymi þar. Svo kom sjúkraþjálfarinn sem lét mig hafa prógrammið og sá mig og þá fannst mér ég voða dugleg. Að ég hefði mætt sko!

Jæja, það fer að koma háttatími fyrir letingjann mig. Zzzzzzzz klukkan er að verða níu! Uss uss uss best að fara að bursta, komið jæja!
Hejdå

27. september 2004

Afmælisgjöf!

Haldið'ekki að maður hafi fengið litla frænku í afmælisgjöf!!!! Víííííííí...... gaman. Ég sagði þetta alltaf, enda er þetta góður dagur. Elsku Guðrún Erna; til hamingju með prinsessuna! Og auðvitað Lára og Steini og bara öll familían! Fyrsta barnabarnið sem ungar út!

Er byrjuð að setja inn myndir undir "brúðkaup" og það á eftir að taka smá tíma en ég er allavega byrjuð! More to come!

Hitti sætustu stelpu ever áðan, 4ra ára með skærblá augu og hvítt krullað hár! Við spiluðum lotto með Einari Áskeli og hún var svo skemmtileg! Svona er að vera talmeinafræðingur híhíhí. Bara að leika sér i vinnunni hugsa allir þá! JÁ segi ég! Og hef gaman af! Og fæ líka borgað fyrir það, HAHA.

25. september 2004

Munur

Hugsa sér. Maggi er búin að tengja ADSL svo nú komumst við með eldhraða á netið. Þetta þýðir góðir lesendur að það fara að koma nýjar myndir fljótlega!! VEiiiiiiiii hugsið þið þá!

Ég verð að lýsa yfir vonbrigðum. Tinna frænka útlýsir blogg vikunar vikulega (augljóslega) og ég bíð spennt í hverri viku. Nú veit ég að hún les bloggið mitt því hún skrifar stundum komment. En nei, aldrei er ég útnefnd. Og þessa vikuna var ekkert blogg vikunnar því hún fann ekkert sem var nógu gott!!!!! Ég er sár, mjööööög sár.

Í dag settum við upp 4 gardínur og 2 myndir. Stórmunur. Ég ryksugaði m.a.s.!!! Það er sko stórmunur!!! Held að ég verði bara að liggja uppí sófa í allt kvöld eftir þessi átök. Já og ekki má gleyma að ég eignaðist nýjan hnakk í dag líka!!! Get núna hjólað sitjandi, ég legg ekki meira á ykkur. Stórmunur.

Veit einhver hvort er hægt að kaupa video með Ormstungu? Þið vitið Benedikt og Halldóra... það er svooooo fyndið. "Knörr.... knerrir....knarrirr.....irir..."

Góða helgi.

22. september 2004

Haha

Kannski þykir það ekki merkilegt í margra augum, en ég fann út úr því alveg sjálf hvernig ég gæti notað íslenska stafi í vinnunni. Haha!

Langur dagur framundan því ég mætti klst "of seint". Ætlaði reyndar að mæta hálftíma of seint en lestarna vildu mér annað. Grrrrrrrrr...... Best að fara að vinna!

19. september 2004

Enda sló mér niður! Maður á aldrei að fara í vinnuna á föstudegi ef maður hefur verið heima á fimmtudegi! það er lærdómurinn sem maður dregur af þessu. Og nýja mottóið mitt er "á morgun" (segir sá lati)! Stend sjálfa mig að því að segja þetta um það bil 7 sinnum á dag. Veit ekki hvort ég hef alltaf verið svona löt, en nú er þetta allavega komið út! Kannski ástæðan sé að ég er þreytt eftir vinnuna, en ég ætla samt að segja þetta með stolti: ég er löt!!!

Byrjaði t.d. áðan að setja brúðkaupsmyndir í albúm. Þær eru ekki nema um 200 svo þetta er ekkert mál. Svo eftir 3 bls af þvílíku skipulagi og lími og klippi þá hætti ég bara. "Nennti" ekki lengur! Á morgun segir sá lati. Og ekki sé ég neinn hnakk á hjólinu mínu þó honum hafi verið stolið fyrir meira en viku! Og tómu pappakassarnir á ganginum liggja þar þangað til á morgun. Gott á þá.

17. september 2004

Uff

Nu er eg a stiginu "thad bara rennur og rennur". Mann langar helst ad troda tissjui upp i nef en getur helst ekki gengid thannig um i vinnunni. Allav. ekki tekid a moti skjolstaedingum! En nu er eg buin ad loka ad mer svo enginn ser mig nema rykrotturnar og mögulega fuglinn fljugandi.

Dagurinn buinn ad vera mjög rolegur og eg er buin ad eyda eftirmiddeginum i ad lita og ljosrita. Ja lita sagdi eg! Stundum faer madur ad gera svoleidis skemmtilegt sem talm.fraedingur. Öllum finnst thad ekki jafn skemmtilegt og mer svo eg tek thad gjarnan ad mer. Er lika buin ad panta fleir liti thvi urvalid herna er fyrir nedan mina virdingu...

Held eg se buin ad komast ad theirri nidurstödu ad thvi eina sem var stolid thegar geymslan okkar var raend var föndurdotid mitt, t.e.a.s. öll malningin min og litirnir. Ferlega skitt! Aetli se haegt ad selja svona fyrir mikinn pening? Eda kannski er haegt ad sniffa föndurmalningu, ekki veit eg.

Ekki enn komin med hnakk a hjolid en vonandi um helgina, thetta gengur ekki. Best ad ganga i thad mal. Hananu. Goda helgi og lifid heil. Ekki na ykkur i kvefid sem eg er med

14. september 2004

Vinna

Er i vinnunni og klukkan ad nalgast fimm. For snemma a föstud. og er thess vegna ad vinna upp sma minus. Alveg eins gott ad gera thad nuna eins og seinna. Aetla svo beint til Fridu thvi Maggi er hvort ed er ekki heima i kvöld.

Enn enginn hnakkur! Hjoludum i husgagnabud i gaer og thad var ansi erfitt eda rettara sagt leidinlegt. Svo threytandi ad standa svona allan timann! Verd ad finna hjolabud fljotlega. Annars vorum vid ekkert sma kraef og pöntudum baedi bordstofubord + 6 stola og sofasett med 3ja og 2ja saeta! Meine Gute. Bordid og stolarnir (Oden og Balder) koma eftir helgi en sofarnir ekki fyrr en e. 6 vikur. Madur ma eins og fyrr daginn skoda ef madur vill a www.mio.se

A morgun kemur 3ja ara stelpa sem stamar til min. Er buin ad eyda sidasta klukkut i ad lesa um stam. Best ad reyna bara ad sja hvad setur, kannski er thetta ekki neitt. Stam er samt vidkvaemt ad dila vid svo best ad vera vel lesinn. Annars gengur vel hja mer og eg leik talm.fr. daginn ut og inn. Hefur verid mjög mikid ad gera en verdur minna a morgun. Tha hef eg tima til ad lesa sma og svona.

Best ad fara ad na straeto. Kaer kvedja til allra ur thrumuvedrinu.

9. september 2004

Stolinn hnakkur

Þá er ég búin að vinna í rúma viku. Gengur vel þó að tveir fyrstu skjólstæðingarnir hafi ekki mætt í gær. Hélt kannski að ég hefði verið plötuð til að láta mig HALDA að ég væri að fara að vinna sem talm.fræðingur en fengi svo ekkert að gera... eða þannig. Mér finnst ég búin að gera rosa mikið þó ég sé bara búin að hitta 3 börn (því eitt mætti ekki heldur í dag). Hringja á leikskóla, gefa foreldrum ráð, skrifa skýrslur og halda öllum pappírum í röð og reglu... rosa vinnandi kona sko.
Í gær hélt ég að ég mundi rata í matsalinn sjálf. Gerði það reyndar en svo þegar ég ætlaði til baka lenti ég á öllum öðrum deildum en barnadeildinni. Samt telst þetta lítið sjúkrahús. Í dag vann ég í heilar 15 mín yfir og rölti svo niður í miðbæ Södertälje (þar sem ég vinn) til að skoða mig um. Maggi er nefninlega með sína fyrstu kóræfingu í kvöld svo ég vissi að ekkert nema pappakassar og drasl biði mín heima. Miðbærinn er svona eins og Laugarvegurinn og ég fór og keypti bókina sem við töluðum um Anna Dögg: Svo fögur bein. Hún er faktískt eftir sænskan höfund! Ég vissi það ekki. Er nr. 5 á toppsölulistunum hérna og heitir "Flickan från ovan" á sænsku. Hlakka til að fara að lesa hana. Er reyndar að klára Flateygjargátuna núna. Alveg ágætis lesning og auðlesin. Dáltið spennó núna.

Svo þegar ég kom á lestarstöðina voru svakalegar seinkanir og vesen og eftir að hafa verið einn og hálfan tíma á leið heim kom ég að hjólinu mínu án hnakks! Búið að stela hnakknum af hjólinu!!! Engu öðru. TIL HVERS? Ég hjólaði nú samt heim standandi. Hef ekki hugmynd um hvar maður kaupri hnakk í þessum bæ sem ég bý í.... ohhhhh vesen.

Vikan hefur liðið hratt og um helgina ætla ég að hitta Önnu Å og Johan sem komu í brúðkaupið. Þau eru í kórferð í Stokkhólmi. Maggi verður í æfingarbúðum með Mikaelikórnum sem hann komst inn í. Hann er svo bestur hann Maggi. á að syngja 1. bassa!! Ætli ég reyni ekki að koma íbúðinni í betra ástand líka. Svo manni fari að líða eins og heima hérna.

Best að fara að horfa á danskan sakamálþátt og svo í rúmið ekki seinna en tíu!
Þakka áheyrnina
Þá er ég búin að vinna í rúma viku. Gengur vel þó að tveir fyrstu skjólstæðingarnir hafi ekki mætt í gær. Hélt kannski að ég hefði verið plötuð til að láta mig HALDA að ég væri að fara að vinna sem talm.fræðingur en fengi svo ekkert að gera... eða þannig. Mér finnst ég búin að gera rosa mikið þó ég sé bara búin að hitta 3 börn (því eitt mætti ekki heldur í dag). Hringja á leikskóla, gefa foreldrum ráð, skrifa skýrslur og halda öllum pappírum í röð og reglu... rosa vinnandi kona sko.
Í gær hélt ég að ég mundi rata í matsalinn sjálf. Gerði það reyndar en svo þegar ég ætlaði til baka lenti ég á öllum öðrum deildum en barnadeildinni. Samt telst þetta lítið sjúkrahús. Í dag vann ég í heilar 15 mín yfir og rölti svo niður í miðbæ Södertälje (þar sem ég vinn) til að skoða mig um. Maggi er nefninlega með sína fyrstu kóræfingu í kvöld svo ég vissi að ekkert nema pappakassar og drasl biði mín heima. Miðbærinn er svona eins og Laugarvegurinn og ég fór og keypti bókina sem við töluðum um Anna Dögg: Svo fögur bein. Hún er faktískt eftir sænskan höfund! Ég vissi það ekki. Er nr. 5 á toppsölulistunum hérna og heitir "Flickan från ovan" á sænsku. Hlakka til að fara að lesa hana. Er reyndar að klára Flateygjargátuna núna. Alveg ágætis lesning og auðlesin. Dáltið spennó núna.

Svo þegar ég kom á lestarstöðina voru svakalegar seinkanir og vesen og eftir að hafa verið einn og hálfan tíma á leið heim kom ég að hjólinu mínu án hnakks! Búið að stela hnakknum af hjólinu!!! Engu öðru. TIL HVERS? Ég hjólaði nú samt heim standandi. Hef ekki hugmynd um hvar maður kaupri hnakk í þessum bæ sem ég bý í.... ohhhhh vesen.

Vikan hefur liðið hratt og um helgina ætla ég að hitta Önnu Å og Johan sem komu í brúðkaupið. Þau eru í kórferð í Stokkhólmi. Maggi verður í æfingarbúðum með Mikaelikórnum sem hann komst inn í. Hann er svo bestur hann Maggi. á að syngja 1. bassa!! Ætli ég reyni ekki að koma íbúðinni í betra ástand líka. Svo manni fari að líða eins og heima hérna.

Best að fara að horfa á danskan sakamálþátt og svo í rúmið ekki seinna en tíu!
Þakka áheyrnina

5. september 2004

Myndir

af okkur á ljósmyndarinn.is undir "brúðkaup"!!

Fórum í IKEA í dag og vorum í tæpa 3 tíma.... segi ekki meir. Keyptum þónokkuð af húsgögnum en ekki sófa eða borðstofuborð. Svo er bara vinnuvika framundan! Góða nótt

2. september 2004

Vinnandi kona

Jamm, búin að vinna í tvo daga! Reyndar frekar rólegt og ég hef ekki enn fengið að prófa mig á að komast heim úr vinnunni því í gær var garðpartý hjá einum af lækninum í allt öðrum bæjarhluta og í dag fór ég á fund á Huddinge-sjúkrahúsið og hitti aðra barnatalmeinafr. Áhugavert mjög. Það hefur gengið vel að komast á lappir enda vakna ég þúsund sinnum til að gá hvað klukkan er.... um miðjar nætur! Týpískt ég, þegar ég þarf að vakna snemma. Ég vakna sem sagt kl. 06:10 og fer út úr húsi korter í sjö og er komin í vinnuna akkúrat átta. Rosa spennandi ferðalag með lykt af brenndu gúmmíi (lestin), pissufýlu (á göngum lestarstöðvarinnar), sofandi fólki og fólki með nefið ofaní bókum og blöðum og unglingum að rífast á mismunandi tungumálum. Mér líður eins og alvöru stórborgarkonu. Vantar bara kúlt veski (lossna við bakpokann þegar ég er búin að bera allar bækurnar og möppurnar með glósum í) og háhælaða skó.... alveg ég sko!

Helgin verður IKEA-helgi og vonandi getum við keypt borðstofusett, sófa og sófaborð.... ekki allt í IKEA auðvitað en þar er nú margt að skoða bara. Sófa og borðstofusett erum við búin að sjá í búð sem heitir Mio og það er hægt að skoða síðurnar þeirra (www.mio.se) Við féllum fyrir borðstofuborðinu Odin og sófanum Monza!!! Odin hefur nú reynst mér happadrjúgur áður en brúðarkjóllinn minn hét einmitt Odin!!!

Idol byrjaði í kvöld í fyrsta skipti í Svíþjóð. Alveg er þetta prógramm nákvæmlega sama formúla og heima og í USA! Sömu leiðindarkynnarnir með aulahúmor og sömu atriðin endurtekin með bara öðru fólki! En ég horfi nú samt.... allavega í kvöld.

Heyrumst fljótlega:)