31. ágúst 2004

Flutningar

Ja, nu er sko ymislegt buid ad gerast sidan sidast! Madur er bara fluttur ur einu landshorninu i annad og veit ekki hvad snyr upp eda nidur. Vid fluttum sem sagt a laugardaginn. Thad skotgekk ad koma dotinu i bilinn sem vid leigdum enda voru 5 filelfdir karmenn a svaedinu. Eg held eg hafi borid nokkra poka i mesta lagi og haldid lyftuhurdinni svona til malamynda. Svo var bara brunad af stad nordur og austur. Skramur var i burinu sinu og vaeldi og vaeldi og syndi okkur upp i sig! Ja, hann gapti voda skringilega og andadi rosa hratt, frekar ohuggulegt. Eg tok hann ut og eftir um klukkutima var hann ordinn eins og i sjokki. Bara la og stardi fram fyrir sig. Greyid kisse. Svo villtumst vid natturlega dalitid herna inni Haninge en Frida og Anna J. stodu og bidu fyrir utan nyja husid okkar. Thaer voru sem sagt maettar til ad bera. Mer leist nu ekkert a ad vid vaerum ekki med fleiri filelfda en viti menn! Allir nagrannarnir voru med utiveislu akkurat fyrir framan nefid a okkur og karlmennirnir gatu audvitad ekki latid svona taekifaeri fram hja ser fara. Urdu audvitad ad syna krafta sina og svoleidis ruddust i thad ad bera sofann og rumid og eg veit ekki hvad og hvad. Lyftan er PINU litil og fer a 0.0001 cm hrada. Thad var nu samt trodid i hana svo miklu ad hun vard ofhladin og allt for ad pipa!! Einn nagranninn sem var mest i glasi kom svo upp med eitt loftljosid sitt og priladi upp a stol og stakk i samband. Ja, i Svithjod eru loftljos eitthvad sem madur gengur ekki ad nema a badi og i eldhusi. Svo thad var allt i myrkri audvitad. Thessi nagranni datt svo i stiganum og er med risa glodurauga eftir atök kvöldsins!!! Finasti kall. Slökkvulidsmadur!

Ja, mikil lukka ad vid skulum hafa verid i frii fram til a morgun thvi annars veit ekki ekki hvernig thetta hefdi farid. Thad er threytandi ad flytja get eg sagt ykkur! Herregud! Madur veit ekki hvar madur a ad byrja og bara kassar og pokar ut um allt. Sofinn a hvolfi og bokahyllurnar larettar. Og leidinlegast af öllu er ad pakka upp eldhusinu! Ojbaraullabjakk.

En nu er ibudin i agaetis standi og vid buin ad koma sma lagi a thetta allt saman. Nu vantar bara nyjan sofa, sofabord og bordstofubord, nokkur loftljos og setja upp allar myndir og spegla og svona. IKEA here we come...

Eg kvidi nu pinu fyrir ad vakna kl. 06 i fyrramalid og fara i vinnuna! Uff held madur verdi eitthvad threittur. En spennandi samt ad sja hvad bidur min. Vid erum buin ad vera ad reyna ad finna ut stystu leidinda a lestarstödina og held vid höfum hitt naglann a hausinn adann thegar vid hjoludum thangad a 5 minutum. Tekur sennilega um 10-15 ad ganga. Hins vegar höfum vid verid ad ganga hingad i verslunarmidstödina (sit reyndar a bokasafninu en thad er i sama husi) a 20 min og thad er pinu laaaaangt fyrir Hrafnhildar.

Magga skellti ser ut ad skokka i morgun! Gott hja honum, hann er alltaf svo duglegur ad hreyfa sig. Eg verd ad ath. med likamsraektarkort hid snarasta! Gott thegar verdur komin rutina og regla a lifid. Skramur virdist vera buinn ad saetta sig vid breyttar adstaedur, kominn undan dynunni sem hann faldi sig undir fyrsta daginn og farinn ad eltast vid dotid sitt. Kannski faer hann ad kynnast köttunum a 1. haedinni, hver veit.

Vid erum ekki enn komin med internettengingu en um leid og thad gerist set eg inn myndir af ibudinni, brudkaupinu og ferdinni okkar! Kemur allt med kalda vatninu. Kannski get eg svo bloggad i vinnunni!!!!! Ma madur thad? Reyndar er t.d. lokad fyrir hotmail og svona a mörgum vinnustödum herna i Svithjod til ad verjast virusum held eg... Sjaum til.

Af okkur er sem sagt allt gott ad fretta og allir velkomnir ad fara ad kikja i heimsokn!!! Sjaumst

24. ágúst 2004

17. i brudkaupi

Tha er eg komin a bokasafnid og thar af leidandi engir islenskir stafir. Thad er nu alveg glatad! Vita Sviar ekki ad thad er allt morandi af okkur herna? Annars eru their svo uppteknir af velgengni sinni a Olimpiuleikunum ad thad er ekki haegt ad na sambandi vid nokkurn mann med viti. Eg var lika svo kraef ad hringja i Önnu Å akkurat thegar einn var ad taka gullid i hastökkinu! Hringi bara medan madurinn er ad stökkva gullstökkid og vinkonur minar attu ekki ORD yfir osvifninni i mer!!! Fylgist eg ekkert med eda?

Thad litur ut fyrir ad vid flytjum a laugardaginn. Erum buin ad boka bil og svo er bara eftir ad safna folki og fa leyfi til ad einhver annar en vid saekji lyklana i vikunni. Thad er sma fiff i gangi vid thad en vonandi naest ad redda thvi. Annars tek eg les a föstudaginn a undan Magga og dotinu og nae i hann sjalf. Svo er lika bara vonandi ad pallurinn med brudargjöfunum komi adur en vid flytjum!!! Herregud!
Vid erum mjög fegin ad fa ad flytja um helgina og thurfa ekki ad byrja a ad fa fri i vinnunni og lika erfitt ad fa hjalp a virkum degi. Nu faum vid nokkra daga i ad koma okkur fyrir og svona.

Eg byrjadi ad pakka nidur fötum adan og thad er ekkert sma sem thetta tekur af plassi! Vonandi er flutningabillinn nogu stor fyrir okkur. Vid leigjum sem sagt bil sem ma skila i Stokkholmi og vid keyrum bara sjalf. Kostar um 25 thus islenskar en thad er solarhringsleiga. Ja, thad er ekki okeypis ad flytja!!!

Framkölludum nokkrar myndir i gaer fra brudkaupinu, ferdinni okkar og e-u ödru smalegu. 390 myndir tack så mycket!!!! Enda tok tölvan i budinni ekki vid thessu og allt for i kerfi. En svona gerir madur nu bara einu sinni!

Heyrumst kannski naest i Stokkholmi!!!!! Sendi nyju adressuna og flotta simanumerid okkar i tölvuposti.

Tjolaholm

23. ágúst 2004

16. í brúðkaupi

Já komið þið sæl og blessuð. Það er frú Hrafnhildur sem loksins er orðin gift kona! Ég er að stelast til að rita nokkrar línur því ég er tengd gegnum síman þar sem við erum búin að loka breiðbandstengingunni.

Ég vil endilega lýsa deginum en gef mér tíma í það seinna. Hann var auðvitað yndislegur og fullkominn í alla staði. Takk allir sem hjálpuðu til við að gera þennan dag svona æðislegan. Ég mun setja inn myndir þegar við erum flutt og komin með almennilega nettengingu. Við framkölluðum hvorki meira né minna en 390 myndir í dag frá brúðkaupinu og ferðalaginu okkar!!! Gaman gaman að setja það í albúm.

Það lítur út fyrir að við getum flutt um helgina. Fólkið í íbúðinni í Haninge flytur á morgun svo þá fáum við íbúðina fyrr sem er frábært því þá getum við byrjað að vinna 1. sept. Svo nú er bara að bretta upp ermar og pakka og pakka. Reyndar sáum við í gær að það var búið að brjótast inn í geymsluna okkar!!! Þvílík ósvífni! Höldum að engu hafi verið stolið því við vorum bara með bækur og svoleiðis þarna en allt var út um allt, búið að rífa síður úr bókum (þar á meðal dagbókum sem ég skrifaði þegar ég var lítil og nótnabókum Magga) og dreifa dótinu okkar um allt gólf!!! Ömurlegt alveg.

Verð að fara en reyni að skrifa aftur fljótlega.

Kveðja frá okkur hjónum

4. ágúst 2004

3 dagar

Þá er þetta bara að bresta á allt saman. Æfing með prestinum á eftir og vínsmökkun í kjölfarið. Ég get einhvern vegin ekki sett mig inní þessi vínmál! Heilinn tekur ekki við meiru, en eitthvað er fjölskyldan að tala um afslætti hér og þar og athuga hitt og þetta og ekki láta gabba sig o.s.frv. Ég fer nú samt og smakka þessi vín og svo verða bara hinir að ráða... áfengi er áfengi ekki satt?

Ég er allavega orðin þokkalega stressuð og vildi bara að það væri kominn laugardagur... Skrýtið að verða svona stressuð löngu fyrirfram en þetta er nú víst í genunum og ekki getur maður skipt á þeim. Svo var ljósmyndarinn að hringja áðan og hafa áhyggjur af veðurspánni. Þetta er nú eitthvað misvísandi eins og vanalega; sums staðar er spáð rigningu, annars staðar björtu veðri. Þetta verður nú bara að koma í ljós. Gaman væri nú samt ef það væri gott veður. Að hann héngi þurr eins og maður segir. Þá verða allir svo glaðir og góðir. Strákurinn í Heiðrúnu í gær fullyrti að það væri alltaf minna drukkið af áfengi þegar sólin skini. Örugglega rétt hjá honum. Fólk verður bara hífað af sólinni og birtunni. Hann var mjög skemmtilegur þessi strákur. Þeir voru reyndar tveir að stjana við okkur og fóru svo aðeins afsíðis til að gera grófan útreikning á heildarkostnaði. Komu svo til baka og sögðu að þetta væru um 317.þúsund!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Við misstum andlitið og ég varð máttlaus í hnjánum. Svo sagði hann auðvitað bara "djók"! Smá grín svona til að lyfta upp stemningunni! Góður þessi!

Verst ef verður svo mikil rigning að það verður ekki hægt að týna blómin á morgun!
Hver heldur að það verði gott veður á laugardaginn? Þeir sem giska á rétt veður fá vegleg verðlaun! Kjörstað verður lokað annað kvöld (fimmtudag). Gjöriði mér svo vel: