Já ég fékk auðvitað vinnuna:) Gaman gaman. Fæ m.a.s. hærri laun en ég bað um og þurfti ekkert að rembast til að fá það! Kúl yfirmaður sem ég mun hafa. Og ég fæ að byrja 1.sept sem betur fer.
Ennþá engin kattarpössun.
30. júní 2004
29. júní 2004
Leiðinlegt
Kjartan hringdi og kærastan hans vill ekki passa Skrám:(
Hann sagðist ætla að hringja í e-a vina sína í kvöld og spurja. Svo hringdi Anna fyrrverandi kærastan hans áðan og átti ekki orð! Hún ætlaði sko að hringja í hann og spurja hvað væri málið...hún er svo fyndin. Vill svo gjarnan vera Íslendingur og segir alltaf "þetta reddast". Sagði að þetta væri skiljanlegt því kærasta hans væri sænsk! Eins og hún sé ekki sænsk sjálf!
Ohhh við komumst aldrei heim. Bara af því eigum svo sætan kött sem enginn vill passa.
Hann sagðist ætla að hringja í e-a vina sína í kvöld og spurja. Svo hringdi Anna fyrrverandi kærastan hans áðan og átti ekki orð! Hún ætlaði sko að hringja í hann og spurja hvað væri málið...hún er svo fyndin. Vill svo gjarnan vera Íslendingur og segir alltaf "þetta reddast". Sagði að þetta væri skiljanlegt því kærasta hans væri sænsk! Eins og hún sé ekki sænsk sjálf!
Ohhh við komumst aldrei heim. Bara af því eigum svo sætan kött sem enginn vill passa.
28. júní 2004
Ojbarasta veður!
Í dag hitti ég Gustav litla. Ég hef hitt hann 2x áður því hann á í erfiðleikum með viss hljóð. Síðast var svo gaman hjá okkur að ég æsti hann allt of mikið upp. Endaði á því að barnið var eldrautt í framan og komið á háa C-ið! En hann gat líka sagt k! Svo í dag var ég ekki búin að vera hjá þeim nema í 10 mín þegar barnið segir: "Nei, ég vil ekki spila því þú átt að fara heim"! Dísúss! Þetta eru þakkirnir fyrir að kenna honum að tala! En ég fór auðvitað ekkert og gabbaði hann til að þjálfa í klukktutíma. Haha svona er ég.
Fengum teikningu yfir íbúðina í Haninge í dag. Lítur vel út. Stofan er 30 fermetrar!!! Nú vilja þeir bara fá atvinnuvottorð frá okkur. Maggi reddaði sínu í dag og ég fæ að vita á miðvikudaginn hvort ég fæ vinnuna. Svei mér þá, eftir það sem á undan er gengið finnst mér ég ekki vera örugg með þetta. En nú er ekki svo langt að bíða. Við erum alltaf að bíða eftir einhverju þessa dagana. Púff, doki doki doki! Erum líka að doka eftir að Kjartan láti vita hvort hann geti passað "rassa". Vona það, mig langar svo að bóka miðana heim.
Í dag hitti ég Gustav litla. Ég hef hitt hann 2x áður því hann á í erfiðleikum með viss hljóð. Síðast var svo gaman hjá okkur að ég æsti hann allt of mikið upp. Endaði á því að barnið var eldrautt í framan og komið á háa C-ið! En hann gat líka sagt k! Svo í dag var ég ekki búin að vera hjá þeim nema í 10 mín þegar barnið segir: "Nei, ég vil ekki spila því þú átt að fara heim"! Dísúss! Þetta eru þakkirnir fyrir að kenna honum að tala! En ég fór auðvitað ekkert og gabbaði hann til að þjálfa í klukktutíma. Haha svona er ég.
Fengum teikningu yfir íbúðina í Haninge í dag. Lítur vel út. Stofan er 30 fermetrar!!! Nú vilja þeir bara fá atvinnuvottorð frá okkur. Maggi reddaði sínu í dag og ég fæ að vita á miðvikudaginn hvort ég fæ vinnuna. Svei mér þá, eftir það sem á undan er gengið finnst mér ég ekki vera örugg með þetta. En nú er ekki svo langt að bíða. Við erum alltaf að bíða eftir einhverju þessa dagana. Púff, doki doki doki! Erum líka að doka eftir að Kjartan láti vita hvort hann geti passað "rassa". Vona það, mig langar svo að bóka miðana heim.
26. júní 2004
Midsommar
Þetta var mjög skemmtileg í Götene. Vorum á bóndabæ rétt fyrir utan, um 20 ungmenni samankomin (fólk á okkar aldri). Ég kannast við kærustu stráksins sem býr þarna. Hún heitir ekkert minna en ANNA (það er ekki hægt að heita neitt annað ef maður vill kannast við mig)og er í bekknum á eftir mér í talmeinafræðinni. Það voru líka tvær aðrar úr þeim bekk þarna. Við vorum mætt um sex og tekið á móti manni úti á hlaði með hundgái og flaðrandi lafandi tungum...það voru þegar allir voru mættir þrír hundar á svæðinu. Að sænskum sið var auðvitað byrjað á fordrykk og svo farið í fimmþraut. Þeir eru mikið fyrir það Svíarnir. Þrautirnar voru m.a. stígvélakast (ég stóð mig með prýði), þvottaklemmurtínsla, hundakúnstir og auðvitað kubbspilið. Mitt lið vann HAHA! Svo var farið út í útigeymslu/hlöðu/skemmu (er ekki alveg viss) þar sem var búið að dúka upp langborð og kertaljós og síld og kartöfflur. Ég smakkaði smá smá smá síld...hmmm. Sá réttur má alveg eiga sig. Svo var grillmatur og ís og "vilt" jarðaber í eftirrétt. Fólkið þarna var allt svo hryllilega skemmtilegt að við hlógum út í eitt. Ég sat við hlið húsbóndans (eða bóndasonsins) og þegar hann heyrði að ég hefði aldrei dansað í kringum midsommarstöng og sungið "små grodorna" hljóp minn af stað, negldi saman einar tvær spítur og hengdi tvo kransa á. Svo var sko bara farið í hringdans. Ógó gaman og ég fékk að upplifa ekta stemningu með smá tilfæringum og þremur crazy hundum sem tóku þátt af lífi og sál. Svo var farið í brennibolta sem er eins og kýló nema með kylfu og bolta á stærð við tennisbolta. Mitt lið vann!! Held ég....það var orðið lítið eftir af rauðvínsdunknum og aðeins farið að byrgjast sjónin... Asskoti erfitt að hitta svona lítinn bolta... Við Jóhanna vinkona vorum nú dáltið góðar í þessu í Umeå í denn ;)
Við sátum svo bara í myrkrinu með kertaljós, hlustuðum á sænska danstónlist og slagara og höfðum það notalegt. Mýflugurnar höfðu það ef til vill ennþá betra. Ég náði mér í eitt bit á vi. úlnlið sem nú er um 2 fermetrar að stærð!! Eða nákvæmlega 12cm á lengd og um 8 að breidd! Mig klæjar FREKAR mikið og er búin að teikna útlínurnar kringum bólguna með bláum kúlupenna til að fylgjast með stækkun/minnkun næstu klst. Lýst sko varla á blikuna meðan þetta er svona stórt!!!
Við vorum ekki komin heim í hús fyrr en um hálfþrjú í nótt. Fórum svo í heimsókn til bróður Önnu í dag í húsið hans. Þau eiga RISA garð með hænum og rabbarbara, perutré og kartöfflum... og tvo krakka sem eru ekkert smá sæt og skemmtileg. Hugsa sér að alast upp í svona stóru húsi og með svona stóran garð og barasta hænur útí garði! Bróðirnn sagði að þegar þau hefðu flutt inn hefðu verið 32 rifsberjarunnar á lóðinni!!! Hver getur étið svo mikið af rifsberjum spyr ég nú bara. Enda losuðu þau sig við nánast alla.
Svo var bara haldið heim í rigninguna í Gautaborginni. Skrámur greyið hafði lokast inní litla herbergi og kúkað heilu fjalli á fínu Bangsímontöskuna mína. Maggi henti henni, sniff sniff. Blessuð sé minning hennar, ég elskaði þessa tösku mikið.
Á morgun ætlum við að fara og sækja sófann hjá Önnu og Johan sem eru að flytja. Já við ætlum að erfa sófann þeirra. Gula hættan okkar er orðin svo ægilega eitthvað...eitthvað. Ætlum að prófa grænan í staðin. Svo kannski kaupum við okkur almennilegan sófa í haust fyrir alla peningana okkar sem við ætlum að vinna okkur inn híhíhí. Ef það verður eitthvað eftir þegar ég er búin að kaupa allan þann mjúka klósettpappír sem mig hefur dreymt um svo lengi....*glott*.
Íbúðin sem við eigum kost á er víst fín og við ætlum að taka hana ef við fáum hana.
Maggi situr alveg á nálum yfir boltanum núna. Svíþjóð-Holland og bara 5 mín eftir. Hef aldrei séð hann svona æstan yfir fótbolta áður. Hver er þessu maður sem ég ætla að giftast??? Og hver er ég sem sit og gjóa augunum á þetta líka??? Það er nú eiginlega ennþá furðulegra...
Við sátum svo bara í myrkrinu með kertaljós, hlustuðum á sænska danstónlist og slagara og höfðum það notalegt. Mýflugurnar höfðu það ef til vill ennþá betra. Ég náði mér í eitt bit á vi. úlnlið sem nú er um 2 fermetrar að stærð!! Eða nákvæmlega 12cm á lengd og um 8 að breidd! Mig klæjar FREKAR mikið og er búin að teikna útlínurnar kringum bólguna með bláum kúlupenna til að fylgjast með stækkun/minnkun næstu klst. Lýst sko varla á blikuna meðan þetta er svona stórt!!!
Við vorum ekki komin heim í hús fyrr en um hálfþrjú í nótt. Fórum svo í heimsókn til bróður Önnu í dag í húsið hans. Þau eiga RISA garð með hænum og rabbarbara, perutré og kartöfflum... og tvo krakka sem eru ekkert smá sæt og skemmtileg. Hugsa sér að alast upp í svona stóru húsi og með svona stóran garð og barasta hænur útí garði! Bróðirnn sagði að þegar þau hefðu flutt inn hefðu verið 32 rifsberjarunnar á lóðinni!!! Hver getur étið svo mikið af rifsberjum spyr ég nú bara. Enda losuðu þau sig við nánast alla.
Svo var bara haldið heim í rigninguna í Gautaborginni. Skrámur greyið hafði lokast inní litla herbergi og kúkað heilu fjalli á fínu Bangsímontöskuna mína. Maggi henti henni, sniff sniff. Blessuð sé minning hennar, ég elskaði þessa tösku mikið.
Á morgun ætlum við að fara og sækja sófann hjá Önnu og Johan sem eru að flytja. Já við ætlum að erfa sófann þeirra. Gula hættan okkar er orðin svo ægilega eitthvað...eitthvað. Ætlum að prófa grænan í staðin. Svo kannski kaupum við okkur almennilegan sófa í haust fyrir alla peningana okkar sem við ætlum að vinna okkur inn híhíhí. Ef það verður eitthvað eftir þegar ég er búin að kaupa allan þann mjúka klósettpappír sem mig hefur dreymt um svo lengi....*glott*.
Íbúðin sem við eigum kost á er víst fín og við ætlum að taka hana ef við fáum hana.
Maggi situr alveg á nálum yfir boltanum núna. Svíþjóð-Holland og bara 5 mín eftir. Hef aldrei séð hann svona æstan yfir fótbolta áður. Hver er þessu maður sem ég ætla að giftast??? Og hver er ég sem sit og gjóa augunum á þetta líka??? Það er nú eiginlega ennþá furðulegra...
25. júní 2004
Að kaupa varalit
Fór í leiðangur í gær (já í vonda veðrinu). Kíktum á föt á Magga fyrir STÓRA daginn. Það var gaman að sjá hann í svona flottum fötum og ég held hann sé búinn að ákveða hvernig hann vill vera. Híhíhí.... Allavega, svo skildust leiðir og ég fór og keypti undirföt og svona konudót. Inní Face Stockholm þá sagðist ég vera að leita að varalit fyrir STÓRA daginn. Konan var voðalega hjálpsöm og spurði í fyrsta lagi hvernig kjóllinn væri. Jú, jú ég var nú m.a.s. með mynd af honum þar sem ég hafði verið að kaupa nærfötin. Svo vildi hún vita hvernig blómin væru! Og svo spurði hún hvernig augnförðunin ætti að vera. Takið eftir: það kom síðast. Fyrst þurfti varaliturinn að passa við kjólinn, svo blómin og svo augnförðunina!! Mér fannst þetta allavega fyndið. En ég gekk út með rosa flottan varalit sko, og vonandi á ég eftir að nota hann.
Jæja, best að fá sér í gogginn. Erum svo farin út úr bænum yfir nóttina. Bless á meðan
Jæja, best að fá sér í gogginn. Erum svo farin út úr bænum yfir nóttina. Bless á meðan
24. júní 2004
Af veðurfari og öðru fari
Þvílíkt skítaveður sem er boðið uppá í þessu landi! Ég ætlaði mér að verða brún og sæt fyrir brúðkaupið en nú sem stendur er ég bara með gamalt far eftir hlírabol sem er AGALEGT SKO. Ég bara get ekki gengið upp að altarinu í þessu ástandi! Hvað á ég að gera??? Best að skrifa á femin.is og leyta ráða;)
Reyndar er ekkert grín hvað er búið að vera leiðinlegt sumar það sem af er. Vonandi batnar það eitthvað aðeins áður en við förum héðan. Það er svo leiðinlegt að hanga alltaf inni þegar maður hefur ekkert sérstakt að gera. Náði í nýtt púsluspil í gær: 2000 bita, en veit ekki hvort ég nenni að byrja. Ég er búin með Da Vinci Kódann....VÁMAÐUR! Er að reyna að reka á eftir mínum tilvonandi að fara að lesa hana svo ég geti rætt hana við einhvern. Mér fannst hún rosa góð og gaman að höfundinum tekst ætlunarverk sitt-að vekja umræðu. Segi ekki meir fyrir þá sem hafa ekki lesið hana. Pabbi ertu byrjaður?
Það passar mér ekki að vera svona aðgerðarlaus. Ég verð bara stressuð og fer í fýlu. Verð að reyna að setja mér smá verkefni yfir daginn. Ætlaði kannski niður í bæ í dag en lýst ekkert á þessi ský sem vofa hér yfir. Ætli það fari ekki að hellast niður fljótlega... Svo á að vera rigning og rok og þrumuveður um helgina þegar við ætlum í burtu. Frábært!
Í dag erum við að bíða eftir að heyra frá Önnu J vinkonu sem ætlar að kíkja á íbúðina fyrir okkur. Svo erum við líka að bíða eftir að heyra hvort Kjartan nokkur fyrrverandi kærasti Önnu G getur passað Skrámsa. Hann er með tvo ketti fyrir og önnur er Nanette sem við pössuðum í hálft ár. Ohhh hún var sko sæt maður. Ekkert nema loðin bolti sem svaf alla daga...híhíhí helst á Jónu Björk meðan hún var að prjóna!
Í gær var ég ÓTRÚLEGA KLÁR! Ég kom sjálfri mér á óvart sko. Ég hef verið svo pirruð að komast ekki á chattið (MSN) til að tala við fólk svo nú fór ég bara og náði í gömlu tölvuna okkar hann iMac, setti í samband og þá var náttúrulega ekki hægt að tengjast netinu. Mín fann bara út hvað var að, lagaði það og er komin aftur í heim siðmenningarinnar á MSN!!!! LOKSINS LOKSINS LOKSINS get ég spjallað við umheiminn allan liðlangan daginn. Ohhh ég er svo gáfuð stundum. Magga hafði sko nefninlega ekki tekist að laga þetta þegar hann reyndi!
Best að hætta þessu bulli.
Reyndar er ekkert grín hvað er búið að vera leiðinlegt sumar það sem af er. Vonandi batnar það eitthvað aðeins áður en við förum héðan. Það er svo leiðinlegt að hanga alltaf inni þegar maður hefur ekkert sérstakt að gera. Náði í nýtt púsluspil í gær: 2000 bita, en veit ekki hvort ég nenni að byrja. Ég er búin með Da Vinci Kódann....VÁMAÐUR! Er að reyna að reka á eftir mínum tilvonandi að fara að lesa hana svo ég geti rætt hana við einhvern. Mér fannst hún rosa góð og gaman að höfundinum tekst ætlunarverk sitt-að vekja umræðu. Segi ekki meir fyrir þá sem hafa ekki lesið hana. Pabbi ertu byrjaður?
Það passar mér ekki að vera svona aðgerðarlaus. Ég verð bara stressuð og fer í fýlu. Verð að reyna að setja mér smá verkefni yfir daginn. Ætlaði kannski niður í bæ í dag en lýst ekkert á þessi ský sem vofa hér yfir. Ætli það fari ekki að hellast niður fljótlega... Svo á að vera rigning og rok og þrumuveður um helgina þegar við ætlum í burtu. Frábært!
Í dag erum við að bíða eftir að heyra frá Önnu J vinkonu sem ætlar að kíkja á íbúðina fyrir okkur. Svo erum við líka að bíða eftir að heyra hvort Kjartan nokkur fyrrverandi kærasti Önnu G getur passað Skrámsa. Hann er með tvo ketti fyrir og önnur er Nanette sem við pössuðum í hálft ár. Ohhh hún var sko sæt maður. Ekkert nema loðin bolti sem svaf alla daga...híhíhí helst á Jónu Björk meðan hún var að prjóna!
Í gær var ég ÓTRÚLEGA KLÁR! Ég kom sjálfri mér á óvart sko. Ég hef verið svo pirruð að komast ekki á chattið (MSN) til að tala við fólk svo nú fór ég bara og náði í gömlu tölvuna okkar hann iMac, setti í samband og þá var náttúrulega ekki hægt að tengjast netinu. Mín fann bara út hvað var að, lagaði það og er komin aftur í heim siðmenningarinnar á MSN!!!! LOKSINS LOKSINS LOKSINS get ég spjallað við umheiminn allan liðlangan daginn. Ohhh ég er svo gáfuð stundum. Magga hafði sko nefninlega ekki tekist að laga þetta þegar hann reyndi!
Best að hætta þessu bulli.
22. júní 2004
Aðeins skárra
í dag. Skiljum enn ekkert í Danielu að gera okkur þetta en erum vongóð um að þetta bjargist. Töluðum við leigusalana okkar í morgun og maðurinn hringdi til skrifstofunnar í Stokkhólmi og þá er laus íbúð frá 1. sept í borg sem heitir Haninge og er suður af Stokkhólmi. Það er mjög hentugt fyrir Magga en er um klukkutíma ferðalag fyrir mig í vinnuna. Anna Johansson vinkona í Stkhlm ætlar að kíkja á hana fyrir okkur og við erum búin að skila umsókn í gegnum leigusalann hérna. Ég HELD að við gætum fengið hana ef við viljum. En nú er best að rasa ekki í ráðum fram!!!
Er að fara að skutla Önnu H-C og kærasta hennar út á flugvöll. Þau eru að fara í 10 daga ferðalag til Sardiníu! Ég er ekkert öfundsjúk...grrrrrrrrrrrr. Hérna var bara geðveikt þrumuveður í nótt og svo mikil rigning í morgun að það sást ekki milli húsa! Það er sko frábært og miklu betra en sólaströnd... Við fáum að hafa bílinn þeirra ef við viljum á meðan þau eru í burtu.
Við ætlum að skella okkur með þriðju Önnunni og kærasta hennar til Götene yfir midsommarhelgina sem er næsta helgi. Förum á föstudegi og komum á laugardegi aftur svo þetta er bara skottúr. Rétt til að borða síld og kartöfflur og svona... eða eitthvað. Drekkja sorgum sínum kannski. Kannski fáum við að nota bíl Önnu og Daniels. Það verður allavega gott að komast í burtu.
Hejdå
Er að fara að skutla Önnu H-C og kærasta hennar út á flugvöll. Þau eru að fara í 10 daga ferðalag til Sardiníu! Ég er ekkert öfundsjúk...grrrrrrrrrrrr. Hérna var bara geðveikt þrumuveður í nótt og svo mikil rigning í morgun að það sást ekki milli húsa! Það er sko frábært og miklu betra en sólaströnd... Við fáum að hafa bílinn þeirra ef við viljum á meðan þau eru í burtu.
Við ætlum að skella okkur með þriðju Önnunni og kærasta hennar til Götene yfir midsommarhelgina sem er næsta helgi. Förum á föstudegi og komum á laugardegi aftur svo þetta er bara skottúr. Rétt til að borða síld og kartöfflur og svona... eða eitthvað. Drekkja sorgum sínum kannski. Kannski fáum við að nota bíl Önnu og Daniels. Það verður allavega gott að komast í burtu.
Hejdå
21. júní 2004
"Q$("Q)=$"(#//"&!=)"&!%&
Daniela hringdi í morgun og er hætt við! Sannast þar enn einu sinni að maður á ekki að hrópa húrra fyrr en maður er kominn yfir....lækinn? Hún segir að börnin vilji ekki flytja. Þetta segir hún einni og hálfri viku fyrir flutninga! Og þar sem enginn er búinn að skrifa undir neitt þá er þetta bara svona. Við búin að segja upp íbúðinni hérna, búin að segja upp rafmagni og síma og öllu svoleiðis og bara eftir að klára að pakka....BÚMM!!! Öllu kippt undan manni.
Við erum alveg í lamasessi. Eða þannig. Ég grenjaði í allan morgun en nú ætlum við bara að vera jákvæð og þetta hlýtur að reddast. Erum bæði með vinnu og þá lítur þetta betur út. Það eru lausar íbúðir í Södertälje, allavega samkvæmt heimasíðu borgarinnar og Maggi getur hugsað sér að ferðast á milli. Reyna bara að hugsa eins og sannur Íslendingur og segja: Þetta reddast! Helst fyrir brúðkaup bara. Hvenær megur við eiginlega slappa af og undirbúa það? Erum búin að vera a netinu í dag og reyna að finna eitthvað. Bara svo súrt að vera á byrjunarreit í þessum frumskógi. Ble
Helv... kerling!
Við erum alveg í lamasessi. Eða þannig. Ég grenjaði í allan morgun en nú ætlum við bara að vera jákvæð og þetta hlýtur að reddast. Erum bæði með vinnu og þá lítur þetta betur út. Það eru lausar íbúðir í Södertälje, allavega samkvæmt heimasíðu borgarinnar og Maggi getur hugsað sér að ferðast á milli. Reyna bara að hugsa eins og sannur Íslendingur og segja: Þetta reddast! Helst fyrir brúðkaup bara. Hvenær megur við eiginlega slappa af og undirbúa það? Erum búin að vera a netinu í dag og reyna að finna eitthvað. Bara svo súrt að vera á byrjunarreit í þessum frumskógi. Ble
Helv... kerling!
19. júní 2004
Nágrannar og nýjar myndir
Var að bæta við myndum og laga og breyta og minnka og bara þvílíkt að leika mér...
Í nótt vaknaði ég um kl. hálffimm við eihvern ógurlegan hávaða. Eins og væri verið að henda húsgögnum til og frá. Voru ekki grannarnir komnir í enn eitt rifrildið! Það er nú langt síðan síðast. Held að þetta hafi sem sagt verið vinir okkar Japanarnir á neðri hæðinni sem slást stundum og henda húsgögnum út um gluggann og svona. Úff, mér finnst þetta frekar óþægilegt og ég glaðvaknaði. Þetta gekk á í ca hálftíma og ég gat ekki sofnað fyrr en undir morgun aftur.
Rigning og kalt í dag. Tilvalinn innidagur. Kannski ég pakki eitthvað. Eða lesi bara Da Vinci.... Maggi pakkaði öllum geisladiskum og videospólum í gær. Svo fyndið að þegar hann pakkar þá á allt að passa nákvæmlega í kassana. Nýta plássið sko. Hann er t.d. miklu betri í að pakka í ferðatösku en ég því hann er svo nýtinn. Setur sokkana inní skóna og svona. Ég er meira að hugsa um að kassarnir verði ekki of þungir og læt bara skramla aðeins í þeim. Skrámur er alveg óður í þessa kassa sem eru út um allt. Svo girnilegtir að naga og liggja í! Og um leið og einhver hilla tæmist er hann kominn þar inn. Algjört krútt.
Í nótt vaknaði ég um kl. hálffimm við eihvern ógurlegan hávaða. Eins og væri verið að henda húsgögnum til og frá. Voru ekki grannarnir komnir í enn eitt rifrildið! Það er nú langt síðan síðast. Held að þetta hafi sem sagt verið vinir okkar Japanarnir á neðri hæðinni sem slást stundum og henda húsgögnum út um gluggann og svona. Úff, mér finnst þetta frekar óþægilegt og ég glaðvaknaði. Þetta gekk á í ca hálftíma og ég gat ekki sofnað fyrr en undir morgun aftur.
Rigning og kalt í dag. Tilvalinn innidagur. Kannski ég pakki eitthvað. Eða lesi bara Da Vinci.... Maggi pakkaði öllum geisladiskum og videospólum í gær. Svo fyndið að þegar hann pakkar þá á allt að passa nákvæmlega í kassana. Nýta plássið sko. Hann er t.d. miklu betri í að pakka í ferðatösku en ég því hann er svo nýtinn. Setur sokkana inní skóna og svona. Ég er meira að hugsa um að kassarnir verði ekki of þungir og læt bara skramla aðeins í þeim. Skrámur er alveg óður í þessa kassa sem eru út um allt. Svo girnilegtir að naga og liggja í! Og um leið og einhver hilla tæmist er hann kominn þar inn. Algjört krútt.
17. júní 2004
Hæ hó
jibbí jei.... Gleðilega þjóðhátíð kæru Íslendingar!
Hér í Sverige hef ég ekki orðið vör við nein hátíðarhöld í okkar þágu. Enda er ég bara búin að kúldrarst inni og útí matvörubúð. Þar var ekki verið að selja blöðrur eða fána. Það er nú alltaf jafn mikill sjarmi yfir þessum degi heima, skrúðgangan og gasblöðrurnar sem sleppa/flýja. Ég er ein af þeim sem aldrei missi af hátíðarhöldunum niðrí bæ. Finnst ég bara verða að mæta og taka þátt í gleðinni yfir að það sé ekki rigning eða bara lítil rigning eða allavega ekki svo kalt...
VAR AÐ BÆTA VIÐ KRÆKJU: MYNDIR!!! Þar eru nokkrar myndir af rassaspassa og frá útskriftinni minni. Tók geðveikt langan tíma að gera þetta og svo virðist ég vera búin með plássið mitt á þessari síðu svo ég hef kannski átt að minnka myndirnar fyrst? Allavega, smá sýnishorn...
Fengum smá bakslag í dag þegar hringt var frá Stokkhólmi og okkur sagt að við verðum að mæta til leigusalans þar með persónuskrilríki og sönnun þess að við séum búin að segja upp leigusamningnum hérna! Þetta verður að gerast fyrir 1.júlí. Hvernig í %&/&% eigum við að fara að því? Keyra enn eina ferðina bara til þessa að sanna að við séum við? Dáltið pirrandi, en við ætlum að reyna að fá að gera þetta í sambandi við flutninginn. Í dag er ég búin að tilkynna nokkrum stofnunum um breytingu á heimilisfangi. Við erum t.d. komin með nýtt og kúl símanúmer. Þið fáið þetta allt sent í nánustu framtíð. Daniela er ekki byrjuð að pakka og hún var að spá í að flytja á laug. 3.júlí. Smá problem bara með lykla og svoleiðis þá... En þetta er allt eitthvað sem leysist. Ég get auðvitað ekki hafð ENGAR áhyggjur svo ég hef áhyggjur af öllum smáatriðum núna meðan Maggi gengur um á rósrauðu skýji og hoppar og skoppar. Hann er líka kominn með vinnu og verður kannski með hærri laun en ég! Bömmer! Hélt að ég ætti að vera fyrirvinnan á þessu heimili...
Kannski maður baki pönnukökur í kvöld í tilefni dagsins?
Hér í Sverige hef ég ekki orðið vör við nein hátíðarhöld í okkar þágu. Enda er ég bara búin að kúldrarst inni og útí matvörubúð. Þar var ekki verið að selja blöðrur eða fána. Það er nú alltaf jafn mikill sjarmi yfir þessum degi heima, skrúðgangan og gasblöðrurnar sem sleppa/flýja. Ég er ein af þeim sem aldrei missi af hátíðarhöldunum niðrí bæ. Finnst ég bara verða að mæta og taka þátt í gleðinni yfir að það sé ekki rigning eða bara lítil rigning eða allavega ekki svo kalt...
VAR AÐ BÆTA VIÐ KRÆKJU: MYNDIR!!! Þar eru nokkrar myndir af rassaspassa og frá útskriftinni minni. Tók geðveikt langan tíma að gera þetta og svo virðist ég vera búin með plássið mitt á þessari síðu svo ég hef kannski átt að minnka myndirnar fyrst? Allavega, smá sýnishorn...
Fengum smá bakslag í dag þegar hringt var frá Stokkhólmi og okkur sagt að við verðum að mæta til leigusalans þar með persónuskrilríki og sönnun þess að við séum búin að segja upp leigusamningnum hérna! Þetta verður að gerast fyrir 1.júlí. Hvernig í %&/&% eigum við að fara að því? Keyra enn eina ferðina bara til þessa að sanna að við séum við? Dáltið pirrandi, en við ætlum að reyna að fá að gera þetta í sambandi við flutninginn. Í dag er ég búin að tilkynna nokkrum stofnunum um breytingu á heimilisfangi. Við erum t.d. komin með nýtt og kúl símanúmer. Þið fáið þetta allt sent í nánustu framtíð. Daniela er ekki byrjuð að pakka og hún var að spá í að flytja á laug. 3.júlí. Smá problem bara með lykla og svoleiðis þá... En þetta er allt eitthvað sem leysist. Ég get auðvitað ekki hafð ENGAR áhyggjur svo ég hef áhyggjur af öllum smáatriðum núna meðan Maggi gengur um á rósrauðu skýji og hoppar og skoppar. Hann er líka kominn með vinnu og verður kannski með hærri laun en ég! Bömmer! Hélt að ég ætti að vera fyrirvinnan á þessu heimili...
Kannski maður baki pönnukökur í kvöld í tilefni dagsins?
15. júní 2004
Flytja....
eftir bara tvær vikur!!!!! Já, það er satt, það er búið að samþykkja okkur og við munum skipta á íbúðum 1.júlí! YAHOOOOOOO!!!!!!!!!!!!!!!!
Loksins loksins leystist þetta stóra áhyggjuefni. Ekki hægt að neyta að maður var (=ég) mikið stressaður yfir þessu öllu saman. Þetta frétti ég í morgun. Þeir sem þekkja mig verða ekkert hissa yfir að ég fór auðvitað strax að rífa niður úr skápum, keypti svarta ruslapoka og tók saman eins og eitt stykki hyllu! Maggi lagði af stað til Stokkhólms kl. fimm í morgun og ég hef ekki enn náð að segja honum þetta nema með sms. Hann er sem sagt í tveimur atvinnuviðtölum og kemur ekki fyrr en seint seint í kvöld aftur. Aumingja hann að keyra þetta fram og til baka á sama degi og ALeinn...
Jæja, best að halda áfram að vera glöð og pakka og svona... sjit verður maður ekki líka að segja upp símanum og rafmagninu og öllu svoleiðis??? Hmmm... hver veit það? Best að athuga með svíana vini mína.
Tjolahopptjolahej
Loksins loksins leystist þetta stóra áhyggjuefni. Ekki hægt að neyta að maður var (=ég) mikið stressaður yfir þessu öllu saman. Þetta frétti ég í morgun. Þeir sem þekkja mig verða ekkert hissa yfir að ég fór auðvitað strax að rífa niður úr skápum, keypti svarta ruslapoka og tók saman eins og eitt stykki hyllu! Maggi lagði af stað til Stokkhólms kl. fimm í morgun og ég hef ekki enn náð að segja honum þetta nema með sms. Hann er sem sagt í tveimur atvinnuviðtölum og kemur ekki fyrr en seint seint í kvöld aftur. Aumingja hann að keyra þetta fram og til baka á sama degi og ALeinn...
Jæja, best að halda áfram að vera glöð og pakka og svona... sjit verður maður ekki líka að segja upp símanum og rafmagninu og öllu svoleiðis??? Hmmm... hver veit það? Best að athuga með svíana vini mína.
Tjolahopptjolahej
14. júní 2004
Möhippa!
Svei mér þá alla mína daga! Það er bara búið að gæsa mann hérna í Sverige! Á dauða mínum átti ég von en ekki því. Þetta var sem sagt í gær. Síminn vakti okkur kl. 10 og Maggi bað mig að svara. Þar var kona sem spurði hvort ég væri Hrafnhildur Halldórsdóttir? Jú,jú. "Ég er með mikilvæg skilaboð til þín" Ég hélt náttúrulega að þetta væri einhver sölumennska og var ekkert að hlusta á hana. Hún sagði mér sem sagt að ég ætti að vera fyrir utan Chalmers (tækniháskólann) milli 11:05 og 11:15 en fyrst mundi sambýlismaður minn gefa mér pakka! Þá fóru nú að renna á mig tvær grímur... hvað var Maggi að bralla? Mér líkar ekkert sérstaklega vel við óvæntar uppákomur þannig lagað....
Maggi gaf mér svo pakka og í honum var prinsessukóróna með bleiku slöri, einnota myndavél og umslag með þessum sömu leiðbeiningum. Satt best að segja öskraði ég upp yfir mig og kastaði mér á grúfu í rúmið því "ég vil ekki ég vil ekki ég vil ekki..." Aumingja Maggi reyndi að hughreysta mig og sagði að þetta væri VÍST gaman. Hmfp...
Jæja, ég átti að vera með kórónuna á mér í sporvagninum en þar sem ég er eins og ég er var ég auðvitað ekkert með hana á mér, bara með mér í töskunni. Hins vegar ætlaði ég mér að setja hana upp rétt áður en ég færi út...en ég náði því ekki! Við Chalmers stóð svo myndarstrákur með rauða rós. Hann sagði að ég yrði að kyssa hann og taka mynd af því og þá fengi ég annað umslag! Í því voru leiðbeiningar um næsta áfangastað sem var önnur sporvagnsstöð. Ég þangað. Þar átti ég að fara inn í sjoppuna og spurja hvort Dildo ynni þarna og þá fékk ég annað umslag. Þar stóð svo næsti áfangastaður. Hins vegar var korter í næsta sporvagn þangað svo ég hírðist á bekk með kórónu og rauða rós og beið og beið og dokaði og dokaði. Var samt alltaf annað slagið að gá hvort ég sæi stelpurnar e-s staðar...
Loksins kom sporvagninn og þar lenti ég í svona tékki (hvort maður hafi borgað). Manninum stökk ekki bros þegar hann sá mig heldur sagði bara: Já já hérna situr prinsessa! Hélt örugglega að ég væri á leið heim frá djamminu eða eitthvað! Hihihi
Þegar ég kom á áfangastað mætti ég strax Söru. Hún batt skellihlægjandi fyrir augun á mér og leiddi mig í garð sem var þarna nálægt. Ég vissi það auðvitað ekki og fyrir þá sem ekki hafa prófað er ótrúlega óþægilegt að sjá ekki neitt. Ég hélt að það væri verið að ráðast á mig í hvert skipti sem við fórum inn í skugga!
Svo var ég látin setjast niður og allt í einu réðust fullt af höndum að mér og kitluðu mig! AAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGG!!!!
Jæja, þarna voru sem sagt 7 af mínum bestu vinkonum með picknick í blíðunni (það var sko glaðasólskin og yfir 20 stiga hiti í gær). Ég fékk prinsessuköku og kampavín nema mér var refsað fyrir að hafa ekki haft kórónuna í sporvagninum svo ég þurfti að æpa eins hátt og ég gat að ég væri að fara að gifta mig. Svo eftir stutt notalegheit var mér úthlutað fyrsta verkefni dagsins. Ég átti að leiða smá upphitun fyrir hinar og helst að lokka aðra sólardýrkendur með. Ég lét þær náttúrlega gera armbeygjur og magaæfingar og ég veit ekki hvað og hvað og eftirá voru allir sveittir og þreyttir enda allt of heitt til að vera að svona vitleysu. En þetta var sem sagt upphitun fyrir það sem kom a eftir því síðan fórum við að læra "orientalisk dans" (ætli það sé ekki bara magadans á ísl.?) Ég fékk geðveikt flottan búning og skartgripi um fætur og handleggi og svo fengum við klukkutíma kennslu í þessu. Það var alveg GEGGJAÐ! Reyndar hélt ég að það mundi líða yfir mig á tímabili það var svo heitt og ég bara með kampavín og rjómatertu í maganum en auðvitað leið ekkert yfir mig. Núna er ég hins vegar með svakalegar harðsperrur í öllum líkamanum.
Eftir dansinn fórum við í sporvagni niður í trjágarðinn í Gautaborg. Á leiðinni fékk ég verkefni nr. 2; að spurja minnst fimm persónur um ráð til að eiga gott hjónaband og taka svo mynd af öllum. Það gekk glimrandi vel og ég fékk fullt af góðum ráðum og allir voru bara jákvæðir og skildu að ég var bara að sinna mikilvægum málum.
Svo var komið að aðalpicknickinu. Þær voru sko með sallöt og pæ, kökur og jarðaber og rauðvín og ég veit ekki hvað og hvað! Æðislegt!!! Eftir matinn var verkefni nr. 3: spurningarleikur. Það var í flokkum eins og þvottur, matargerð, barneignir, Maggi.... Mér gekk nú svona misvel. Ég kann t.d. ekkert um merkingar á fötum fyrir þvottinn!!! Eða týpíska sænska rétti!! Verst af öllu þá vissi ég ekki allt um Magga..... hmmmmm. Reyndar voru þetta ekki auðveldar spurningar eins og uppáhalds tónskáldið hans og fleira í þeim dúr. Ég klikkaði líka á því hvað pirrar hann mest við mig. Hélt auðvitað að það væri að ég fer alltaf úr sokkunum inní stofu og skil þá eftir þar, en það er víst að það eru kvittanir út um allt eftir mig! Ég bara skil ekki sko fyrst átti maður að geyma allar kvittanir en nú á ég allt í einu að henda öllum kvittunum..... ?????
Svo kom verkefni nr.4 og það var magadans við tónlist úti á grasinu. Þá var mér nú allri lokið! O.K að ráðast að fólki í sporvagninum en að sýna mig dansa magadans fyrir framan fullt af barnafjölskyldum....úff. En ég gerði það auðvitað og stóðst prófið. ÉG gleymi að segja að fyrir hverja leysta þraut fékk ég nammi hengt um hálsinn á mér. Mmmmmmmmmmm þær þekkja mig vel!
Síðasta verkefnið var svo að mála mynd af Magga með vatnslitum. Ég málaði mynd af e-m ljóshærðum karlmanni en það líktist nú mínum blívandi ekki rassg...! Þær tóku myndina og ég veit ekki hvenær ég sé hana aftur, ætli þær sýni hana ekki í brúðkaupinu týpískt fyrir þær.....
Síðan var formlegri dagskrá bara lokið, við vorum þarna nokkrar í garðinum í smá stund í viðbót, lékum "kubb-spilið" og skoðuðum myndir dagsins í digitalmyndavélinni. Ég var komin heim um sjö eftir frábæran dag. Ég á aldrei eftir að gleyma þessu og ég skil ekki að þær skildu hafa fattað uppá þessu. Skulu þær hafa ævinlega þökk fyrir!
ÉG ER AÐ FARA AÐ GIFTA MIG!!!!
Maggi gaf mér svo pakka og í honum var prinsessukóróna með bleiku slöri, einnota myndavél og umslag með þessum sömu leiðbeiningum. Satt best að segja öskraði ég upp yfir mig og kastaði mér á grúfu í rúmið því "ég vil ekki ég vil ekki ég vil ekki..." Aumingja Maggi reyndi að hughreysta mig og sagði að þetta væri VÍST gaman. Hmfp...
Jæja, ég átti að vera með kórónuna á mér í sporvagninum en þar sem ég er eins og ég er var ég auðvitað ekkert með hana á mér, bara með mér í töskunni. Hins vegar ætlaði ég mér að setja hana upp rétt áður en ég færi út...en ég náði því ekki! Við Chalmers stóð svo myndarstrákur með rauða rós. Hann sagði að ég yrði að kyssa hann og taka mynd af því og þá fengi ég annað umslag! Í því voru leiðbeiningar um næsta áfangastað sem var önnur sporvagnsstöð. Ég þangað. Þar átti ég að fara inn í sjoppuna og spurja hvort Dildo ynni þarna og þá fékk ég annað umslag. Þar stóð svo næsti áfangastaður. Hins vegar var korter í næsta sporvagn þangað svo ég hírðist á bekk með kórónu og rauða rós og beið og beið og dokaði og dokaði. Var samt alltaf annað slagið að gá hvort ég sæi stelpurnar e-s staðar...
Loksins kom sporvagninn og þar lenti ég í svona tékki (hvort maður hafi borgað). Manninum stökk ekki bros þegar hann sá mig heldur sagði bara: Já já hérna situr prinsessa! Hélt örugglega að ég væri á leið heim frá djamminu eða eitthvað! Hihihi
Þegar ég kom á áfangastað mætti ég strax Söru. Hún batt skellihlægjandi fyrir augun á mér og leiddi mig í garð sem var þarna nálægt. Ég vissi það auðvitað ekki og fyrir þá sem ekki hafa prófað er ótrúlega óþægilegt að sjá ekki neitt. Ég hélt að það væri verið að ráðast á mig í hvert skipti sem við fórum inn í skugga!
Svo var ég látin setjast niður og allt í einu réðust fullt af höndum að mér og kitluðu mig! AAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGG!!!!
Jæja, þarna voru sem sagt 7 af mínum bestu vinkonum með picknick í blíðunni (það var sko glaðasólskin og yfir 20 stiga hiti í gær). Ég fékk prinsessuköku og kampavín nema mér var refsað fyrir að hafa ekki haft kórónuna í sporvagninum svo ég þurfti að æpa eins hátt og ég gat að ég væri að fara að gifta mig. Svo eftir stutt notalegheit var mér úthlutað fyrsta verkefni dagsins. Ég átti að leiða smá upphitun fyrir hinar og helst að lokka aðra sólardýrkendur með. Ég lét þær náttúrlega gera armbeygjur og magaæfingar og ég veit ekki hvað og hvað og eftirá voru allir sveittir og þreyttir enda allt of heitt til að vera að svona vitleysu. En þetta var sem sagt upphitun fyrir það sem kom a eftir því síðan fórum við að læra "orientalisk dans" (ætli það sé ekki bara magadans á ísl.?) Ég fékk geðveikt flottan búning og skartgripi um fætur og handleggi og svo fengum við klukkutíma kennslu í þessu. Það var alveg GEGGJAÐ! Reyndar hélt ég að það mundi líða yfir mig á tímabili það var svo heitt og ég bara með kampavín og rjómatertu í maganum en auðvitað leið ekkert yfir mig. Núna er ég hins vegar með svakalegar harðsperrur í öllum líkamanum.
Eftir dansinn fórum við í sporvagni niður í trjágarðinn í Gautaborg. Á leiðinni fékk ég verkefni nr. 2; að spurja minnst fimm persónur um ráð til að eiga gott hjónaband og taka svo mynd af öllum. Það gekk glimrandi vel og ég fékk fullt af góðum ráðum og allir voru bara jákvæðir og skildu að ég var bara að sinna mikilvægum málum.
Svo var komið að aðalpicknickinu. Þær voru sko með sallöt og pæ, kökur og jarðaber og rauðvín og ég veit ekki hvað og hvað! Æðislegt!!! Eftir matinn var verkefni nr. 3: spurningarleikur. Það var í flokkum eins og þvottur, matargerð, barneignir, Maggi.... Mér gekk nú svona misvel. Ég kann t.d. ekkert um merkingar á fötum fyrir þvottinn!!! Eða týpíska sænska rétti!! Verst af öllu þá vissi ég ekki allt um Magga..... hmmmmm. Reyndar voru þetta ekki auðveldar spurningar eins og uppáhalds tónskáldið hans og fleira í þeim dúr. Ég klikkaði líka á því hvað pirrar hann mest við mig. Hélt auðvitað að það væri að ég fer alltaf úr sokkunum inní stofu og skil þá eftir þar, en það er víst að það eru kvittanir út um allt eftir mig! Ég bara skil ekki sko fyrst átti maður að geyma allar kvittanir en nú á ég allt í einu að henda öllum kvittunum..... ?????
Svo kom verkefni nr.4 og það var magadans við tónlist úti á grasinu. Þá var mér nú allri lokið! O.K að ráðast að fólki í sporvagninum en að sýna mig dansa magadans fyrir framan fullt af barnafjölskyldum....úff. En ég gerði það auðvitað og stóðst prófið. ÉG gleymi að segja að fyrir hverja leysta þraut fékk ég nammi hengt um hálsinn á mér. Mmmmmmmmmmm þær þekkja mig vel!
Síðasta verkefnið var svo að mála mynd af Magga með vatnslitum. Ég málaði mynd af e-m ljóshærðum karlmanni en það líktist nú mínum blívandi ekki rassg...! Þær tóku myndina og ég veit ekki hvenær ég sé hana aftur, ætli þær sýni hana ekki í brúðkaupinu týpískt fyrir þær.....
Síðan var formlegri dagskrá bara lokið, við vorum þarna nokkrar í garðinum í smá stund í viðbót, lékum "kubb-spilið" og skoðuðum myndir dagsins í digitalmyndavélinni. Ég var komin heim um sjö eftir frábæran dag. Ég á aldrei eftir að gleyma þessu og ég skil ekki að þær skildu hafa fattað uppá þessu. Skulu þær hafa ævinlega þökk fyrir!
ÉG ER AÐ FARA AÐ GIFTA MIG!!!!
12. júní 2004
Tómt í kotinu
Allt í einu eru allir farnir! M, p og Daði fóru til Osló í dag. En þau koma nú aftur. Annars er það fínt að fá allan sófan og geta bara legið fyrir framan sjónvarpið. Við ætlum nú samt að reyna að vera dugleg næstu daga að pakka og svona. Maður þarf að fara að kaupa pappakassa og svona. Það er ekki svo langt í mánaðarmótin úr flutningssjónarmiði séð. En mjög langt úr vita-hvort-ég-fæ-pottþétt-vinnuna-sjónarmiði séð.
Zzzzzzzzz ég er alveg að sofna! Ég er að lesa Da Vinci lykilinn núna og finnst hún mjög góð. Gaman að læra eitthvað nýtt úr sögulegu sjónarmiði (ég er öll í sjónarmiðum núna) og spennandi söguþráður. Mæli með henni fyrir þá sem ekki hafa lesið hana ennþá. Ég er sem betur fer að lesa hana á móðurmálinu ástkæra ilhýra, en annars þyrfti ég örugglega að lesa hverja blaðsíðu tvisvar til að ná öllum smáatriðunum. Svo er ég að plana að lesa Öxin og jörðin eftir þessa.
Keypti líka 2000 púsl um daginn. Svona skopmyndarpúsl. Það er hérna á stofuborðinu svo það er varla hægt að hafa lappirnar uppá borði!! Verð að drífa mig að klára það. Rosalega eru 2000 bitar MARGIR bitar!!! Áttaði mig bara ekki alveg á því sko...
Zzzzzzzzz ég er alveg að sofna! Ég er að lesa Da Vinci lykilinn núna og finnst hún mjög góð. Gaman að læra eitthvað nýtt úr sögulegu sjónarmiði (ég er öll í sjónarmiðum núna) og spennandi söguþráður. Mæli með henni fyrir þá sem ekki hafa lesið hana ennþá. Ég er sem betur fer að lesa hana á móðurmálinu ástkæra ilhýra, en annars þyrfti ég örugglega að lesa hverja blaðsíðu tvisvar til að ná öllum smáatriðunum. Svo er ég að plana að lesa Öxin og jörðin eftir þessa.
Keypti líka 2000 púsl um daginn. Svona skopmyndarpúsl. Það er hérna á stofuborðinu svo það er varla hægt að hafa lappirnar uppá borði!! Verð að drífa mig að klára það. Rosalega eru 2000 bitar MARGIR bitar!!! Áttaði mig bara ekki alveg á því sko...
9. júní 2004
Saga síðustu daga
Jæja, komin frá höfuðborginni og var það ferð til fjár eins og ég mun segja frá á eftir. En allt kemur þetta í réttri röð:
Fyrst komu Indra og Kristín þann 30.maí. Það var voða gaman að sjá þær. Indru hafði tekist að svindla sér með Icelandair (í stað express) og ég er ekki ennþá hætt að hlægja að því. Hún ætlaði sér sko ekkert að svindla... ruglaðist bara aðeins!! Skildi svo ekkert í lúxúsnum um borð, heyrnatæki og sjónvarp og læti. Veit hún ekki fyrri til en hún heyrir einhvern hrópa INDRA!! og þá sat mamma hennar þarna en þær áttu einmitt bókað með sitt hvoru félaginu! hahahaha. Maggi hélt svo útskriftartónleikana sína 31. maí og þeir tókust ROSALEGA VEL. Maður var nú frekar stoltur af honum og það var staðið upp og allir rosalega hrifnir! Svo bauð hann uppá flatbrauð með hangikjöti og spínatsallat eftir tónleikana. Voða þjóðlegt nema kleinurnar gleymdust heima (sem var bara gott því þá gátum við setið ein að þeim). Kristín hafði svo smyglað heilu lambalæri hingað og bauð til veislu daginn eftir og það var ógó gott að fá íslenskt lamb, mmmmmmmmmmmm! Svo á miðvikudeginum komu Hjalti og Vala frá Osló og mamma, pabbi og Daði frá Köben. Við byrjuðum á grillveislu hjá Þórdísi frænku og skildum svo m, p og Daða eftir þar. Á fimmtudeginum var svo komið að mér að úskrifast. Það var frábær dagur í alla staði, glampandi sól og blíða og athöfnin var yndisleg. Allir svo fínir og sætir og glaðir...maður varð bara klökkur. Við fórum svo út að borða í hádeginu fjölskyldan og sátum úti á sjávarréttaveitingastað. Rosa gott. SVo var bara farið í sólbað við sjóinn um eftirmiðdaginn, það var svo geggjað veður.
Jæja nú sleppi ég nokkrum dögum, allavega eru pabbi og mamma á ráðstefnu í Köben núna og Hjalti og Vala farin til síns heima sem og Indra. Daði er hér að væflast með okkur. Við fórum sem sagt til Stokkhólms í fyrradag og leigðum bara bíl til þess. Ferðin byrjaði reyndar á að ég fann ekki ökuskrírteinið og tók þó nokkrun tíma að fatta að ég hafði geymt það í tösku sem var heima hjá Önnu vinkonu. Anna var auðvitað í vinnunni og því þurftum við að keyra fram og til baka um Gautaborg áður en við gátum lagt af stað. Þegar við nálguðumst höfuðborgina byrjaði að rigna svo SVAÐALEGA að ég hef sjaldan séð annað eins. Það var ekki hægt að tala saman í bílnum því það var svo mikill hávaði! Jæja en við komumst á leiðarenda og í gær keyrði ég (já ég þorði að keyra sjálf í stórborginni) til Södertälje þar sem ég fékk svona líka góðar móttökur og staðan er nánast mín ef ekkert kemur uppá. Það sem gæti klikkað er að einhver með 10 ára reynslu sækir um, en ég fékk sem sagt JÁ með 99% öryggi. VEIIIIIIIIIII!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Þetta er draumastaða og frábær aðstaða. En það tekur mig náttúrlega um klukkutíma að komast í vinnuna. Ég fæ að vita um mánaðarmótin hvort þetta er 100%. Magga gekk líka vel en hann á að fara í fleiri viðtöl í næstu viku svo við sjáum til hvað hann gerir. SVo fórum við bara aðeins í bæinn (dísúss hvað er mikið fólk í Stokkhólmi) og keyrðum til baka. Nei,, ég gleymi að segja að við kíktum á íbúðina sem við fáum sennilega. Hún var fín, nýtt á gólfunum (bara dúkur) og nýtt á flestum veggjum (veggfóður auðvitað). Það eina sem var ógó var veggirnir í stofunni sem voru málaðir FERSKJUBLEIKIR og viðbjóðslegir!!!! Ble... en það má alltaf mála yfir það. Sem sagt þetta verður hið besta mál og herbergin voru öll mjög stór og fínt.
Nú er ég alveg ekki að nenna að skrifa meira. Við Daði erum að fara í bæinn að leika okkur. Sá að margir höfðu skrifað í comment. Það er eitthvað bilað þar og ég get ekki lesið það en takk fyrir að skrifa, alltaf jafn gaman að fá viðbrögð. Tjolahej!
Fyrst komu Indra og Kristín þann 30.maí. Það var voða gaman að sjá þær. Indru hafði tekist að svindla sér með Icelandair (í stað express) og ég er ekki ennþá hætt að hlægja að því. Hún ætlaði sér sko ekkert að svindla... ruglaðist bara aðeins!! Skildi svo ekkert í lúxúsnum um borð, heyrnatæki og sjónvarp og læti. Veit hún ekki fyrri til en hún heyrir einhvern hrópa INDRA!! og þá sat mamma hennar þarna en þær áttu einmitt bókað með sitt hvoru félaginu! hahahaha. Maggi hélt svo útskriftartónleikana sína 31. maí og þeir tókust ROSALEGA VEL. Maður var nú frekar stoltur af honum og það var staðið upp og allir rosalega hrifnir! Svo bauð hann uppá flatbrauð með hangikjöti og spínatsallat eftir tónleikana. Voða þjóðlegt nema kleinurnar gleymdust heima (sem var bara gott því þá gátum við setið ein að þeim). Kristín hafði svo smyglað heilu lambalæri hingað og bauð til veislu daginn eftir og það var ógó gott að fá íslenskt lamb, mmmmmmmmmmmm! Svo á miðvikudeginum komu Hjalti og Vala frá Osló og mamma, pabbi og Daði frá Köben. Við byrjuðum á grillveislu hjá Þórdísi frænku og skildum svo m, p og Daða eftir þar. Á fimmtudeginum var svo komið að mér að úskrifast. Það var frábær dagur í alla staði, glampandi sól og blíða og athöfnin var yndisleg. Allir svo fínir og sætir og glaðir...maður varð bara klökkur. Við fórum svo út að borða í hádeginu fjölskyldan og sátum úti á sjávarréttaveitingastað. Rosa gott. SVo var bara farið í sólbað við sjóinn um eftirmiðdaginn, það var svo geggjað veður.
Jæja nú sleppi ég nokkrum dögum, allavega eru pabbi og mamma á ráðstefnu í Köben núna og Hjalti og Vala farin til síns heima sem og Indra. Daði er hér að væflast með okkur. Við fórum sem sagt til Stokkhólms í fyrradag og leigðum bara bíl til þess. Ferðin byrjaði reyndar á að ég fann ekki ökuskrírteinið og tók þó nokkrun tíma að fatta að ég hafði geymt það í tösku sem var heima hjá Önnu vinkonu. Anna var auðvitað í vinnunni og því þurftum við að keyra fram og til baka um Gautaborg áður en við gátum lagt af stað. Þegar við nálguðumst höfuðborgina byrjaði að rigna svo SVAÐALEGA að ég hef sjaldan séð annað eins. Það var ekki hægt að tala saman í bílnum því það var svo mikill hávaði! Jæja en við komumst á leiðarenda og í gær keyrði ég (já ég þorði að keyra sjálf í stórborginni) til Södertälje þar sem ég fékk svona líka góðar móttökur og staðan er nánast mín ef ekkert kemur uppá. Það sem gæti klikkað er að einhver með 10 ára reynslu sækir um, en ég fékk sem sagt JÁ með 99% öryggi. VEIIIIIIIIIII!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Þetta er draumastaða og frábær aðstaða. En það tekur mig náttúrlega um klukkutíma að komast í vinnuna. Ég fæ að vita um mánaðarmótin hvort þetta er 100%. Magga gekk líka vel en hann á að fara í fleiri viðtöl í næstu viku svo við sjáum til hvað hann gerir. SVo fórum við bara aðeins í bæinn (dísúss hvað er mikið fólk í Stokkhólmi) og keyrðum til baka. Nei,, ég gleymi að segja að við kíktum á íbúðina sem við fáum sennilega. Hún var fín, nýtt á gólfunum (bara dúkur) og nýtt á flestum veggjum (veggfóður auðvitað). Það eina sem var ógó var veggirnir í stofunni sem voru málaðir FERSKJUBLEIKIR og viðbjóðslegir!!!! Ble... en það má alltaf mála yfir það. Sem sagt þetta verður hið besta mál og herbergin voru öll mjög stór og fínt.
Nú er ég alveg ekki að nenna að skrifa meira. Við Daði erum að fara í bæinn að leika okkur. Sá að margir höfðu skrifað í comment. Það er eitthvað bilað þar og ég get ekki lesið það en takk fyrir að skrifa, alltaf jafn gaman að fá viðbrögð. Tjolahej!
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)