30. apríl 2004

Sumar

Já, ég segi það: sumar! Ég fékk næstum svona 17.júní tilfinningu í dag því það var svo mikið fólk í bænum, allir að borða ís á stuttermabolum, fólk sem lá í grasinu og borðaði osta og vínber og drakk kampavín, lykt af grilluðum pulsum... Svona er Varborgsmessa í Svíþjóð. Ég og Anna fórum niður í Trjágarðinn í dag þar sem allir kórarnir voru að syngja og lúðrasveitir að spila. Það var alveg æðislegt og ég borðaði fyrsta ís sumarsins fór úr sokkunum og bretti upp á buxnaskálmarnar og lagðist í grasið. Mikið finnst mér annars lúðrasveitir erfiðar! Sorry frændur mínir, en það er bara eitthvað svo mikill hávaði í þeim... og í dag voru hljóðnemar bara á sumum svo oftast heyrði maður bara í básúnunum eða horninu... og allir náttúrulega hálf-rallandi svona eins og siður er á Valborgsmessudag. Svo hjólaði ég heim og það var næstum traffík á hjólastígnum, svo margir úti í dag. Allt í einu fann ég svo lykt af nýslegnu grasi!!! Mmmmmm gott gott. Það á að vera svona gott veður næstu daga svo ég ætla þvílíkt að ná mér í lit um helgina. Kannski nærri lagi að maður brenni, það er vanalega svoleiðis í vorsólinni. Kannski maður fari niður að sjó og grilli pylsur á einnota grilli! Ekki svo slæm hugmynd. En sjórinn er ennþá kaldur svo þið skuluð ekki halda að það sé einhver Mallorca-stemning hérna.
Heyrðu já! Svo á Kalli kóngur afmæli í dag! Hverjum er svo sem ekki sama um það?

Kom kall að kíkja á gatið í gólfdúknum okkar í morgun. Hann sagði að þetta væri 20 ára gamall dúkur og ætlaði að reyna að fá leigumiðilinn til að borga fyrir að skipta um. Annars ætlar hann bara að laga akkúrat í kringum gatið sem kostar nú nógu mikið.

Ég held ég hætti núna og athugi hvað Maggi er að bardúsa. Hann er ekki kominn heim og ég fer að verða einmana...

29. apríl 2004

Maggi...

á afmæli í dag!!! Veiiiiiii!! Til hamingju með afmælið!!! Hann fékk auðvitað pakka í rúmið í morgun en svo var hann bara í skólanum í allan dag greyið. En súkkulaðikakan var að koma úr ofninum svo það væsir ekki um hann núna!

Ég var að vinna í gær til 17:50!!! Ég hef alrdrei verið svona lengi í vinnunni áður enda var ég orðin blind þegar ég loksins hjólaði heim. Það er bara svo mikið að gera að maður stendur á haus og gleymir næstum að blikka augunum. Ég var t.d. með súkkulaði með mér í nesti og gleymdi að borða það!!! ÞÁ er mikið að gera hjá mér!!! En sem betur fer eru bara 3 dagar eftir. Ég bara skil ekki ykkur sem vinnið svona nánast alla daga. Hvernig er það hægt? Eitt sem ég var að spá í, hérna vinnur maður alltaf 8-16:30 ef maður er í 8 tíma vinnu. Sem sagt hálftími óborgaður hádegismatur. Er ekki 8-16 vinna heima og borgaður hád.matur? Minnir það einhvernvegin.

Mmmmm... það er allt orðið svo grænt og fínt úti. Og túnfíflarnir alveg breiða svoleiðis úr sér. Man þegar maður var alltaf að tína fífla og gefa mömmu, voða góð.... endalausir fíflavendir í glasi á eldhúsborðinu. Mér finnst bara fíflar eitthvað svo notaleg blóm! Svo eru kirsuberjatrén farin að blómstra svo það eru hvít og bleik tré út um allt. Samt ekki ennþá hérna í V-Frölunda... ekki alveg í takt við restina af borginni... Ég er allavega farin að hlakka til fyrsta sjóbaðsins og vona að það verði þegar familían er hérna. Á morgun er Valborgarmessukvöld, þá eru kórar út um alla borg og syngja inn vorið og svo eru brennur um kvöldið, að brenna út veturinn. Það á að vera sól og heitt og ég og Anna ætlum að fara niður í Trädgårdsföreningen og hlusta á alla háskólakórana syngja. Ég söng nú þarna síðastl. tvö ár í kórnum sem ég var í.

Best að fara að sinna afmælisbarninu og borða köku. Namminamm. Skrámur er líka að væla um athygli, greyið.
Gleðilegt sumar enn og aftur.

27. apríl 2004

Vinna?

Anna J. (ein af þessum sænsku Önnum... eru ekki nema fjórar) hringdi í mig frá Stkhólmi í gær og sagði mér frá vinnu sem vegna mistaka hafði ekki komið með í síðasta tölublað talmeinafræðinga. Ég hringdi auðvitað strax í morgun og fékk mjög jákvæð viðbrögð. Þetta er leikskjóli fyrir börn með seinan málþroska, eða "språkförskola" eins og þetta heitir á máli innfæddra. Ég veit voða lítið um starfið, en sendi inn umsókn áðan og konan ætlaði svo að hringja í næstu viku og boða mig í viðtal!!! Það er allavega mjög jákvætt, að fá að fara í viðtal, mitt FYRSTA atvinnuviðtal!! Svona "språkförskola" er eitthvað sem mér finnst að ætti að vera til heima. Þetta eru börn sem ekkert annað amar að en að málþroskinn er eftir áætlun, sem sagt ekki á eftir í öðrum þroska (ef það er nú hægt að einangra þetta allt svona...hmmm...). Oftast er þetta deild á annars venjulegum leikskóla en það þarf að fá tilvísun til að komast inn.

Hef verið heima við skriftir í dag. Gengur ágætlega og held ég sé að fara að hætta þessu. Anna fær svo að sitja við á morgun, en þá er ég að vinna.

Talaði heillengi við Fridu vinkonu í gær. Hún býr í hverfinu sem við flytjum vonandi í, bara í næsta húsi. Við ákváðum að auðvitað mundu þessi íbúðarskipti ganga upp og að við ætluðum alltaf að vera í heimsókn hvor hjá annari, öskra á milli svalann og helst að hafa svona "spottasíma" með plastglösum á endunum til að kallast á!! Gera nágrannana brjálaða! Því miður kemst hún ekki í brúðkaupið (sniff) en sem refsing á hún að hjálpa okkur að flytja og svo elda 3ja rétta máltíð að því loknu og bjóða okkur í! Ekki nema sanngjarnt, grísinn sá arna, koma ekki í brúðkaupið mitt!!!!

Og að lokum:
"Live! Live the wonderful life that´s in you!
Let nothing be lost upon you.
Be always searching for new sensations.
Be afraid of nothing."

-Oscar Wilde-

26. apríl 2004

ohhhhhhh

svo pirrandi þegar "handleiðararnir" vilja að maður breyti svona miklu rétt fyrir skil!! Reyndar er ég nú pínu neikvæð (eins og vanalega) því það er ekki eins og við þurfum að breyta í textanum, eða bæta við miklu, en það þarf að færa til fullt af texta fram og til baka og það fer eitthvað í mig að þær skildu ekki segja þetta fyrr! En auðvitað eru þær bara mannlegar eins og aðrir. En ég er farin að hlakka mikið til að skila þessu. Satt best að segja dálítið þreytt á þessu í augnablikinu. Hlakka mikið til í vor...

Dreymdi í nótt að ég hafði tekið stærðfr.próf og ekki fengið rétt fyrir eitt einasta dæmi! Ég var líka alveg steinhissa á þessu. Men men... mig dreymir alltaf svo skrýtna drauma að þetta er nú ekkert. Bið að heilsa ykkur í bili.

25. apríl 2004

Pönnsur!

Mmmmmmmm.... pönnukökur! Maggi bakaði pönnsur á föstud.kvöldið og það var svooooo gott! Mig langaði í pönnsur í morgunmat áðan!

Í dag er Daði 18 ára! Ég get svarið það hvað tíminn líður. Og þetta minnir mig óþægilega á að ég er að verða 28 ára, af augljósum ástæðum (þar sem ég er víst 10 árum eldri en hann). En það er víst ekki tekið afturfyrir sig með það, eins og amma Jóna mundi segja og því óska ég Daða til hamingju með daginn!! Vildi óska að ég væri í kaffiboðinu...

Horfðuð þið á eurovisionþáttinn í gærkvöldi? Það var sá sami og við vorum að horfa á á föstud.kvöldin, með Eiríki Hauks! Þetta er þáttur sem ég held að sé alltaf fyrir þessa keppni, allavega síðan ég flutti hingað, og mér finnst hann ferlega skemmtilegur. Reyndar skiptum við alltaf um stöð þegar lögin eru spiluð.... En þetta er í fyrsta skipti sem fulltrúar frá öllum norðurlöndunum eru með. Hugsa sér að Eiríkur Hauks skuli vera fulltrúi Íslands. Er hann ekki orðinn Norðmaður núna? Allavega finnst mér að þið ættuð að horfa á hann næstu helgar ef þið misstuð af honum í gær. Maður verður nú að vera viðbúinn þegar aðalkeppnin er! Þá helgi verð ég í Dölunum, nánar tiltekið í höfuðstað þess landshluta, Falun! Anna H-C vinkona er þaðan og við ætlum að skella okkur vinkonurnar. Fórum nefninlega í fyrravor á heimaslóðir Önnu Å. og í sumar koma þær til Íslands svo þetta er ekki nema sanngjarnt. Það er voða fallegt í Dölunum, skógar og vötn og þar er líka Falugruvan, þar sem maður vinnur þennan sérstaka rauða lit sem menn notuðu á húsin sín í gamla daga. Ég held að ein af mínum fyrstu minningum tengist einmitt Falugruvan, því ég man eftir að hafa verið í fanginu á afa Torfa eða pabba og fengið hjálm á hausinn og farið niður í jörðina og það var svo skrýtið ljós! Ég hef verið rúmlega 2ja ára (er það ekki pabbi og mamma?). Ég er mjög stolt af þessari minningu því þetta er ekki eitthvað sem er til á mynd og hefur verið prentað inn í hausinn á mér síðan þetta gerðist. Annars held ég því líka fram að ég muni þegar ég var um eins og hálfsárs og sat á tröppunum í Rauðagerði og beið eftir að amma kæmi heim og það var slabb og snjór og ég var orðin blaut á rassinum en samt hreyfði ég mig ekki. En þetta er til á mynd svo það gæti verið eitthvað sem ég hef búið til.

Við erum að fara á tónleika hérna í Kulturhuset við hliðina á okkur. Það er systir Önnu Å. sem stjórnar þeim kór og við þekkjum hana dálítið svo við ætlum að skella okkur. Voða þægilegt líka að skreppa bara út fyrir dyr og vera kominn! En fyrst þurfum við að fara og versla í matinn, eitt af því sem mér finnst nú ekkert sérlega skemmtilegt....en er víst nauðsynlegt ef maður vill eiga eitthvað að eta í kotinu.

Viljiði heyra dálítið sætt!? Skrámur sefur oft uppí hjá okkur og oft leggur hann höfuðið á hausinn á mér og aðra loppuna um hálsinn á mér! Og svo sofum við svona, ógó kósý! Vaknaði við að hann var að koma sér fyrir á mér í morgun. Ekkert lítið krútt þessi köttur.

Best að fara að versla.

23. apríl 2004

Meira um giftimál

Hún Stella í bekknum mínum er frá Grikklandi. Þegar hún trúlofaði sig fyrir um 2 árum á sínum heimaslóðum var boðið til veislu sem foreldrar hennar stóðu fyrir eins og siður er í Grikklandi. Um 450 manns mættu!!!! Og eins og siður er í Grikklandi gáfu hin nýtrúlofuðu gestum sínum litlar gjafir sem þökk fyrir að koma. Nú eru Stella og Stelios búin að ákveða stóra daginn, næsta sumar í júní. Okkur fannst auðvitað mjög forvitnilegt að heyra hversu margir mundu mæta núna. Hún sagði að það væri mjög erfitt að segja, en kannski svona um ÁTTAHUNDRUÐ MANNS!!!!! 800!!!! Við erum ekki að grínast, ég átti ekki orð. En þetta er ekkert mál sko, því foreldrar þeirra beggja (í þetta skiptið taka foreldrar hans þátt) skipuleggja allt. Hún ætlar kannski að fara í svona viku næsta vor og leita að kjól og svo bara mæta svona viku fyrir brúðkaup. Spáiði í þessu, það þarf að kaupa mat fyrir 800 manns og það er ekki siður að láta vita hvort maður kemur eða ekki svo það er bara gjöra svo vel að éta afganga eins og galinn í 2 ár ef fólk lætur ekki sjá sig. Það þarf að finna sal sem tekur svona marga...hvað ætli það sé heima? Laugardalshöll???? Ekki skrýtið að þau séu byrjuð að skipuleggja (sko foreldrarnir) núna!

Við erum að fara að skila ritgerðinni eftir rúmlega viku!!! Ákváðum að skrifa í sitt hvoru lagi í dag, en það er reyndar bara pínulítið eftir. Samt mjög erfið tilhugsun að þurfa að fara að láta þetta frá sér. Ætli manni finnist þetta nokkurn tíma tilbúið? Reyndar verðum við mjög líklega að gera smá lagfæringar og svoleiðis eftir skilin líka, sem prófdómari og ritskoðendur finna að....

Höfum ekkert heyrt um vinnu eða íbúðarmál ennþá. Bannað að spyrja að fyrra bragði!

21. apríl 2004

Afsakið!

Byrja á að afsaka mig:
Fyrirgefðu Daði bróðir fyrir að afmæliskortið til þín mun ekki ná fyrir sunnudaginn! Setti það í póstkassa sem verður ekki tæmdur fyrr en 16 á morgun, asninn ég. Lá við að ég setti hendina inn til að reyn að ná í það aftur, en minnug fyrri reynslu um ákveðið atvik og póstkassa, þá ákvað ég að láta það vera. Sorry!
Fyrirgefðu Tinna frænka fyrir að ég setti þig ekki í frændhornið! Bæti hér með úr því.

Var að vinna í dag og kom ekki heim fyrr en hálfsex sem er seint fyrir mig. Ég reyni yfirleitt að fara út á slaginu og helst fyrr...... er líka á tímalaunum svo það er allt í lagi með það. En nú gleymdi ég mér alveg í að útbúa hjálpartæki fyrir einn sjúklinginn; teikna og klippa og líma og svona! Eitthvað fyrir mig. En þegar ég kom heim stóð blómið aftur á gólfinu!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Engin mold í kring, bara eins og það hefði berið lagt þarna. Og í þetta skiptið var engin gardína fyrir til að taka á móti því! Ég get svarið það, þetta er nú pínu spúkí.

Fékk tölvupóst frá Stkhólmi, frá þeim sem ég var að sækja um vinnu hjá. Hún sagði að það væru nokkrir búnir að sækja um og hún væri að sortera þetta. Bendir til að ég muni ekki fá þetta....sniff.....

20. apríl 2004

Upp á nýtt!

Já, ég er nú hrædd um það, aftur búin að breyta. Það er svo gaman!!!!! En í þetta skipti notaðist ég við tilbúið útlit og breytti bara smá stöfunum og svona. Bætti líka við frænkum mínum og vona að þær hafi ekkert á móti því....hmmmmm.

Ég fór að reikna út hvað brúðkaupið gæti kostað okkur. Ómægod!!! Við vorum búin að hugsa okkur ákveðið "þak", en erum strax komin yfir það! Reyndar vitum við auðvitað ekki hvað maturinn og drykkjarföngin koma til með að kosta ennþá... en þetta verður svo skemmtilegt að vonandi gleymir maður kostnaðinum.

Ég fór með sporvagni í skólann í morgun því það rigndi svo mikið. Þá má hjólið vera heima því hárgreiðslan fer alveg í rugl í rigningu...hihihi. Allavega, það er svo gaman að fylgjast með fólkinu í sporvagninum! Stundum gleymi ég næstum að fara út ég er svo mikið að horfa og hlusta (samt EKKI eins og amma Jóna eða Jóna Björk!!!) Í dag var geðfötluð kona sem talaði og talaði við sjálfa sig alla leiðina og það var ekkert smá bull. Verst þegar maður er einn og getur ekki alveg hlegið upphátt. Oftast er líka einhver alki sem þarf að spjalla eða gömul kona sem situr í ytra sætinu og lítur út fyrir að geta myrt hvern þann sem vogar sér að svo mikið sem gjóa augunum að lausa sætinu fyrir innan hana. Það er alveg eins með Svía eins og Íslendinga, maður sest ekki við hliðina á fólki ef það eru laus 2 sæti. Best að verja sitt persónulega svæði og helst ekki horfa í augun á neinum. Maður gæti þurft að segja eitthvað eins og "góðan daginn" og þá er dagurinn ónýtur! Tala við ókunnuga? Aldrei! Reyndar er fólk hérna í Gautaborg víst opnara en t.d. stokkhólmsbúar. Er mér sagt allavega. Verður þetta ekki bara verra og verra því stærri sem borgirnar eru? Allavega hérna í N-Evrópu. Mikið væri nú gaman að vera einversstaðar í S-Evrópu núna! Í þægilegum hita og aldrei að gá til veðurs, alltaf sama veðrið.

Elsku mamma mín á afmæli í dag!!! TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ MAMMA, HÚRRA HÚRRA HÚRRA!!! Vonandi ertu búin að fá sendinguna frá okkur. Svo verður Daði 18 á sunnudaginn og Hjalti eitthvað gamall 15.maí. Maður missir víst af allsherjar sameiginlegri afmælisveislu um helgina, sniff.... Svo týpískt. En það eru nú allir alveg að fara að koma í heimsókn. Veiiiii!!!

19. apríl 2004

20°C

í dag!!! Samt var skýjað, það var ekkert smá notalegt að fá hlýjan vind á móti sér til tilbreytingar. Það bregst ekki, það er ALLTAF mótvindur, sama í hvaða átt maður hjólar. Ég sver það, það ætti einhver að rannsaka þetta.

Ég held að það sé húsálfur hérna! Á laugardagsmorguninn þegar ég kom fram var eitt blómið úr glugganum komið fram á gólf. Það er ekkert nýtt, Skrámur dettur endalaust um þau og allt fer út um allt. En í þetta skiptið stóð blómið snyrtilega á gólfinu, engin mold í kring og þar að auki var dregið fyrir!!! Blómið stóð sem sagt fyrir framan gardínurnar!! Skrýtið.....

Skrámur hefur annars ekkert kú.... á gólfið núna í langan tíma. Blóm í hattinn fyrir það.

18. apríl 2004

Trúlofun

Þá eru Anna Å og Johan búin að trúlofa sig! Til hamingju með það, þó þið lesið þetta ekki og þó þið gerðuð það munduð þið ekki skilja þetta ha ha. En þau trúlofuðu sig sem sagt skipulega: búin að ákveða stað og stund fyrir löngu síðan! Svona er líka hægt að gera það. Sem minnir mig á að ég er að fara að gifta mig og það eftir bara fáeina mánuði. Við erum búin að vera dugleg að undibúa undanfarið og farin að tala um tónlist í kirkjuna og svona. Algjör vandræði að þekkja svona mikið af tólistarfólki, svo erfitt að velja sko!
Í Svíþjóð trúlofar maður sig með slétta gullhringa fyrir bæði, en svo fær konan nýjan (oftast alveg eins) í brúðkaupinu. Þannig að hún er með tvo en hann einn. Skrýtið!! Veit einhver á hvorum fingrinum trúlofunarhringuinn á að vera eftir brúðkaupið? Á maður að skipta yfir á hægri þá? Maður sefur varla fyrir áhyggjum sko *glott* Smá grín, annað sem er á forgangslistanum en að hafa áhyggjur af því!

Vinnuvikan framundan og allt bara gott í sambandi við það. Það gengur svo vel með ritgerðina og við Anna vinnum svo vel saman að mér finnst alldeilis ágætt að skrifa lokaritgerð.

Góða nótt!

17. apríl 2004

Johnny og þvottavélar

Ég skil ekki neitt í neinu! Í tvo daga gat ég ekki lesið nema gömul og bleik blogg, og komst svo að því í gær að ef ég sleppti www á undan "himnasending" þá kom allt það nýja með! Nú virðist vera hægt að gera bæði http://www.himnasending.blogspot.com og http://himnasending.blogspot.com

Þvottadagur í dag og Maggi stakk af á tónleika. En það gerir ekkert til, því það á bara eftir að taka hann niður. Ég get ekki beðið eftir þeim degi þegar við eignumst okkar eigins þvottavél! Þvílíkur lúxus. Hérna er bara hægt að þvo einu sinni í viku því það er alltaf fullt! Til dæmis er ekki næsti lausi tími fyrr en næsta laugardag kl. átta um morguninn!!! Þið sem þvoið á hverjum degi: reynið að minnka það í einu sinni í viku og sjáið hversu skemmtilegt það er. Og við erum bara tvö, aumingja fólkið hérna í húsinu sem á börn. Veit um eina konu sem á fjóra litla stráka!!! Kannski er hún heimavinnandi og getur setið um þvottatímana, hver veit? Held sko að þetta sé algjör mafía, því stundum er búið að taka frá tíma 3 vikur fram í tímann svo ég held að sumir séu með fleiri en einn lás!!!! Skamm skamm

Tókum Pirates of the Caribbean í gær. Hún er voða skemmtileg og Johnny Depp alltaf jafn myndarlegur, þó hann sé m.a.s. með yfirvaraskegg!! Ætlaði nú alltaf að giftast honum þegar ég var lítil, best að senda honum bréf og segja að hann hafi misst af sínu tækifæri! Ég er lofuð öðrum, sorry Johnny!!

Góða helgi

16. apríl 2004

Fundersam

Hvað er eiginlega málið?

Ósamþykkt

Pistillinn minn um súkkulaði er ekki hérna! Og ég breytti líka síðunni og hún var ekki svona bleik lengur, en það virðist eitthvað vera klikk. Tölvan samþykkir ekki þessar breytinar. Gáum hvað gerist þegar ég birti þetta.

15. apríl 2004

Súkkulaði

Halló! Ég var að koma frá súkkulaðismökkunarnámskeiði! Það var sko ekki amalegt. Þetta er svona svipað og vínsmökkun, alveg svaka vísindi á bakvið þetta. Þess vegna ætla ég nú að skrifa smá pistil um súkkulaði svo þið getið líka farið að njóta þess betur að borða þetta frábæra efni!
Vissuð þið t.d. að súkkulaði má ekki heita súkkulaði nema það sé a.m.k. 35% kakó í því? Þetta er nú samkvæmt sænska "livsmedelsverket", veit ekki hvernig það er heima. En t.d. svona suðusúkkulaði hérna er ekki nema 7% kakó og svo bara fullt af sykri og rjóma og svona svo það er ekki súkkulaði!!!
Kakóbaunin kemur úr ávexti sem vex beint á trjástofni kakótrésins. Það vex bara á ákveðnum baug jarðarinnar og þýðir ekkert að reyna að rækta það annarsstaðar. Kakóbaunin kemur aðallega frá S-Ameríku og Afríku, en svo er hún hins vegar send til Evrópu og unnin þar og gerð að súkkulaði. Belgískt og franskt súkkulaði er sem sagt ekki belgískt eða franskt því það er ekki hægt að rækta kakó neins staðar í Evrópu! Alvöru súkkulaði á BARA að innihalda kakó, rörsykur (er það kannski sykurreyr á íslensku?), ekta vanillu og svo kannski soya. Annað á ekki að vera, ekki sykur, ekki mjólk eða braðgefni!
Hér kemur það besta: súkkulaði er svo hollt að það væri nánast hægt að lifa á því og vatni og fá í sig öll næringarefni! Fyrir áhugasama er innihald kakósins:
Théobromin!
Koffín (ekki mikið)
Fenyletylamin
Serotonin! (Efni sem heilinn þarf til að "gleðjast", vantar þegar maður er þunglyndur)
Thyramin
Histamin
A, B1, B2, B5, (C), D og E-vítamín!
riboflavin
kalcium
járn
magnesium
fluor!!!!!
fosfor
natrium
kopar
prótein, fita og kolhydrat


Og hana nú! Í ameríska hernum hafa þeir t.d. prófað að láta hermennina lifa á þessu í tvo mánuði. Það er miklu hollara að fá sér einn lítinn alvöru súkkulaðimola en kaffibolla og maður finnur svipuð áhrif þ.e. verður "hressari".
Þið sjáið það að ég er alveg seld. Súkkulaði í öll mál framvegis. Og mann langar ekki í meira þegar maður borðar svona súkkulaði. Ekki eins og með páskaeggin, blessuð sé minning þeirra!

Nóg um þetta. Í dag var peysuveður! 14 stiga hiti og sól og ég barðist við rassaspassa og náði honum út! Fyrstu 20mín var hann algjör "lágfóta" og skottið dróst í jörðinni en svo varð hann kræfari og skottið lyftist og hann klifraði m.a.s. í tré og borðaði maur og fullt af grasi (mér sýndist það nú vera meira og minna síðan í fyrra, allt dautt og litlaust). Nú er kominn háttatími. Sendið endilega fyrirspurnir ef þið viljið vita meira um súkkulaði *hahaha*.

14. apríl 2004

Kannski...

...aðeins og mikið? Fór ég yfirum í litavali? Já mamma, þetta er bleikt!!! Við skulum nú sjá hvað þessi litasamsetning endist lengi. Ég er mikið fyrir að breyta til. Þoli ekki til dæmis að hafa sama dúk á borðinu of lengi. Eða svo er þetta af því að ég á svo erfitt með að ákveða mig?

Hvað finnst ykkur???

13. apríl 2004

Oh my God!!!

Thegar eg byrjadi i naminu, 1998, var eg tekin upp a band. Allir nemar sem byrja i talm.fr. eru teknir upp thar sem vid lesum akvedinn texta og endursegjum svo og eitthvad meira. Thetta var sem sagt gert fyrstu eda adra vikuna mina herna i thessu landi. Eg var ogo stressud fyrir thetta og fannst svo pinlegt hvernig eg taladi. I dag var thetta gert aftur! 6 arum seinna!! Og eg er ekki ad grinast, munurinn er OTRULEGUR!!! Fyrir thad fyrsta heyrist hvad eg er stressud i fyrri upptökunni, röddin titrar, er spennt og eg tala rosalega hratt og framburdurinn alveg horror. Nuna var eins og allt önnur manneskja saeti i stolnum, svo afslöppud og med allt annan hljom i röddinni. Eg get svarid thad, thetta var storkostlegt ad heyra. Thad var "botn" i röddinni, hun kom ekki bara ur halsinum. En thad sem mer fannst thetta erfitt tharna fyrst. Herregud.

Allavega. Nu er klukkan bara 10 og Anna kemur ekki hingad (i skolann) fyrr en um hadegi. Eg var nefninlega buin ad gleyma ad thetta staedi til thegar vid akvadum timann. Eg verd bara ad vera dugleg ad lesa yfir ritg. okkar og finna eitthvad til ad laga og breyta.

Vid Maggi (adallega Maggi samt) erum allt i einu komin med voda ahuga a ad forrita! Thad er sem sagt von a breytingum a thessari sidu, i lit og stil og svona, naestu daga. Og örugglega nokkrum sinnum adur en eg akved hvernig eg vil hafa hana endanlega. Svo varid ykkur bara, kannski skrifa eg med skaerGULUM stöfum a morgun!!!!!

Heyri i ykkur! Bleble

12. apríl 2004

Skrifið nú endilega í "comment" svo ég viti að einhver lesi þetta!!
Namm...þetta voru góðir páskar! Svínasteikin tókst voða vel og var étin upp til agna. Eyjó var settur í að brúna kartöfflur því þá var hægt að kenna honum um ef það mistækist. Og það mistókst!! Þetta voru meira svona kartöfflur með sykri á. Steiktar kartöfflur með sykri!!! Ég get svarið það, sykurinn varð aldrei brúnn! Kannski af því ég var að passa mig að hafa svo lágan hita eins og Solla frænka sagði mér.... égbaraveitekki! En þetta var allt saman borðað með heimsins bestu sveppasósu og rennt niður með fínasta rauðvíni. Svo bað ég karlmennina bara vinsamlegast að afsaka mig því ég varð að horfa á úrslitakvöldið í Fame Factory. Það var ekkert smá spennó maður en sá besti vann!! Aumingja Eyjó þurfti að sitja yfir þessu með okkur.

Jæja, á morgun tekur sko alvaran við á ný. Skrifa skrifa skrifa. Það verður nú bara fínt held ég því við erum vonandi endurnærðar eftir fríið og fullar af orku eftir sykurinn. Blessó

10. apríl 2004

Jæja, þá er búið að slátra svíninu og mjólka ríkisbeljuna! Það verður auðvitað svínasteik með puru eins og hefð er fyrir og brúnaðar kartöfflur mmmmmmmmmmmm.... bara að reyna að forðast að brúna meira en kartöfflurnar, eins og t.d. innréttinguna. Það er reyndar langt síðan það gerðist og gerði bara ennþá páskalegra!
Í fyrradag fengum við svo pakka frá tengdó! TVÖ páskaegg!!! þannig að nú eigum við þrjú. Eitt var reyndar brotið svo við erum alveg óvart búin að borða innan úr því....úps!!! En ekki súkkulaðið sjálft, það er alveg bannað. Gvöð, ég hlakka svo til að smakka! En vitiði hvað mig er búið að langa svo í undanfarið?! Kjötsúpu!!! Já og kjöt í karrí, og kjötbollur í brúnni sósu og slátur og soðna ýsu með kartöfflum og bjúgu...þetta er nú bara maturinn hennar mömmu! Mmmm.... Það er sko alltaf jafn leiðinlegt að elda á þessu heimili, finnst mér sko. Við erum alltaf með það sama eða svo verður ekki neitt úr neinu. Skrýtið hvað mér finnst leiðinlegt að elda en get svo alveg fengið þá flugu í höfuðið að baka köku!!!

Í gær skrifuðum við næstum öll boðskortin. Hvað haldiði þegar ég var að fara að skrifa á þessi sænsku þá uppgötvaði ég stafs.villu!!! Alveg svoleiðis týpískt. Sem betur fer samt, og þetta eru nú ekki svo mörg kort sem eru á sænsku. Svo sá Maggi aðra villu í þeim sem var heldur verri, við báðum fólk að taka dasskorna í staðin fyrir dansskorna. Dass er sama og skíthús eða klósett!!! Hefði nú verið alveg glatað að senda það hihihihi! En það sem netið er búið að koma að góðum notum í heimilisfangaleit! Alveg er þetta stórkostleg uppfinning! Svo fórum við áðan og skoðuðum hringa. Sáum eitt par sem okkur leist mjög vel á og ekkert svo dýrt. Ætlum samt aðeins að skoða meira. Mér fannst nú sumir hringarnir heldur þunnir og "dótalegir" eitthvað! Hélt að gull væri svo þungur málmur. Kannski var þetta bara dótabúð???? Í dag eru 4 mánuðir í stóra daginn. Vííííí.....!!!!!!!!!!! Farin að hlakka mikið til.

Ætli maður liggi ekki í súkkulaðikóma á morgun og hinn, svo ég bið ykkur bara að fara varlega í átið og Gleðilegan súkkulaðimolapáskaunga!!

8. apríl 2004

Hringdi til Stokkhólms til að heyra með vinnuna sem ég sótti um. Það voru 14 umsækjendur og þær ætla bara að taka þá 3 sem eru með mesta reynslu í viðtal. Ég er ekki meðal þeirra:( Ég er hundfúl. En það þýðir ekki, ég ætla að sækja um hjá 2 einkatalm.fr. og svo eru fullt af öðrum stöðum sem ekki eru auglýstar...held ég. Samt hundleiðinlegt því mig langaði svo mikið í þessa vinnu.

Heima að skrifa í dag. Skírdagur er ekki rauður dagur hér og eiginlega eru páskarnir bara ekkert merkilegir hérna. Hjá flestum allavega. Í fyrra man ég að við pöntuðum okkur pizzu á föstud.langa og föttuðum svo að allir pizzastaðir eru reknir af tyrkjum svo það var kannski ekki svo skrýtið. Hérna er laugard. fyrir páksadag aðalhátíðin, allavega um kvöldið. Svona eins og aðfangadagskvöl nema fólk skítur upp ragettum og er almennt með læti. Annar í páskum er svo bara ekki neitt. Reyndar samt frídagur. Ég ætla allavega að reyna að taka smá til í dag og skreyta með þvi skrauti sem eftir er (er búin að setja upp allavega helminginn). Eva og Eldar koma ekki í steik á páskadag, ekki hissa á því. Grænmetisæturnar og með kattarofnæmi....

bless í bili

7. apríl 2004

Jebb!
Hægt að fara á klostið á ný. Gæjinn með stóru græjurnar náði stíflunni, voru bara ryðguð rör. Hann stundi bara og sagði "Stjörnuhúsin"! (Húsin hér í kring eru fimmhyrnd og þekkt í arkítektabókmenntum fyrir það. Kölluð Stjöruhúsin). Rörin svo gömul.

Vildi bara að þið hættuð að hafa áhyggjur af þessu. Góða nótt!

6. apríl 2004

Éggetsvosvariðða!! Pípulagningarmaðurinn kom með einhvert hreinsitæki með bursta á endanum og hann tróð því leeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeengst ofaní niðurfallið í vaskinum. Ekkert gekk. Nei, nú varð hann að TAKA KLÓSETTIÐ "Í SUNDUR" og troða hreinsinum ofaní niðurfallið undir klóstinu. Ekki fögur sjón get ég sagt ykkur (já ég stóð og fylgdist með). Hann hamaðist þarna í korter, en hann komst ekki í gegnum stífluna. Svo nú er hann búinn að hringja í eihvern með "stærri græjur" sem kemur þá með kvöldinu. Bara eins gott að halda í sér því klósettið er út á miðju gólfi og baðkarið líka, hálffult af vatni ennþá og fljótandi hár og ógeð út um allt. Manni er nú svona hálfbumbult! Svo áður en hann fór fór hann að sýna mér hvernig ætti að setja klósettið aftur saman! Kann hinn kallinn það ekki??? Öööööö.....

Framhald í næsta þætti.
Er ekki eitthvað máltæki sem segir að maður eigi ekki að lofa daginn fyrr en að kveldi eða eitthvað álíka? Það er allavega lærdómur dagsins. Á leiðinni heim úr skólanum kl. fjögur var ég einmitt að hugsa hvað þetta hefði verið viðburðarlítill dagur, bara í skólann og skrifa og aftur heim. Hvað mætir mér þegar ég kem heim nema Maggi í baði.....ekkert skrýtið við það, hann fer oft í bað. En....það fór allt á flot þegar hann ætlaði að tæma baðkarið! Ég meina sko, allt á flot og hann tæmdi ekki nema smá. Sem sagt, niðurfallið illilega stíflað. Hvað gerir maður þá, nema reyna að hreinsa það. Oj oj oj oj ojbarasta!!!!!!!!! Við erum að tala um 30cm kringlótt gat í gólfinu, grænt af myglu og þúsund ára gömlum skít sem þurfti að losa og svo var bara að fara að AUSA vatninu af gólfinu. En það gekk ekki betur en svo að þegar maður hellti vatninu í vaskinn eða klósettið kom það upp úr niðurfallinu! Við reyndum dágóða stund og náðum eiginlega að tæma gólfið, en svo endaði á að ég hrindi í "neyðarnúmerið" og það á einhver að koma. Til að bæta gráðu ofan á svart hafði ég lagt af stað úr skólanum með fulla blöðru og ég var að koma frá því að fara á klósettið....á bókasafninu! Ha ha ha, þetta er nú meiri vitleysan. Og Skrámur var auðvitað búinn að kúka líka á mottuna í svefnherberginu þegar ég kom heim. Úff.... hér væri gott að geta skrifað þetta máltæki ef ég bara kynni það.

Vinnudagur á morgun. Alltaf jafn leiðinleg tilfinning að vita að maður þurfi að vakna svona snemma. Æ, og ég hef ekkert heyrt frá Stokkhólmi í samb. við vinnu. Skræfan ég þori ekki að hringja og ath. hvað hún segir.

Best að halda áfram að bíða eftir niðurfallskarlinum. Blessó

5. apríl 2004

Brrr...það er aftur orðið kalt! Samt bara svona vor-kalt, ekki neitt til að hafa áhyggjur af. En samt spurning hvort maður splæsi á sig sporvagni í skólann. Nú klukkan eitt er fundur með handleiðurunum okkar (okey okey leiðbeinendum þá). Spennandi að vita hvað þær segja þar sem við erum búnar að setja inn alls konar línurit og töflur og læti.

Ég var með mígreni í alla nótt!!! Hefur aldrei gerst á öllum mínum mígreniferli. Alltaf getað sofið það úr mér, en nix, ekki í þetta skipti. Tók töflu í morgun svo nú er þetta aðeins skárra, allavega get ég setið hérna fyrir framan tölvuna!

Helgin var fín. Ekkert gerðist samt. Jú! Í gær þegar ég var hjá Önnu H-C að gera boðskortin komu Þórdís og Finnur með páskaeggið!!!! Veiiiiiiiiiiiiiii, páskunum reddað:) Verst að þau komu í allt draslið!!!!
Farin

3. apríl 2004

Jæja, dagur að kveldi kominn, Verslingar unnu og Metallica á leið til Íslands! Naumast að maður fréttir mikið á einum degi. Verst að við misstum af beinni útsendingu sjónvarpsins í tölvunni á þætti Gísla Marteins, og hann virðist ekki vera í upptökusafni þeirra, allavega ekki ennþá. Jónsi frændi með sko, og KKL.

Í gær fórum við á after work með FÍNGON; Félag Íslenskra Námsmanna í Gautaborg Og Nágrenni. Félag sem var endurvakið í fyrra við litlar undirtektir... nema það séu svona fáir íslenskir námsmenn hérna? Ég hef aldrei hitt þetta fólk, en í gær var boðað til hittings á pup. Anna Göta skellti sér með mér enda íslendingaáhugamaður mikill og dýrkar allt sem er íslenskt og að tala íslensku. Hún talar líka svona góða íslensku, bjó 2 ár þar. Við vorum 6 og mér leyst mjög vel á Evu og Eldar, alveg stórkostlegt fólk. Skrýtið hvað mér fannst ég samt lítil þegar þau lýstu hvað þau eru að gera; hún er í alþjóðlegu námi hérna um menningu og hvernig er hægt að hjálpa fátækum þjóðum, vinnur með einhverfum og hefur verið í Palestinu að byggja upp samvinnu þar og langar til S-Afríku að vinna með ungu fólki!!! (löööööööööng setning hjá mér). Hann er DJ en er í fjölmiðlanámi og fór einmitt líka til Palestínu og vann þar! Maggi bauð þeim í páskasteikina og lýsti mjög nákvæmlega að það yrði svínasteik með pöru mmmmmm..... Hmm! Þau eru grænmetisætur. Svo spurði hann hvort þau væru nokkuð með ofnæmi fyrir köttum og Eldar sagði NEI. Eva horfði steinhissa á hann og sagði JÚ! Hann þorði ekki að skella því líka framaní okkur! Fyndið fólk.
En það kemur í ljós hvort þau koma þá ekki bara seinna í heimsókn. Við sátum allavega í 4 tíma á þessum pup. Í fyrsta skipti síðan ég flutti hingað 1998 sem ég umgengst aðra íslenska námsmenn og líkaði bara vel.

Í dag fór rassispassi út! Maggi hélt honum föstum og sleppti ekki fyrr en þeir voru komnir út í skóg. Hann var víst voða varkár og svoooooo feginn að komast inn aftur að hann er búinn að liggja fyrir síðan! Greyið. En hann hefur ekki kúkað á gólfið í nokkra daga.

Mér finnst ég hafa verið í svo löngu fríi núna, 3 daga og það er einn eftir! Yndislegt. Ætla að nýta daginn á morgun vel og undirbúa fundinn á mánudaginn og svo lesa spennubókina mína. Páskavikan framundan og nóg að gera þá. Kannski fæ ég líka að vita eitthvað um vinnuna sem ég sótti um. Úúúúúú........ spennó.
Já, og á morgun fermist Torfi frændi! Til hamingju með það!!!

Góða nótt

1. apríl 2004

Fyrsta sólbað vorsins!
Já, ég get svo svarið það, ég fór í göngutúr út í skóg, eftir margra mánaða fjarveru, og eins og mér finnst skemmtilegast þá fór ég bara út af stígnum og eitthvað inní skóginn. Svo fann ég þetta fína rjóður þar sem var alveg logn og þar sem það er heiðskýrt og 10 stiga hiti fór ég bara út jakkanum og lagðist útaf. Þetta var nú meira svona andlitsbað kannski... en ótrúlga notalegt samt. Ég fann enga maura:( En ég sá eitt sítrónufiðrildi og eitt svona rautt og svart! Og svo heilsaði ég uppá endurnar á tjörninni. Ég er nú einu sinni í fríi!
Skrámur lét sko ekki gabba sig út! Ég sótti ólina hans og kastaði til hans og hann hélt ég væri bara að leika. Ég ætlaði að leyfa honum að halda það og fór þess vegna inn í fataherbergi að klæða mig í skóna. En nei nei, minn fattaði að eitthvað var í gangi og hvarf undir sófa! Algjör snillingur þessi köttur. Ég Þóttist nú bara hafa verið að fara í skóna til að vaska upp, en ekkert bólaði á kisa í laaaaangan tíma. Svo loksins mætti hann og ég tók hann í fangið og gekk að útidyrahurðinni og þá gaf hann frá sér það aumkunarverðasta mjálm sem ég hef á ævinni heyrt! Eg gat bara ekki pínt hann svo ég sleppti honum og hann var undir sófa í lengri tíma.
En sem sagt, þá fór e´g bara ein út. Náði mér i fleiri greinar sem ég er nokkuð viss um að séu svona sem blómstra bleikum blómum.

Í gær var þáttur í TV þar sem fólkið var á Íslandi. Þetta er svona innréttingaþáttur og gæjarnir hafa verið að fara um allan heim og innrétta herbergi. Nú voru þeir mættir á Fálkagötuna. Það var auðvitað sýnt frá Bláa Lóninu, Gullfossi og Geysi og þessu týpíska og svo fóru þeir á djamm á Nasa. Ég sat hérna með hallæris bros og nánast tárin í augunum! Skrýtið hvað ég saknaði allt í einu Laugavegsins og trjáleysisins. En þetta er nú ekki að fara neitt og við komum bráðum heim.

Ég er nú alldeilis búin að afreka meira í dag. Prentaði út öll boðskortin! Ekki alveg vandræðalaust en held að það séu nógu mörg sem tókust. Anna H-C ætlar svo að hjálpa mér með restina...

Hvernig gekk ykkur í Austurbæjarbíói í dag? Var Simon harður?
Hilsen!