29. febrúar 2004

Halló Halló!
Þá er að prófa að blogga í fyrsta skipti. Sennilega er ég að þessu af því að í augnablikinu leiddist mér og ég fór að "surfa" á netinu. Veit ekki hvað ég endist í að skrifa hérna, en það er aldrei að vita!

Það væri nú samt gaman ef fólk læsi þetta og fengi fréttir af okkur hérna megin af og til, því ekki er ég nú dugleg að skrifa tölvupóst...hmmmmm

Í dag erum við búin að vera dugleg að taka til því það er að koma fólk á eftir að skoða íbúðina. Ég hringdi eftir að hafa séð auglýsingu í blaðinu í gær, og þau vilja skipta á íbúðum. Eru samt þegar flutt til Gautaborgar en eru með íbúð í Stokkhólmi. Hverfið heitir Jakobsberg og er í úthverfi. Neðanjarðarlestin gengur ekki þangað, en tekur samt bara 20 mín inn í bæ með venjulegri lest sem gengur þokkalega oft. Þetta er ódýr 3ja herb. íbúð í blokk sem er það fyrsta sem við eigum möguleika á að leigja svo ég vona að þetta gangi upp. Við ætlum auðvitað að kíkja á hana þegar við förum til Stokkhólms í næstu viku. Jú jú við ætlum að skella okkur þangað því Maggi er að fara í inntökuprófin!!!!! Úfffffff allir að krossleggja fingur og leggjast á bæn að hann komist inn!!!

Jæja, hér líkur fyrsta blogginu mínu. ´Vonandi verða þau fleiri....
Hrafnhildur