31. desember 2004

GLEÐILEGT ÁR OG TAKK FYRIR ALLT GAMALT OG GOTT!

Farið varlega með sprengjurnar

30. desember 2004

Úff eins gott að ég fór í vinnuna í morgun! Ég var mjög nálægt því að fá letivírusinn en drattaðist svo af stað. Og rétt í þessu var eitt barnið að gefa mér konfektkassa og knús því ég er búin að "lækna" hann!! Mamman er svona svakalega ánægð og auðvitað ég líka því barnið var einstaklega móttækilegt og duglegt! Ég táraðist bara næstum af gleði yfir þessu.

Annars er lítið að frétta. Það er allt lamað hérna í Svíþjóð vegna jarðskjálftans í Asíu. Tala látinna er kominn upp í um 50 og ennþá eru 1500 týndir. Blöðin birta myndir af grátandi börnum og flugvélarnar koma heim með munaðarlaus börn og fólk sem hefur misst maka og foreldra... þetta er skelfilegt. Ríkisstjórnin fær líka svakalega gagnrýni fyrir að hafa ekki hjálpað til fyrr. Þeir eru fyrst núna í dag að koma heim með slasað fólk frá Tailandi og Sri Lanka. Systurdóttir Monu (sem passaði Skrám) var þarna og er gjörsamlega sálarlega í hassi. Búin að vera tína lík uppúr sjónum og finna mömmur barna og svona. Maður getur bara ekki ímyndað sér hryllinginn.

21. desember 2004

Heimferð

Ef veður leyfir komum Við Hjónin á morgun um þrjúleitið. Ef veður leyfir ekki ætlar pabbi að sækja okkur!!!

Sjáumst:D

18. desember 2004

Árekstur

Það var keyrt á mig þegar ég var að hjóla á lestarstöðina í gærmorgun! Sem betur fer slasaðist ég ekkert. Það var kolniðamyrkur og grenjandi rigning og ég var að fara að leggja af stað yfir ljós með grænt og allt þegar allt í einu bara fann ég einhvern skell og hálf datt til hliðar. Ég fékk náttúrulega svakalegt sjokk og vissi ekkert hvað ég átti að gera. Fann samt að það var í lagi með mig nokkurn vegin og reyndi að bursta af mér skítinn. Svo sá ég að bíllinn sem keyrði á mig stoppaði og út kom maður. Hann hafi ekki séð mig og ekki einu sinni séð að hann keyrði á eitthvað; bara heyrt dynkinn! Hann var sem sagt að beygja til hægri og var líka með grænt ljós. Vissi ekki einu sinni að ég hefði líka verið með grænt. Við vorum bæði mjög sjokkeruð og ég hálf vælandi. Hann gaf mér símanr. sitt og sagðist borga viðgerð á hjólinu og allt. Svo bara reiddi ég hjólið niðrá lestarstöð og fór í vinnuna! EF ég hefði verið komin aðeins lengra út á götuna hefði hann keyrt á MIG. Ekki bara framhjólið á hjólinu... Og ég var ekki með hjálm því það var svo mikil rigning að ég vildi geta haft hettuna! Eru það ekki góð rök? Vá hvað maður er steiktur. Í þetta skipti var ég heppin, slapp með verk í öxl og læri og marbletti.

Þetta telst auðvitað vera vinnuslys og allir í vinnunni voru voða góðir við mig. Ég var send niður á slysó til að ganga úr skugga um að ekkert alvarlegt væri að, sem gæti komið í ljós seinna uppá tryggingar og svona. Fyrst fór ég niður og tilkynnti mig og hjúkrunarmaðurinn bauðst til að hringja í mig þegar færi að koma að mér. Þetta var kl. 8:45. Kl. 11:15 var hringt og ég mátti koma. Samt beið ég svo í ca 10 mín eftir að hjúkrunarkonan tók á móti mér, mældi mig og tók blóðþrýsting og sagði mér svo að liggja á bekknum og bíða eftir lækninum. Hann kom eftir FJÖRUTÍU MÍNÚTUR!!! Ég lá í sterílíseruðu hvítu herbergi með bara þessum bekk og einum stól og ekkert að horfa á eða gera. Hún fór bara og lokaði á eftir sér. Ég hélt auðvitað að það væri búið að gleyma mér og eftir hálftíma fór ég í dyragættina og stundi hátt og ræskti mig og horfði reiðilega í kringum mig. Það hjálpaði ekki!

Já, þetta fær mann til að hugsa sig nokkrum sinnum um áður en maður fer út á götu næst. Og framvegis verður hjálmurinn alltaf á!!! Og nú skil ég þegar fólk segist alltaf endurupplifa vissa hluti. Ég var alltaf að sjá þetta fyrir mér í gær án þess að ég vildi. Myndin bara kom alltaf upp í huga mér.

Jæja, ég er á lífi og bráðum koma blessuð jólin og allt það. Ég er sko farin að hlakka til að koma heim og hitta alla. Í dag er Maggi að syngja á jólatónleikum með Mikaelikórnum og svo er Nynähamnkórinn með jólatónleikana sína í kvöld kl. 22. Ég er sem sagt með þar sko. Maggi tók uppá því að planta mér og 2 öðrum konum uppá orgelloftið þar sem við eigum að byrja á að syngja Det är en ros utsprungen. Smá fiðrildi í maganum...Svo ætlum við að kaupa julegaver á morgun og svo eru bara 2 vinnudagar eftir!! Best að fara að strauja söngfötin!

15. desember 2004


Þetta er Daði bróðir minn í hljómsveitinni Fordæmi!!!

Það var æðislegt í Gautaborginni minni. Það gekk líka vel að ferðast og ég notaði fullt af aðferðum til að minnka kvíðann og gekk rosa vel. Svo var þetta bara eins og að koma HEIM. Ohhhhh Gautaborg ohh GAutaborg.... gvöð hvað ég sakna hennar. En því er ekki að neita að það er ólíkt fallegra hérna í höfuðborginni. Ég hitti Þórdísi og Finn og krakkana og fékk góðan mat að þeirra sið. Við Þórdís fórum á mis, ég náði rútunni frá flugvellinum á síðustu stundu og hún mætti til að ná í mig aðeins of seint án þess að ég vissi!!
Hitti svo allar gellurnar; Kristinu, Önnu og Jenny og allt var eins og í gamla daga. Helgin leið hratt og þegar ég kom heim var bara að setja á fullt að undirbúa Luciudaginn sem var á mánudaginn. Ég tók þátt í Luciu í vinnunni, klædd í hvítan náttkjól með glimmer í hárinu og um mittið og kertaljós í hendinni! Ég var auðvitað bara "þerna" því það getur bara verið ein Lucia sem er með kerti í hárinu. Svo syngja alir Sankta Lucia og nokkur jólalög, áheyrendur drekka glögg og borða bollur með saffrankryddi og piparkökur og tárast. Þetta tókst mjög vel, nema ég þurfti að vakna 04:35 til að komast í vinnuna hálfsjö!!! Zzzzzzzzzzzzz Ekki alveg minn tími sólarhringsins. Týpískt ég líka að vakna hundrað sinnum um nóttina til að gá hvað klukkan var! Við Maggi fórum svo í mat til Elle og Kenny (sem á einmitt bróðurinn Jonny-borið fram með j-i ekki dj-!) og sátum fram eftir kvöldi. Þau eru voða sæt og skemmtileg og finnst greinilega kúl að eiga íslenska vini.
Þetta með Luciu er nú dáltið einum of. Öll bæjarfélög og skólar kjósa Luciu og þetta verður oft eins og fegurðarsamkeppni! Oftast er Lucian sem er valin ljóshærð með sítt hár og blá augu! Leikskólabörnin taka auðvitað þátt og stelpurnar klæða sig upp eins og Lucia meðan strákarnir eru jólasveinar eða piparkökustrákar.


8. desember 2004

Mér tókst það aftur! Og m.a.s. á vinnutíma eins og ég á rétt á einu sinni í viku, já góðir hálsar ég fór í líkamsrækt!!! Tatatata

7. desember 2004

Til lukku!

Í gær var hægt að lesa á síðum Göteborgs Posten að Hrafnhildur Halldórsdóttir væri listamaður dagsins og sú sem skreytti jólagluggann í vissu húsi niðrí bæ. Hvað á þetta að þýða? Er ég tveir? Hélt ég væri bara einn? Skil svo sem vel að einhver vilji taka sér þetta listamannsnafn...

Það var yndislegt að hafa Önnu Dögg hérna um helgina. Við fórum auðvitað niður í miðbæ í þeim tilgangi að tæma kreditkort Önnu. Það tókst víst með ágætum að hennar sögn. Við þurftum að panta flutningabíl undir fötin úr H&M og vorum með 3 að afgreiða okkur. Með naumindum að það sást í okkur undir pokunum í lestinni. Lukkunnar pamfíll þessi Sunneva sem á einhvern hátt þekkir Önnu Dögg... híhíhí. Svo fórum við í gufulest til Nynäshamn á jólamarkað. Það var spes og lestin sagði tufftuff og flautaði alveg eins og í bíó! Markaðurinn var svo ekkert spes...keypti samt smá marsípan í ávaxtalíki og ætla að gefa heppnum í jólagjöf. Það skemmtilegasta við helgina var auðvitað bara að kjafta og hlæja! Gaman gaman.

Ég var eitthvað að tala um jólafríið í kaffitímanum í dag og einhver spurði hvað við ætluðum að gera við Skrám. Ég sagði eins og var að við værum í vandræðum og værum að spá í kattarhótel. Þá stundi Mona upp að það væri nú ekki hægt og hún skildi bara taka hann. Krakkarnir hennar myndu verða svo glöð og það gerði ekkert til þótt hún hnerraði öll jólin! Það er til svo gott fólk. Ég gaf henni auðvitað stærðar knús og þetta er nánast ákveðið ef eitthvað betra dúkkar ekki upp. Mona er góð. Hún hefur líka gefið mér súkkulaði og sagt að ég sé dugleg!

Takk fyrir allar hamingjuóskirnar. Ég er mjög stolt af þessu tilvonandi afreki að verða föðursystir. Takk Hjalti og Vala;-) Ég er auðvitað svo spennt að ég er að drepast og hlakka ekkert smá til að hitta hina verðandi foreldra. Já, nú er hægt að fara að telja niður í jólafrí. Best að setja einn jóladisk á og skrifa nokkur jólakort.

En fyrst Pooh:
"What I don´t like about it is this," said Rabbit. "Here are we - you, Pooh, and you Piglet, and Me - and suddenly -"
"And Eeyore," said Pooh.
"And Eeyore - and then suddenly-"
"And Owl," said Pooh.
"And Owl - and then all of a sudden-"
"Oh, and Eeyore" said Pooh. "I was forgetting him."
"Here - we - are," said Rabbit very slowly and carefully, "all - of - us, and then, suddenly, we wake up one morning, and what do we find? We find a Stange Animal among us. An animal of whom we had never even heard before! An animal who carries her family about with her in her pocket!"


Svona getur þetta verið!

5. desember 2004

Tregða?

TIL-VON-ANDI FÖÐURSYSTIR!!! Þarf ég að stafa þetta skýrar til að fá viðbrögð? :-D

2. desember 2004

Heimsókn

Anna Dögg mín kærasta vinkona er að koma á morgun!!! Ég hætti kl. 12 í vinnunni og sæki hana niður á centralinn (=lestar/rútstöðina). Ohh það verður svo gaman. Verst hvað hún verður stutt, bara yfir helgina. En ég er með þvílík plön um notalegheit og heitt súkkulaði og jóladót og gufulest...já ég sagði gufulest! Spennandi.

Var að koma af kóræfingu. Maggi hélt áfram niður í bæ því hann ætlar að taka næturrútu til Gautaborgar. Er að fara í próf í fyrró og kemur svo með flugi annað kvöld. Nóg að gera á öllum vígstöðvum. Hann stingur þessu prófi sko í nösina ég er viss um það. Ég kom heim og rassakastaðist aðeins í hreingerningum. Skellti svo köldum fiskafgöngum í örrann og stappaði fisk og kartöfflur og smjör.MMMMMMMMM það má þegar Maggi sér ekki til *glott*.

Nú er klukkan löngu orðin háttatími og best að leggjast á koddann og reyna að vera ekki allt of einmana í nótt.

Hrafnhildur tilvonandi föðursystir

28. nóvember 2004

Friskis og Svettis

Ég kann ekki að klæða mig eftri veðri! Undanfarið hef ég verið í allt of miklum fötum sem hentar alls ekki löngum lestarferðum! En áðan keypti ég samt vetrarskó og mátulega er eins og snjórinn sé eitthvað að bráðna...hmmm. Allavega þá hef ég tvisvar þurft að flýta mér bara pínu í lestina og svitnað svo svaðalega að það hálfa væri nóg! Og svo sest maður í lestina og þar er kalt svo svitinn verður svona kaldur og ....já.

Gleðilegan fyrstasunnudagíaðventu! Á föstudaginn eftir vinnu fórum við Maggi í IKEA og keyptum pínu jóladót, t.d. voða sæta seríu í eldhúsið. Í gær eftir kóræfinguna fór ég svo út í skóg og klippti greni og gerði aðventukransinn tilbúinn. Skellti svo upp stjörnunni og aðventuljósunum en úbbossí...ljósin daujur! En ekki þarf að syrgja það þegar maður er svona ríkur eins og við og ég keypti bara nýjan í dag!! Svo féll síðasta vígið seinnipartinn í gær þegar ég setti fyrstu jólaplötuna á fóninn. Eða í geislaspilarann. Rétt skal vera rétt. Í morgun söng ég svo í aðventumessu með kórnum hans Magga. Það var voða notalegt og gaman. Núna er hann að syngja með öðrum kór en þegar hann kemur heim ætlum við að smakka brúnu og hvítu og kveikja á fyrsta kertinu. Ohhhhh svo notó. Skrámur liggur hérna á fótunum á mér og þvær sér og ég er að hugsa um að loka aðeins augunum þangað til eiginmaðurinn kemur.

En fyrst hugleiðing frá Pooh:
"But Eeyore," said Pooh in distress,"what can we - I mean, how shall we - do you think if we -"
"Yes," saed Eeyore. "One of those would be just the thing. Thank you, Pooh."

25. nóvember 2004

Lasarus

Þá er ég aftur komin með kvef og ligg heima í rúminu! Hlítur að vera öllum þessum krökkum með hor að kenna sem ég hitti. Skrýtnasta er að ég er ekki með hita heldur KULDA! Er með lægri hita en vanalega! Er það nú eðlilegt?

Skrámur er alveg steinhissa á að ég sé heima og kemur uppí á 5 mín fresti og nebbast svið mig og mjálmar smá. Eins gott að hann er hérna til að hugsa um mig;)

Ég hefði kannski getað farið í vinnuna í morgun og samviskan lætur mig ekki í friði varðandi það. En ég hugsaði með mér að ég ætti að fylgja ráðum læknisins sem ég hitti um daginn og HLUSTA Á LÍKAMANN, hann er að segja mér eitthvað! Ætla að fara að verða duglegri að vinna í sjálfri mér núna og er þess vegna farin að hitta sálfræðing 1x í viku! Ég er mjög bjartsýn að mér takist að losna við kviðann og bíð "spennt" eftir næsta kasti svo ég geti unnið með það! Já, heilinn er skrýtið fyrirbæri.

22. nóvember 2004

Stundum gleymir maður því sem maður ætlar að segja

En hann leit ekki við, því ef maður lítur við og sér mjög grimman Heffaklump sem horfir á mann, þá gleymir maður stundum hvað maður ætlaði að segja.
Bangsímon

Það er hríðarbylur úti! Ótrúlega skemmtilegt. Maggi er í Gautaborg að syngja og komst víst ekki fyrr en mörgum klukkutímum seinna vegna veðurs. Mér finnst snjókoma skemmtileg og vona bara að það snjói sem mest:D

Það var geðveikt erfitt að gera þessar blessuðu randalínur. Hélt ég yrði galin á að reyna að breiða þetta út og svo brann þetta aðeins og molnaði svo í sundur. Ég gerði of mikið af kremi og of lítið af sultu!!! Herregud eins gott að þetta sé gott, en það vitum við ekki fyrr en um næstu helgi.

Í dag fór ég nú aldreilis með það! Ég og Eva kollegi minn sátum inná kaffistofu. Hún er ófrísk og ég frétti í gær að systir Fridu vinkonu væri líka ófrísk og hún veit hver það er svo ég segi voða kát: Já, og hún á að eiga í júní....já Á SAMA TÍMA OG ÞÚ! Og í þeim orðum labba tvær hjúkkur inn og enginn veit af þessu nema við!!!!!! Eva varð rauð og blá í framan og ég hætti að anda í smá stund og svo sprungum við út hlátri. Váááá hvað ég skammaðist mín maður! Hún ætlaði ekki að segja neitt í vinnunni fyrr en eftir allaveganna mánuð og nú bara æpti ég þetta yfir alla kaffistofuna! Og svona lagað er ekki hægt að taka til baka bara sisvona! Ohhhhh klaufabárðurinn ég! En Eva varð ekkert reið og vonandi fréttir yfirmaðurinn ekki af þessu strax...hmmmmm

20. nóvember 2004

Legg ekki meira á ykkur..

en hér á þessu heimili er búið að sjóða sveskjusultu og gera deig í hvítu og brúnu randalínu!!! Maggi er svo búinn að skúra öll gólf og jólin geta bara komið fljótlega:) Nei, mamma! Ekki byrja að hlusta á jólalög strax!!! Ekki fyrr en 1.des segi ég. Þó að fyrsti sun í aðventu sé um næstu helgi....

19. nóvember 2004

Listi

Ég held að ég sé búin að sjá það að þeim mun minni texti gefur þeim mun fleiri komment frá ykkur! Þess vegna ætla ég að skrifa bara stuttar setningar yfir atburði sl. daga
-Hef ekki farið aftur í líkamsrækt!
-Snjór út um allt og brakar undan skónum:)
-Byrjaði í kórnum hans Magga í gær...syng 2.sópran!
-Ingibjörg og Ernir eru að koma í mat annað kvöld
-Skrámur sér draugaflugur í blómapottunum
-Tók 2 tíma að komast úr vinnunni og á kóræfinguna hans Magga í gær
-Gönguskórnir mínir eru hálir og henta ekki í snjó!!
-Maggi er í fríi um helgina=veiiiiii
-Það eru komnar jólaskreytingar í sum tré og aðventuljós í nokkra glugga
-Gíraffar geta sleikt eyrun á sér hrein!
-Það er boðið uppá nammi í hléum í kórnum hans Magga
-Búin að hitta 15 börn þessa vikuna

Æ þetta er leiðinlegt... voða snubbót eitthvað. Ætla nú samt ekki að stroka þetta út. Best að halda bara áfram að skoða fréttir og drekka sítrónuteið mitt. Ákvað að fara heim rúmlega 3 úr vinnunni og það var stórkostlegt að það var ennþá smá birta!!! Ótrúlega fallegt í öllum þessum snjó. Það er dimmt um hálffjögur hérna. Hvernig er þetta heima?

16. nóvember 2004

Vííííí

Ég fór í líkamsrækt í dag!!!!

15. nóvember 2004

Ohhh það er svo gott á mánudögum að koma heim og það er tilraunaeldhús Magga!! Bara að fleygja sér uppí sófa og bíða eftir að kallað sé að maturinn sé tilbúiiiinn!

Í kvöld byrjar bráðavaktin aftur eftir langt hlé. Ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að halda augunum opnum.

13. nóvember 2004

Batnað

Finnur átti ekki orð yfir flottu íbúðinni okkar:) Það er sko ekki leiðinlegt að heyra það, maður verður sko stoltur. Ég eldaði handa þeim karlmönnunum kjúklingapasta og át svo bara gulrót og drakk KÓK!! Já, kók! Reyndar tók klukkutíma að koma 3/4 af glasinu niður en er ekki frá því að það hafi hjálpað. Svo allt í einu um níuleytið fór mér að líða það vel að ég gat borðað snakk líka! Ætli það hafi svo ekki verið það sem gerði það að verkum að ég lá og skalf af kulda í nótt? Hljómar það kannski ósennilega? Ég er allavega yfirleitt að drepast úr hita og Maggi kvartar sáran yfir hvað er kalt í herberginu okkar, en í nótt náði ég mér í ullarteppi til að setja ofaná sængina og var samt kalt! Ótrúlegt. Anyhúv þá held ég bara að mér sé alveg batnað svo þið getið andað rólega. Mín er svo bara á leiðinni í strípur og klippingu og svona. Verst að það er ekki hægt að flytja Írisi hingað með hraðpósti...

Það er ótrúlega fallegt veður, glampandi sól og svona kuldaboli í loftinu. Það verður gott að komast út. Og, já, nú er ég búin að breyta Bangsímon tilvitnuninni efst á síðunni.

12. nóvember 2004

Rok

Tveir sjaldgæfir hlutir gerðust í dag!
-það er rok í Stokkhólmi
-ég er með magapínu!

Við ætluðum að fá Ingibjörgu og Erni í mat en búið að kansella því auðvitað. Aumingja Finnur er samt að koma í gistingu. Ég verð bara að halda mig í hæfilegri fjarlægð. Hann er heppinn að vera að fara til Íslands í fyrramálið!

Ég ætla að vona að ég komist í klippingu og strípur á morgun. Búin að bíða lengi eftir því. Ég á nú reyndar ekki von á öðru en að ég komist það. Annars er ekkert annað planað um helgina. Maggi er að vinna svo ég kannski athuga hvað Frida er að gera. Kannski verður þetta bara liggjauppísófahelgi. Aldrei nóg af þeim. Ég og læknirinn Elisabeth ákváðum í morgun að það ætti ekki að vera til föstudagar eða mánudagar (annað hvort). Þá ynni maður bara 4 daga og frí 2! Og mikið styttri vika! En bíddu af hverju ekki bara 3ja daga helgi? Minnir að Elisabeth hafi komið með góð rök fyrir því en þarna var magapínan mætt svo ég bara man það ekki! Tillögur?

10. nóvember 2004

Já Pooh!

Alveg rétt hjá Torfa frænda! Ég sagðist ætla að setja vísdómsorð frá Bangsímon(sænska?)á hverjum degi..eða sagði ég það? Allavega hef ég alls ekki staðið við það og nú verður bót á! Ég ætla að setja inn viskuorð vikunnar og hér kemur fyrsta.

"Rabbit´s clever" said Pooh thoughtfully.
"Yes" said Piglet, "Rabbit´s clever".
"And he has Brain."
"Yes," said Piglet, "Rabbit has Brain."
There was a long silence.
"I suppose," said Pooh, "that that´s why he never understands anything."


Í framtíðinni set ég þetta kannski efst á síðuna, þar sem hitt er núna. Ég biðst afsökunar ef þið skiljið ekki engilsaxnexuna. Hahahahah þvílíkt orð! Engilsaxnexa. Þetta getur ekki verið skrifað svona!? Engilsaksneksa? Engilsaxneska!? Já þetta lítur aðeins betur út.

Fór í klukkutíma nudd áðan. Það var sko ekki slæmt. Nema nuddkonan talar við mann eins og maður sé lítið sætt smábarn! Óþolandi, en hún er góð að nudda og hnútarnir bara bráðna undan höndunum á henni. Gott að geta leyft sér þetta sem vinnandi kona.

Hejdå!

9. nóvember 2004

Skítafýla

Ég hugsa ekki nógu vel um hreinlætið! Hvorki á mér sjálfri (!) eða íbúðinni. Í morgun var t.d. í 3ja skiptið á stuttum tíma sem ég fór í vinnuna með hálfskítugt hár að mér fannst. Auðvitað er ekki hægt að hugsa um neitt annað þegar manni finnst það og ég var með þetta á heilanum í dag; hvort e-r tæki eftir þessu, hvort hárið væri farið að skipta sér....húvva! Og svo er það þetta með uppvaskið og þrif á klósettinu.... Ohh ég verð að fara í sturtu.

6. nóvember 2004

Laugardagur

Það er enginn búinn að segja hvað nýja útlitið mitt er flott! Sko ekki ég sjálf heldur þessi síða mín. Allar nýju Bangsímonmyndirnar sem ég hamaðist við að setja inn. Og það er sko dáltið laaangt síðan:(

Maggi hélt hátíðlega hádegistónleika (fyrirsögn úr Séð og Heyrt) áðan í tilefni allra heilagrar messu. Ég hjálpaði til og gleymdi mér bara einu sinni:) Skil ekki hvernig hann fer að því að lesa nóturnar, spila á tvö borð og með fótunum og segja mér til samtímis!!! Núna eru hann og Åsa með prógramm en ég varð að missa af því vegna þess að ég hefði ekki náð heim til að taka til og elda matinn ofaní Kenny og Elli. Svo glatað að vera háður þessum lestum sem fara á klukkutíma fresti! En ég hlusta á þau á morgun í messu svo ég fæ smá sárabætur.

Organistinn minn:

4. nóvember 2004

Í vikulok

Voðalega líður tíminn eitthvað hratt! Það var helgi í gær og helgi aftur á morgun! Á þriðjudaginn fórum við Maggi og heilsuðum uppá íslensk hjón sem eru nýflutt hingað. Frétti af þeim í gegnum Önnu Dögg. Hann er í námi og hún í barnseignarfríi með eina 6 mánaða. Svo eiga þau strák sem er 4 ára. Það var voða gaman að hitta þau og rakka niður sænska kerfið. Allt í einu var allt betra á Íslandi! Svo þegar maður er heima er allt betra hérna, svo gasalega skrýtið. Það tók svo náttúrulega sinn tíma að komast heim... þetta er svo letjandi við Stokkhólm að það er svo langt í allt fyrir okkur. Við skreppum ekkert bara í heimsókn til þeirra þar sem það tekur rúman klukkutíma að komast. Hundfúlt.

Á laugardaginn er Maggi að spila allan daginn og ég ætla aðeins að hjálpa til. Åsa starfsfélagi minn syngur með honum svo það verður gaman. Svo ætlum við að fá Elli og Kenny í mat. Við kynntumst þeim á Krít og alltaf jafn gaman að hitta þau. Vonandi kemur Kenny ekki með snákinn með sér...

Nú eru augun alveg að lokast enda klukkan að verða hálfníu. Góða nótt

30. október 2004

Loksins kom helgin. Ég svaf líka frá hálftíu í gærkvöldi til ellefu í morgun! Gott gott gott. Það verður heldur ekkert gert merkilegt á þessu heimili. Við ætluðum að fá fólk í mat í kvöld en þau komast ekki svo við ætlum bara í bíó í staðin á sænska mynd sem hefur fengið mjög góða dóma. Á morgun ætla ég svo bara að lesa bækur og dúlla mér.Maggi verður ekki heima allan daginn sniff...

Heyrði fyndna sögu um daginn. Það var maður sem ætlaði að fyrirfara sér og ætlaði sko ekki að taka neina sénsa. Hann tók fullt af töflum, byssu og reipi og batt um hálsinn á sér, og í trjágrein sem slútti yfir vatn. Síðan hellti hann bensíni yfir sig. Síðan kveikti hann í, skaut í hausinn á sér og hoppaði. Nema hvað, hann hitti ekki hausinn heldur skaut sundur reipið, og lenti beint á maganum í vatninu sem gerði það að verkum að hann ældi upp öllu eitrinu og eldurinn slokknaði. Nú er hann hamingjusamlega lifandi og búinn að finna nýjan tilgang með lífinu!

27. október 2004

Dagur í lífi talmeinafræðings

02:57 Vakna með kött í auganu
04:13 Vakna með kött í hárinu
06:00 Klukkan hringir! Fer í sturtu sem ég geri annars ALDREI á morgnanna.
06:58 Lestinni seinkar, suck!
07:02 Veiiii! Sé tvö lýsandi augu í myrkrinu, lestin mætt! Reyni að finna sæti og fæ dagblað sætisfélagans í andlitið. Hvað er þetta með andlitið á mér?
07:19 Sjit verð að hlaupa til að ná tengilestinni. Eins gott að vera réttu megin í rúllustiganum og EKKI standa í næstu tröppu á eftir manninum á undan! Alltaf hafa eina tröppu á milli.
07:21 Næ lestinni en fæ ekkert sæti frekar en vanalega í þessari lest. Hjúkket að fólk fer út í Huddinge.
07:51 Strætó bíður og ég spjalla við Elizabeh lækni á leiðinni.
08:02 Stimpla inn
08:15 Fyrsti skjólstæðingurinn mættur. 5 ára pjakkur sem getur ekki fyrir sitt litla líf sagt f eða s!
09:00 Veiiiiii næsti skjólstæðingur afbókar! Get skrifað allar skrýrslurnar frá í gær.
10:00 Eva kemur inn til mín og spyr hvort ég sé búin að gera eitthvað í sambandi við hópinn sem byrjar á mánudaginn. Úps! Hún er ekki heldur búin að gera neitt og við getum staðfest að þetta er ekki í lagi! Verðum að gera eitthvað í þessu. Bara ekki í dag því það er enginn tími.
11:50 Við Eva röltum niður í matsal. Ojbara brúnar baunir og beikon! Best að fá sér bara súpu. Við skiptumst á sögum af klikkuðum foreldrum og skrýtnum börnum. Gott að geta létt á sér.
12:45 Haha ég hringi 3 símtöl á leikskóla. YES get strokað það út af verkefnalistanum. Nei best að KRASSA yfir það!
13:10 Panik!!! Næsti skjólstæðingur kemur eftir 20 mín og ég ekki búin að undirbúa mig! Hann þarf að æfa tákn með tali og það gekk hræðilega síðast! Bíddu hvað ætlaði ég aftur að gera? Já, tákn. Hvaða tákn? Já, tilfinningar. Leita leita leita. Sjit þau eru komin. Hæ hæ bara augnablik... Æ hvernig ætla ég að gera þetta? Já er ekki til leikfangapeningakassi? sjit, hvernig gerir maður aftur tákn fyrir leðurblöku og kónguló? Brýst inn á skrifstofuna hennar Ásu og leita í panikki eftir táknmálsbók. Sjit, klukkan er 13:26..... finn ekki finn ekki finn ekki....
13:35 Næ í Emil og múttu hans. Viti menn! Emil gerir fullt af táknum og finnst gaman að leika búðarleik! Talmeinafræðingurinn finnur upp tákn fyrir leðurblökumanninn og Batman! Gott að mamman kann ekki meira en ég! Emil kaupir fullt af dýrum og flugvélum og bílum og gerir táknin fyrir allt saman eins og herforingi! Gaman að vera talmeinafræðingur!
14:15 æ best að fá sér hálstöflu
15:00 Æ bíddu gleymdi kaffitímanum!
15:30 Næsti! Þessi segir ekki r og s en engar áhyggjur. Hrafnhildur dregur fram töfrabrögð úr hatti sínum og lætur pabbann fá. Koma aftur í mars 2005
16:15 Æ já ég ætlaði í líkamsrækt! Ohhhh en það er sól úti og ég var á fá útborgað. Best að vinna...
16:30 Ætti ég að ljósrita smá fyrir hópastarfið? Ok þá
16:45 Að fara út í fríska loftið og ganga niður í bæ er jafn gott og að fara í sveittan líkamsræktarsal!
16:52 Ahhhhhhhh dagurinn búinn.
17:13 Búin að kaupa einar gallabuxur
17:45 Elska H&M og kaupi 2 peysur. Sjit hvað er dimmt þegar ég kem út! Rosalega dimmir fljótt. Nei heyrðu! Það er RAFMAGNSLAUST!!! Öll verslunargatan í myrkri og allar búðir kolsvartar! Fólk stendur flissandi og gapandi á götunni og afgreiðslufólk í panikki. Verst ku það vera inní Duka!
Nei, nú er best að fara heim í heiðardalinn! Vinir í kvöld og Skrámsi bíður óþolinmóður eftir að setja loppurnar í nefið á mér!

Góða nótt

23. október 2004

Lengi lifi sá lati

Jæja, klukkan er að verða hálfsjö og Maggi kemur eftir einn og hálfan tíma. Ætti ég þá kannski að fara að klæða mig og kannski bara búa um rúmið? Nei, það tekur því ekki að búa um rúmið en ég gæti klætt mig svona til málamynda... Þetta er búinn að vera yndislegur letidagur. Mesta afrek dagsins var sennilega að vaska upp! Nei, alveg rétt ég fór út með endurvinnslupappa líka. Ju, ég var klædd þá en svo fór ég í sturtu og hef ekki klætt mig síðan, bara legið uppí rúmi og skoðað netið.

Ég er farin að hlakka mikið til um næstu helgi þegar klukkan breytist. Jú, það er VÍST tilhlökkunarefni því maður græðir einn klukkutíma og kannski verður aðeins bjartara þegar ég fer á fætur. Það er svo kolniðamyrkur að ég held alltaf á hverjum morgni að ég hafi stillt klukkuna vitlaust! Í gærmorgun steig ég svoleiðis á Skrámsa að hann æpti upp yfir sig og haltraði í burtu.

Jæja, verð að fara að breyta um stellingu og geyspa dálítið.
Góða nótt

21. október 2004

Alveg obboðslega frægur...

Ég hlusta alltaf á sama morgunþátt í útvarpinu á leiðinni í vinnuna. Heitir Rix Morron Zoo og það eru 3 þáttarstjórnendur sem taka upp ýmis málefni á gamansaman hátt. Um daginn hafði Titti frétt að unglingslandslið Svía í fótbolta hefði allt saman verið tekið í tollinum heima á Íslandi með "snus" í fórum sínum. Þeir hefðu svo ekki beiðið boðanna þegar á hótelið var komið og hringt í A-landsliðið sem kom daginn eftir og beðið þá um að smygla smá snusi með sér. Sem þeir og gerðu....í nærbuxunum! Þetta fannst þáttarstjórnendunum hið mesta hneiksli og svo upphófst smá umræða um að þetta væri bannað á Íslandi og svo sagði Gert: "Vissuð þið að á Íslandi raðar maður nöfnunum í símaskránni eftir fornafni og ekki eftirnafni?" Þetta finnst nefninlega öllum svo merkilegt.

Nema hvað, ég tók mig til og sendi Gert (einn af stjornendunum) smá tölvupóst í fyrradag um þetta og nefndi svo að mér þætti stórhneiksli að ég hefði 2x lent í því hjá póstinum hérna í Svíþjóð að afgr.konan veit ekki hvar Ísland er!!!!! Svo frétti ég í morgun að þetta hefði verið lesið upp í gærmorgun!!!!!!!! AAAAaaaaaaarrrrrrrrrrrrrrrrgggggggggggg og ég missti af því! Svo týpískt, ég sem byrja að hlusta korter í sjö. Hún sem heyrði þetta sagði að þetta hefði verið akkúrat á þeim tíma svo ég hef réttttttttt misst af þessu. En gaman samt..... og svo týpískt!

19. október 2004

Er ekki RISA súkkulaðimuffins það besta í heimi!

Sófarnir komu í dag! VEiiiiiii! Auðvitað ekki án mistaka; það vantar fæturna undir annan þeirra. Nú stendur hann á fótum gamla sófans og er þ.a.l. mikið mikið hærri en hinn. Maður getur sveiflað fótunum! Dáltið fyndið. Mér sýnist nú að þetta passi vel og er voða gott að sitja í þeim. Ætla að prófa að leggja mig á eftir.

Á morgun er ég búin að bóka á mig stanslaust milli 8.30 og 12!! Held ég sé ekki í lagi; hvenær ætla ég að skrifa skýrslurnar?

17. október 2004

Heimþrá

Fór í messu í dag. Maggi var að spila í íslenskri messu í finnsku kirkjunni (!). Það var frekar lélega mætt en voða notalegt. M.a.s. sungið B I B L Í A!!!! Mér fannst þetta svo notalegt að ég fékk smá heimþrá! Langaði að búa heima og bara vera á Íslandi....
Fórum svo á kaffihús nokkur og það var gaman. Við Maggi kynntumst ísl. hjónum sem við ætlum að vera í sambandi við. Hann er auðvitað læknir og hún kennari. Reyndar ætlar hún að sækja um í talm.fr næsta ár svo hún þurfti mikið að spurja um það auðvitað. Ég hafði nú ekkert nema gott að segja.

Best að fara að lesa góða bók.

16. október 2004

Stemning

Drakk glögg í dag! Og það er bara október:) Okkur Fridu fannst vera þannig stemning, þannig veður svo hvers vegna ekki? Og svo borðuðum við pistasíuhnetur með,mmmmm.

Skrapp í dótabúð í dag (hafði ástæðu til) en mikið rosalega er til mikið af rugli handa börnum! Ég fann ekkert svona þroskandi og almennilegt! Fór svo í svona "hagkaupsbúð" og þar fann ég heilmikið sem mig sjálfa langaði í. Dót altsvo! Ég er t.d. alveg veik fyrir böngsum og öllu svoleiðis. Fann risa hund sem var svooooooo mjúkur og góður. Alveg tilvalinn til að leggja sig á! Oooo og allar litabækurnar maður... ég verð alveg veik.

Jæja, best að fara að elda fyrir minn ekta maka.
Tjolahej!

13. október 2004

Rugl

Leikurinn er auðvitað í kvöld!!!!

Fékk yndislegt kort áðan með póstinum. Frá Idu systur Önnu J og Evu sem ég vinn með. Þekki hana lítillega gegnum Önnu. Þar stendur: "Hæ Hrafnhildur! Ég vorkenni þér sem hefur svona langt að fara í vinnuna. Þú átt alla mína samúð. Það að margir Stokkhólmsbúar hafa líka langt að fara breytir engur- allt lengra en 5 mín á hjóli er langt. Þú ert dugleg. Heja heja! Knús frá Idu". Á vi síðunni eru svo kveðjur frá 3 nágrönnum hennar þeim Jóhönnu, Mariu og Martin. Þau hugsa til mín og finna til með mér.

HHAHAHAHAHAHAHAHA ég hló svo mikið þegar ég las þetta! Verð að hengja þetta upp í vinnunni, eða nota sem bókamerki þegar ég er í lestinni svo ég geti lesið þetta oft! Meira svona!

Jæja, heja Ísland eftir klukkutíma (plús mínus nokkrir sokkar)

12. október 2004

Ísland-Svíþjóð

Eftir korter er FÓTBOLTAleikur sem HRAFNHILDUR ætlar að stilla inná!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Það þarf eiginlega fleiri upphrópunarmerki en þetta. Ég er ekki að segja að ég ætli að HORFA á leikinn, bara hafa á þeirri stöð og svo gera það sem ég vil. Bara svo það sé á hreinu.

Ég er sátt við athugasemdirnar varðandi niðurtalningu daga. Sálfræðilegt er svarið. Og jólin koma alltaf eftir X-3 daga Tinna! Þetta ætla ég svo sannarlega að taka upp:) Gleðileg jól!

10. október 2004

Hver kann að telja....

Ok. Segjum að það sé mánudagur. Hvað eru þá margir dagar þangað til á fimmtudag? Tveir ekki satt? Eða eru það þrír? Og hvernig rökstyðjið þið hvoru tveggja? Smá svona disskussjón hjá okkur hjónum.

Og segjum að maður leggi af stað kl. 06:45 frá Haninge og komi til Sötertälje kl. 08:02, hvað eru það margir klukkutímar á viku??

Og ef bara tveir mæta í Yoga og leiðbeinandinn þarf að kíkja á svindlmiða, hvað mæta þá margir næst?

9. október 2004

Maggi er byrjaður að blogga!!!!!!!!!

Vinlamlegast ýtið á krækjuna hér til hliðar.

Vetur

Veturinn er kominn! Þegar það er sól og samtímis skítkalt þá er opinberlega kominn vetur! Brrrrrrrrr

Hjálpaði manninum mínum með flettingar og takkaýtingar í morgun. Hann var með sína fyrstu tónleika í kirkjunni. Gekk rosa vel og ég gerði enga vitleysu heldur:) Fór svo niður í bæ, þeas alvöru miðbæ Stokkhólms. Það var svo viðbjóðslega mikið af fólki að það var erfitt að komast áfram. Og ekkert spes að gerast, bara laugardagur í miðbænum. Úff fæ ónotatilfinningu af svona miklu fólki alltaf. Held fast í töskuna og passa mig að horfa ekki í augun á neinum, mér gæti verið stolið!!! Ég var aldrei þessu vant ekkert að versla mér neitt, bara hitta Önnu og Kajsu á kaffihúsi. Ætla að bíða með fleiri fatakaup þar til næstu útborgun, er hún annars ekki fljótlega?

Í dag var orienteringskeppni hérna í Haninge. Það þýðir með öðrum orðum að fólk hleypur um í skóginum og þykist vera tínt! (eða er það týnt kannski?). Maður er í liðum og svo á maður að "átta sig" (=orientering) og rata heim giska ég á! Fullorðið fólk! Híhíhíh og allir með bakpoka og skíðastafi og húfu með dúski. Það var giskað á það í blaðinu að um 10000 manns yrðu á svæðinu. Þjóðaríþrótt. Og svona bæðövei þá er skjaldamerki Haninge með mynd af hana á! Er það nú abbabbabb

Og HANA nú

Að lokum vísdómur frá Pooh: "Det är roligare att prata med någon som inte använder långa, svåra ord, utan hellre korta, lätta ord som "Vill du ha lite mat?" eða "það er skemmtilegra að tala við einhvern sem notar ekki löng, erfið orð, heldur frekar auðveld orð eins og "viltu smá mat?"

5. október 2004

Eruð þið búin að prófa að segja "púff"? Hvað gerðist?

Nú vill þingmaðurinn Gudrun Schyman leggja skatt á alla karlmenn í Svíþjóð. Já, og fyrir hvað? Jú, fyrir hvað þeir eru hættulegir og kosta samfélagið mikið með öllum nauðgunum og barsmíðum á konum! Hvað á maður að segja? Er þetta virkilega nauðsynlegt? Ég hef reyndar aldrei á ævinni heyrt jafn mikið af ofbeldis- og nauðganafréttum eins og núna eftir að ég flutti í höfuðborgina. Það nýjasta er nauðgun á 12 ára stelpu. Í lestinni í dag kom tilkynning um að vegna hótanna og ofbeldis sem lestarstjórarnir verða fyrir mundu bara 2 fyrstu vagnarnir halda áfram. Og á skyltunum á lestarstöðinni stóð að lestin væri sein því lögreglan væri að handtaka einhvern. En er þá rétt að leggja skatt á Magga því aðrir karlmenn láta illa? Mér finnst þetta frekar hæpið. Er ekki hægt að leggja meiri peninga frekar í að mennta fólk og endurmennta, ásamt meðferðarheimilum og ráðgjöfum.

Lenti í því í vinnunni í dag að barnið sem ég var að skoða lét svo illa að ég þurfti að hætta og biðja mömmuna að fara og hringja í mig seinna! Krakkinn sem var 3ja ára henti öllu dótinu út um allt gólf, öskraði og sparkaði í hurðina og skápana, lamdi á lyklaborðið á tölvunni minni og bara var með hávaða!!! Það var ekki hægt að tala saman svo við urðum að hætta. Þvílík og anna sveins. Enda var mamman með áhyggjur af hegðuninni, skiljanlega. Hún sagði að þetta væri ekkert miðað við stundum! Vonandi eignast maður ekki svona krakka! Þetta var bara athyglissýki held ég, ásamt því að vera ekki almennilega alið upp. Maður verður að setja börnum mörk, draga línu og standa við það. Nei þýðir nei og ekki stundum já! En kannski var hann ekki alveg frískur, mann grunar stundum ofvirkni í svona tilfellum.

Best að fara að huga að bólinu sínu. Gute Nacht

4. október 2004

Púff

Í Expressen í dag er skrifað um söfnuð sem kallar sig Miðja raunveruleikans eða "Verklighetens Center". Þau vilja dreifa jákvæðum hugsunum um heimin eða hinum jákvæða vírus svo allir verði glaðir og ánægðir. Allt gott og blessað með þetta. Nema hvað að þau eru með lausn á þunglyndi og einelti og öllu vondu. Maður safnar bara öllum neikvæðu hugsununum í ský fyrir ofan höfuðið. Svo segir maður bara: "Púff!" Og þá hverfur allt!! Ef maður gerir þetta ekki safnast skýin fyrir og það verða stríð og svona. Þá vitiði það. Bara segja púff, þá lagast allt.

Á morgun ætlar Maggi að keyra mig í vinnuna! Er með vinnubíl sem hann þarf að skila. Þýðir kannski að ég get sofið korteri lengur! Veiiiiiiii!!!

Bless!!!

30. september 2004

Alltaf á sig blómum bætt...

Og er Tryggvi frændi hér með boðinn velkominn í frændgarðinn! Til hamingju með það.

Átti annars frekar erfiðan dag í vinnunni. Maður á víst svoleiðis inn á milli. Vaknaði með hausverk sem er ekki enn farinn. Það hafði veruleg áhrif á starfshæfni mína og ég var frekar afkastalítil. Mátti samt ekki við því, því ég var með fullbókað í dag. Þar á meðal tvö mjög erfið case sem ég veit ekki alveg hvernig á að snúa sér í. Ákvað að fara bara snemma heim og nota minn mottó: "á morgun!".

Ligg núna uppí sófa og ét nammi (það má þegar maður er með hausverk) og er að reyna að ákveða hvort ég á yfir höfuð að vera að standa upp og ganga frá í eldhúsinu eða bara glápa á imbann. Ákveð það á morgun!

29. september 2004

Myndir

Búin að panta miða heim um jólin. Komum 22. og förum 28. Sem sagt verður áramótunum eytt hér. Spennó.
Ég byrjaði að hlaða niður myndum svo svitinn lak af mér. Svo var allt í einu plássið búið!!! Það eru nokkrar myndir undir brúðkaup og nokkrar undir gæsun. Er einhver með tips um síðu sem maður getur hlaðið inn ókeypis á? Eða hvernig á maður að gera þetta? Torfi!!! Hjálp!!

Ég byrjaði í líkamsrækt í dag:) Dugleg stelpa. Fór í tækjasalinn í vinunni. Hann er fínn en búningsaðstaðan ömurleg. Ein sturta inní illalyktandi herbergi og karlar og konur á sama svæði. En þetta er nú ókeypis svo ég ætla að reyna þetta í smá stund. Það var allavega voða gott að hreyfa sig og ég fann hvað axlirnar eru illa á sig komnar. Gott að fá smá blóðstreymi þar. Svo kom sjúkraþjálfarinn sem lét mig hafa prógrammið og sá mig og þá fannst mér ég voða dugleg. Að ég hefði mætt sko!

Jæja, það fer að koma háttatími fyrir letingjann mig. Zzzzzzzz klukkan er að verða níu! Uss uss uss best að fara að bursta, komið jæja!
Hejdå

27. september 2004

Afmælisgjöf!

Haldið'ekki að maður hafi fengið litla frænku í afmælisgjöf!!!! Víííííííí...... gaman. Ég sagði þetta alltaf, enda er þetta góður dagur. Elsku Guðrún Erna; til hamingju með prinsessuna! Og auðvitað Lára og Steini og bara öll familían! Fyrsta barnabarnið sem ungar út!

Er byrjuð að setja inn myndir undir "brúðkaup" og það á eftir að taka smá tíma en ég er allavega byrjuð! More to come!

Hitti sætustu stelpu ever áðan, 4ra ára með skærblá augu og hvítt krullað hár! Við spiluðum lotto með Einari Áskeli og hún var svo skemmtileg! Svona er að vera talmeinafræðingur híhíhí. Bara að leika sér i vinnunni hugsa allir þá! JÁ segi ég! Og hef gaman af! Og fæ líka borgað fyrir það, HAHA.

25. september 2004

Munur

Hugsa sér. Maggi er búin að tengja ADSL svo nú komumst við með eldhraða á netið. Þetta þýðir góðir lesendur að það fara að koma nýjar myndir fljótlega!! VEiiiiiiiii hugsið þið þá!

Ég verð að lýsa yfir vonbrigðum. Tinna frænka útlýsir blogg vikunar vikulega (augljóslega) og ég bíð spennt í hverri viku. Nú veit ég að hún les bloggið mitt því hún skrifar stundum komment. En nei, aldrei er ég útnefnd. Og þessa vikuna var ekkert blogg vikunnar því hún fann ekkert sem var nógu gott!!!!! Ég er sár, mjööööög sár.

Í dag settum við upp 4 gardínur og 2 myndir. Stórmunur. Ég ryksugaði m.a.s.!!! Það er sko stórmunur!!! Held að ég verði bara að liggja uppí sófa í allt kvöld eftir þessi átök. Já og ekki má gleyma að ég eignaðist nýjan hnakk í dag líka!!! Get núna hjólað sitjandi, ég legg ekki meira á ykkur. Stórmunur.

Veit einhver hvort er hægt að kaupa video með Ormstungu? Þið vitið Benedikt og Halldóra... það er svooooo fyndið. "Knörr.... knerrir....knarrirr.....irir..."

Góða helgi.

22. september 2004

Haha

Kannski þykir það ekki merkilegt í margra augum, en ég fann út úr því alveg sjálf hvernig ég gæti notað íslenska stafi í vinnunni. Haha!

Langur dagur framundan því ég mætti klst "of seint". Ætlaði reyndar að mæta hálftíma of seint en lestarna vildu mér annað. Grrrrrrrrr...... Best að fara að vinna!

19. september 2004

Enda sló mér niður! Maður á aldrei að fara í vinnuna á föstudegi ef maður hefur verið heima á fimmtudegi! það er lærdómurinn sem maður dregur af þessu. Og nýja mottóið mitt er "á morgun" (segir sá lati)! Stend sjálfa mig að því að segja þetta um það bil 7 sinnum á dag. Veit ekki hvort ég hef alltaf verið svona löt, en nú er þetta allavega komið út! Kannski ástæðan sé að ég er þreytt eftir vinnuna, en ég ætla samt að segja þetta með stolti: ég er löt!!!

Byrjaði t.d. áðan að setja brúðkaupsmyndir í albúm. Þær eru ekki nema um 200 svo þetta er ekkert mál. Svo eftir 3 bls af þvílíku skipulagi og lími og klippi þá hætti ég bara. "Nennti" ekki lengur! Á morgun segir sá lati. Og ekki sé ég neinn hnakk á hjólinu mínu þó honum hafi verið stolið fyrir meira en viku! Og tómu pappakassarnir á ganginum liggja þar þangað til á morgun. Gott á þá.

17. september 2004

Uff

Nu er eg a stiginu "thad bara rennur og rennur". Mann langar helst ad troda tissjui upp i nef en getur helst ekki gengid thannig um i vinnunni. Allav. ekki tekid a moti skjolstaedingum! En nu er eg buin ad loka ad mer svo enginn ser mig nema rykrotturnar og mögulega fuglinn fljugandi.

Dagurinn buinn ad vera mjög rolegur og eg er buin ad eyda eftirmiddeginum i ad lita og ljosrita. Ja lita sagdi eg! Stundum faer madur ad gera svoleidis skemmtilegt sem talm.fraedingur. Öllum finnst thad ekki jafn skemmtilegt og mer svo eg tek thad gjarnan ad mer. Er lika buin ad panta fleir liti thvi urvalid herna er fyrir nedan mina virdingu...

Held eg se buin ad komast ad theirri nidurstödu ad thvi eina sem var stolid thegar geymslan okkar var raend var föndurdotid mitt, t.e.a.s. öll malningin min og litirnir. Ferlega skitt! Aetli se haegt ad selja svona fyrir mikinn pening? Eda kannski er haegt ad sniffa föndurmalningu, ekki veit eg.

Ekki enn komin med hnakk a hjolid en vonandi um helgina, thetta gengur ekki. Best ad ganga i thad mal. Hananu. Goda helgi og lifid heil. Ekki na ykkur i kvefid sem eg er med

14. september 2004

Vinna

Er i vinnunni og klukkan ad nalgast fimm. For snemma a föstud. og er thess vegna ad vinna upp sma minus. Alveg eins gott ad gera thad nuna eins og seinna. Aetla svo beint til Fridu thvi Maggi er hvort ed er ekki heima i kvöld.

Enn enginn hnakkur! Hjoludum i husgagnabud i gaer og thad var ansi erfitt eda rettara sagt leidinlegt. Svo threytandi ad standa svona allan timann! Verd ad finna hjolabud fljotlega. Annars vorum vid ekkert sma kraef og pöntudum baedi bordstofubord + 6 stola og sofasett med 3ja og 2ja saeta! Meine Gute. Bordid og stolarnir (Oden og Balder) koma eftir helgi en sofarnir ekki fyrr en e. 6 vikur. Madur ma eins og fyrr daginn skoda ef madur vill a www.mio.se

A morgun kemur 3ja ara stelpa sem stamar til min. Er buin ad eyda sidasta klukkut i ad lesa um stam. Best ad reyna bara ad sja hvad setur, kannski er thetta ekki neitt. Stam er samt vidkvaemt ad dila vid svo best ad vera vel lesinn. Annars gengur vel hja mer og eg leik talm.fr. daginn ut og inn. Hefur verid mjög mikid ad gera en verdur minna a morgun. Tha hef eg tima til ad lesa sma og svona.

Best ad fara ad na straeto. Kaer kvedja til allra ur thrumuvedrinu.

9. september 2004

Stolinn hnakkur

Þá er ég búin að vinna í rúma viku. Gengur vel þó að tveir fyrstu skjólstæðingarnir hafi ekki mætt í gær. Hélt kannski að ég hefði verið plötuð til að láta mig HALDA að ég væri að fara að vinna sem talm.fræðingur en fengi svo ekkert að gera... eða þannig. Mér finnst ég búin að gera rosa mikið þó ég sé bara búin að hitta 3 börn (því eitt mætti ekki heldur í dag). Hringja á leikskóla, gefa foreldrum ráð, skrifa skýrslur og halda öllum pappírum í röð og reglu... rosa vinnandi kona sko.
Í gær hélt ég að ég mundi rata í matsalinn sjálf. Gerði það reyndar en svo þegar ég ætlaði til baka lenti ég á öllum öðrum deildum en barnadeildinni. Samt telst þetta lítið sjúkrahús. Í dag vann ég í heilar 15 mín yfir og rölti svo niður í miðbæ Södertälje (þar sem ég vinn) til að skoða mig um. Maggi er nefninlega með sína fyrstu kóræfingu í kvöld svo ég vissi að ekkert nema pappakassar og drasl biði mín heima. Miðbærinn er svona eins og Laugarvegurinn og ég fór og keypti bókina sem við töluðum um Anna Dögg: Svo fögur bein. Hún er faktískt eftir sænskan höfund! Ég vissi það ekki. Er nr. 5 á toppsölulistunum hérna og heitir "Flickan från ovan" á sænsku. Hlakka til að fara að lesa hana. Er reyndar að klára Flateygjargátuna núna. Alveg ágætis lesning og auðlesin. Dáltið spennó núna.

Svo þegar ég kom á lestarstöðina voru svakalegar seinkanir og vesen og eftir að hafa verið einn og hálfan tíma á leið heim kom ég að hjólinu mínu án hnakks! Búið að stela hnakknum af hjólinu!!! Engu öðru. TIL HVERS? Ég hjólaði nú samt heim standandi. Hef ekki hugmynd um hvar maður kaupri hnakk í þessum bæ sem ég bý í.... ohhhhh vesen.

Vikan hefur liðið hratt og um helgina ætla ég að hitta Önnu Å og Johan sem komu í brúðkaupið. Þau eru í kórferð í Stokkhólmi. Maggi verður í æfingarbúðum með Mikaelikórnum sem hann komst inn í. Hann er svo bestur hann Maggi. á að syngja 1. bassa!! Ætli ég reyni ekki að koma íbúðinni í betra ástand líka. Svo manni fari að líða eins og heima hérna.

Best að fara að horfa á danskan sakamálþátt og svo í rúmið ekki seinna en tíu!
Þakka áheyrnina
Þá er ég búin að vinna í rúma viku. Gengur vel þó að tveir fyrstu skjólstæðingarnir hafi ekki mætt í gær. Hélt kannski að ég hefði verið plötuð til að láta mig HALDA að ég væri að fara að vinna sem talm.fræðingur en fengi svo ekkert að gera... eða þannig. Mér finnst ég búin að gera rosa mikið þó ég sé bara búin að hitta 3 börn (því eitt mætti ekki heldur í dag). Hringja á leikskóla, gefa foreldrum ráð, skrifa skýrslur og halda öllum pappírum í röð og reglu... rosa vinnandi kona sko.
Í gær hélt ég að ég mundi rata í matsalinn sjálf. Gerði það reyndar en svo þegar ég ætlaði til baka lenti ég á öllum öðrum deildum en barnadeildinni. Samt telst þetta lítið sjúkrahús. Í dag vann ég í heilar 15 mín yfir og rölti svo niður í miðbæ Södertälje (þar sem ég vinn) til að skoða mig um. Maggi er nefninlega með sína fyrstu kóræfingu í kvöld svo ég vissi að ekkert nema pappakassar og drasl biði mín heima. Miðbærinn er svona eins og Laugarvegurinn og ég fór og keypti bókina sem við töluðum um Anna Dögg: Svo fögur bein. Hún er faktískt eftir sænskan höfund! Ég vissi það ekki. Er nr. 5 á toppsölulistunum hérna og heitir "Flickan från ovan" á sænsku. Hlakka til að fara að lesa hana. Er reyndar að klára Flateygjargátuna núna. Alveg ágætis lesning og auðlesin. Dáltið spennó núna.

Svo þegar ég kom á lestarstöðina voru svakalegar seinkanir og vesen og eftir að hafa verið einn og hálfan tíma á leið heim kom ég að hjólinu mínu án hnakks! Búið að stela hnakknum af hjólinu!!! Engu öðru. TIL HVERS? Ég hjólaði nú samt heim standandi. Hef ekki hugmynd um hvar maður kaupri hnakk í þessum bæ sem ég bý í.... ohhhhh vesen.

Vikan hefur liðið hratt og um helgina ætla ég að hitta Önnu Å og Johan sem komu í brúðkaupið. Þau eru í kórferð í Stokkhólmi. Maggi verður í æfingarbúðum með Mikaelikórnum sem hann komst inn í. Hann er svo bestur hann Maggi. á að syngja 1. bassa!! Ætli ég reyni ekki að koma íbúðinni í betra ástand líka. Svo manni fari að líða eins og heima hérna.

Best að fara að horfa á danskan sakamálþátt og svo í rúmið ekki seinna en tíu!
Þakka áheyrnina

5. september 2004

Myndir

af okkur á ljósmyndarinn.is undir "brúðkaup"!!

Fórum í IKEA í dag og vorum í tæpa 3 tíma.... segi ekki meir. Keyptum þónokkuð af húsgögnum en ekki sófa eða borðstofuborð. Svo er bara vinnuvika framundan! Góða nótt

2. september 2004

Vinnandi kona

Jamm, búin að vinna í tvo daga! Reyndar frekar rólegt og ég hef ekki enn fengið að prófa mig á að komast heim úr vinnunni því í gær var garðpartý hjá einum af lækninum í allt öðrum bæjarhluta og í dag fór ég á fund á Huddinge-sjúkrahúsið og hitti aðra barnatalmeinafr. Áhugavert mjög. Það hefur gengið vel að komast á lappir enda vakna ég þúsund sinnum til að gá hvað klukkan er.... um miðjar nætur! Týpískt ég, þegar ég þarf að vakna snemma. Ég vakna sem sagt kl. 06:10 og fer út úr húsi korter í sjö og er komin í vinnuna akkúrat átta. Rosa spennandi ferðalag með lykt af brenndu gúmmíi (lestin), pissufýlu (á göngum lestarstöðvarinnar), sofandi fólki og fólki með nefið ofaní bókum og blöðum og unglingum að rífast á mismunandi tungumálum. Mér líður eins og alvöru stórborgarkonu. Vantar bara kúlt veski (lossna við bakpokann þegar ég er búin að bera allar bækurnar og möppurnar með glósum í) og háhælaða skó.... alveg ég sko!

Helgin verður IKEA-helgi og vonandi getum við keypt borðstofusett, sófa og sófaborð.... ekki allt í IKEA auðvitað en þar er nú margt að skoða bara. Sófa og borðstofusett erum við búin að sjá í búð sem heitir Mio og það er hægt að skoða síðurnar þeirra (www.mio.se) Við féllum fyrir borðstofuborðinu Odin og sófanum Monza!!! Odin hefur nú reynst mér happadrjúgur áður en brúðarkjóllinn minn hét einmitt Odin!!!

Idol byrjaði í kvöld í fyrsta skipti í Svíþjóð. Alveg er þetta prógramm nákvæmlega sama formúla og heima og í USA! Sömu leiðindarkynnarnir með aulahúmor og sömu atriðin endurtekin með bara öðru fólki! En ég horfi nú samt.... allavega í kvöld.

Heyrumst fljótlega:)

31. ágúst 2004

Flutningar

Ja, nu er sko ymislegt buid ad gerast sidan sidast! Madur er bara fluttur ur einu landshorninu i annad og veit ekki hvad snyr upp eda nidur. Vid fluttum sem sagt a laugardaginn. Thad skotgekk ad koma dotinu i bilinn sem vid leigdum enda voru 5 filelfdir karmenn a svaedinu. Eg held eg hafi borid nokkra poka i mesta lagi og haldid lyftuhurdinni svona til malamynda. Svo var bara brunad af stad nordur og austur. Skramur var i burinu sinu og vaeldi og vaeldi og syndi okkur upp i sig! Ja, hann gapti voda skringilega og andadi rosa hratt, frekar ohuggulegt. Eg tok hann ut og eftir um klukkutima var hann ordinn eins og i sjokki. Bara la og stardi fram fyrir sig. Greyid kisse. Svo villtumst vid natturlega dalitid herna inni Haninge en Frida og Anna J. stodu og bidu fyrir utan nyja husid okkar. Thaer voru sem sagt maettar til ad bera. Mer leist nu ekkert a ad vid vaerum ekki med fleiri filelfda en viti menn! Allir nagrannarnir voru med utiveislu akkurat fyrir framan nefid a okkur og karlmennirnir gatu audvitad ekki latid svona taekifaeri fram hja ser fara. Urdu audvitad ad syna krafta sina og svoleidis ruddust i thad ad bera sofann og rumid og eg veit ekki hvad og hvad. Lyftan er PINU litil og fer a 0.0001 cm hrada. Thad var nu samt trodid i hana svo miklu ad hun vard ofhladin og allt for ad pipa!! Einn nagranninn sem var mest i glasi kom svo upp med eitt loftljosid sitt og priladi upp a stol og stakk i samband. Ja, i Svithjod eru loftljos eitthvad sem madur gengur ekki ad nema a badi og i eldhusi. Svo thad var allt i myrkri audvitad. Thessi nagranni datt svo i stiganum og er med risa glodurauga eftir atök kvöldsins!!! Finasti kall. Slökkvulidsmadur!

Ja, mikil lukka ad vid skulum hafa verid i frii fram til a morgun thvi annars veit ekki ekki hvernig thetta hefdi farid. Thad er threytandi ad flytja get eg sagt ykkur! Herregud! Madur veit ekki hvar madur a ad byrja og bara kassar og pokar ut um allt. Sofinn a hvolfi og bokahyllurnar larettar. Og leidinlegast af öllu er ad pakka upp eldhusinu! Ojbaraullabjakk.

En nu er ibudin i agaetis standi og vid buin ad koma sma lagi a thetta allt saman. Nu vantar bara nyjan sofa, sofabord og bordstofubord, nokkur loftljos og setja upp allar myndir og spegla og svona. IKEA here we come...

Eg kvidi nu pinu fyrir ad vakna kl. 06 i fyrramalid og fara i vinnuna! Uff held madur verdi eitthvad threittur. En spennandi samt ad sja hvad bidur min. Vid erum buin ad vera ad reyna ad finna ut stystu leidinda a lestarstödina og held vid höfum hitt naglann a hausinn adann thegar vid hjoludum thangad a 5 minutum. Tekur sennilega um 10-15 ad ganga. Hins vegar höfum vid verid ad ganga hingad i verslunarmidstödina (sit reyndar a bokasafninu en thad er i sama husi) a 20 min og thad er pinu laaaaangt fyrir Hrafnhildar.

Magga skellti ser ut ad skokka i morgun! Gott hja honum, hann er alltaf svo duglegur ad hreyfa sig. Eg verd ad ath. med likamsraektarkort hid snarasta! Gott thegar verdur komin rutina og regla a lifid. Skramur virdist vera buinn ad saetta sig vid breyttar adstaedur, kominn undan dynunni sem hann faldi sig undir fyrsta daginn og farinn ad eltast vid dotid sitt. Kannski faer hann ad kynnast köttunum a 1. haedinni, hver veit.

Vid erum ekki enn komin med internettengingu en um leid og thad gerist set eg inn myndir af ibudinni, brudkaupinu og ferdinni okkar! Kemur allt med kalda vatninu. Kannski get eg svo bloggad i vinnunni!!!!! Ma madur thad? Reyndar er t.d. lokad fyrir hotmail og svona a mörgum vinnustödum herna i Svithjod til ad verjast virusum held eg... Sjaum til.

Af okkur er sem sagt allt gott ad fretta og allir velkomnir ad fara ad kikja i heimsokn!!! Sjaumst

24. ágúst 2004

17. i brudkaupi

Tha er eg komin a bokasafnid og thar af leidandi engir islenskir stafir. Thad er nu alveg glatad! Vita Sviar ekki ad thad er allt morandi af okkur herna? Annars eru their svo uppteknir af velgengni sinni a Olimpiuleikunum ad thad er ekki haegt ad na sambandi vid nokkurn mann med viti. Eg var lika svo kraef ad hringja i Önnu Å akkurat thegar einn var ad taka gullid i hastökkinu! Hringi bara medan madurinn er ad stökkva gullstökkid og vinkonur minar attu ekki ORD yfir osvifninni i mer!!! Fylgist eg ekkert med eda?

Thad litur ut fyrir ad vid flytjum a laugardaginn. Erum buin ad boka bil og svo er bara eftir ad safna folki og fa leyfi til ad einhver annar en vid saekji lyklana i vikunni. Thad er sma fiff i gangi vid thad en vonandi naest ad redda thvi. Annars tek eg les a föstudaginn a undan Magga og dotinu og nae i hann sjalf. Svo er lika bara vonandi ad pallurinn med brudargjöfunum komi adur en vid flytjum!!! Herregud!
Vid erum mjög fegin ad fa ad flytja um helgina og thurfa ekki ad byrja a ad fa fri i vinnunni og lika erfitt ad fa hjalp a virkum degi. Nu faum vid nokkra daga i ad koma okkur fyrir og svona.

Eg byrjadi ad pakka nidur fötum adan og thad er ekkert sma sem thetta tekur af plassi! Vonandi er flutningabillinn nogu stor fyrir okkur. Vid leigjum sem sagt bil sem ma skila i Stokkholmi og vid keyrum bara sjalf. Kostar um 25 thus islenskar en thad er solarhringsleiga. Ja, thad er ekki okeypis ad flytja!!!

Framkölludum nokkrar myndir i gaer fra brudkaupinu, ferdinni okkar og e-u ödru smalegu. 390 myndir tack så mycket!!!! Enda tok tölvan i budinni ekki vid thessu og allt for i kerfi. En svona gerir madur nu bara einu sinni!

Heyrumst kannski naest i Stokkholmi!!!!! Sendi nyju adressuna og flotta simanumerid okkar i tölvuposti.

Tjolaholm

23. ágúst 2004

16. í brúðkaupi

Já komið þið sæl og blessuð. Það er frú Hrafnhildur sem loksins er orðin gift kona! Ég er að stelast til að rita nokkrar línur því ég er tengd gegnum síman þar sem við erum búin að loka breiðbandstengingunni.

Ég vil endilega lýsa deginum en gef mér tíma í það seinna. Hann var auðvitað yndislegur og fullkominn í alla staði. Takk allir sem hjálpuðu til við að gera þennan dag svona æðislegan. Ég mun setja inn myndir þegar við erum flutt og komin með almennilega nettengingu. Við framkölluðum hvorki meira né minna en 390 myndir í dag frá brúðkaupinu og ferðalaginu okkar!!! Gaman gaman að setja það í albúm.

Það lítur út fyrir að við getum flutt um helgina. Fólkið í íbúðinni í Haninge flytur á morgun svo þá fáum við íbúðina fyrr sem er frábært því þá getum við byrjað að vinna 1. sept. Svo nú er bara að bretta upp ermar og pakka og pakka. Reyndar sáum við í gær að það var búið að brjótast inn í geymsluna okkar!!! Þvílík ósvífni! Höldum að engu hafi verið stolið því við vorum bara með bækur og svoleiðis þarna en allt var út um allt, búið að rífa síður úr bókum (þar á meðal dagbókum sem ég skrifaði þegar ég var lítil og nótnabókum Magga) og dreifa dótinu okkar um allt gólf!!! Ömurlegt alveg.

Verð að fara en reyni að skrifa aftur fljótlega.

Kveðja frá okkur hjónum

4. ágúst 2004

3 dagar

Þá er þetta bara að bresta á allt saman. Æfing með prestinum á eftir og vínsmökkun í kjölfarið. Ég get einhvern vegin ekki sett mig inní þessi vínmál! Heilinn tekur ekki við meiru, en eitthvað er fjölskyldan að tala um afslætti hér og þar og athuga hitt og þetta og ekki láta gabba sig o.s.frv. Ég fer nú samt og smakka þessi vín og svo verða bara hinir að ráða... áfengi er áfengi ekki satt?

Ég er allavega orðin þokkalega stressuð og vildi bara að það væri kominn laugardagur... Skrýtið að verða svona stressuð löngu fyrirfram en þetta er nú víst í genunum og ekki getur maður skipt á þeim. Svo var ljósmyndarinn að hringja áðan og hafa áhyggjur af veðurspánni. Þetta er nú eitthvað misvísandi eins og vanalega; sums staðar er spáð rigningu, annars staðar björtu veðri. Þetta verður nú bara að koma í ljós. Gaman væri nú samt ef það væri gott veður. Að hann héngi þurr eins og maður segir. Þá verða allir svo glaðir og góðir. Strákurinn í Heiðrúnu í gær fullyrti að það væri alltaf minna drukkið af áfengi þegar sólin skini. Örugglega rétt hjá honum. Fólk verður bara hífað af sólinni og birtunni. Hann var mjög skemmtilegur þessi strákur. Þeir voru reyndar tveir að stjana við okkur og fóru svo aðeins afsíðis til að gera grófan útreikning á heildarkostnaði. Komu svo til baka og sögðu að þetta væru um 317.þúsund!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Við misstum andlitið og ég varð máttlaus í hnjánum. Svo sagði hann auðvitað bara "djók"! Smá grín svona til að lyfta upp stemningunni! Góður þessi!

Verst ef verður svo mikil rigning að það verður ekki hægt að týna blómin á morgun!
Hver heldur að það verði gott veður á laugardaginn? Þeir sem giska á rétt veður fá vegleg verðlaun! Kjörstað verður lokað annað kvöld (fimmtudag). Gjöriði mér svo vel:

31. júlí 2004

Abbabbabb...bara gabb!

Eftir viku verð ég gift kona! Um þetta leyti eftir viku verður partýið að byrja og fólk farið að dansa uppá borðum... nei kannski ekki svona snemma?
Það er svo skrýtið veður að við Maggi fórum bara í sund. Drógum mömmu og pabba með!! Það er sko frásögu færandi þar sem mamma fer nú barasta helst ekki í sund. Enda sullaði hún bara í pottunum. Fengum okkur svo ís á eftir (skrýtið hvað ég verð oft svöng eftir sund) og kíktum svo á kökustatífið hjá honum Hlö. Svo erum við bara á leið upp í Skálholt í kvöld að hlusta á tónleika. Það verður fínt að komast aðeins út úr bænum, sjá þúfur og kindur og svona.

Skrýtið með þennan franska ferðahóp. Er fólk virkilega að skemmta sér við að gabba björgunarsveitina? Er þetta eitthvað fyndið? Situr einhver heima og skellihlær yfir því að fólk trúi þessu og sé uppum fjöll og fyrnindi að leita? Eða er þetta satt og hvar í ósköpunum er þá þetta fólk? Ég bara skil þetta ekki. Skil heldur ekki hann Helga Fässmo sem grætur örlög sín í Svíþjóð. Sænskur prestur (hvítasunnu held ég) sem skipulagði morð á konu sinni og nágranna en lét barnfóstruna framkvæma það. Þetta var í vor og hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð. Hann sendi henni um 1000 sms og hún sendi honum álíka mörg en samt segist hann ekki hafa neitt með þetta að gera. Hann sagði henni að sms-in væru frá Guði! Guð er farinn að nýta sér alla nútíma tækni auðvitað, sms-ar bara svona ef hann vill ná sambandi við einhvern. Barnfóstran bara misskildi þetta svona hrapallega og hélt að hún ætti að drepa konuna hans! Hún er reyndar veik á geði en var tekin trúanleg í rétti. Allt hið versta mál og gott að vera ekki viðloðinn neitt svona. Skil bara ekki þegar fólk heldur að það komist bara upp með að myrða mann og annan og geta svo bara haldið áfram að lifa lífinu eins og ekkert hafi í skorist. Hvað hélt eiginlega hann Hákon eða hvað hann heitir sem myrti Sri? Skilettabaraekki!!


29. júlí 2004

Fyrrverandi konan

Minn tilvonandi hélt þrusu orgeltónleika í hádeginu í dag í Hallgrímskirkju. Þeir voru ógeðslega flottir og ekki laust við að maður væri stoltur! Gaman að kirkjan var næstum full og það stóð um þetta á forsíðu Fréttablaðsins og kom viðtal í útvarpinu í gær. Þar sagðist Maggi reyndar hafa lofað fyrrverandi konu sinni....nei TILVONANDI heitir það víst.... híhíhí! Góður þessi!

Mátaði kjólinn í dag í síðast sinn fyrir daginn. Konan leitaði að honum í örugglega 10-15 mín. áður en hún fann hann. Sagði mér að vera ekki að hafa áhyggjur þetta væri þarna einhversstaðar. Eftir 10 mín stundi hún upp að hún væri nú bara sjálf orðin stressuð! En auðvitað fannst kjóllinn og það þarf lítið að breyta eða bæta. Svo er þessu pakkað niður í ferðatösku (!) svo minn tilvonandi sjái örugglega ekki neitt. En þar sem við erum svo skrýtin þá er hann búinn að sjá kjólinn svo það skiptir engu máli.

Jóhanna Margrét hjálpaði mér að gera kort fyrir sætaskipanina í gærkvöldi. Það var sko ekki leiðinlegt. Reyndar tókst mér að brenna álpappír fastan við eina helluna en það er sko mömmu að kenna því HÚN SAGÐI að það væri allt í lagi að setja álpappír yfir! Það var sko barasta ekkert í lagi og kannski hellan bara ónýt? Hellan var sem sagt (senst, fyrir Jóku) notuð til að hita upp stimpilinn.... æ þarf ekkert að vera að útskýra það. Nú er bara að setjast við og skrifa nöfnin á þessa miða. Ekki nema 108 svo það tekur örugglega enga stund...
Best að skella sér bara í það!

26. júlí 2004

Jæja, búið að redda kökustatífi, nokkrum kökugerðarmeisturum, skreytigarnar eru að verða klárar, búið að redda dúkum, blómavösum, kampavínsglösum og já hvað er þá eftir?
Það er ekkert smá sem maður á yndislega fjölskyldu og vini sem vilja allt fyrir mann gera! Get bara varla þakkað þeim nóg og þið sem ég á eftir að "bögga"- bíðiði bara ég gef ykkur líka verkefni!! hahaha!

Maggi var steggjaður á laugardaginn var og fórum við og öll fjölskylda hans í "paintball". Það var voða gaman en djö.... vont að fá þessar kúlur í sig! Ég fékk eina í ennið sem skildi eftir ljóta kúlu sem er eins gott að verði farin fyrir STÓRA daginn! Hinir marblettirnir sjást ekkert svo það er í lagi! Það var ekkert smá súrrealískt að sjá alla í svona hermannabúning (sem var ekkert smá ógeðslegur, sveittur og klístraður eftir alla aðra) og með grímur fyrir andlitinu. Krístín Waage breyttist í stríðsvél og eina markmið hennar var að drepa sem flesta... við skemmtum okkur allavega mjög vel og tókum þessu mátulega hátíðlega. Flissuðum bara að stráknum sem var að kenna okkur á þetta þegar hann var með sem mesta stæla. Maggi var svo settur í kanínubúning undir lokin og allir fengu að skjóta á hann. Pínu ljótt fannst mér og mér fannst erfitt að miða á hann byssu! Bað fólk vinsamlegast að skjóta ekki fast!

Jamm og jæja, best að hringja nokkur símtöl.
Tilvonandi brúðurin

20. júlí 2004

Kraftaverk

Já þau gerast enn! Skórnir eru fundnir! Hvítu skórnir sem ég ætlaði að gifta mig í voru bara í e-m kassa niðrí bílskúr merktur "Medalíur Hjalti, skór Hrafnhildur". Það voru auðvitað miklu fleiri skór en medalíur í þessum kassa sem var troðið uppí efstu hillu og útí horn. Ég kenni mömmu um þetta allt saman, en fyrst þeir eru fundnir er ég ekkert að erfa þetta við hana. Nú er bara að fara að æfa sig að ganga í þeim! Æ æ æ...
 
Heimsóttum Laugarneskirku í gær og það var gott að sjá að hún stóð uppi þótt hún væri í sumarfríi, heimsóttum líka salinn og hann var í fínu formi. Skreytingarnefndin efldist um allan helming við að mæta viðskiptavini sínum og nú fer allt að fara á fullt í þeim efnum. Verst hvað þessi limegræni litur er út um allt! Það pirrar mig að vera eins og allir aðrir. Við nennum því ekkert og ætlum t.d. ekki að láta skrifa á glös eða serviettur, ekki að láta Bergþór Páls syngja "Ó Þú...",  Maggi er búinn að sjá mig í kjólnum og svona mætti lengi telja! Vinkonur mínar ónefndar ná ekki uppí hárið á sér af hneikslun yfir þessu öllu, sérstaklega að Maggi sé búinn að sjá mig í kjólnum. Hihihi mér finnst þær bara fyndnar. Hvaða máli skiptir það? Einhver hefð sem enginn veit afhverju er og er bara skrýtin. Líka að brúðhjónin sofi í sitthvoru lagi nóttina fyrir brúðkaup! Hvaða rugl er það? Reyndar höldum við í eina svona gamaldags og úrelta hefð og það er að pabbi ætlar að leiða mig inn gólfið. Mér finnst það notalegt og vil hafa það þannig en Svíunum finnst það voða skrýtið; eins og hann sé að gefa mig, sem er auðvitað merking hefðarinnar og merking orðsins brúðkaup. En mig langaði að láta pabba fylgja mér.
 
Ég er með munnangur! Verð að hætta að borða svona mikið af íslensku sælgæti... (þó ég haldi reyndar að angrið sé útaf hálsbólgunni...)
 
 

16. júlí 2004

Reykjavík í sólinni

Þetta er búinn að vera alldeilis sérdeilis fínn dagur í sólinni. Vantaði bara sundið svo hann væri fullkominn. Kolbrún Védís var mætt hérna strax uppúr átta í morgun og þá byrjaði bara prógrammið! Fyrst fórum við í barbie í Hjaltaherbergi, svo fórum við í apótekið (nema hún sagði alltaf bakaríið) og á leiðinni stoppuðum við á tveimur róluvöllum í meira en klukkutíma! Bjuggum til Voga og Gautaborgina og Kjalarnesið í sandkassanum og borðuðum ostakökur og súkkulaðikökur með sykri og kaffi og ég veit ekki hvað og hvað. Hún vildi endilega fara í stígvélum í þetta ferðalag og þurfti alltaf að vera að losa sandinn úr. Ég á engin stígvéli! "Nei, þau eru hjá köttnum þínum" -sagði sú stutta.
 
Svo keyptum við ís og borðuðum hann á grasinu hjá endurvinnslugámunum, voða kósý! Á leiðinni heim (þetta var sko ekkert smá langur göngutúr) rifjaði ég upp leikskólalögin en blessað barnið kunni ekkert að meta nema "Tívolí, tívolí, tívolí lí lí..." og ég átti bara annars að þegja! Hún ætlar sko í tívolí með mömmu sinni og hún þorir sko alveg í hringekjuna og Hrabbildur þér verður ekkert illt í maganum á morgun ef þú ferð! Híhíhí
 
Heima fengum við okkur svo gott í gogginn, hengdum upp þvottinn úti auðvitað og Kolbrún Védís vökvaði ÖLL blómin, mikið! Og líka pínu sjálfa sig og mig! Svo í allan dag var hún alltaf búin að gleyma einu blómi og þurfti að vökva meira. Ég man sjálf hvað var gaman að sulla með vatn þegar ég var lítil. Sérstaklega í sól og hita! Við vorum fljótlega farnar að striplast þarna í hitanum, barbiedúkkurnar komnar út og svo allar dúkkurnar líka. Kolbrún Védís þurfti aðeins að máta dúkkufötin og tróð sér í einhvern útigalla á svona 1 árs og sveimérþáallamínadaga hún gat rennt upp. Í þessu sat hún svo í örugglega hálftíma. Skálmarnar voru uppfyrir hné og ermarnar skárust inn í upphandleggina en þetta voru "náttfötin" hennar og hún varð að vera í þeim því það var að koma kvöld!!!
 
Ég held ég hafi tekið smá lit! Ég bara þoli ekki að það er ekki hægt að leggjast endilangur á svalirnar því mamma er svo mikið að rækta í pottum og kerjum og svo skyggir handriðið á hálfar svalirnar! En ég hef nú oftar en ekki brunnið í sólbaði á þessum svölum, svona þegar maður var að "læra" undir próf í vorsólinni!
 
Út að borða með gellum í kvöld. Best að fara að snyrta sig aðeins. Já, Berglind; ég keypti mér skóna!! Skammast mín bara ekkert fyrir það að herma eftir þér! Haha!! Talandi um skó þá eru skórnir sem ég ætla að gifta mig í algjörlega HORFNIR! Lýsi hér með eftir hvítum skóm með spennu! Hef ég lánað einhverjum þá???

15. júlí 2004

Laaaangt síðan síðast

Enda er maður kominn heim í Fiskakvíslina og þá er nú ekki tími fyrir tölvuna. Líka svona stationary sko, ekki svona flott eins og við eigum sem er hægt að bera með sér um alla íbúð. Hvað heitir það aftur á íslensku? Bärbar á sænsku.... vá maður! Ekki alveg kominn inn í íslenskuna aftur.

Skrýtið að vera komin heim.

8. júlí 2004

Heimferðardagur

Upp er runninn fimmtudagur, ákaflega skýr og fagur...

Við fórum út í eina af skerjagarðseyjunum í gær. Það var mjög notalegt en ekki svo hlýtt. Við gátum kúldrast þarna á milli nokkurra þúfna í tæpa tvo tíma en þá var kominn tími heimferð þar sem ég ætlaði að yfirgefa Magga og fara í grillpartý. Svíum finnst sú staðreynd að flestir Íslendingar eiga gasgrill mjög fyndin! Hér eru allir bara með sín kol og kvarta ekki. Maturinn var æðislegur og auðvitað félagsskapurinn líka.

Skrámur var í "aðlögun" allan tímann sem við vorum í burtu og hélt áfram að heilla þá gömlu uppúr skónum. Hann verður sko algjör prins þarna, örugglega orðinn 40 kíló þegar við komum aftur! Og ef hann kúkar á gólfið þá verða allir að lofa að þykjast ekkert kannast neitt við neitt! O.K.?

Erum eiginlega búin að pakka. Ég á bara eftir að fara aðeins í apótek og svo ætlum við að þurrka af og gera fínt svona ef ske kynni að vinkona Indru muni búa hérna í nokkra daga. Eða ef leigusalinn þarf að sýna íbúðina. Talandi um íbúðina þá brann 45 ára gamall maður inni í einni af íbúðunum í blokkinni á móti í fyrradag. Hræðilegt. Blöðin segja að ekki sé vitað um ástæðu brunans né hver maðurinn er. Sem betur fer breiddi eldurin ekki úr sér, en þetta er nú nógu hræðilegt samt.

Jæja, rassispassi vill leika, hann mjálmar og mjálmar og mænir á mig með stórum brúnum glirnum. Ég kveð og þakka áheyrnina, sjáumst fljótlega

6. júlí 2004

Undirbúningur

Skrámur fór í "aðlögun" í dag. Fór upp til Ingrid (pössunin) og eftir að við Maggi vorum búin að halda uppi kurteisishjali í um hálftíma fórum við bara og skildum köttinn eftir í klukkutíma. Það hafði gengið rosa vel sagði hún. Þau voru bara að kela allan tíman held ég!!! Hann fer aftur í heimsókn á morgun. Á morgun erum við Maggi líka búin að vera saman í 6 ár! SEX ÁR!!! Ótrúlegt en satt, tíminn hefur liðið svo hratt. Erum að spá í að fara eitthvað út úr húsi að því tilefni. Reyndar ætla ég að vera svo leiðinleg að fara að hitta stelpurnar og grilla um kvöldið....skamm skamm!

Ég er farin að plana hvað ég ætla að gera þegar við komum heim. Ætlum í "gjafalistaleiðangur" á föstudaginn (ég veit ég veit, pínu halló...) og svo ætla ég sko þvílíkt í sund um helgina. Hlakka mikið til enda ekki farið í almennilega sundlaug síðan í september held ég. Fór ég kannski eitthvað um jólin?

Tjolahopp

5. júlí 2004

Það fór þó aldrei svo að maður færi ekki niður í kafbát! Við nenntum ekki að hanga hérna heima í dag heldur skelltum okkur á hjólin og niður í bæ á Göteborgs Maritima Centrum, en það er safn sem samanstendur af x mörgum bátum, sem sagt fljótandi safn. Maður röltir á milli bátanna og þetta var bara dágóð skemmtun. Reyndar hef ég sjaldan fengið jafn lélegan guide; hann hafði nú ekki sterka rödd maðurinn en hann talaði alltaf uppí vindinn og byrjaði að tala löngu áður en allir í hópnum voru samankomnir. Þetta gerði hann trekk í trekk. Var örugglega að verða of seinn á stefnumót eða eitthvað.

Það tekur um hálftíma að hjóla niður í bæ, þannig að þetta var fín hreyfing. Maggi hjólar líka svo hratt að ég þarf að taka á til að halda í við hann. Þetta verður örugglega hreyfing vikunnar, en ég er orðin afskaplega léleg við að hreyfa mig eitthvað. Hef ekki stundað líkamsrækt síðan Jóna Björk var hérna og við fórum í Body Pump reglulega. Það var nú gaman, those were the days....ahhhhhh.

3 dagar í heimferð (eða 2 eftir því hvernig er talið).

Og að lokum; leið nokkuð yfir einhvern af ykkur lesendur góðir á Metallicatónleikunum?

4. júlí 2004

YEEEEEEEEEESSSSSSS!!!!!

Sko! Fór og dinglaði á öllum hurðum þar sem var sænskt eftirnafn (getur maður dinglað á hurðum?). Enginn svaraði. Svo seinna í dag sá ég þá gömlu útí blómabeði. Ég þaut út til að ná henni og hún tók voða vel í þetta. Þurfti heilmikið annað að tala líka; um blóm og ketti og dætur sínar og ég veit ekki hvað og hvað. Svo sagðist hún bara ætla að ræða þetta við dóttur sína því þær væru að fara út á land saman og hvort að dótturinni fyndist að Skrámur gæti komið með og hitt kött dótturinnar og svona. Svo leið smá tími þar til hún hringdi dyrabjöllunni (hljómar betur en að dingla á hurðum) og sagði því miður!. Við erum að fara að mála og setja veggfóður og bla bla bla og eitthvað. Ég varð ótrúlega leið eitthvað. Náttúrulega búin að sjá fyrir mér hvað Skrámur mundi hafa það notalegt þarna.

Þetta var hins vegar bara til að ergja mig aðeins því þegar við komum til baka úr ísgöngutúrnum okkar áðan var miði á hurðinni þar sem stóð að hún mundi geta þetta! Við upp og dingluðum og þar stóð hún tilbúin með myndaalbúm frá húsinu sínu í sveitinni og fór í gegnum allt albúmið með okkur og útskýrði hvar kettirnir mundu vera meðan væri verið að mála og þarna væri hún Stina og þetta væri Isabell og kýrnar og nágrannarnir og kirsuberjatrén og hér er ég..... Algjört krútt þessi kona. Þannig að Skrámur verður hjá henni hérna uppi á 5. hæðinni en fer svo í smá ferðalag í sveitina með henni í nokkra daga.

Held að aumingja Anna G hafi orðið smá leið. Hún var farin að hlakka til að fá okkur í heimsókn til Öland. Við ætluðum m.a.s. að gista og hún var búin að fá sér frí.... en nú get ég ekki verið að hafa áhyggjur af því! Nú er Skrámur kominn í pass, og við getum komið heim og hætt að hafa áhyggjur nema af brúðkaupsmálum. Og það eru miklu skemmtilegri áhyggjur en af íbúðum og kattarpössun.

Sjáumst á fimmtudaginn (eða ekki en allavega fljótlega),

Duga eða drepast

"Du kan inte alltid stanna i ditt eget hörn av skogen och vänta på att andra ska komma till dig du måste gå till dem ibland." : Bangsímon

Nei maður getur ekki alltaf verið í sínu eigin horni í skóginum og beðið eftir að aðrir komi til manns, maður verður stundum að fara til þeirra! Svo nú er ég farin að banka á allar hurðirnar hérna í húsinu og leita að gömlu konunni sem gæti mögulega kannski vonandi passað Skrámsa. Wich me luck!

3. júlí 2004

Ekkert að segja

Nú lítur út fyrir að Skrámur þurfi að fara alla leið á eyju fyrir utan austurströndina, Öland! Hún Anna G. sem átti Nanette er búin að vera eins og herforingi með höfuðstöðvar þar að reyna að hjálpa okkur. Held hún sé búin að hringja í hálfa Svíþjóð! Nú er sem sagt möguleiki að hann verði hjá krökkum sem vinna á skemmtistað pabba hennar og fari svo með einhverjum af þeim krökkum heim í byrjun ágúst þegar skemmtistaðurinn lokar! Þetta hljómar ekkert sérlega spennandi fyrir hann, en eini möguleikinn í dag. Anna ætlaði samt að halda áfram að reyna að finna eitthvað annað, átti enn tvö kort uppí erminni og ég á eftir að fara og banka á allar hurðir í blokkinni. Þvílíkt og Anna Sveins! Held það sé svei mér þá erfiðara að fá pössun fyrir dýr en börn! Þórdís er allavega búin að segja að við gætum fengið bílinn þeirra lánaðan ef við þurfum að keyra til Öland. Herregud, þvílík hringavitleysa.

Eitthvað voða óspennandi að vera hérna núna. Svo leiðinlegt veður og ekkert að gera þannig lagað. Ef ég ætti pening mundi ég vera á útsölunum en í staðin er bara að hanga í tölvunni eða lesa. Ég er búin að snúa sólarhringnum við og fer ekki að sofa fyrr en um 1 og vakna ekki fyrr en 11 á morgnanna. Alveg agalegt enda er ég með hausverk alla daga. Kannski smá stresshausverkur líka?

Mig langar að koma heim og fara að velja matarstell, skoða dúka og fara í sundlaugarnar! En það eru nú bara 5 dagar þangað til:)Hlakka ekkert smá til að sjá alla. Er samt stundum að spá í hvort ég hafi nokkuð frekar að gera þar en hér? Við eigum ekkert eftir að gera svo mikið finnst mér. Kannski er manni það bara ekki ljóst þar sem maður er enn í smá afneitun og fjarlægt frá þessu öllu saman. ÉG? Gifta mig? Er það? Sjitmar!!!

1. júlí 2004

Bangsímon

Eða Puh eins og ég er farin að kalla hann á máli heimamanna (enda heitir hann Pooh á frummmálinu en ég er alfarið á móti að það sé verið að þýða NÖFN eins og hinn alræmda Mikjál Jónsson sem Æskan þráaðist við að kynna fyrir manni).
Loksins er hann búinn að fá uppreysn æru hérna á síðunni hjá mér. Þeir sem þekkja mig ágætlega vita að ég lít á þennan heimspeking sem mikinn viskubrunn þar sem hægt er að sækja svör við nánast öllu! Ég get lesið sögurnar um Puh og vini hans endalaust við hvaða tækifæri sem er. Ég kannast nú reyndar ekkert við þennan Disneybangsa sem er í barnatímanum heldur er ég að tala um alvöru Puh, Bangsímoninn hans A.A. Milne, allsberan og brúnan. Ekki appelsínugulann í rauðri peysu!

Ég mun í framtíðinni reyna að birta tilvitnanir í þennan lífsspeking af og til. Reyndar hef ég ekki aðgang að frummálsritum, heldur á ég þetta bara á sænsku (og reyndar færeysku líka sem er frekar fyndið, þar kallast hann Palli Pumm). Hér eru orð dagsins:"Om man vänder sig om och får se en Mycket Farlig Heffaklump som stirrar på en, glömmer man ibland vad det var som man hade tänkt säga".
Í lauslegri þýðingu " Ef maður snýr sér við og sér Mjög Hættulegan Heffaklump sem starin á mann, þá gleymir maður stundum hvað það var sem maður ætlaði að segja".
Getur ekki verið sannara þó ég hefði sagt þetta sjálf.

Við erum að verða alveg ráðþrota með kattarpössun. Ég er búin að hringja í alla sem mér dettur í hug. Síðast í eina í stjórn Íslendingafélagsins hérna sem sendi út tölvupóst áðan með hjálparbeiðini-á alla Íslendinga í Gautaborg held ég bara! Ef ekkert gerist á morgun verðum við að fara að hringja á svona kattarhótel og athuga hvort er laust pláss. Náttúrlega allt of seint í rassinn gripið með þetta, og ég hef bara áhyggjur af þessu ég verð að segja það.

Í dag fór ég niður í geymslu og náði í eins og tvær kennslubækur í málþroska barna. Maður þarf nú aðeins að hressa uppá minnið fyrir vinnuna. Það er einhvern vegin svo langt síðan ég var í þessu verknámi og er bara búin að vinna með fullorðnum síðan þá. Þ.e.a.s. í tvö ár! En allt snýst þetta samt meira og minna um að ná sambandi við barnið og foreldra þess. Maður getur alltaf flett uppí bókunum.

Sjö dagar í heimferð.

Heim

Nú erum við búin að taka áhættu og bóka miða heim án þess að vera komin með kattarpössun. Komum fimmtudaginn 8. um kvöldið og förum aftur 20. ágúst.

SJÁUMST:)

30. júní 2004

Vinnan er mín!

Já ég fékk auðvitað vinnuna:) Gaman gaman. Fæ m.a.s. hærri laun en ég bað um og þurfti ekkert að rembast til að fá það! Kúl yfirmaður sem ég mun hafa. Og ég fæ að byrja 1.sept sem betur fer.

Ennþá engin kattarpössun.

29. júní 2004

Leiðinlegt

Kjartan hringdi og kærastan hans vill ekki passa Skrám:(
Hann sagðist ætla að hringja í e-a vina sína í kvöld og spurja. Svo hringdi Anna fyrrverandi kærastan hans áðan og átti ekki orð! Hún ætlaði sko að hringja í hann og spurja hvað væri málið...hún er svo fyndin. Vill svo gjarnan vera Íslendingur og segir alltaf "þetta reddast". Sagði að þetta væri skiljanlegt því kærasta hans væri sænsk! Eins og hún sé ekki sænsk sjálf!

Ohhh við komumst aldrei heim. Bara af því eigum svo sætan kött sem enginn vill passa.

28. júní 2004

Ojbarasta veður!

Í dag hitti ég Gustav litla. Ég hef hitt hann 2x áður því hann á í erfiðleikum með viss hljóð. Síðast var svo gaman hjá okkur að ég æsti hann allt of mikið upp. Endaði á því að barnið var eldrautt í framan og komið á háa C-ið! En hann gat líka sagt k! Svo í dag var ég ekki búin að vera hjá þeim nema í 10 mín þegar barnið segir: "Nei, ég vil ekki spila því þú átt að fara heim"! Dísúss! Þetta eru þakkirnir fyrir að kenna honum að tala! En ég fór auðvitað ekkert og gabbaði hann til að þjálfa í klukktutíma. Haha svona er ég.

Fengum teikningu yfir íbúðina í Haninge í dag. Lítur vel út. Stofan er 30 fermetrar!!! Nú vilja þeir bara fá atvinnuvottorð frá okkur. Maggi reddaði sínu í dag og ég fæ að vita á miðvikudaginn hvort ég fæ vinnuna. Svei mér þá, eftir það sem á undan er gengið finnst mér ég ekki vera örugg með þetta. En nú er ekki svo langt að bíða. Við erum alltaf að bíða eftir einhverju þessa dagana. Púff, doki doki doki! Erum líka að doka eftir að Kjartan láti vita hvort hann geti passað "rassa". Vona það, mig langar svo að bóka miðana heim.

26. júní 2004

Midsommar

Þetta var mjög skemmtileg í Götene. Vorum á bóndabæ rétt fyrir utan, um 20 ungmenni samankomin (fólk á okkar aldri). Ég kannast við kærustu stráksins sem býr þarna. Hún heitir ekkert minna en ANNA (það er ekki hægt að heita neitt annað ef maður vill kannast við mig)og er í bekknum á eftir mér í talmeinafræðinni. Það voru líka tvær aðrar úr þeim bekk þarna. Við vorum mætt um sex og tekið á móti manni úti á hlaði með hundgái og flaðrandi lafandi tungum...það voru þegar allir voru mættir þrír hundar á svæðinu. Að sænskum sið var auðvitað byrjað á fordrykk og svo farið í fimmþraut. Þeir eru mikið fyrir það Svíarnir. Þrautirnar voru m.a. stígvélakast (ég stóð mig með prýði), þvottaklemmurtínsla, hundakúnstir og auðvitað kubbspilið. Mitt lið vann HAHA! Svo var farið út í útigeymslu/hlöðu/skemmu (er ekki alveg viss) þar sem var búið að dúka upp langborð og kertaljós og síld og kartöfflur. Ég smakkaði smá smá smá síld...hmmm. Sá réttur má alveg eiga sig. Svo var grillmatur og ís og "vilt" jarðaber í eftirrétt. Fólkið þarna var allt svo hryllilega skemmtilegt að við hlógum út í eitt. Ég sat við hlið húsbóndans (eða bóndasonsins) og þegar hann heyrði að ég hefði aldrei dansað í kringum midsommarstöng og sungið "små grodorna" hljóp minn af stað, negldi saman einar tvær spítur og hengdi tvo kransa á. Svo var sko bara farið í hringdans. Ógó gaman og ég fékk að upplifa ekta stemningu með smá tilfæringum og þremur crazy hundum sem tóku þátt af lífi og sál. Svo var farið í brennibolta sem er eins og kýló nema með kylfu og bolta á stærð við tennisbolta. Mitt lið vann!! Held ég....það var orðið lítið eftir af rauðvínsdunknum og aðeins farið að byrgjast sjónin... Asskoti erfitt að hitta svona lítinn bolta... Við Jóhanna vinkona vorum nú dáltið góðar í þessu í Umeå í denn ;)

Við sátum svo bara í myrkrinu með kertaljós, hlustuðum á sænska danstónlist og slagara og höfðum það notalegt. Mýflugurnar höfðu það ef til vill ennþá betra. Ég náði mér í eitt bit á vi. úlnlið sem nú er um 2 fermetrar að stærð!! Eða nákvæmlega 12cm á lengd og um 8 að breidd! Mig klæjar FREKAR mikið og er búin að teikna útlínurnar kringum bólguna með bláum kúlupenna til að fylgjast með stækkun/minnkun næstu klst. Lýst sko varla á blikuna meðan þetta er svona stórt!!!

Við vorum ekki komin heim í hús fyrr en um hálfþrjú í nótt. Fórum svo í heimsókn til bróður Önnu í dag í húsið hans. Þau eiga RISA garð með hænum og rabbarbara, perutré og kartöfflum... og tvo krakka sem eru ekkert smá sæt og skemmtileg. Hugsa sér að alast upp í svona stóru húsi og með svona stóran garð og barasta hænur útí garði! Bróðirnn sagði að þegar þau hefðu flutt inn hefðu verið 32 rifsberjarunnar á lóðinni!!! Hver getur étið svo mikið af rifsberjum spyr ég nú bara. Enda losuðu þau sig við nánast alla.

Svo var bara haldið heim í rigninguna í Gautaborginni. Skrámur greyið hafði lokast inní litla herbergi og kúkað heilu fjalli á fínu Bangsímontöskuna mína. Maggi henti henni, sniff sniff. Blessuð sé minning hennar, ég elskaði þessa tösku mikið.

Á morgun ætlum við að fara og sækja sófann hjá Önnu og Johan sem eru að flytja. Já við ætlum að erfa sófann þeirra. Gula hættan okkar er orðin svo ægilega eitthvað...eitthvað. Ætlum að prófa grænan í staðin. Svo kannski kaupum við okkur almennilegan sófa í haust fyrir alla peningana okkar sem við ætlum að vinna okkur inn híhíhí. Ef það verður eitthvað eftir þegar ég er búin að kaupa allan þann mjúka klósettpappír sem mig hefur dreymt um svo lengi....*glott*.

Íbúðin sem við eigum kost á er víst fín og við ætlum að taka hana ef við fáum hana.

Maggi situr alveg á nálum yfir boltanum núna. Svíþjóð-Holland og bara 5 mín eftir. Hef aldrei séð hann svona æstan yfir fótbolta áður. Hver er þessu maður sem ég ætla að giftast??? Og hver er ég sem sit og gjóa augunum á þetta líka??? Það er nú eiginlega ennþá furðulegra...

25. júní 2004

Að kaupa varalit

Fór í leiðangur í gær (já í vonda veðrinu). Kíktum á föt á Magga fyrir STÓRA daginn. Það var gaman að sjá hann í svona flottum fötum og ég held hann sé búinn að ákveða hvernig hann vill vera. Híhíhí.... Allavega, svo skildust leiðir og ég fór og keypti undirföt og svona konudót. Inní Face Stockholm þá sagðist ég vera að leita að varalit fyrir STÓRA daginn. Konan var voðalega hjálpsöm og spurði í fyrsta lagi hvernig kjóllinn væri. Jú, jú ég var nú m.a.s. með mynd af honum þar sem ég hafði verið að kaupa nærfötin. Svo vildi hún vita hvernig blómin væru! Og svo spurði hún hvernig augnförðunin ætti að vera. Takið eftir: það kom síðast. Fyrst þurfti varaliturinn að passa við kjólinn, svo blómin og svo augnförðunina!! Mér fannst þetta allavega fyndið. En ég gekk út með rosa flottan varalit sko, og vonandi á ég eftir að nota hann.

Jæja, best að fá sér í gogginn. Erum svo farin út úr bænum yfir nóttina. Bless á meðan

24. júní 2004

Af veðurfari og öðru fari

Þvílíkt skítaveður sem er boðið uppá í þessu landi! Ég ætlaði mér að verða brún og sæt fyrir brúðkaupið en nú sem stendur er ég bara með gamalt far eftir hlírabol sem er AGALEGT SKO. Ég bara get ekki gengið upp að altarinu í þessu ástandi! Hvað á ég að gera??? Best að skrifa á femin.is og leyta ráða;)

Reyndar er ekkert grín hvað er búið að vera leiðinlegt sumar það sem af er. Vonandi batnar það eitthvað aðeins áður en við förum héðan. Það er svo leiðinlegt að hanga alltaf inni þegar maður hefur ekkert sérstakt að gera. Náði í nýtt púsluspil í gær: 2000 bita, en veit ekki hvort ég nenni að byrja. Ég er búin með Da Vinci Kódann....VÁMAÐUR! Er að reyna að reka á eftir mínum tilvonandi að fara að lesa hana svo ég geti rætt hana við einhvern. Mér fannst hún rosa góð og gaman að höfundinum tekst ætlunarverk sitt-að vekja umræðu. Segi ekki meir fyrir þá sem hafa ekki lesið hana. Pabbi ertu byrjaður?

Það passar mér ekki að vera svona aðgerðarlaus. Ég verð bara stressuð og fer í fýlu. Verð að reyna að setja mér smá verkefni yfir daginn. Ætlaði kannski niður í bæ í dag en lýst ekkert á þessi ský sem vofa hér yfir. Ætli það fari ekki að hellast niður fljótlega... Svo á að vera rigning og rok og þrumuveður um helgina þegar við ætlum í burtu. Frábært!

Í dag erum við að bíða eftir að heyra frá Önnu J vinkonu sem ætlar að kíkja á íbúðina fyrir okkur. Svo erum við líka að bíða eftir að heyra hvort Kjartan nokkur fyrrverandi kærasti Önnu G getur passað Skrámsa. Hann er með tvo ketti fyrir og önnur er Nanette sem við pössuðum í hálft ár. Ohhh hún var sko sæt maður. Ekkert nema loðin bolti sem svaf alla daga...híhíhí helst á Jónu Björk meðan hún var að prjóna!

Í gær var ég ÓTRÚLEGA KLÁR! Ég kom sjálfri mér á óvart sko. Ég hef verið svo pirruð að komast ekki á chattið (MSN) til að tala við fólk svo nú fór ég bara og náði í gömlu tölvuna okkar hann iMac, setti í samband og þá var náttúrulega ekki hægt að tengjast netinu. Mín fann bara út hvað var að, lagaði það og er komin aftur í heim siðmenningarinnar á MSN!!!! LOKSINS LOKSINS LOKSINS get ég spjallað við umheiminn allan liðlangan daginn. Ohhh ég er svo gáfuð stundum. Magga hafði sko nefninlega ekki tekist að laga þetta þegar hann reyndi!

Best að hætta þessu bulli.

22. júní 2004

Aðeins skárra

í dag. Skiljum enn ekkert í Danielu að gera okkur þetta en erum vongóð um að þetta bjargist. Töluðum við leigusalana okkar í morgun og maðurinn hringdi til skrifstofunnar í Stokkhólmi og þá er laus íbúð frá 1. sept í borg sem heitir Haninge og er suður af Stokkhólmi. Það er mjög hentugt fyrir Magga en er um klukkutíma ferðalag fyrir mig í vinnuna. Anna Johansson vinkona í Stkhlm ætlar að kíkja á hana fyrir okkur og við erum búin að skila umsókn í gegnum leigusalann hérna. Ég HELD að við gætum fengið hana ef við viljum. En nú er best að rasa ekki í ráðum fram!!!

Er að fara að skutla Önnu H-C og kærasta hennar út á flugvöll. Þau eru að fara í 10 daga ferðalag til Sardiníu! Ég er ekkert öfundsjúk...grrrrrrrrrrrr. Hérna var bara geðveikt þrumuveður í nótt og svo mikil rigning í morgun að það sást ekki milli húsa! Það er sko frábært og miklu betra en sólaströnd... Við fáum að hafa bílinn þeirra ef við viljum á meðan þau eru í burtu.

Við ætlum að skella okkur með þriðju Önnunni og kærasta hennar til Götene yfir midsommarhelgina sem er næsta helgi. Förum á föstudegi og komum á laugardegi aftur svo þetta er bara skottúr. Rétt til að borða síld og kartöfflur og svona... eða eitthvað. Drekkja sorgum sínum kannski. Kannski fáum við að nota bíl Önnu og Daniels. Það verður allavega gott að komast í burtu.

Hejdå

21. júní 2004

"Q$("Q)=$"(#//"&!=)"&!%&

Daniela hringdi í morgun og er hætt við! Sannast þar enn einu sinni að maður á ekki að hrópa húrra fyrr en maður er kominn yfir....lækinn? Hún segir að börnin vilji ekki flytja. Þetta segir hún einni og hálfri viku fyrir flutninga! Og þar sem enginn er búinn að skrifa undir neitt þá er þetta bara svona. Við búin að segja upp íbúðinni hérna, búin að segja upp rafmagni og síma og öllu svoleiðis og bara eftir að klára að pakka....BÚMM!!! Öllu kippt undan manni.

Við erum alveg í lamasessi. Eða þannig. Ég grenjaði í allan morgun en nú ætlum við bara að vera jákvæð og þetta hlýtur að reddast. Erum bæði með vinnu og þá lítur þetta betur út. Það eru lausar íbúðir í Södertälje, allavega samkvæmt heimasíðu borgarinnar og Maggi getur hugsað sér að ferðast á milli. Reyna bara að hugsa eins og sannur Íslendingur og segja: Þetta reddast! Helst fyrir brúðkaup bara. Hvenær megur við eiginlega slappa af og undirbúa það? Erum búin að vera a netinu í dag og reyna að finna eitthvað. Bara svo súrt að vera á byrjunarreit í þessum frumskógi. Ble

Helv... kerling!

19. júní 2004

Nágrannar og nýjar myndir

Var að bæta við myndum og laga og breyta og minnka og bara þvílíkt að leika mér...

Í nótt vaknaði ég um kl. hálffimm við eihvern ógurlegan hávaða. Eins og væri verið að henda húsgögnum til og frá. Voru ekki grannarnir komnir í enn eitt rifrildið! Það er nú langt síðan síðast. Held að þetta hafi sem sagt verið vinir okkar Japanarnir á neðri hæðinni sem slást stundum og henda húsgögnum út um gluggann og svona. Úff, mér finnst þetta frekar óþægilegt og ég glaðvaknaði. Þetta gekk á í ca hálftíma og ég gat ekki sofnað fyrr en undir morgun aftur.

Rigning og kalt í dag. Tilvalinn innidagur. Kannski ég pakki eitthvað. Eða lesi bara Da Vinci.... Maggi pakkaði öllum geisladiskum og videospólum í gær. Svo fyndið að þegar hann pakkar þá á allt að passa nákvæmlega í kassana. Nýta plássið sko. Hann er t.d. miklu betri í að pakka í ferðatösku en ég því hann er svo nýtinn. Setur sokkana inní skóna og svona. Ég er meira að hugsa um að kassarnir verði ekki of þungir og læt bara skramla aðeins í þeim. Skrámur er alveg óður í þessa kassa sem eru út um allt. Svo girnilegtir að naga og liggja í! Og um leið og einhver hilla tæmist er hann kominn þar inn. Algjört krútt.

17. júní 2004

Hæ hó

jibbí jei.... Gleðilega þjóðhátíð kæru Íslendingar!

Hér í Sverige hef ég ekki orðið vör við nein hátíðarhöld í okkar þágu. Enda er ég bara búin að kúldrarst inni og útí matvörubúð. Þar var ekki verið að selja blöðrur eða fána. Það er nú alltaf jafn mikill sjarmi yfir þessum degi heima, skrúðgangan og gasblöðrurnar sem sleppa/flýja. Ég er ein af þeim sem aldrei missi af hátíðarhöldunum niðrí bæ. Finnst ég bara verða að mæta og taka þátt í gleðinni yfir að það sé ekki rigning eða bara lítil rigning eða allavega ekki svo kalt...

VAR AÐ BÆTA VIÐ KRÆKJU: MYNDIR!!! Þar eru nokkrar myndir af rassaspassa og frá útskriftinni minni. Tók geðveikt langan tíma að gera þetta og svo virðist ég vera búin með plássið mitt á þessari síðu svo ég hef kannski átt að minnka myndirnar fyrst? Allavega, smá sýnishorn...

Fengum smá bakslag í dag þegar hringt var frá Stokkhólmi og okkur sagt að við verðum að mæta til leigusalans þar með persónuskrilríki og sönnun þess að við séum búin að segja upp leigusamningnum hérna! Þetta verður að gerast fyrir 1.júlí. Hvernig í %&/&% eigum við að fara að því? Keyra enn eina ferðina bara til þessa að sanna að við séum við? Dáltið pirrandi, en við ætlum að reyna að fá að gera þetta í sambandi við flutninginn. Í dag er ég búin að tilkynna nokkrum stofnunum um breytingu á heimilisfangi. Við erum t.d. komin með nýtt og kúl símanúmer. Þið fáið þetta allt sent í nánustu framtíð. Daniela er ekki byrjuð að pakka og hún var að spá í að flytja á laug. 3.júlí. Smá problem bara með lykla og svoleiðis þá... En þetta er allt eitthvað sem leysist. Ég get auðvitað ekki hafð ENGAR áhyggjur svo ég hef áhyggjur af öllum smáatriðum núna meðan Maggi gengur um á rósrauðu skýji og hoppar og skoppar. Hann er líka kominn með vinnu og verður kannski með hærri laun en ég! Bömmer! Hélt að ég ætti að vera fyrirvinnan á þessu heimili...

Kannski maður baki pönnukökur í kvöld í tilefni dagsins?

15. júní 2004

Flytja....

eftir bara tvær vikur!!!!! Já, það er satt, það er búið að samþykkja okkur og við munum skipta á íbúðum 1.júlí! YAHOOOOOOO!!!!!!!!!!!!!!!!

Loksins loksins leystist þetta stóra áhyggjuefni. Ekki hægt að neyta að maður var (=ég) mikið stressaður yfir þessu öllu saman. Þetta frétti ég í morgun. Þeir sem þekkja mig verða ekkert hissa yfir að ég fór auðvitað strax að rífa niður úr skápum, keypti svarta ruslapoka og tók saman eins og eitt stykki hyllu! Maggi lagði af stað til Stokkhólms kl. fimm í morgun og ég hef ekki enn náð að segja honum þetta nema með sms. Hann er sem sagt í tveimur atvinnuviðtölum og kemur ekki fyrr en seint seint í kvöld aftur. Aumingja hann að keyra þetta fram og til baka á sama degi og ALeinn...

Jæja, best að halda áfram að vera glöð og pakka og svona... sjit verður maður ekki líka að segja upp símanum og rafmagninu og öllu svoleiðis??? Hmmm... hver veit það? Best að athuga með svíana vini mína.

Tjolahopptjolahej

14. júní 2004

Möhippa!

Svei mér þá alla mína daga! Það er bara búið að gæsa mann hérna í Sverige! Á dauða mínum átti ég von en ekki því. Þetta var sem sagt í gær. Síminn vakti okkur kl. 10 og Maggi bað mig að svara. Þar var kona sem spurði hvort ég væri Hrafnhildur Halldórsdóttir? Jú,jú. "Ég er með mikilvæg skilaboð til þín" Ég hélt náttúrulega að þetta væri einhver sölumennska og var ekkert að hlusta á hana. Hún sagði mér sem sagt að ég ætti að vera fyrir utan Chalmers (tækniháskólann) milli 11:05 og 11:15 en fyrst mundi sambýlismaður minn gefa mér pakka! Þá fóru nú að renna á mig tvær grímur... hvað var Maggi að bralla? Mér líkar ekkert sérstaklega vel við óvæntar uppákomur þannig lagað....

Maggi gaf mér svo pakka og í honum var prinsessukóróna með bleiku slöri, einnota myndavél og umslag með þessum sömu leiðbeiningum. Satt best að segja öskraði ég upp yfir mig og kastaði mér á grúfu í rúmið því "ég vil ekki ég vil ekki ég vil ekki..." Aumingja Maggi reyndi að hughreysta mig og sagði að þetta væri VÍST gaman. Hmfp...

Jæja, ég átti að vera með kórónuna á mér í sporvagninum en þar sem ég er eins og ég er var ég auðvitað ekkert með hana á mér, bara með mér í töskunni. Hins vegar ætlaði ég mér að setja hana upp rétt áður en ég færi út...en ég náði því ekki! Við Chalmers stóð svo myndarstrákur með rauða rós. Hann sagði að ég yrði að kyssa hann og taka mynd af því og þá fengi ég annað umslag! Í því voru leiðbeiningar um næsta áfangastað sem var önnur sporvagnsstöð. Ég þangað. Þar átti ég að fara inn í sjoppuna og spurja hvort Dildo ynni þarna og þá fékk ég annað umslag. Þar stóð svo næsti áfangastaður. Hins vegar var korter í næsta sporvagn þangað svo ég hírðist á bekk með kórónu og rauða rós og beið og beið og dokaði og dokaði. Var samt alltaf annað slagið að gá hvort ég sæi stelpurnar e-s staðar...

Loksins kom sporvagninn og þar lenti ég í svona tékki (hvort maður hafi borgað). Manninum stökk ekki bros þegar hann sá mig heldur sagði bara: Já já hérna situr prinsessa! Hélt örugglega að ég væri á leið heim frá djamminu eða eitthvað! Hihihi

Þegar ég kom á áfangastað mætti ég strax Söru. Hún batt skellihlægjandi fyrir augun á mér og leiddi mig í garð sem var þarna nálægt. Ég vissi það auðvitað ekki og fyrir þá sem ekki hafa prófað er ótrúlega óþægilegt að sjá ekki neitt. Ég hélt að það væri verið að ráðast á mig í hvert skipti sem við fórum inn í skugga!
Svo var ég látin setjast niður og allt í einu réðust fullt af höndum að mér og kitluðu mig! AAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGG!!!!

Jæja, þarna voru sem sagt 7 af mínum bestu vinkonum með picknick í blíðunni (það var sko glaðasólskin og yfir 20 stiga hiti í gær). Ég fékk prinsessuköku og kampavín nema mér var refsað fyrir að hafa ekki haft kórónuna í sporvagninum svo ég þurfti að æpa eins hátt og ég gat að ég væri að fara að gifta mig. Svo eftir stutt notalegheit var mér úthlutað fyrsta verkefni dagsins. Ég átti að leiða smá upphitun fyrir hinar og helst að lokka aðra sólardýrkendur með. Ég lét þær náttúrlega gera armbeygjur og magaæfingar og ég veit ekki hvað og hvað og eftirá voru allir sveittir og þreyttir enda allt of heitt til að vera að svona vitleysu. En þetta var sem sagt upphitun fyrir það sem kom a eftir því síðan fórum við að læra "orientalisk dans" (ætli það sé ekki bara magadans á ísl.?) Ég fékk geðveikt flottan búning og skartgripi um fætur og handleggi og svo fengum við klukkutíma kennslu í þessu. Það var alveg GEGGJAÐ! Reyndar hélt ég að það mundi líða yfir mig á tímabili það var svo heitt og ég bara með kampavín og rjómatertu í maganum en auðvitað leið ekkert yfir mig. Núna er ég hins vegar með svakalegar harðsperrur í öllum líkamanum.

Eftir dansinn fórum við í sporvagni niður í trjágarðinn í Gautaborg. Á leiðinni fékk ég verkefni nr. 2; að spurja minnst fimm persónur um ráð til að eiga gott hjónaband og taka svo mynd af öllum. Það gekk glimrandi vel og ég fékk fullt af góðum ráðum og allir voru bara jákvæðir og skildu að ég var bara að sinna mikilvægum málum.

Svo var komið að aðalpicknickinu. Þær voru sko með sallöt og pæ, kökur og jarðaber og rauðvín og ég veit ekki hvað og hvað! Æðislegt!!! Eftir matinn var verkefni nr. 3: spurningarleikur. Það var í flokkum eins og þvottur, matargerð, barneignir, Maggi.... Mér gekk nú svona misvel. Ég kann t.d. ekkert um merkingar á fötum fyrir þvottinn!!! Eða týpíska sænska rétti!! Verst af öllu þá vissi ég ekki allt um Magga..... hmmmmm. Reyndar voru þetta ekki auðveldar spurningar eins og uppáhalds tónskáldið hans og fleira í þeim dúr. Ég klikkaði líka á því hvað pirrar hann mest við mig. Hélt auðvitað að það væri að ég fer alltaf úr sokkunum inní stofu og skil þá eftir þar, en það er víst að það eru kvittanir út um allt eftir mig! Ég bara skil ekki sko fyrst átti maður að geyma allar kvittanir en nú á ég allt í einu að henda öllum kvittunum..... ?????

Svo kom verkefni nr.4 og það var magadans við tónlist úti á grasinu. Þá var mér nú allri lokið! O.K að ráðast að fólki í sporvagninum en að sýna mig dansa magadans fyrir framan fullt af barnafjölskyldum....úff. En ég gerði það auðvitað og stóðst prófið. ÉG gleymi að segja að fyrir hverja leysta þraut fékk ég nammi hengt um hálsinn á mér. Mmmmmmmmmmm þær þekkja mig vel!

Síðasta verkefnið var svo að mála mynd af Magga með vatnslitum. Ég málaði mynd af e-m ljóshærðum karlmanni en það líktist nú mínum blívandi ekki rassg...! Þær tóku myndina og ég veit ekki hvenær ég sé hana aftur, ætli þær sýni hana ekki í brúðkaupinu týpískt fyrir þær.....

Síðan var formlegri dagskrá bara lokið, við vorum þarna nokkrar í garðinum í smá stund í viðbót, lékum "kubb-spilið" og skoðuðum myndir dagsins í digitalmyndavélinni. Ég var komin heim um sjö eftir frábæran dag. Ég á aldrei eftir að gleyma þessu og ég skil ekki að þær skildu hafa fattað uppá þessu. Skulu þær hafa ævinlega þökk fyrir!

ÉG ER AÐ FARA AÐ GIFTA MIG!!!!

12. júní 2004

Tómt í kotinu

Allt í einu eru allir farnir! M, p og Daði fóru til Osló í dag. En þau koma nú aftur. Annars er það fínt að fá allan sófan og geta bara legið fyrir framan sjónvarpið. Við ætlum nú samt að reyna að vera dugleg næstu daga að pakka og svona. Maður þarf að fara að kaupa pappakassa og svona. Það er ekki svo langt í mánaðarmótin úr flutningssjónarmiði séð. En mjög langt úr vita-hvort-ég-fæ-pottþétt-vinnuna-sjónarmiði séð.

Zzzzzzzzz ég er alveg að sofna! Ég er að lesa Da Vinci lykilinn núna og finnst hún mjög góð. Gaman að læra eitthvað nýtt úr sögulegu sjónarmiði (ég er öll í sjónarmiðum núna) og spennandi söguþráður. Mæli með henni fyrir þá sem ekki hafa lesið hana ennþá. Ég er sem betur fer að lesa hana á móðurmálinu ástkæra ilhýra, en annars þyrfti ég örugglega að lesa hverja blaðsíðu tvisvar til að ná öllum smáatriðunum. Svo er ég að plana að lesa Öxin og jörðin eftir þessa.

Keypti líka 2000 púsl um daginn. Svona skopmyndarpúsl. Það er hérna á stofuborðinu svo það er varla hægt að hafa lappirnar uppá borði!! Verð að drífa mig að klára það. Rosalega eru 2000 bitar MARGIR bitar!!! Áttaði mig bara ekki alveg á því sko...