9.8.08

08 08 08 hafði aðra merkingu hjá mér í gær. 8 þrep í hverjum tröppugangi. 4 hæðir með tvo tröppuganga = 8 tröppugangar upp til Höllu á 42 Strathmore Road. 8 ferðir niður með kassa fyrir kl. 8 um morguninn. Jább.. ég átti örugglega einn lengsta og erfiðasta dag þessa árs míns í Boston í gær. Í gær var ég nefnilega að flytja út úr íbúðinni minni. með 25 kassa. flestir níðþungir þar sem ég flutti heim allar skólabækur og útprentaðar glósur (já ég veit.. rugl). grill. golfsett. sófasett. sjónvarp. bose græjur. 5 ferðatöskur af fötum (já ég veit.. rugl). eins gott að pabbi verði tilbúinn að lána mér bílskúrinn heima þangað til ég verð rík og get keypt mér íbúð:)

allavega.. þá þurfti ég að vera komin með allt klabbið niður á höfn í Everett fyrir kl. 11:30 í gærmorgunn. Flutningakallarnir áttu að koma kl. 9. Kl. 10:15 beið ég enn eftir þeim og thank god að ég ákvað að vera dáldið sniðug og flýta fyrir þeim og fara niður með hluta af farangrinum sjálf. kl. 11:30 var gámnum lokað... og allt mitt dót komst með! þvílíkt stress!!! vona bara að þetta komist heilu á höldnu til landsins... Þá tók við að pakka og flytja það dót sem ég þarf á að halda þangað til ég kem heim.. Svo var ég að hjálpa Sanji að flytja í nýju íbúðina sína.. á miðnætti var ég alveg búin á því. Ég fæ að búa hjá vinkonum mínum sem búa hérna rétt hjá þangað til í næstu viku þegar ég fer til Miami og svo aftur í millitíðinni þangað til ég kem heim. Núna er ég bara að ganga frá.. þrífa og þvo nokkrar þvottavélar. Þannig að þetta verður síðasta bloggið úr íbúðinni minni í Boston.

Jæja, ætla að reyna að klára að þrífa.. sofnaði næstum því ofan í klósettskálinni áðan... er ekki að nenna þessu en Mamma Mia á Ipoddnum er alveg að bjarga líftórunni (já ég veit, ég er algjör lumma!).

Adios
HK

1.8.08

Góðan og blessaðan!

Já sól og blíðan heldur áfram hér í Boston. Hitinn í kringum 30 gráður dag hvern.. alveg fínt á morgnana og seinnipartinn en maður heldur sig bara innandyra svona um miðbik dagsins... thank god for my AC (air conditioner) sem er alveg búin að bjarga lífi mínu og vinkvenna minna hérna úti á þessum heitustu dögum:)
Annars er ég búin að gera ýmislegt síðustu daga. Fór með stelpunum til Cape Cod sem er sumarleyfisstaður þeirra sem búa hér í Boston og nágrenni. Alveg ótrúlega falleg strönd og fallegur bærinn sem við stoppuðum í. Höllu tókst samt að næla sér í ca 6000 freknur til viðbótar og sólbrenndar axlir og bak.. hvernig fer maður að því að brenna sig eftir að hafa borið á sig reglulega sólarvörn með spf 60? ég bara spyr mig...
Svo fór ég um síðustu helgi til Connecticut að heimsækja Mömtu vinkonu mína sem býr þar í sumar. Var í þvílíkt góðu yfirlæti þar.. hún og maðurinn hennar alveg þvílíkir kokkar, kíktum í moll, í bíó, út að borða og röltum um Hartford sem er höfuðborg CT... skemmtum okkur semsagt alveg konunglega:)

Nýjasta nýtt er að ég er að fara til Miami þann 13. ágúst! júbbs.. strendur og sól í viku! Pöntuðum miðana áðan og fengum þennan svaka díl.. flug báðar leiðir á ca. 10,000!!!! og frí gisting í Miami þar sem stelpurnar eiga svo marga vini þar sem við fáum að gista hjá... veiveivei

Annars skrapp mín í golf í morgun.. júbb að prófa nýja golfsettið sem ég fjárfesti í um daginn.. alveg ótrúlega flott driving range sem við fórum á hérna rétt fyrir utan boston.. hversu yndislegt er að vera í sumarfríi! Totally loving my life:)

HK

16.7.08

Halló halló!

Hallan heilsar úr sól og blíðu frá Boston. Hversu yndislegt er að vera í sumarfríi? Gvöð ég er bara ekki að ná því. Fá að sofa út þegar maður vill og plana svo daginn yfir morgunmat. Búin að fara nokkrar ferðir í mollin, fór þrisvar í bíó á síðustu 10 dögum og ætla að sjá Black Knight og Mamma Mia um næstu helgi.... Út að djamma með vinunum, búin að fara í 2 afmæli á rúmri viku og einn afmælisdinner um næstu helgi... út að labba í góða veðrinu, rölt um Newbury og Boston Common garðana... búin að prófa nokkra nýja veitingastaði á Boston svæðinu, hver öðrum betri...úff sældarlíf alveg!! En það er um að gera að njóta þess núna því þegar til Íslands er komið tekur við vinna og allt í föstum skorðum:)

Já, og svo eignaðist ég lítinn frænda þann 30. júní! Til hamingju Dóri og Iðunn með litla manninn sem mér skilst að sé bara alveg eins og Dóri nýfæddur:)


Míns er loksins byrjuð að pakka og gengur bara vel.. er mjög stolt af mér þar sem mér tekst að henda fullt af dóti sem ég ætla ekki að taka með heim..... strax búin að pakka ofan í 5 stóra pappakassa og bara búin að fara í gegnum skólabækur og vetrarflíkur:) Ég hugsa að ég dundi mér við þetta næstu tvær vikurnar þegar ég fæ leið á aðgerðarleysinu.. hahahahaha

Annars er ég að plana ferðalög um U S of A og skipti um skoðun jafnoft og ég skipti um sokka... einn daginn er ég á leiðinni til Seattle, þann næsta á leiðinni til Miami. California heillar ekkert smá, svo langar mig til Connecticut að heimsækja vinkonu mína hana Mömtu og svo langar mig ekkert smá til Cape Cod.. hvítar strendur og sumarhús... gvöð hvað þetta er erfitt líf!!

Jæja, ætla að handa áfram að pakka... reyna að fylla amk. einn kassa í viðbót í dag:)

Yfir og út
HK

28.6.08

Jæja, góðan og blessaðan..

Þá er Hallan bara búin með mastersnámið sitt í Boston! Júbb, mastersgráða í fjármálum í höfn og ekki fleiri kennslustundir, ritgerðir, hópaverkefni etc etc.. amk ekki í bili! Fór og kvaddi nokkra skólafélaga eftir skóla á miðvikudaginn (sem var síðasti dagur hjá mér í kennslu) þar sem nokkrir voru að halda til sinna heimahaga strax að fimmtudeginum/föstudeginum. Dáldið blendin tilfinning að vera svona búin þar sem þetta ár er búið að vera alveg frábært og ég hefði ekki viljað skipta á því fyrir neitt. Búin að kynnast alveg fullt af frábæru fólki og eiga með því ógleymanlegar stundir. Á sama tíma er ég mjög stolt að hafa lokið þessum áfanga í lífinu og hlakka til að koma heim og takast á við ný verkefni!


Svo er Sandra vinkona hjá mér þessa dagana... og boy, nóg að gera hjá okkur. Lentum í þessum svakalegum þrumum og ÚRHELLIS rigningu í gær. Tókum lestina niðrí bæ og ætluðum að rölta um bæinn en varð nú ekki mikið úr því þar sem við komumst ekki einu sinni út úr lestarstoppistöðinni... og hvað gera ráðagóðir íslendingar þegar það rignir? Júbb, of course, fara bara beinustu leið í næsta moll í shopping í staðinn!!

Í kvöld erum við svo að fara í afmælisdinner til hans Omars vinar míns.. og svo verður haldið eitthvað út á lífið eftir það. Alltaf nóg um að vera í Boston!

Næstu daga ætla ég svo bara að njóta þess að vera í sumarfríi, byrja svo að pakka í júlí, fer í ferðalag um U S and A í ágúst og svo kem heim upp úr miðjum ágúst:)


Jæja, best að gera eitthvað að viti í dag...


Læt fylgja með eina mynd síðan á miðvikudaginn...


17.6.08

Skóli, verkefni, próf, sól og svakalegur hiti, NBA finals.. já og lítil frænka í Sverige! Til hamingju Gústaf, Jóhanna og Arnar Hans:)

Fleiri fréttir úr Ammeríku þegar þessu brjálæði lýkur!!

5.6.08

Jæja, alveg kominn tími á smá fréttir úr Ameríkunni.

Skólinn byrjaður aftur og á tvöföldum hraða! Jú ég ákvað að flýta náminu mínu og tek því tvöfalt nám núna en verð þar af leiðandi búin í skólanum 25. júní! Ég er í hópavinnu nánast 24/7 enda þarf ég að skila 4 til 5 verkefnum í hverri viku! Fyrir utan það eru próf og önnur verkefni þannig að skólinn tekur alveg ágætan tíma þessa dagana:)

Eftir námið ætlar mín að ferðast eitthvað um Ameríku, amk. er á döfinni að fara til Connecticut í eina helgi og svo í ferðalag til Seattle og Vancouver í Kanada... hlakka mikið til:)

Svo hefur mig alltaf langað að keyra alla vesturströndina, upp frá San Diego og kannski alla leið til Seattle.. en það gæti orðið of mikið ferðalag og svo þarf ég að skoða hvað buddan leyfir!

Annars er ég bara búin að hafa það ansi gott undanfarið. Var með íslenska vini í heimsókn í síðustu viku og margt brallað með þeim sem að sjálfsögðu fól í sér shopping í Target og Galleria:) Svo erum við stelpurnar búnar að reyna að nýta góða veðrið eins og hægt er. Spilum tennis á morgnana, tókum pikk nikk um daginn, rölt um miðbæinn og Cambridge.. sem sagt: alveg sældarlíf hérna í Boston!

Jæja, lærdómurinn bíður... en nokkrar myndir af útskriftardeginum:)



24.5.08

Jæja, góðan og blessaðan.

Þá er Eurovision búið og 14. sæti staðreynd. Alveg fínt bara held ég. Held þó samt að Evrópu hafi verið eitthvað illt í eyrunum í kvöld.. að velja þetta rússneska er auðvitað bara algjör steypa. Hver ber fram "impossible" eins og hann gerði? Dísus..

Jæja, síðustu vikur hafa verið algjört heaven. Veðrið hefur verið algjört yndi, búin að hafa fjölskylduna í heimsókn, ég "útskrifaðist" og er bara búin að gera fullt af skemmtilegum hlutum með vinum og fjölskyldu hérna úti. Takk kærlega fyrir allar hamingjuóskirnar og ég lofa að setja inn myndir þegar ég er búin að fá þær úr myndavélunum þeirra m&p og Addíar. Á þó eina mynd af mér í outfittinu!

Svo er ég byrjuð í skólanum aftur. Þriðja önnin hafin og ef allt gengur eftir verð ég í tímum fram í byrjun ágúst. Leggst bara vel í mig að vera í skólanum í sumar... dáldil tilbreyting!!

Jæja, ætla að fara að gera eitthvað að viti. Búin að liggja yfir Eurovision síðustu klukkutímana:)

HK

9.5.08

Jæja, prófin búin og vikufrí framundan. Bara yndislegt! Reyndar búin að hafa það svo gott síðan ég kláraði í byrjun vikunnar: kaffihús, shopping, bíó, partý og afslappelse út í eitt.. bara næs:)


Alveg ótrúlegt en núna hef ég lokið 80% af náminu mínu! úff.. svo fljótt að líða! Ég má útskrifast þó svo að ég sé ekki alveg búin þar sem skólinn heldur bara formlega útskrift einu sinni á ári.. og ég vil ekki bíða þangað til næsta vor. Útskriftin verður 19. maí og eru mamma, pabbi, Addí og Geiri að koma í heimsókn til að vera við útskriftina... bara gaman:)


Jæja bara stutt blogg.. ég er að fara í lunch með stelpunum..
Eigiði góða helgi.. I sure will:)


HK

19.4.08

Daginn daginn!

Hallan heilsar úr 20 gráðu hita og glampandi sól hér í Boston. Alveg ótrúlegt hvað borgin lifnar við með hækkandi sól. Hallan búin að taka fram hlíraboli og sandala og alveg tilbúin í sumar eftir laaaangan vetur!!

Annars er bara allt ljómandi gott að frétta. Afmælið mitt var á miðvikudaginn var - takk kærlega fyrir allar kveðjurnar og afmælissönginn amma! Ótrúlegt hvað margir mundu eftir þvi án þess að hafa mig til að minna sig á! hahahaa... Afmælisdagurinn minn byrjaði 2 mínútur eftir miðnætti þann 16. þegar Kamana og Sanji komu syngjandi með afmælisköku með nafninu mínu á, blóm og pakka! Eftir kökuát var haldið í háttinn enda stór og langur dagur framundan. Við byrjuðum daginn á Starbucks og fengum okkur frappuchino enda sólríkur og heitur dagur (besta veðrið þetta árið, að sjálfsögðu!). Fórum svo í Gallería moll enda þurfti Halla að fá sér dress fyrir kvöldið. Átti að sjálfsögðu ekki í erfiðleikum með að eyða peningum og fann sér aaaaaðeins meira en bara dress fyrir kvöldið! Fengum okkur svo malasískan mat í hádegismat - very nice. Um kvöldið áttum við pantað borð á Stella sem er einn af mínum uppáhaldsveitingastöðum - alveg geðveikur matur þar. Átti þar alveg frábært kvöld með stelpunum (Kamönu, Sanji, Shetul, Mömtu, Jing og Behan) og mikið hlegið! Undir lokin komu þjónanir með eftirréttinn minn, tiramisu, með kerti í allir sungu! Já já maður verður að fá afmælissöng þó svo að maður sé orðinn alveg 25 ára (hmmm)!! Eftir matinn kíktum við út á lífið en var þó komin heim í háttinn frekar snemma:) Míns fékk alveg þrjá afmælissöngva á afmælinu sínu! toppiði það!!

Í gær fór ég svo á Red Sox leik. Maður getur nú ekki búið í Boston án þess að sjá eftirlætislið allra spila. Og vá hvað var gaman! Leikurinn er alveg í rúma 3 tíma en það sem gerir þetta svo skemmtilegt er stemningin á vellinum: allir syngjandi kátir og svo voru Red Sox að spila mjög góðan leik sem spillti nú ekki fyrir!

Svo er skólinn á fullu núna, ég er með tvær ritgerðir sem ég er að vinna í og tvö lokapróf 1. og 5. maí. Styttist svakalega í að önn nr. 2 endi - alveg ótrúlegt hvað þetta er búið að vera fljótt að líða!!


... og nokkrar myndir í lokin úr afmælisdinnernum!



Eftirrétturinn kom alveg skemmtilega á óvart!


Ég og Sanji

Kamana, Shetul og Sanji


Mamta, ég og Jing

26.3.08

Daginn daginn,

Ein hérna alveg að deyja úr blogg-leti en held að það sé nú tími til kominn að setja inn einhverjar fréttir af mér. Ég sem sagt búin að fara til Vegas og svo New York í síðustu viku. Alveg brilliant gaman. Sáum Hairspray á Broadway. Löbbuðum um Central Park. Versluðum á Canal Street og míns gerði alveg svaka góð kaup á Coach töskum. Röltum um Soho og Little Italy. Shoppuðum pínu á Herald Square. Borðuðum rosa góðan mat. Alveg brilljant ferð í alla staði - nema mér tókst að næla mér í eitthvað leiðindar kvef á leiðinni heim. Alveg týpískt. Rútan var full af hóstandi og hnerrandi fólki og ég sjálf var orðin hnerrandi og hóstandi á laugardeginum - og er enn. Páskarnir liðu alveg ótrúlega hratt þar sem ég var bara lærandi - en fékk þó þetta risa Nóa páskaegg að heiman sem Sibbus og Stebbi komu með. Takk æðislega:)
Svo var ég með partý fyrir krakkana úr skólanum á laugardeginum fyrir páska. Alveg svaka stuð og veitingarnar mínar voru etnar upp til agna! Annars er lífið bara búið að ganga sinn vanagang. Nóg að gera í skólanum og svo á föstudaginn erum við að fara í company visit til John Hancock sem er fjármálafyrirtæki hér í Boston sem yours truly skipulagði. Alltof góð þátttaka þar sem um 30 manns skráðu sig en aðeins 10 komast að. Er samt að bíða eftir svari um að fleiri komist með..

Og vegna fjölda áskoranna (hahaha) þá set ég inn nokkrar myndir af íbúðinni post breytingar!

Nýi sófinn minn sem er alveg æðislegur - sérstaklega þegar maður er lazarus eins og ég í dag:(

Nýju BOSE græjurnar mínar sem ég fékk í fyrirfram ammlisgjöf! algjört æði!!


Reyna að gera smá huggulegt hérna - þetta er sko rauði sófinn minn eftir yfirhalningu!

14.3.08

Komiði sæl og blessuð:)
Það er sko aldeilis kominn tími á blogg. Komin heim eftir Vegas ferðina sem "awesome" svo ég taki nú ameríkanann á þetta. Hótelið var geggjað flott, fórum á rosaflotta veitingastaði og klúbba, veðrið var frábært og skemmtum okkur alveg konunglega. Borgin kom mér skemmtilega á óvart - er í rauninni miklu hreinni og mannlegri en ég bjóst við. Við spiluðum dáldið af Blackjack og unnum! Ég labbaði út með 300 dollara en hafði lagt 100 dollara undir (nettó gróði = $200). Fórum á alveg frábæra sýningu hjá Cirque du Soleil sem heitir O og gerist að hluta til í vatni - kíkið endilega á trailerinn. Markmiðið (fyrir utan að eyða fullt af pening) var að sjá að minnsta kosti eina fræga manneskju "með berum augum"... og það tókst. Rétt áður en við tjékkuðum okkur út af hótelinu seint um kvöld sá ég Michelle Pfeiffer og manninn hennar David E. Kelley þar sem þau stóðu fyrir utan klúbb á Mandalay Bay - hótelinu sem við dvöldum á... og Halla að sjálfsögðu algjör dóni starði bara! En ég er að segja ykkur það, hún lítur út fyrir að vera 25 ára...
Flugið til og frá Vegas var nú ekki alveg eins "awesome". Byrjaði á því að fluginu til Chicago var aflýst vegna bilunar í vél. Það fengum við að vita eftir að hafa beðið í 2 tíma á flugvellinum og svo tæpa 2 tíma í vélinni án þess að taka á loft. Öllum farþegum því skúbbað aftur út úr vélinni og við vorum heppnar - náðum öðru flugi fljótlega til Chicago. Þessi seinkun olli því þó að við misstum af tengifluginu til Vegas og þurftum því að endurbóka okkur í annað flug þann daginn. Við komum því til Vegas aðeins seinna en áætlað var en samt allt í góðu. Til að toppa þetta ferðalag þá ákvað farangurinn okkar að fara til Dallas í stað Vegas og fengum við því ekki farangurinn fyrr en um kvöldið sama dag.
Ferðalagið til Vegas var nú bara "pís of keik" í samanburði við ferðalagið heim. Þegar við komum út á flugvöll að kvöldi laugardags til að tékka okkur inn þá fáum við að vita að við vorum of seinar! Við áttum flug rétt eftir miðnætti og þar sem það var akkúrat verið að færa klukkuna til um klukkutíma þá misstum við af vélinni! gaman gaman. Við vorum því settar á standby en komumst sem betur fer með næstu vél stuttu seinna. Þegar komið er til Chicago fáum við þær fréttir frá manni sem var að ferðast sömu leið og við að það væri búið að aflýsa fluginu til Boston. Great. Enginn tilkynning á skjánum, engin skilaboð á símanum, ekki neitt. Náðum loksins sambandi við flugfélagið sem sagði okkur að við hefðum verið endurbókaðar í flug 14 tímum síðar eða kl. 20:30 um kvöldið (við lentum í Chicago kl. 6:30 um morgunn). Það var nú ekki alveg að ganga fyrir mig þar sem ég þurfti að vera í Boston eins fljótt og hægt var út af verkefni sem ég átti að skila og kynningu sem ég átti að halda á mánudeginum. Við biðum því á standby allan sunnudaginn. 5 flug voru frá Chicago til Boston og öll voru þau yfirbókuð! Ekki séns að komast að... Endaði því með því að við fórum heim með kvöldvélinni eftir að hafa dvalið á Chicago O´Hare í 14 tíma, lesið öll slúðurtímarit sem fengust í bókabúðinni og prófað allt á McDonalds matseðlinum. Einkar skemmtilegur dagur með meiru:)
En við létum þetta ekki á okkur fá. Komum til Boston rétt fyrir miðnætti. Vaknaði kl. 6 á mánudagsmorgninum, hitti hópinn minn og við rusluðum þessu af. Héldum 20 mín kynningu sem gekk alveg ágætlega en þegar ég kom heim á mánudagskvöldið tók við alveg 15 tíma svefn enda hafði ég varla sofið síðan á aðfaranótt laugardags.

Annars er bara allt fínt að frétta. Ég er að bjóða krökkum úr náminu heim á morgun, laugardag. Ætla að búa til ostabakka a la Ísland og bruchettur. Svo er markmiðið að fara niðrí bæ um kvöldið þar sem Bostonbúar munu halda upp á St. Patricks Day á morgun.

Svo eru Sibba og Stebbi að koma í næstu viku og við á fullu að skipuleggja ferð til NY. Gaman gaman.. Líka gaman fyrir mig því alltaf þegar fólk kemur í heimsókn þá hef ég afsökun til að fara að versla með þeim! Þarf að sjálfsögðu að sýna þeim hvar allar búðirnar eru etc... hahhah

Þarf að fara að þrífa og undirbúa morgundaginn!!
Yfir og út..

23.2.08

My favorite as we speak.. Natasha Bedingfield. Keypti diskinn hennar í Target (where else!) um daginn og er búin að hlusta á hann daginn út og inn.




og svo Unwritten í flutningi hennar og Esmée Denters sem er ung hollensk stelpa með ótrúlega töff rödd.. Þetta er alveg uppáhaldslagið mitt:)



Svo er það Eurovision í kvöld, Hallan verður að láta sér RUV.is nægja í þetta skiptið. Addí mundu að kjósa fyrir mig:)

Jæja, aftur í skólabækurnar..
HK
Takk kærlega fyrir öll kommentin! Greinilegt að þessi gleraugu hafa fallið í kramið hjá fleirum en mér, Addí og Geira sem fá alveg toppeinkunn fyrir aðstoð við valið:)

Sófinn minn kærkomni er með áætlaðan komutíma í næstu viku (tók alveg mánuð að fá hann þar sem hann er sko "köstom meid") og markmiðið er að reyna að koma honum í HEILU lagi upp á 4. hæð.. þá skal ég taka myndir af stofunni og henda inn, allir sáttir?

Shopping er áætlað á morgun, laugardag. Ætlaði að fara í dag en ég var snjóuð inni! Allar samgöngur stopp og skólum aflýst og læti þannig að ég ákvað bara að vera inni að læra í dag.. það verður bara tekið betur á því á morgun í staðinn! veiveivei

Annars verð ég að deila með ykkur.. ég var ég að fá úr fixed income prófinu (skuldabréfaprófinu) sem ég fór í í síðustu viku. Haldiði ekki bara að Hallan hafi fengið 10.6 á prófinu!! Alltaf gaman að því þegar einkunnir eru yfir 10... hahahaa Ég ætla mér sko að lifa á þessari einkunn það sem eftir er vetrar því ég get svooo lofað ykkur að hinar einkunnirnar verða ekki svona góðar!!

Adios
HK

21.2.08

Ég var víst búin að lofa familíunni að setja inn mynd af mér með nýju fínu *hóst* PRADA *hóst* gleraugun mín - þessum sem ég gaf sjálfri mér í jóla- og nýársgjöf og fyrir að fá ótrúlega góða GPA meðaleinkunn á fyrstu önninni! Eins og þið heyrið þá átti ég mjög auðvelt með að réttlæta þessi kaup - eins og sönnum shopaholic sæmir!

Eru þau ekki ógó flott? Dáldil breyting frá öllum gömlu gleraugunum mínum sem til þessa hafa verið nánast eins - öll með tölu!!
Annars er bara allt gott í fréttum. Vegas undirbúningur kominn á fullt enda af nógu að taka. Panta borð á veitingastöðum, spilavíti og sýningar... Gvöð, ég er farin að tala eins og ég liggji á milljónunum í stað þess að vera fátækur námsmaður í rándýru framhaldsnámi! Æi, maður lifir bara einu sinni og Vegas er bara svona "Once in a lifetime.." ekki satt? (AFTUR tókst mér að réttlæta eyðsluna mína - þetta fer að verða vandamál..)

Svo er mig verulega farið að klæja í "innkaupa" puttana - ég hef ekki farið niðrá Newbury eða í Galleria moll í rúman mánuð! Held barasta að ég stefni á smá shopping um næstu helgi? (ÞRIÐJA skiptið - er eitthvað til sem heitir Betty Ford fyrir eyðsluseggi?)
Já, ég var næstum búin að gleyma. Ef þið viljið að ég gambli eitthvað fyrir ykkur í Vegas þá er ykkur velkomið að leggja inn á reikninginn minn - frjáls framlög vel þegin! hahahaahah

Farin í háttinn..

HK

19.2.08

Jæja, annasamur dagur að baki, skilaði af mér einu verkefni og rumpaði af einu prófi í skuldabréfum núna í kvöld... Næsta próf er svo í næstu viku þannig að núna get ég andað smá þangað til ég helli mér út í afleiður og áhættustýringu:)

Fréttir: Ég er búin að panta mér ferð til Las Vegas þann 4. mars! Jú þið lásuð rétt, ég ætla að eyða spring break í borg glamúrsins. Ég fer með Kamönu, Aki og Sanji og er planið að gista þar í 4 nætur, skoða Grand Canyon, kíkja á klúbba, í spilavítin og að öllum líkindum ætlum við á einhverja sýningu. Mig langar mest að sjá Love-Bítlasýninguna hjá Cirque de Soleil en ég á eftir að bera það undir stelpurnar. Og að sjálfsögðu verður maður að taka þetta með trompi og gista á einu flottasta hótelinu á Strip-inu, Mandalay Bay. Finnst ykkur eðlilegt að flug og hótel kosti undir 35 þús? Mér finnst það alveg fáránlega ódýrt... og ódýrara en að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar og gista á Hótel KEA! hhaha... Gjöf en ekki sala - eins og vitur kona sagði eitt sinn!!!

Svo eru Sibba frænka og Stebbi hennar spúsi að koma að heimsækja mig um páskana og við ætlum að skella okkur til New York í tvo daga.. úúúú hlakka til:) Kannski ég nái að líta Central Park augum í þessari ferð! (hvaða vitleysingur fer til NY og dvelur þar í 4 daga án þess að labba í gegnum Central Park? Jú hún Halla þegar hún fór til NY fyrir tveimur árum!!)

Jæja, ég ætla að eyða eins og klukkutíma með honum Horatio í Miami áður en ég fer að sofa.. hann er að leysa eitthvað svaka morðmál, alveg ótrúlega töff með sólgleraugun sín:)

HK

10.2.08

Jæja, þá er fyrsta skíðaferð ársins afstaðin! (reyndar fyrsta skíðaferðin í 12 ár en það er önnur saga!!). Ég fór ásamt 20 skólafélögum til Maine á skíði um helgina og planið að gista og skíða í Sunday River í tvo daga. Ég fór ásamt Kamönu og Akki á föstudagskvöldinu og við náðum á þjónustumiðstöðina til að ná í lyklana að íbúðinni rétt fyrir miðnætti. Ferðin til Maine tekur ca 4 tíma og til að komast þangað þarf að keyra í gegnum New Hampshire þannig að ég heimsótti tvö ný fylki núna um helgina... veivei.. Okkur tókst þó að villast þrisvar sinnum á leiðinni. Í fyrstu tvö skiptin sáum við löggur sem aðstoðuðu okkur og í þriðja skiptið römbuðum við á starfsmann Sunday River sem var einmitt staðurinn sem við vorum að fara á. Lucky us:) Við vorum samt með GPS tæki þannig að ég skil eiginlega ekki alveg hvernig okkur tókst að villast svona... en það gerði þetta bara skemmtilegra:)
Á laugardeginum vakti Akki okkur með ekta amerískum morgunmat, pönnukökum, eggjum, kartöflum og beikoni - veit ekki alveg hvað mér fannst um það, dáldið skrítið að borða svona steikt dæmi í morgunmat. Svo fórum við upp í brekkur - og vá! við erum að tala um svona 10x Bláfjöll að stærð. Þarna voru á bilinu 30-40 brekkur, miserfiðar þó og tugir lyftna. Svo voru veitingahús, pöbbar, kaffihús, æfingasvæði, verslanir etc etc... algjört mekka fyrir skíðamanninn!! Fyrsta ferðin okkar upp með lyftu gekk dáldið brösulega fyrir sig - sér í lagi þar sem þetta var fyrsta skíðaferð Akki og Kamönu. Við fundum þarna græn merkta stólalyftu (grænn = auðveldustu brekkurnar en samt ekki barnabrekkurnar). Í fyrsta lagi náði Kamana ekki að setjast í stólinn heldur flækti skíðað í einhverjum staur sem var þarna þannig að það það þurfti að stoppa lyftuna og hjálpa henni. Þegar skíðið var komið á réttann stað var haldið upp og vá! ótrúlega flott svæðið þarna og ég veit ekki hversu marga km (ok metra!!) við fórum með lyftunni upp... svo þegar kom að því að fara úr stólnum galar Akki: Oh boy, I don´t know how to get off this thing! og ég hló svo mikið að ég datt sjálf þegar ég var að renna mér úr lyftunni! og þarna lágum við þrjár þannig að aftur þurfti að stoppa lyftuna AFTUR því við blokkuðum svæðið frá lyftunni að brekkunni. Í fallinu sneri ég eitthvað upp á ökklann þannig að löppin var eitthvað aum það sem eftir var ferðar en ég reyndi þó að skíða aðeins meira. Það sem meira er, ég held ég hafi nú bara ekki gleymt neinu sem Þórir íþróttakennari kenndi mér í skíðaferðalögunum í gaggó forðum enda datt ég bara ekki neitt!! (ok, fyrir utan lyftu fallið).
Um kvöldið var svo farið á pöbb, mikil stemning en fólk samt frekar þreytt eftir daginn. Í morgun (sunnudag) ákváðum við stelpurnar bara að fara snemma og fara frekar í Wal Mart að versla heldur en að fara aftur upp í brekkur... sáum nefnilega þessa risastóru búð í Maine á leið upp á fjallið... Wal Mart fær alveg 8 af 10 mögulegum - Target er ennþá í fyrsta sæti... Keyrðum svo heim eftir alveg frábæra ferð og umfram allt var alveg rosa gott að komast aðeins í hreint fjallaloftið, minnti bara dáldið á heima...:)

Nú tekur skólinn bara aftur við, skilaverkefni, case, próf og fleira gotterí framundan.. þannig að ekki verður bloggað mikið (ekki það að ég sé eitthvað svaka dugleg við þetta! heheheeh).

HK

1.2.08

Jæja, þessi vika hefur liðið alveg hræðilega hratt.. ég er búin að eyða mestum tíma uppi í skóla að læra enda mörg verkefni og case sem eru á deadline í næstu viku... svaka stemning:)
Annars er ekki margt markvert í fréttum... jú reyndar: ég er búin að kaupa svefnsófann og fæ hann fljótlega:) Svo er ég að fara út með stelpunum annað kvöld, það verður örugglega gaman.

Annars var í fyrradag verið að opna mexíkóskan veitingastað hérna "úti á horni" hjá mér sem er nú kannski ekki frásögu færandi nema það að þeir buðu upp á ókeypis burritos á opnunardaginn. Þegar ég kom heim úr skólanum kl. hálf 10 um kvöldið voru ca. 300 manns í biðröð! Til að fá ókeypis burrito sem kostar örugglega ekki meira en 4-5 dollara!!! Jeez.. það er ekki í lagi með fólk. Maðurinn í apótekinu sem er beint á móti sagði mér að það hefði verið svona biðröð allan daginn.... Ég hefði tekið mynd af þessu ef ég hefði verið með myndavél á mér.. þeir eru létt ruglaðir þessir Ameríkanar...

Annars rakst ég á nýlega grein í Financial Times þar sem var verið að taka út bestu viðskiptaprógrömmin á heimsvísu... Svona er rankið yfir fjármálatengda námið:

Best in finance
1 New York University: Stern
2 University of Chicago GSB
3 University of Rochester: Simon
4 University of Pennsylvania: Wharton
5 Columbia Business School
6 University of Toronto: Rotman
7 London Business School
8 Boston College: Carroll
9 MIT: Sloan
10 Tulane University: Freeman

Ekki leiðinlegt! Ég veit ekki alveg á hverju þeir byggja þetta mat sitt (þ.e. gæði náms, kennurum etc) en þetta er "Alumni Recommendations" sem segir að fyrrum nemendur þessara skóla hafi gefið sitt mat á þessu...

Go BC:)

Hér er annars greinin..
http://www.ft.com/cms/s/2/3f930b0c-cb17-11dc-97ff-000077b07658.html

Yfir og út..
HK

29.1.08

Daginn daginn..
mín bara vöknuð "snemma" og þetta fína veður í Boston blasti við mér, glampandi sól en reyndar smá kalt... en það er allt í lagi, I can do kalt :)

Annars var helgin alveg glimrandi. Föstudagurinn fór í lærdóm og fleira og um kvöldið fór ég með stelpunum í bíó að sjá No Country for Old Men. Rosalega góð mynd en dáldið ógeðsleg á köflum. Á laugardaginn vaknaði ég snemma og fór í svefnsófaleiðangur með Jing. Fékk bílinn hennar Kamönu lánaðan og við Jing fórum í 4 húsgagnaverslanir og svo í IKEA. Labbaði út úr IKEA með fullt af húsgögnum og dóti.. en engann sófa. Fann reyndar sófa í einni húsgagnaversluninni en á bara eftir að mæla hvort hann komist inn í íbúðina, þ.e. í gegnum hurðaop, upp stigann etc. Svo fórum við í Target (hef ég einhvern tímann talað um að ég elski Target? Ef ekki þá lýsi ég því yfir hér með!!) Um kvöldið fór ég svo með stelpunum á Tíbeteskan veitingastað, þjónustan var frábær og maturinn alveg fínn. Á eftir fórum við svo á kaffihús.. evrópskt, to be exact. Þegar heim var komið fór ég að setja saman húsgögn og ganga frá öllu IKEA og Target dótinu mínu. Kl. 3:30 um nóttina var ég orðin mjög þreytt og ákvað bara að fara að sofa og klára þetta á sunnudeginum.. sem ég og gerði og eyddi svo restinni af deginum uppi í skóla að læra. Alveg brilliant helgi:) Lot´s of shopping... Nú er íbúðin mín orðin rosa fín, þarf að taka myndir og henda inn fljótlega:)

Jæja, ég ætla að fara að drífa mig í skólann, hópaverkefni, lærdómur og svo skóli í kvöld.. nóg að gera!!!

HK

23.1.08

Daginn daginn:)

Þá er kominn miðvikudagur og á miðvikudögum er Halla í fríi! Bara æðislegt. Reyndar er dagskráin fyrir daginn í dag orðin þéttskipuð: Fara upp í skóla og fylla út skattapappíra fyrir launin mín (litlu dapurlegu launin sem ég fæ frá skólanum...), versla í matinn, vinna í nokkra tíma og svo er sko TV time í kvöld: American Idol og Cashmere Mafia! Já ég veit, ég sökka...

Annars er ég á fullu að leita mér að sófa. Þau ykkar sem hafa komið í heimsókn vitið að sófinn minn er svo óþægilegur og ljótur að engin orð fá honum lýst. Ég er því búin að liggja yfir netinu til að finna nýjan sófa og skilyrðin eru að hann verður að vera flottur, þægilegur og ódýr svefnsófi þannig að hann geti kannski leyst uppblásnu dýnurnar af hólmi!.. Er það merki um að ég sé að verða nískupúki þegar mér finnst mikið að borga 40 þúsund fyrir 3ja sæta svefnsófa?

Annars er bara fínt að frétta. Skólinn kominn vel af stað og skilaverkefni og fleira á döfinni næstu daga. Kúrsarnir fjórir leggjast bara vel í mig, amk 3 af kennurunum virðast vera mjög góðir (1 þeirra er ekki alveg að meika það!)

Jæja, enga leti lengur, best að koma sér af stað upp í skóla:)
HK

21.1.08

Góðan og blessaðan

í gær sló öll kuldamet hér í Boston, amk. síðan ég kom.. 9 gráður á Fahrenheit eða -13 gráður! Eigum við eitthvað að ræða það frekar? Þessi kuldi var bara góð ástæða til að halda sig innandyra enda var letin alveg í hámarki. Annars er frábær helgi að baki. Á fimmtudaginn hitti ég fólkið í MSF prógramminu á Roggies, alveg brjáluð stemning og fólk að tapa sér í karíókí. Ég ákvað samt að halda virðingu minni og tók ekki þátt heheheh.

Á föstudaginn hitti ég Jing í lunch og góðu spjalli og svo um kvöldið fór ég með Kamönu, Aki, Sanjivni og góðum vini þeirra út að borða á mexikóskan niðrá Newbury. Alveg ótrúlega flottur staður en við vorum öll sammála um að maturinn væri ekkert spes. Eftir það kíktum við á pöbb þar rétt hjá en allir þó komnir snemma heim.

Á laugardaginn var ég með matarboð handa stelpunum. Ítalskur matur á boðstólnum a la Halla með smá hjálp matreiðslubóka:

Forréttur: Bruchetta með prociutto, mozarella, basilíku og tómötum sem voru mareneraðir í olíu og hvítlauk.

Aðalréttur: a) Fylltar paprikur með tómötum, mozarella, parmesan, basilíku, steinselju ofl. (sjá Ítalskir réttir Hagkaupa)
b) Tagliatelle með kjúkling, sítrónu, steinselju og hvítlauk (sjá Everyday Pasta eftir Giada)
c) Salat með gráðosti, valhnetum og balsamic vinagrette

Eftirréttur: vanilluís með heimalöguðu súkkulaði fudge og muldum valhnetum (ekkert svakalega ítalst en bara svo einfalt)

og vá, þó ég segi sjálf frá þá tókst þetta mjög vel upp. Allavega svo vel að þær borðuðu á sig gat og heimtuðu að fá að koma aftur á sunnudeginum í hádeginu í afganga! Ég greinilega misreiknaði mig aðeins því ég eldaði fyrir 10 en ekki 4 hehehe og ég á meira að segja ennþá afganga! Eftir matinn fórum við í bíó, sáum 27 dresses sem var mjög góð, algjör stelpumynd.

Sunnudagurinn var nú bara tekinn í leti með meiru: stelpurnar komu í hádeginu, það var glápt á sjónvarpið, og svo komu Kamana og Sanjivni til mín í gærkvöldi í spjall.

Svo er skipulagning á Spring Break komin á fullt. Ég held að það verði ógó gaman en vil samt ekki segja strax frá því.. kemur allt í ljós síðar.
Já og svo er ég að fara í skíðaferðalag til Maine 8. febrúar! Já þið lásuð rétt, antisportistinn ætlar að renna sér niður brekkur Maine heila helgi (geri nú samt ekki of miklar kröfur til mín, ef ég kemst niður eina brekku verð ég sátt!)

Jæja, ég ætla að drífa mig upp í skóla, við Kamana ætlum að eyða deginum þar í lestur (enginn "skóli" í dag þar sem það er Martin Luther King = frídagur!)

HK

12.1.08

Góðan og blessaðan.. og gleðilegt árið!
Nýtt ár og ný markmið: Duglegri að blogga, duglegri að hreyfa mig, duglegri að læra, duglegri að spara, duglegri að elda... og kannski bara sofa minna til að ná öllum þessum markmiðum?? Kemur allt í ljós:)
Annars er ég komin aftur til Boston, ferðin út gekk bara svona glimrandi vel; allar töskur skiluðu sér, engin vandamál hjá immigration og Kamana kom út á flugvöll að sækja mig þannig að ég var mjög fljót heim í íbúð. Fyrsti dagurinn í Boston gekk nú bara rólega fyrir sig: Keypti allar skólabækur, verslaði í matinn, þreif aðeins og spjallaði við stelpurnar. Endurnýjuðum svo kynni okkar við Publick House þegar við fórum þangað út að borða í gærkvöldi, alveg glimrandi fínt. Höfum ekki farið þangað síðan í október í fyrra þar sem staðurinn er alltaf svo yfirfullur og troðinn að við höfum bara ekki lagt í það. Deginum í dag var svo eytt í Gallería molli þar sem ég kíkti á útsölurnar með Jing. Alveg frábært að geta verslað föt og fleira undir 5 dollurum án þess að þurfa að gramsa í afgöngum í kössum etc þar sem mjög mikið úrval er á útsölunum hérna, bara gaman:)

Veðrið hérna er annars fínt, reyndar var grenjandi rigning og þrumur í gær en í dag hefur bara verið svona gott vorveður.. Spáin er reyndar snjóstormur á mánudaginn þannig að maður fær allan pakkann bara, ha...

Bið að heilsa..
HK
Jæja,