Ég er búinn að vera frekar latur að hlaupa. Sumarfríið kom og fór með öllum sinum bjór. Ég gat þannig ekki annað en sagt takk þegar mér var boðið í hádegishlaup í dag. Og byrjað á 10 km. Ég skrapp síðan í sund með Krk, allt í C19 sátt og samlyndi með 2 metra á milli. Fínasta veður.
fimmtudagur, október 11, 2007
Franskbrauð
Svefn og uppeldi
þriðjudagur, október 09, 2007
Bílar
Annars lánaði bró' mér hjólastól í gær. Ekki samt svona hjólastól fyrir lamaða heldur stól á hjólið mitt svo ég geti nú hjólað með drenginn í leikskólann. Bró' lánaði mér líka hjálm þannig að drengurinn ætti að vera öruggur. Ég á svo hjálm líka eins og mig minnir að ég hafi einhvern tíman montað mig af hér. Að hjóla er umhverfisvænt, góð líkamsrækt (ca. 25-30km á dag) og sparar okkur líka pening. Hins vegar þurfum við að eiga bíl. Spurningin er samt alltaf með bíla hvort hægt sé að takmarka notkun þeirra.
Ég er búinn að takmarka notkun bíla í vetur enda hjólað eins og vitlaus maður í vinnuna síðan í maí. Ég ætti kannski að skrifa um það 15. október.
sunnudagur, september 30, 2007
Herbergisfélaginn enn og aftur...
Hann heimtaði auðvitað að horfa á Lilla. Og þegar hann horfir á Lilla þá þýðir það að ég þarf að vera hjá honum. Ég get ekkert farið inn að sofa aftur sko - þannig að ég plantaði mér bara á gólfið og náði smá kríu í viðbót (kría eins og í svefn ekki fugl, fyrir bókstafsmennina).
Þegar ég vaknaði aftur náði ég í fartölvuna og hugsaði mér gott til glóðarinnar að lesa aðeins í blaði sannleikans meðan herbergisfélaginn horfði á barnatímann. Nei, þá er hann svona mikill tölvuáhugamaður. Þá sérstaklega liðlegur í að bleyta tölvuna.
laugardagur, september 29, 2007
T2
Þau sofa mikið og drekka mikið. Á kvöldin fá þau að vera frammi með foreldrum sínum fyrir framan sjónvarpið. Það var ansi kostulegt að sjá börnin liggja svona eins og hráviði um alla stofu:-) Ja eða þannig (fyrir þá sem taka öllu bókstaflega þá láu þau ekki eins og hráviði um alla stofu.).
Lilli
Herbergisfélaginn vaknaði klukkan sex í morgunn og heimtaði að fara að horfa á Lilla. Lilli er greinilega aðalmaðurinn í lífinu hans því hann þreytist ekki á því að horfa á Brúðubílinn. Við eigum Brúðubílinn númer 1 en erum búin að vera að leita að númer 2 útum allt. Þetta er ófáanlegt greinilega. Reyndar á Kringlusafn borgarinnar eitt eintak og erum við með það í láni núna - þannig að það er smá-fjölbreytni hér í augnablikinu.Annars er herbergisfélaginn búinn að vera í afar erfiðu skapi í morgunn - hann róaðist reyndar við það að sjá Lilla.
föstudagur, september 28, 2007
...í orlofi
laugardagur, september 22, 2007
Tvíburarnir eru fæddir!
Og svona gerðist það:Að hádegi þann 19. september fórum við Kristjana í viðtal og skoðun hjá fæðingarlækni til að úrskurða hvort gangsetja þyrfti okkur og athuga stöðuna á börnunum. Þetta leit allt vel út og tvíburi A í höfuðstöðu. Það var ákveðið að við kæmum í gangsetningu mánudaginn 24. september – gefið að ekkert gerðist áður. Læknirinn ýtti síðan aðeins við belgnum að kveðjuskyni.