þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Sokkaskrímslið ógurlega !!

Flestir ef ekki allir kannast við sokkaskrímslið sem virðist taka sér bólfestu í þvottavélum og þurrkurum. Sokkaskrímslið leikur sér að því að næla sér í sokka af og til og á endanum stendur maður uppi sokkalaus eða allavega með fullt af stökum sokkum. Sokkaskrímslið virðist sérstaklega hrifið af svörtum sokkum en lætur sig samt hafa það að stela einum og einum skrautlegum ef þannig liggur við. Ég væri alveg til í að sokkaskrímslið tæki sér bólfestu í þvottavélinni minni, en nei í staðinn hefur það bara sett bölvun á lappirnar á mér. Bölvunin er fólgin í því að mér er lífsins ómögulegt að eiga sokka það kemur á gríns gat á alla sokka sem ég fer í. Sama hvernig sokkar það eru þykkir, þunnir, svartir eða skræpóttir ja eða ullarsokkar ef því er að skipa það kemur gat. Gat á tánna, hælinn eða barast hreinlega á öllum stöðum þar sem eiga ekki að koma göt á sokka. Mér er alveg hætt að líka við þetta uppátæki hjá sokkaskrímslinu því kuldaskræfan ég á alveg ofboðslega erfitt með að þola það að þurfa að ganga um berfætt alla daga. Feginn yrði ég ef skrímslið mitt myndi skríða aftur inn í þvottavélina og stela einum og einum sokk ég myndi bara ganga í ósamstæðum með glöðu geði.

mánudagur, nóvember 05, 2007

Birrr

Það er ekki auðvelt að vera kuldaskræfa á íslandi.Og núna get ég ekki einu sinni notið þess að hækka í ofnunum og búa til mína eigin hitabeltisparadís hér inni. Það eru einhverjir píparar að vinna í húsinu og það eru allir ofnar kaldið. Það byrjaði að braka og bresta í öllum ofnum og svo bara fór hitinn;o( Og ég sit hér full af kvefi í ískaldri íbúð og kemst ekki neitt því ég þarf að geta hleypt pípurunum inn þegar þeim þóknast að koma og laga ofnana mína. Ég reyni að ylja mér við þá skemmtilegu tilhugsun að okkur tókst að selja bílskrjóðinn um helgina gleði gleði !!!!!

þriðjudagur, október 30, 2007

Búhúúú

Búhú mig langar eitthvert sem það er hlýtt og ekki rok og rignin eða snjór. Einhverjar tillögur?

miðvikudagur, október 24, 2007

já ræktin getur verið hættuleg

Segið svo að það geti ekki verið stórhættulegt að skella sér í ræktina. http://www.youtube.com/watch?v=O6ZuHczb75k

Þetta er allaveg eitthvað sem gæti alveg komið fyrir mig er svo ótrúlega seinheppin.

mánudagur, október 22, 2007

rokrassgat

Ég er komin með svo mikið ógeð af þessu endalausa skítaveðri sem er hér. Ætlaði áðan í sakleysi mín að labba í bankann og búðina. Fannst vera smá rok úti en ekkert svo svakalegt, svo ég dúðaði stelpuna í vagninn dúðaði sjálfa mig og lagði af stað. Var rétt komin út að horni á húsinu mínu þegar það kemur brjáluð vindhviða, vagninn fór næstum á hliðina og regnsláin og teppið fuku til fjandans. Ég skutlaði stelpunni inn í andyri og hljóp á eftir teppinu, sem endaði ofan í polli rennblautt og fauk ekki meir. Svo sá ég hvar regnsláinu fauk til á bílastæðinu endaði svo föst á bílhúddi svo ég náði henni líka. Stelpurófan skildi ekkert í þessari mömmu að fara með sig út í 2 mín og starði undrandi á mig þegar ég drattaðist inn með rennblautt teppi og slá. En ég efast ekki um að öllum þeim sem voru að horfa út um gluggann var stórskemmt við það að horfa á mig hlaupa um allar trissur að elta teppi og regnslá! En það er alltaf gaman að geta glatt aðra.

miðvikudagur, apríl 11, 2007

blöðruselurinn í grafarvoginum

Ég er algjörlega komin á það stig núna að líða eins og afvelta hval. En sem betur fer er ekki langt eftir. Er loksins hætt að vinna og er bara að njóta þess að vera heima,eini gallinn er að dagarnir líða mjög hægt. En ég get svo sem ekki kvartað er búin að hafa nóg að gera. Eyddi öllum páskunum í að tæma tölvu/drasl herbergið og mála það og núna er það orðið að herbergi fyrir Emil, enda hann hæst ánægður með þetta fyrirkomulag en bara afþví það er svo flott málað. Svo nú er bara næsta vekefni að fara að þvo eitthvað af fötum og koma þeim fyrir og sækja vögguna góðu og eins og eitt stykki bílstól og þá er bara allt reddý. Væri alveg til í að þetta kríli komi bara á svipuðum tíma og stóri bró því þá er bara rúm vika eftir, en innst inni finnst mér samt eins og ég eigi eftir að ganga fram yfir.

miðvikudagur, mars 14, 2007

Alveg að verða búin

Jamm og jæja bara 15 dagar eftir í vinnunni og svo er ég komin í orlof. Og alltaf styttist meira og meira í kúlubúann bara 6 vikur í viðbót. úff og ég sem á eftir að gera heilan helling. Er ekki búin að sækja einn einasta kassa niður í geymslu og herbergið sem ég ætlaði að vera búin að tæma og helst að vera búin að mála er enn þá fullt af drasli ómálað. Obbosí verð bara að fara að reka á eftir Unnsa mínum að moka draslinu út þá get ég dundað mér við að mála í apríl á meðan kallarnir mínir eru í vinnunni og leikskólanum. Er reyndar búin að teikna á vegginn og þarf bara að fara að versla mér málningu og föndurpensala og þá er ég bara good to go.Og vonandi fer þetta bílavesen allt að leysast, skrjóðurinn er allavega komin aftur í viðgerð til að laga pice of crap viðgerðina sem var gerð á honum og við rukkuð morðfjár fyrir. Damn verð prirruð að hugsa um þetta og það má víst ekki verð að passa þrýstingin;o) Á meðan rúnta ég bara um á glænýja bílnum hennar tengdó, er reyndar hálf nervös að keyra hann, enda er bíllinn glænýr meira að segja enn þá nýjabílalygt í honum.
Well hef ekki tíma í meira chatt þarf að sækja prinsinn í leikskólann.
Adios bumbulína