29.12.12

best of 2012

Hið árlega tónlistarlega uppgjör hefur látið bíða eftir sér. Mér fannst eins og það væri lítið sem stæði uppúr eftir árið, en þegar ég tók saman, þá lenti ég að sjálfsögðu i vandræðum með að velja lögin sem áttu að vera á listanum. Þannig að ég er einnig nokkuð viss um að eitthvað sé að gleymast. Áskil mér rétt til að bæta við lögum.

Reglurnar eins og venjulega, lagið varð að hafa komið út á árinu 2012 og aðeins eitt lag með hverjum flytjanda.

Lögin sem eru þarna fyrir ofan í engri sérstakri röð
Laleh -  Some Die Young
Thorunn Antonia - Too Late
Erik Hassle - Stay
Fun - Some Nights
 Conor Maynard - Can't Say No
 Solange - Loosing you
 Riahanna - Where have you been
David Guetta - She Woolf feat Sia (Sia var alls staðar í ár og undarlegt myndband tekið upp á Íslandi) og svo top 30....

linkar á flest lögin fylgja með, önnur má finna á  youtube, leitið :)

mér finnst eins og ég sé að gleyma einhverju...

30. Moses Hightower - Stutt skref 
Þetta er svo flott músík hjá þeim, glóða blanda af hinum ýmsu stefnum

29. Two Door Cinema Club - Sun 
Írarnir voru alveg með þetta, flott lag af nýjust plötu þeirra.

28. Lloyd - Dedication to my Ex (miss that) feat Andre 3000 
Þetta lag fær örugglega alla femínista til að míga í brækurnar, enda textinn svo sem á dökkgráðu svæði. "I miss that pussy, that pussy, that pussy ohhh nooo....."

 27. Darin - Nobody Knows 
Hin sænski Darin gaf þetta lag út á árinu. Ég tók gelgjuna á þetta í sumar og sá hann syngja það á Götaplatsen í Gautaborg í ágúst. tek það samt fram að eg tapaði mér ekki í öskrum og gráti.

26. Mumford and Sons - I will Wait 
Nýja platan þeirra er að gera góða hluti og er að ýta þeim út í að verða eitt af stórböndum heimsins, eins ótrulegt og það hljómar.

25. Scissor Sisters - Let's have a Kiki 
Var nú næstum því búinn að gleyma þessu lagi, þangað til ég sá það í Glee þætti rétt fyrir jól (ekki skjota mig) en þar söng meðal annars Sarah Jessica Parker þetta lag. Þeta lag gæti ýtt öllum í stuð þrátt fyrir að vera illa sérstakt.

24. Madonna - Masterpiece 
Þetta lag var notað í Wallis myndinni sem Madonna leikstýrði. Með betri lögum frá gömlu konunni, og toppaði eiginlega allt annað á MDNA plötunni. Girls Gone Wild var nú samt alveg ágætt.

23. Nicki Minja - Starship 
Hvort sem hárið er bleikt, appelsínugult eða hvítt. Þá er Nicki alveg með þetta. Sennilega hlýtur einn af hennar hápunktum á árinu 2012 að vera þegar hún kom fram með Madonnu í leikhléi á Super Bowl í febrúar. Það var nú meiri snilldaratriðið. "I'm on the floor I love to dance"

22. Elton John vs Pnau - Sad 
Þetta var nú ótrúleg blanda, hef ekki haft áhuga á að taka alla plötuna sem þessir tveir aðilar gerðu saman. En þetta er algjör snilld. Svo ólikt Elton en samt ekki.

21. Anthony & The Johnson - Cut the World 
Anthony hélt til Köben og tók upp "órafmagnaða" útgáfur af mörgum hitturum sínum með Dönsku Útvarpssinfóníunni. Þetta lag var eitt af nýju lögunum á plötunni. Anthony er alveg sér á parti, bæði með söng og umfjöllunarefni. Platan í heild er snilld.

20. Kelly Clarkson - Stronger 
Helvíti gott lag hjá henni Kelly, sem er ein af fáum sem ætlar að lifa af að hafa tekið þátt í Idol eða hvað þetta heitir nú allt saman.

19. Owl City - Good Times feat Carly Ray Jepsen 
Kannski ekki það besta á árinu, en eitt af því skemmtilegasta. Sumarlag í ár, ekki spurning

 18. Sykur - Curling 
Ótrúlega margir íslenskir listamenn á listanum í ár, Sykur er eitt þeirra banda sem meikaði það. Skemmtilegt lag

17. Ben Howard - Oats in the Water 
get litið sagt um þetta annað, en mér finnst þetta svo flott

16. Jake Buggs - Lightning Bolt 
Ég uppgötvaði þetta lag bara núna í desember og það ratar beint á listann,þetta er svo illa skemmtilegt hjá fínum gaur, Verður gaman að fylgjast með honum i framtíðinni.

15. Pink - Blow me (one last kiss) 
Pink getur þetta alveg þegar hún vill. Flott lag hjá einni alflottustu í bransanum

14. Of Monsters and Men - Dirty Paws 
árið 2012 var sannarlega ár þeirra OMaM, og þau verða bara stærri og stærri, ótrúlegur árangur hjá þessum krökkum. Valdi þetta lag fram yfir Mountain Sounds að þessu sinni.

13. Underworld - Caliban's Dream  
 Þetta lag sem var spilað á opnunarhátíð Olympiuleikana í London, náði heljartökum á mér strax og ég rauk beint á itunes og keypti, 7 mínútur af snilld

12. Adele - Skyfall 
Besta James Bond lag í áraraðir punktur. Dramatíkin í algleymingi og smá retro shirley basseey fílingur


11. Bat for Lashes - Laura
Þetta er ótrúlega flott, undirliggjandi tregi og angist. Ekki var svo verra að þau coveruðu Depeche Mode lagið Strangelove fyrir Gucci auglýsingaherferð





10. Graffiti 6 - Free 

Fékk þetta lag frítt á itunes einn daginn snemma í ár, og þetta er lang mesta spilaða lag ársins 2012 hjá mér. Itunes segir að ég hafi spilað það 774 sinnum, en ég held að itunes sé eitthvað að ýkja. En svona lika gott :)

<
9. Lana Del Ray - National Anthem
Lana er mætt aftur þetta árið. Ég var mjög lengi að meðtaka þetta lag hjá henni, en eftir að ég gerði það líður varla sa dagur sem það fer ekki í umferð.




8. Avicii - Silhouettes feat Salem Al Fakir
Svíar út um allt. Salem átti að fara í Eurovison 2010 með lagið Keep on Walking, en í staðinn var Anna Bergendahl send með gítarinn sinn, munum öll að sú ferð var ekki til fjár. Þetta er góð blanda sem á sér stað í þessu lagi





7. Loreen - Euphoria
Loksins kom sigurvegari í Eurovision þar sem lagið gleymdist ekki næsta morgun. Heljar hittari um alla Evrópu og gerði það einnig gott í Englandi. Hef ekki kynnt mér nýju plötuna hennar. Svo að Loreen dæmist af þessu eina lagi á þessu ári.



6. Mika - Origin of love
Skemmtilegt lag með Mika og minnir mig dáldið á Life in Cartoon Motion, verst að ég fór ekki á tónleikana með honum í Hörpunni núna í desember, mikið klúður.



5. Kiriyama family - Weekends
Synthgæjarnir í Kiriyama family birtust með þessa snilld á árinu, eitt af mest spiluðu lögunum hjá mér á árinu



4. Tilbury - Tenderloin
Að lát lag fjalla um steik og steikingu á því er náttúrulega bara illa sniðugt. Lagið Riot af sömu plötu hefði verið verðugt í 4ja sætið einnig.




3. Retro Stefson - Qween
Féll algjörlega fyrir krökkunum í Retro þetta árið, bráðskemmtilegt lag og verðugir í 3ja sætið



2. Saint Etienne - I've Got Your Music
Loksins náði ég aftur tengingu við Saint Etienne, nýja platan þeirra er ansi góð, smá retro og nostalgia í gangi hjá þeim. Myndbandið við lagið var lika svo

 skemmtilegt.


1. Pet Shop Boys - Leaving
Ég veit ég veit, þeir aftur svona ofarlega. Nýja platan þeirra Elysium var bara fjandi góð og þetta lag var eitt af þeim sem stóð uppúr af plötunni. Memory of the Future var nálægt samt sem áður


takk fyrir og góðar stundir :)