Ætla að...
...fastsetja helgi fyrir útileguna okkar.
Allir þurfa að taka frá helgina 27. - 29. júlí 2007 þar sem við ætlum að hittast og eiga góðan tíma saman - gaman!
Hvar við verðum nákvæmlega verður að koma í ljós, en mig grunar að þetta verði einhvers staðar á suðausturlandi. Af hverju? Jú, eftir reynslu síðustu ára þá er veðrið oftast gott þar, eða fyrir norðan og ég held að það sé enginn tilbúinn til að keyra of langt? Nema kannski Ragga. En ég vorkenni þér ekki neitt, þú verður aðal gellan á svæðinu með fellihýsið þitt! :) Og þú veist væntanlega að þá verða kvöldvökurnar inni hjá þér í hitanum á kvöldin? Híhí...
En við skulum láta þetta koma í ljós. Eru samt einhverjar hugmyndir? Get farið að taka saman ýmsa staði sem við gætum hist á. T.d. stendur Húsafell alltaf fyrir sínu. Og börnin hafa nóg að gera þar (stóru og litlu). :)
Knús,
AE