Nú þarf ég bara að hugsa um það hvort ég haldi áfram í þessu námi eða ekki...
![]() |
| Riddarastjarna |
og á það til að detta um sjálfa mig.....
Nú þarf ég bara að hugsa um það hvort ég haldi áfram í þessu námi eða ekki...
![]() |
| Riddarastjarna |
Ég fór til augnlæknis sem sagði að eitthvað væri að minnsta kosti öðru auganu mínu og svo henti hún mér í meðferð en sagði jafnframt að við myndum ekki vita hvort meðferðin muni skila árangri fyrr en 13.janúar árið 2026. Svo ég sit ennþá og bíð...
Á meðan læri ég bara og læri og núna hangi ég yfir Padlet-vegg til að finna út hvernig ég vil nota hann..Þangað til, ætla ég bara að draga að mér súrefni og blása því aftur út..
já og kannski læra pínu lítið...
Ætli mig langi ekki mest til að vera í samskiptum sem skipta máli.
Eins og hjúkkan sem segir mér reglulega frá bókum sem segja eitthvað... jafnvel kenna manni að vera betri en maður er.
Eða hjúkkan sem getur látið lífsins lærdóm með öllum sínum uppákomum vera fyndin augnablik þrátt fyrir dapurleikann sem liggur að baki.
Eða hjúkkan sem uppfræðir um það sem brennur á manni með óþolandi nákvæmum smáatriðum um smáhluti varðandi það.
Eða sjúkraliðinn sem er alltaf að koma með áhugaverðar örsögur utan úr heimi og langlokur um eigin upplifanir.
Og allir hinir sem af góðri viðleittni reyna að auðga líf mitt með áhugaverðu efni.
Mér er alveg sama hvað blómin heita en mér þykir áhugavert hvert þeirra ég má borða.
Mér er alveg sama hvaða fuglar fljúga um heiminn en mér þykir áhugavert að til skuli vera fugl sem stoppar aldrei að fljúga og annar sem blakar vængjunum 300- 400 sinnum á mínútu.
Ég var með plön um að setja eitthvað á pappír á hverjum degi en einhvern veginn hefur það vikið fyrir öðrum plönum sí og æ..
Ég er komin í skóla. Og þarf að finna út úr öllu sjálf.
kveðja frá mér ef þú skyldir einhvern tíma rekast á þetta.
![]() |