9. nóvember 2011

Update

Ellen búin að commenta á síðustu færslu og þá er mér ekkert að vanbúnaði að koma með þá næstu :o)

Life is good hjá oss og allir glaðir ennþá.


New York var snilld, virkilega gaman að koma þangað. Margt skemmtilegt að sjá í skólunum sem við sóttum heim, borgin iðandi af lífi, nægt úrval í búðunum og skemmtilegt fólk með í för. Gott að kynnast samstarfsfólkinu á þennan hátt og nú get ég talað um fyrir og eftir NY í skólanum.

Feðgarnir eru á leið til Kanada eftir rétt rúma viku, ætla að vera í burtu frá okkur stelpunum í 9 daga og við hlökkum gríðarlega mikið til .... jú, jú, líka til að fá þá aftur heim :o)

Læt þetta duga í bili.