15. september 2011

Reykjavík, ó Reykjavík ...



... þú yndislega borg!

Já, ég er enn í skýjunum yfir þessum flutningum okkar. Mér líður svo vel, líkar vel í vinnunni, nýt þess að sjá börnin blómstra í þéttbýlinu að ég tali ekki um nálægðina við vinina okkar, sem við reyndar hittum allt of sjaldan :o)

Ég tók upp á því að drífa mig í raddprufu hjá kórstjóra Kvennakórs Reykjavíkur og viti menn ... kellan komst inn :o) Nú mæti ég alsæl á kóræfingar á hverju miðvikudagskvöldi auk annars hvers mánudags og skemmti mér konunglega þessi kvöld.

Annars á karlinn minn afmæli í dag, fjörutíu og eitthvað ára ... það reynir greinilega á hann því hann er búinn að geyspa og leggja sig til skiptis síðan hann kom heim. Setti reyndar upp eitt ljós ... best að taka það ekki af honum.

Until next time ...