Þá er fjölskyldan lent í Grafarholtinu og bara nokkurn veginn búin að koma sér fyrir.
Við erum alsæl með breytingarnar og líður vel með þetta allt saman.
Ég er farin að vinna í Sæmundarskóla og líst rosa vel á skólann og samstarfsfólkið. Stefnan er svo sett á náms- og kynnisferð starfsfólks til New York í október og ég ætla að sjálfsögðu með :o)
Stelpurnar eru þessa stundina "heima á Eyjó" eins og Katrín sagði svo skemmtilega, á VISBO, en það er unglingavika á vegum kirkjunnar okkar. Við heyrum náttúrulega ekkert frá þeim, það er svo gaman og enginn tími til að heyra í foreldrum :o)
Árna Jökli er aðeins farið að leiðast og hlakkar óstjórnlega til að byrja í Ingunnarskóla eftir rétta viku. Hann ætlar að eignast nýja vini og leika við þá eftir skóla, að eigin sögn.
Kristjana hlakkar ekki alveg jafn mikið til, kvíðir svolítið fyrir (eðlilega) en er líka spennt. Hún ætlar í Sæmundarskóla og er að fara á lokaárið sitt í grunnskóla. Merkilegt hvað þessi börn stækka og eldast hratt.
Katrín fer í MH, búin að fá stundatöflu og líst vel á. Bækur komnar í hús og alvara lífsins tekur við í næstu viku.
Eins og þið sjáið er gleðin við völd og tilhlökkun fyrir vetrinum.
Þar til næst ...