12. apríl 2011

Vorið nálgast óðum ...

... en þó ekki alveg strax. Ég verð að bíða þolinmóð svolítið lengur. Þess í stað vorar bara og birtir til hér á þessari síðu ... allavega umhverfið.

En talandi um þolinmæði þá reynir heldur betur á hana þessa dagana. Fyrst og fremst að því leyti að ég bíð spennt eftir lokasvari frá skóla einum í Reykjavíkurborg varðandi kennarastöðu þar næsta vetur. Það er eiginlega með ólíkindum hvað ég hef náð að halda ró minni yfir þessari bið ... líklega er þar um þroskamerki að ræða!

Annars gengur lífið sinn vanagang, skólastarfið í fullum gangi, Katrín að skríða inn í sínar síðustu vikur sem grunnskólanemi og ég játa það að mér finnst það stórfurðuleg tilfinning. En tíminn líður og það m.a.s. nokkuð hratt. Kristjana heldur sínu striki, stendur sig afbragðsvel í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur og Árni Jökull stækkar og stækkar, duglegi strákurinn minn.
Við Bjartur stækkum helst til lítið, kannski mest á þverveginn!

Páskafríið er að detta í hús, langþráð, og skal nýtt til hvíldar og fjölskyldusamveru. Við höfum ekki eytt páskunum heima hjá okkur síðastliðin 4 ár líklega ... eða eru þau 5? Skiptir ekki öllu máli ... við verðum heima núna. Dásamlegt!

Hafið það gott þið sem enn "droppið" hér við. Ég ætla ekki að lofa neinu um dugnað hér ... það er víst auðvelt að svíkja slík loforð.

Í lokin set ég hér inn mynd af uppáhaldsstaðnum mínum og ég SKAL fara þangað í sumar.


... over and out!