26. desember 2010
20. nóvember 2010
Kominn nóvember!
Tíminn líður aldeilis hratt og ég hef bara ekki undan að setja inn færslur hér :o)
Annars höfum við það bara gott hér í sveitinni og allir kátir.
Akkúrat núna eru við Árni Jökull bara tvö í kotinu, karlinn skrapp suður þar sem hann hjálpar stóra bró og hans spúsu á flottri lýðheilsuuppákomu nú um helgina og dæturnar eru staddar á Vestmannsvatni þar sem þær læra hvernig þær geta orðið góðir leiðtogar í barnastarfi kirkjunnar. Bara gott mál. Við mæðginin njótum þess að vera hér tvö í rólegheitunum.
Við erum að sjálfsögðu farin að hlakka til jólanna, enda fullt af jólabörnum hér á bænum. Tvær smákökusortir komnar í dalla og þarf nú að fara að bæta við. Þetta er heldur slappur árangur þykir mér. Það stendur til bóta :o)
Set að lokum hér inn jólamynd frá í fyrra af liðinu mínu.

Annars höfum við það bara gott hér í sveitinni og allir kátir.
Akkúrat núna eru við Árni Jökull bara tvö í kotinu, karlinn skrapp suður þar sem hann hjálpar stóra bró og hans spúsu á flottri lýðheilsuuppákomu nú um helgina og dæturnar eru staddar á Vestmannsvatni þar sem þær læra hvernig þær geta orðið góðir leiðtogar í barnastarfi kirkjunnar. Bara gott mál. Við mæðginin njótum þess að vera hér tvö í rólegheitunum.
Við erum að sjálfsögðu farin að hlakka til jólanna, enda fullt af jólabörnum hér á bænum. Tvær smákökusortir komnar í dalla og þarf nú að fara að bæta við. Þetta er heldur slappur árangur þykir mér. Það stendur til bóta :o)
Set að lokum hér inn jólamynd frá í fyrra af liðinu mínu.
8. október 2010
Flottur karl!
Já, það er sko minn karl ... hann skoraði mörg prik hjá minni í dag ... var búinn að taka til, ryksuga, þrífa postulínið, þvo og þurrka þvott og afþýða frystiskápinn þegar ég kom heim úr vinnunni! Ég er alsæl :o)
Annars flest ágætt, kerlingin þó eitthvað þreytt og leið en úr því skal bætt.
Dömurnar á fullu í félagslífinu, ball í kvöld og auðvitað fylgir því "fyrirpartý" og jafnvel "fyrir-fyrir-partý" (var þetta svona í den?) ... Biblíumaraþon aðra nótt og svo landsmót æskulýðsfélaga á Akureyri um næstu helgi. Agalegt stuð á mínum :o)
Guttinn samur við sig ... lítið nýtt af honum ... hann er bara alltaf jafn skemmtilegur og frábær!
Meira síðar ...
Annars flest ágætt, kerlingin þó eitthvað þreytt og leið en úr því skal bætt.
Dömurnar á fullu í félagslífinu, ball í kvöld og auðvitað fylgir því "fyrirpartý" og jafnvel "fyrir-fyrir-partý" (var þetta svona í den?) ... Biblíumaraþon aðra nótt og svo landsmót æskulýðsfélaga á Akureyri um næstu helgi. Agalegt stuð á mínum :o)
Guttinn samur við sig ... lítið nýtt af honum ... hann er bara alltaf jafn skemmtilegur og frábær!
Meira síðar ...
19. september 2010
:o)
Var að spá í að hætta að skrifa hér því enginn les þetta ... en komst þá að því að þetta er ekkert síður gaman fyrir sjálfa mig. Ég t.d. fór í að skoða gamlar færslur og fann margar þrælskemmtilegar og fyndnar, aðrar ekki eins skemmtilegar en samt ágætis upplýsingar og svo sá ég líka að stundum er ég að fást við hina og þessa krefjandi hluti (sem sjálfsagt hafa flokkast undir vandamál á sínum tíma). Ég ætla því að halda þessu áfram eins og ég nenni, fyrst og fremst fyrir mig en þið megið líka lesa :o)
Lífið gengur skv. áætlun, allt heimilisfólk orðið skólafólk því Bjartur dreif sig í fjarnám frá HÍ. Ég kalla hann gjarnan skólastrákinn minn og finnst það krúttlegt. Hann er áhugasamur og duglegur þessi elska :o) Er ekki örugglega eins og ég sé að tala um ungan pilt?
Lífið gengur skv. áætlun, allt heimilisfólk orðið skólafólk því Bjartur dreif sig í fjarnám frá HÍ. Ég kalla hann gjarnan skólastrákinn minn og finnst það krúttlegt. Hann er áhugasamur og duglegur þessi elska :o) Er ekki örugglega eins og ég sé að tala um ungan pilt?
2. september 2010
Rútína ...
... er góð finnst mér. Nú þegar allt er að detta í vetrarrútínuna aftur þá líður mér vel. Mér finnst gaman í vinnunni minni og mér finnst gaman að koma heim eftir vinnu. Mér finnst líka gott að eiga helgarfrí.
Skólinn fer vel af stað, krakkarnir mínir í 6. bekk koma afskaplega vel undan sumri og þau eru bara dásamleg ... krefjandi og skemmtileg. Hlakka til vetrarsamstarfsins við þau og þeirra forráðamenn.
Mín eigin börn eru líka glöð að vera komin í skólann á ný, síðasti grunnskólavetur Katrínar runninn upp og mér finnst það fáránlega skrítið en jafnframt skemmtilegt. Tónlistarskólinn byrjaður og fimleikarnir líka. Allt að rúlla :o)
Ég hef til margs að hlakka, frábær vinkona á leið í heimsókn eftir tæpar tvær vikur, góðir vinir á leið í heimsókn seinna í mánuðinum, ég fæ loksins að hitta mína kæru vinkonu Írisi á Akureyri í byrjun okt. og við hjónin ætlum svo að skreppa til höfuðborgarinnar BARA TVÖ um miðjan október og fara á tónleika með Mannakornum á 17 ára brúðkaupsafmælisdaginn okkar :o)
Er þetta ekki dásamlegt? Ég bara spyr!
Skólinn fer vel af stað, krakkarnir mínir í 6. bekk koma afskaplega vel undan sumri og þau eru bara dásamleg ... krefjandi og skemmtileg. Hlakka til vetrarsamstarfsins við þau og þeirra forráðamenn.
Mín eigin börn eru líka glöð að vera komin í skólann á ný, síðasti grunnskólavetur Katrínar runninn upp og mér finnst það fáránlega skrítið en jafnframt skemmtilegt. Tónlistarskólinn byrjaður og fimleikarnir líka. Allt að rúlla :o)
Ég hef til margs að hlakka, frábær vinkona á leið í heimsókn eftir tæpar tvær vikur, góðir vinir á leið í heimsókn seinna í mánuðinum, ég fæ loksins að hitta mína kæru vinkonu Írisi á Akureyri í byrjun okt. og við hjónin ætlum svo að skreppa til höfuðborgarinnar BARA TVÖ um miðjan október og fara á tónleika með Mannakornum á 17 ára brúðkaupsafmælisdaginn okkar :o)
Er þetta ekki dásamlegt? Ég bara spyr!
8. ágúst 2010
14. júlí 2010
Það er komið sumar ...
... og ýmislegt búið að gerast hér hjá okkur á Eyjólfsstöðum. Sumarfríið hófst með fjölskylduviku hér á staðnum sem var fantagóð og slatti af fólki hér með okkur. Allir glaðir.
Stelpurnar eru að vinna hjá karli föður sínum og líkar það bara vel ... eftir því sem ég best veit :o)
Við Árni Jökull fórum í sumarbúðir við Eiðavatn, hann sem óbreyttur þátttakandi og ég reyndi mitt besta við að stýra því sem fram fór þar. Áttum þar mjög góðan tíma og skemmtum okkur vel. Hann fór svo heim eftir 5 daga en ég hélt áfram og var aðra fimm daga. Dásamlegt en ég var býsna þreytt í lokin.
Kristjana fór í tónlistarsumarbúðir og átti þar mjög góðan tíma ... harðákveðin í að fara aftur að ári.
Ellen frænka lét sjá sig hér, frábært að hitta hana og stelpurnar. Hittum þær svo aftur á Höfn fyrstu helgina í byrjun júlí á Humarhátíð. Védís og krakkarnir, Elfa og krakkarnir, Hallur og co voru þar líka, já ekki má gleyma Heiðrúnu :o) Það var frábært að hitta alla og eiga smá tíma saman. Amma og afi voru að sjálfsögðu með í fjörinu.
Síðasta vika hefur svo farið í pest hjá frúnni, restin af familíunni er stödd á Akureyri, reyndar á heimleið í dag eftir góðan tíma þar í gær og í dag.
Framundan er ættarmót um helgina á Jökuldal, hlakka til að hitta ættingjana þar.
Hér eru tvær myndir af Árna Jökli úr sumarbúðunum :o)


Við Árni Jökull fórum í sumarbúðir við Eiðavatn, hann sem óbreyttur þátttakandi og ég reyndi mitt besta við að stýra því sem fram fór þar. Áttum þar mjög góðan tíma og skemmtum okkur vel. Hann fór svo heim eftir 5 daga en ég hélt áfram og var aðra fimm daga. Dásamlegt en ég var býsna þreytt í lokin.
Kristjana fór í tónlistarsumarbúðir og átti þar mjög góðan tíma ... harðákveðin í að fara aftur að ári.
Ellen frænka lét sjá sig hér, frábært að hitta hana og stelpurnar. Hittum þær svo aftur á Höfn fyrstu helgina í byrjun júlí á Humarhátíð. Védís og krakkarnir, Elfa og krakkarnir, Hallur og co voru þar líka, já ekki má gleyma Heiðrúnu :o) Það var frábært að hitta alla og eiga smá tíma saman. Amma og afi voru að sjálfsögðu með í fjörinu.
Síðasta vika hefur svo farið í pest hjá frúnni, restin af familíunni er stödd á Akureyri, reyndar á heimleið í dag eftir góðan tíma þar í gær og í dag.
Framundan er ættarmót um helgina á Jökuldal, hlakka til að hitta ættingjana þar.
Hér eru tvær myndir af Árna Jökli úr sumarbúðunum :o)
23. maí 2010
Framundan ...
... er frábær vika ... Eurovision undan x2 og aðal, brjálæðisleg stemmning á bænum :o)
Frábær vinkona á leiðinni til mín á fimmtudaginn ... hlakka brjálæðislega til :o)
Sumarið hér um bil að lenda og það þýðir að frábært sumarfrí er handan við hornið ... kærkomið með eindæmum eftir fremur erfiðan vetur ...
Frábær vinkona á leiðinni til mín á fimmtudaginn ... hlakka brjálæðislega til :o)
Sumarið hér um bil að lenda og það þýðir að frábært sumarfrí er handan við hornið ... kærkomið með eindæmum eftir fremur erfiðan vetur ...
11. maí 2010
Árshátíð ...
... Egilsstaðaskóla er á morgun. Allir hafa lagst á eitt við að undirbúa flotta skemmtun og verður afskaplega gaman að sjá afraksturinn. Það er búið að vera frábært að taka þátt í þessum undirbúningi með skemmtilegum 5. bekkingum og hefur hver leiksigurinn rekið annan. Frábærir krakkar! Hvet ykkur til að mæta skemmta ykkur með okkur :o)
P.s. Hvert er annars hlutverk foreldra í skólastarfinu?
P.s. Hvert er annars hlutverk foreldra í skólastarfinu?
28. apríl 2010
Litli snillingurinn!
Fjölskyldan fjölmennti á stórskemmtilega tónleika í dag. Þar komu fram strengjanemendur tónlistarskólanna á Egilsstöðum og í Brúarási. Allt efnilegt og flott fólk. Meðal þeirra sem stigu á stokk var Árni nokkur Jökull og spilaði hann frumsamið lag, Super Car eftir þá félaga, Árna Jökul og Charles Ross sem er fiðlukennarinn hans. Þeir eru ágætir saman :o)
14. apríl 2010
11. apríl 2010
31. mars 2010
Ferming
Fermingin afstaðin og heppnaðist dagurinn í alla staði frábærlega. Margt gott fólk lagði hönd á plóginn og með góðri samvinnu allra varð dagurinn ógleymanlegur.
Hér eru fáeinar myndir frá deginum góða.





Stelpurnar stóðu sig eins og sannar hetjur, sem þær reyndar eru og allir glaðir.
Takk allir fyrir okkur!
Hér eru fáeinar myndir frá deginum góða.
Stelpurnar stóðu sig eins og sannar hetjur, sem þær reyndar eru og allir glaðir.
Takk allir fyrir okkur!
20. mars 2010
Stelpur ...
... eru dásamlegar, sérstaklega þegar þær eru samankomnar til að gleðjast saman. Akkúrat núna sitja 12 flottar stelpur frammi í stofu og fagna því að á morgun verður litla stelpan mín 13 ára. Búnar að úða í sig kökum og kræsingum og kjafta eins og þær fái greitt fyrir það. Ég er flúin inn í herbergi og sit hér heyri óminn af fjörinu.
11. mars 2010
Er maður orðinn voða gamall ...
... þegar manni finnst tíminn líða ógnarhratt?
Ef það er ekki mánudagsmorgunn þá er fimmtudagskvöld!
... Og kominn mars þar að auki!
Allt stefnir í rétta átt með fermingarundirbúninginn, kjólar og skór komnir í hús, boðskortin farin og við á leið suður eftir tæpar tvær vikur. Allir orðnir voða spenntir og hlakka til dagsins.
Annars bara allt við það sama, búið að viðra vel á okkur undanfarið og vor í lofti. Verst að það er fullvíst að veturinn kemur aftur von bráðar, þó ég hefði verið til í þetta veður áfram. En ekki ræð ég því. Ég gæti kannski blótað og ákallað þrumuguðinn Þór sem ræður veðrinu ... ég er sko að kenna 10 ára krökkunum aðeins um ásatrú í tengslum við landnámið. Að sjálfsögðu áköllum við hinn eina sanna Guð sem ríkir á himni og jörðu!
Hætt í bili ...
Ef það er ekki mánudagsmorgunn þá er fimmtudagskvöld!
... Og kominn mars þar að auki!
Allt stefnir í rétta átt með fermingarundirbúninginn, kjólar og skór komnir í hús, boðskortin farin og við á leið suður eftir tæpar tvær vikur. Allir orðnir voða spenntir og hlakka til dagsins.
Annars bara allt við það sama, búið að viðra vel á okkur undanfarið og vor í lofti. Verst að það er fullvíst að veturinn kemur aftur von bráðar, þó ég hefði verið til í þetta veður áfram. En ekki ræð ég því. Ég gæti kannski blótað og ákallað þrumuguðinn Þór sem ræður veðrinu ... ég er sko að kenna 10 ára krökkunum aðeins um ásatrú í tengslum við landnámið. Að sjálfsögðu áköllum við hinn eina sanna Guð sem ríkir á himni og jörðu!
Hætt í bili ...
24. febrúar 2010
Fór í ansi hreint skemmtilega heimsókn sl. helgi. Skellti mér ásamt ágætri vinkonu til Þýskalands, flugum til Berlínar og héldum svo áfram til Halle þar sem vinafólk býr. Þrátt fyrir að stoppið væri heldur stutt náðum við samt að gera ýmislegt, skoða, upplifa, versla og bara vera saman og spjalla. Tók fáeinar myndir og leyfi þeim að fljóta hér með.

Kiddý og Sirrý eftir góðan kaffibolla í "mollinu".

Þar náðum við að versla lítið eitt og að sjálfsögðu kom H&M þar við sögu.

Ásgeir hélt sig á köflum í stúdíóinu sínu og sendi útvarpsþætti í loftið af stakri snilld.

Við fórum til Eisleben þar sem Marteinn Lúther fæddist og dó og skoðuðum okkur um á hans slóðum.

Sáum m.a. dauðagrímu hans.

Eyddum svo mánudeginum í Berlín og heimsóttum hið fræga Brandenburgarhlið.

Komum við hjá minnismerki um helför gyðinga.

Merkileg tilfinning að ganga þarna um og einhver áður óþekkt og óútskýrð tilfinning gerði vart við sig.

Víða voru brot úr múrnum og ekki úr vegi að láta mynda sig við eitt slíkt brot.

Þarna standa leifar af múrnum. Mér fannst magnað að sjá þetta.

Í borginni má sjá hellulagðar "línur" þar sem múrinn stóð fyrir fall.

Checkpoint Charlie, ein þekktasta landamærastöð í Berlín á þeim tíma sem borgin var skipt milli austurs og vesturs.

Skemmtilegur spegill sem við rákumst á og þurftum að sjálfsögðu að mynda :o)
Góð ferð, góður félagsskapur og ég hlakka til að fara aftur á þessar slóðir ... einhvern tíma.
Kiddý og Sirrý eftir góðan kaffibolla í "mollinu".
Þar náðum við að versla lítið eitt og að sjálfsögðu kom H&M þar við sögu.
Ásgeir hélt sig á köflum í stúdíóinu sínu og sendi útvarpsþætti í loftið af stakri snilld.
Við fórum til Eisleben þar sem Marteinn Lúther fæddist og dó og skoðuðum okkur um á hans slóðum.
Sáum m.a. dauðagrímu hans.
Eyddum svo mánudeginum í Berlín og heimsóttum hið fræga Brandenburgarhlið.
Komum við hjá minnismerki um helför gyðinga.
Merkileg tilfinning að ganga þarna um og einhver áður óþekkt og óútskýrð tilfinning gerði vart við sig.
Víða voru brot úr múrnum og ekki úr vegi að láta mynda sig við eitt slíkt brot.
Þarna standa leifar af múrnum. Mér fannst magnað að sjá þetta.
Í borginni má sjá hellulagðar "línur" þar sem múrinn stóð fyrir fall.
Checkpoint Charlie, ein þekktasta landamærastöð í Berlín á þeim tíma sem borgin var skipt milli austurs og vesturs.
Skemmtilegur spegill sem við rákumst á og þurftum að sjálfsögðu að mynda :o)
Góð ferð, góður félagsskapur og ég hlakka til að fara aftur á þessar slóðir ... einhvern tíma.
7. febrúar 2010
Time flies ...
Heldur langt frá síðustu færslu ... en nú er kominn febrúar og það styttist óðfluga í utanlandsferðina mína :o)
Námsmat framundan í skólanum og foreldraviðtöl á föstudag ... brjálað stuð ... annars gengur bara vel í skólanum og allt í nokkuð góðri rútínu.
Svo er bara að hella sér af krafti í fermingarundirbúninginn ... við Katrín erum að sauma kjól og erum að spá í að nota hann sem fermingarkjól ... a.m.k. ef hann heppnast vel hjá okkur. Við erum nú kannski ekki alveg þær allra færustu í saumaskapnum en teljum okkur samt alveg slarkfærar! Kristjana nennir nú ekki svona veseni. Hún bíður eftir kjólasendingu í Sentrum :o)
Ég er að reyna að taka mig á í hreyfingunni, búin að fara ÞRJÁ DAGA Í RÖÐ út að ganga og finnst ég agalega dugleg. Er líka að hefja tiltekt í sálartetrinu með góðu fólki. Það veitir víst ekki af að halda því í lagi líka. Sem sagt ... allt á uppleið :o)

Leyfi þessari ágætu mynd af ágætum mæðginum að fylgja með í þetta skiptið.
Njótið lífsins kæru lesendur ... hver sem þið eruð :o)
Námsmat framundan í skólanum og foreldraviðtöl á föstudag ... brjálað stuð ... annars gengur bara vel í skólanum og allt í nokkuð góðri rútínu.
Svo er bara að hella sér af krafti í fermingarundirbúninginn ... við Katrín erum að sauma kjól og erum að spá í að nota hann sem fermingarkjól ... a.m.k. ef hann heppnast vel hjá okkur. Við erum nú kannski ekki alveg þær allra færustu í saumaskapnum en teljum okkur samt alveg slarkfærar! Kristjana nennir nú ekki svona veseni. Hún bíður eftir kjólasendingu í Sentrum :o)
Ég er að reyna að taka mig á í hreyfingunni, búin að fara ÞRJÁ DAGA Í RÖÐ út að ganga og finnst ég agalega dugleg. Er líka að hefja tiltekt í sálartetrinu með góðu fólki. Það veitir víst ekki af að halda því í lagi líka. Sem sagt ... allt á uppleið :o)
Leyfi þessari ágætu mynd af ágætum mæðginum að fylgja með í þetta skiptið.
Njótið lífsins kæru lesendur ... hver sem þið eruð :o)
18. janúar 2010
11. janúar 2010
Já ...
... það er hreint ótrúlegt hve fljótt tíminn líður, áður en maður veit af er kominn 11. janúar og jólin voru í gær! En manni leiðist þá ekki á meðan ...
Árið fer ágætlega af stað, vinnan dottinn í rútínu, börnin mín sæl í skólanum og allir bara glaðir. Ég trúi því að árið verði okkur öllum farsælt, allavega ef við veljum það og þiggjum þá blessun sem okkur er ætluð. Ég ætla að gera það.
Drengurinn loksins byrjaður í fiðlunáminu og er hæstánægður með sig. Sargið er yndislegt :o)
Systkinin tóku netta samæfingu í dag og mér fannst það æðislegt :o)

Árið fer ágætlega af stað, vinnan dottinn í rútínu, börnin mín sæl í skólanum og allir bara glaðir. Ég trúi því að árið verði okkur öllum farsælt, allavega ef við veljum það og þiggjum þá blessun sem okkur er ætluð. Ég ætla að gera það.
Drengurinn loksins byrjaður í fiðlunáminu og er hæstánægður með sig. Sargið er yndislegt :o)
Systkinin tóku netta samæfingu í dag og mér fannst það æðislegt :o)
Until next time ...
1. janúar 2010
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)




