29. desember 2009

Vetrarjól

Hér er svo sannarlega vetrarlegt og allt of kalt :o)
Ég held ég flytji á snjóléttari og hlýrri stað. Það er líklega niðurstaða þessara jóla, þó svo þetta sé vissulega jólalegt og allt það.
Annars höfum við haft það voðalega gott, borðað mikið og gott, spilað, leikið okkur og prjónað líka :o)


Kveðjur frá fjölskyldunni í timburhúsinu ...

23. desember 2009

Jóla ...

Þorláksmessa í dag og jólin á morgun. Hér er allt að verða klárt og allir voða glaðir á bænum. Akkúrat núna eru allir á fullu, ég er að blogga :o), Bjartur að þrífa baðherbergið, Katrín er í eldhúsinu, Kristjana þurrkar af og Árni Jökull horfir á mynd. Allir voða uppteknir ...

Bjartur fór fyrir mörgum dögum og sótti jólatré. Þá var sumarblíða og hiti og ekki mjög jólalegt á á að líta en þau fundu samt tré.


Katrín og Árni Jökull eru greinilega sátt við tréð ... spurning með Kristjönu ... einhver efi í henni að sjá.


Hér eru unglingarnir mínir á leið á jólaball unglinganna í skólanum. Voða fínar og sætar og sumir voða glaðir :o)



Jólakveðjur til ykkar allra sem þetta lesið.

15. desember 2009

Send your own ElfYourself eCards