16. október 2009

16. október 1993

Fyrir 16 árum var brúðkaupsdagurinn okkar Bjarts. Við giftum okkur í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ og áttum yndislegan dag. Kiddý, mín kæra vinkona, hafði veg og vanda af undirbúningnum en á þessum tíma bjuggum við hér fyrir austan. Kiddý er alger snillingur fyrir ykkur sem ekki vitið það. Það ættu allir að eiga a.m.k. eina "Kiddý-vinkonu".

14. október 2009

---

Í fyrsta skipti finnst mér ekki gaman að kenna.
Í dag upplifði ég að mig langaði til að hætta að kenna.