Þá er runnið upp helgarfrí.
Skólabyrjunin var fín hjá okkur öllum.
Katrín er ánægð með sig í 9. bekk, fannst þó heldur lítið lært þessa fyrstu daga.
Kristjana tók stökkið og dreif sig í 8. bekk. Hún mætir þar krefjandi verkefnum en er alsæl með ákvörðunina.
Árna Jökli finnst gott að vera kominn aftur í skólann, nú í 2. bekk. Honum finnst skemmtilegast í frímínútum.
Ég er sátt eftir þessa fyrstu daga og er klár í slaginn í vetur.
Allir þreyttir og fara því snemma í bælið í kvöld.
18. ágúst 2009
Allt að detta í gang ...
Mætt í vinnu ... undirbúningurinn hófst í gær með bráðskemmtilegu leiklistarnámskeiði fyrir starfsfólk skólans. Fundir og almennur undirbúningur framundan og svo hefst fjörið fyrir alvöru um miðja næstu viku þegar krakkarnir mæta til starfa.
Ég hlakka bara til að takast á við krefjandi verkefni vetrarins en ég trúi því og treysti að allt eigi eftir að ganga vel.
Börnin mín eru öll full tilhlökkunar að byrja í skólanum og það kemur mér kannski mest á óvart að sú elsta sem er btw að fara í 9. bekk er ekki síður spennt en þau hin.

Það er alltaf gott þegar hlutirnir detta í rútínu eftir gott sumarfrí.
Ég hlakka bara til að takast á við krefjandi verkefni vetrarins en ég trúi því og treysti að allt eigi eftir að ganga vel.
Börnin mín eru öll full tilhlökkunar að byrja í skólanum og það kemur mér kannski mest á óvart að sú elsta sem er btw að fara í 9. bekk er ekki síður spennt en þau hin.
Það er alltaf gott þegar hlutirnir detta í rútínu eftir gott sumarfrí.
8. ágúst 2009
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)