29. júlí 2009

Gullmoli

"Mamma, það er leiðinlegt að ég skuli ekki þekkja Árna afa minn!"
"Já, það hefði nú verið gaman fyrir ykkur að þekkjast."
"En mamma, þetta er allt í lagi, ég hitti hann bara á himnum ... og líka ömmu Kötu ... og líka ömmu Gróu ... og líka Michael Jackson ... ohhh hvað ég hlakka til!"


Þessi drengur minn er alveg frábær.

16. júlí 2009

Jæja ...

... Ellen kvartar og kveinar og finnst ég ekki standa mig nógu vel. Best ég reyni að bæta úr því :o)

Sumarið hefur liðið hratt og vel og eftir Látradvöl héldum við Íris vinkona í áframhaldandi ferðalag um vestfirði og norðurland. Við heimsóttum Bíldudal, litum við í Selárdal, komum við á Ísafirði, skelltum okkur á Snæfjallaströnd, stoppuðum aðeins á Blönduósi, tókum stöðuna á Siglufirði, áttum góða daga á Ólafsfirði, endurnýjuðum kynnin við gamla vinkonu á Dalvík, festum bílinn innst í Eyjafirðinum og kvöddumst svo á Akureyri. Frábær ferð hér eru fáeinar myndir úr ferðinni.


Arnarfjörðurinn skartaði sínu fegursta. Hér sést niður í Bíldudal.


Komin út í Selárdal og þar skoðuðum við listaverk Samúels Jónssonar, listamannsins með barnshjartað. ÁJ fannst þetta frekar flott.


Systkinin í yndislegum garði á Bíldudal.


Fundum þessa heitu uppsprettu í Reykjafirði.


Dynjandi í öllu sínu veldi.


Pínu blautt þarna uppi við fossinn.


Fallegt að horfa niður í Arnarfjörðinn.


ÁJ fræddi Írisi vinkonu sína um Jón Sigurðsson.


"Horfumst við í augu ..."


Taka sig vel út í predikunarstólnum í kirkjunni á Hrafnseyri.


Kristjana hélt varla vatni yfir öllum fallegu blómunum í Skrúð, fyrsta skrúðgarði landsins.


Komum við í Litla-Bæ í Skötufirði og fengum höfðinglegar móttökur þar.


Þar las drengurinn góðan kafla úr gamalli Biblíu.


Árni Jökull og Kaldalónsjökull á Snæfjallaströnd.


Horft heim að Unaðsdal á Snæfjallaströnd. Ótrúlega gaman að koma þarna.


Ég veit ekki um fallegra bæjarnafn á landinu.


Strákurinn við mynni Strákaganga.


Kristjana með Ólafsfjörð í baksýn.


Þrjár flottar vinkonur frá Svíþjóðartímabilinu.

Greinilega skemmtilegt ferðalag!!!

Síðan þá höfum við tekið á móti góðum gestum, ég tók að mér að vera sumarbúðastjóri á Eiðum einn flokk og hafði mikið gaman af því. Fór ein 15 ár aftur í tímann og rifjaði upp gamla takta sem voru svo sannarlega enn til staðar. Hver veit nema maður skelli sér einhvern tíma aftur í búðirnar.

Aðra helgi er stefnan svo sett á Hornafjörð, amma gamla verður níræð og ætlar fólkið að safnast saman á Hala í Suðursveit og eiga saman góðan dag þar. Hlakka mikið til að hitta Ellen og alla hina :o)

Nóg komið í bili .... meira síðar ....

3. júlí 2009

Á Látrum

Við skelltum okkur vestur í Húsabæ í viku í júní. Það er alltaf jafn dásamlegt að dvelja þarna í kyrrð og ró og njóta þess að vera saman.


Við tókum Baldur yfir Breiðafjörðinn og hér eru börnin ferðbúin og bíða þess að ganga um borð.


Bjartur uppi á dekki með Flatey í baksýn.


Árna Jökli fannst ákveðið öryggi í því að hafa björgunarhringinn á vísum stað.


Þetta er svo litli yndislegi Húsabær.


Fjaran þarna vestur frá er algert æði og hægt að gleyma sér tímunum saman við leik og hugsanir þar.


Framkvæmdir í gangi hjá guttanum.


Fórum í kirkjugarðinn í Breiðuvík og skoðuðum nýjan legstein á leiði afa Guðbjarts.


Allir krakkarnir að kenna pabba á leikjatölvuna.


Komin út á Látrabjarg. Vitinn í baksýn.


Til að geta farið á sjóinn urðu menn að geta klifrað upp þennan. Þrátt fyrir góðan vilja telst undirrituð ekki sjófær.

Frábær fjölskylduferð og hlakka allir til næstu ferðar í Húsabæ.