25. maí 2009
18. maí 2009
10. maí 2009
Einn mánuður í sumarfrí ...
... og ekki seinna vænna en að fara að skipuleggja sumarið. Fyrstu tvær vikurnar voru skipulagðar í þaula í dag og verða þær einhvern veginn svona:
12. júní - fjölskyldan keyrir suður til Reykjavíkur og fer í leikhús þá um kvöldið ... á Söngvaseið í Borgarleikhúsinu.
13. -19. júní - Húsabær ... here we come!
19. júní - Bjartur og Katrín fara suður til Reykjavíkur og fljúga svo austur ... vinnunnar vegna, en við hin höldum áfram ferð okkar um Vestfirði ásamt Írisi og Anítu Sif. Byrjum á Bíldudal og gistum þar í 2 nætur. Stefnan m.a. sett í Selárdal.
21. júní - Gist á Reykhólum.
22. júní - Haldið í átt til Blönduóss og stoppum þar 1 nótt.
23. júní - Stefnan sett á Ólafsfjörð með viðkomu á Hofsósi og Siglufirði. Þar verður tjaldað til tveggja nátta (sofum þó ekki í tjaldi...)
25. júní - Spókum okkur á Akureyri, heimsækjum örugglega Jólagarðinn og jafnvel Smáhlutasafn innst í Eyjafirði en þar er líka síðasti gististaðurinn í þessu annars ágæta ferðaplani.
26. júní - Home sweet home!
Flott plan, ekki satt?
Svo er ég búin að ráða mig í vinnu 6.-10. júlí í sumar, sem sumarbúðastjóri í sumarbúðum Kirkjumiðstöðvar Austurlands á Eiðum ... ótrúlega gaman (aftur til fortíðar).
Nefni svo í lokin 90 ára afmæli ömmu minnar sem haldið verður gleðilegt seint í júlímánuði á Hala í Suðursveit. Hlakka mikið til þeirrar gleði með fjölskyldunni allri.
... fer ekki að koma sumar?
12. júní - fjölskyldan keyrir suður til Reykjavíkur og fer í leikhús þá um kvöldið ... á Söngvaseið í Borgarleikhúsinu.
13. -19. júní - Húsabær ... here we come!
19. júní - Bjartur og Katrín fara suður til Reykjavíkur og fljúga svo austur ... vinnunnar vegna, en við hin höldum áfram ferð okkar um Vestfirði ásamt Írisi og Anítu Sif. Byrjum á Bíldudal og gistum þar í 2 nætur. Stefnan m.a. sett í Selárdal.
21. júní - Gist á Reykhólum.
22. júní - Haldið í átt til Blönduóss og stoppum þar 1 nótt.
23. júní - Stefnan sett á Ólafsfjörð með viðkomu á Hofsósi og Siglufirði. Þar verður tjaldað til tveggja nátta (sofum þó ekki í tjaldi...)
25. júní - Spókum okkur á Akureyri, heimsækjum örugglega Jólagarðinn og jafnvel Smáhlutasafn innst í Eyjafirði en þar er líka síðasti gististaðurinn í þessu annars ágæta ferðaplani.
26. júní - Home sweet home!
Flott plan, ekki satt?
Svo er ég búin að ráða mig í vinnu 6.-10. júlí í sumar, sem sumarbúðastjóri í sumarbúðum Kirkjumiðstöðvar Austurlands á Eiðum ... ótrúlega gaman (aftur til fortíðar).
Nefni svo í lokin 90 ára afmæli ömmu minnar sem haldið verður gleðilegt seint í júlímánuði á Hala í Suðursveit. Hlakka mikið til þeirrar gleði með fjölskyldunni allri.
... fer ekki að koma sumar?
4. maí 2009
2. maí 2009
Rok og rigning :o)
Fórum í fína gönguferð í morgun með fólkinu mínu sem hér býr. Mamma var leiðsögumaður og stefndi öllum upp að Hrafnafelli. Það var nú svolítill vindur þegar við lögðum í´ann en ekkert til að kvarta yfir samt. Við keyrðum sem leið lá í Fellin og upp á Hrafnafell. Þar tók á móti okkur töluvert rok, heldur meira en hér niðri í mannabyggðum. Eiginlega dálítið mikið rok og máttu minnstu mennirnir hafa sig alla við til að fjúka ekki út í buskann. Eftir því sem leið á útiveruna bætti bara í vindinn og stóð maður varla í fæturna. Svo fór líka að rigna ... uppáhaldsveðrið mitt ... eða ekki. Þetta var engu að síður fínasta útistund og allir héldust á jörðinni og enduðu á Stekkjartröðinni í graut og brauði, vel veðurbarðir. Laugardagsmorgnarnir gerast ekki mikið betri.

Hér eru frændurnir uppi á kletti og gera sitt allra besta til að standast mikinn mátt vindsins.

Frænkurnar búnar að koma sér í skjól. Það mætti halda að a.m.k. mínum stelpum hundleiddist ...
Hér eru frændurnir uppi á kletti og gera sitt allra besta til að standast mikinn mátt vindsins.
Frænkurnar búnar að koma sér í skjól. Það mætti halda að a.m.k. mínum stelpum hundleiddist ...
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)