25. maí 2009

Sjóari ...


... eða bóndi
... hvað finnst ykkur?

18. maí 2009

Hún á afmæli í dag ...


14 ára í dag!

10. maí 2009

Einn mánuður í sumarfrí ...

... og ekki seinna vænna en að fara að skipuleggja sumarið. Fyrstu tvær vikurnar voru skipulagðar í þaula í dag og verða þær einhvern veginn svona:

12. júní - fjölskyldan keyrir suður til Reykjavíkur og fer í leikhús þá um kvöldið ... á Söngvaseið í Borgarleikhúsinu.

13. -19. júní - Húsabær ... here we come!

19. júní - Bjartur og Katrín fara suður til Reykjavíkur og fljúga svo austur ... vinnunnar vegna, en við hin höldum áfram ferð okkar um Vestfirði ásamt Írisi og Anítu Sif. Byrjum á Bíldudal og gistum þar í 2 nætur. Stefnan m.a. sett í Selárdal.

21. júní - Gist á Reykhólum.

22. júní - Haldið í átt til Blönduóss og stoppum þar 1 nótt.

23. júní - Stefnan sett á Ólafsfjörð með viðkomu á Hofsósi og Siglufirði. Þar verður tjaldað til tveggja nátta (sofum þó ekki í tjaldi...)

25. júní - Spókum okkur á Akureyri, heimsækjum örugglega Jólagarðinn og jafnvel Smáhlutasafn innst í Eyjafirði en þar er líka síðasti gististaðurinn í þessu annars ágæta ferðaplani.

26. júní - Home sweet home!

Flott plan, ekki satt?

Svo er ég búin að ráða mig í vinnu 6.-10. júlí í sumar, sem sumarbúðastjóri í sumarbúðum Kirkjumiðstöðvar Austurlands á Eiðum ... ótrúlega gaman (aftur til fortíðar).

Nefni svo í lokin 90 ára afmæli ömmu minnar sem haldið verður gleðilegt seint í júlímánuði á Hala í Suðursveit. Hlakka mikið til þeirrar gleði með fjölskyldunni allri.

... fer ekki að koma sumar?

4. maí 2009

"Takið eftir því ..."


"... tönnunum hann týndi ..."

Þetta finnst mér ótrúlega krúttlegt tímabil.

2. maí 2009

Rok og rigning :o)

Fórum í fína gönguferð í morgun með fólkinu mínu sem hér býr. Mamma var leiðsögumaður og stefndi öllum upp að Hrafnafelli. Það var nú svolítill vindur þegar við lögðum í´ann en ekkert til að kvarta yfir samt. Við keyrðum sem leið lá í Fellin og upp á Hrafnafell. Þar tók á móti okkur töluvert rok, heldur meira en hér niðri í mannabyggðum. Eiginlega dálítið mikið rok og máttu minnstu mennirnir hafa sig alla við til að fjúka ekki út í buskann. Eftir því sem leið á útiveruna bætti bara í vindinn og stóð maður varla í fæturna. Svo fór líka að rigna ... uppáhaldsveðrið mitt ... eða ekki. Þetta var engu að síður fínasta útistund og allir héldust á jörðinni og enduðu á Stekkjartröðinni í graut og brauði, vel veðurbarðir. Laugardagsmorgnarnir gerast ekki mikið betri.

Hér eru frændurnir uppi á kletti og gera sitt allra besta til að standast mikinn mátt vindsins.


Frænkurnar búnar að koma sér í skjól. Það mætti halda að a.m.k. mínum stelpum hundleiddist ...