Jæja, loksins virðast þeir vera búnir að finna orsök vatnsleysisins. Enda er þetta orðið ágætt alveg, búið að vera síðan á laugardag.

Búið að grafa niður að lögninni og allt frekar "sjabbí" eins og sjá má.

Bjartur og píparinn una sér alveg hreint ágætlega ofan í holunni, drullugir upp fyrir haus.

Frekar mikil drulla og menn máttu hafa sig alla við til að týna ekki stígvélunum sínum.

Og þarna er orsökina að finna.
Vonandi ná þeir að laga þetta hið fyrsta og þá verður nú gaman að lifa :o) Maður finnur það á stundum sem þessum hvað maður notar vatn fáránlega mikið!
Þannig er nú það ...