28. mars 2009

3 dagar ...

... í Tenerife! Magnað maður magnað ...
Leggjum af stað suður í fyrramálið.
Hej då :o)

26. mars 2009

Vatn, vatn, vatn ... eða vatnsleysi!

Jæja, loksins virðast þeir vera búnir að finna orsök vatnsleysisins. Enda er þetta orðið ágætt alveg, búið að vera síðan á laugardag.


Búið að grafa niður að lögninni og allt frekar "sjabbí" eins og sjá má.


Bjartur og píparinn una sér alveg hreint ágætlega ofan í holunni, drullugir upp fyrir haus.


Frekar mikil drulla og menn máttu hafa sig alla við til að týna ekki stígvélunum sínum.


Og þarna er orsökina að finna.

Vonandi ná þeir að laga þetta hið fyrsta og þá verður nú gaman að lifa :o) Maður finnur það á stundum sem þessum hvað maður notar vatn fáránlega mikið!

Þannig er nú það ...

22. mars 2009

12 ára


Þessi elska varð 12 ára í gær!

14. mars 2009

Söngstjarna ... eða hvað???



Hopeful segir tölvan!

Allt á fullu ...

... við að hnýta lausa enda fyrir utanlandsferðina góðu með fjölskyldunni. Það styttist heldur betur í brottför sem er 31. mars. Fyrir þann tíma þarf að halda eina afmælisveislu, skreppa suður í jarðarför, halda árshátíð í skólanum, fara með miðlunginn í tannréttingar svo fátt eitt sé nefnt.
Allt mun þetta nú hafast og áður en ég veit af mun ég flatmaga í sólinni á Tenerife. Ég hlakka ekkert smá til.



Svona einhvern veginn skilst mér að þetta líti út.



Við eigum sjálfsagt eftir að hafa það ágætt ...

12. mars 2009

Lífið er skrítið ...

Margt að gerast í kringum okkur þessa dagana. Ætla ekkert nánar út í það hér enda ekki rétti vettvangurinn.
Nú styttist heldur betur í utanför en líklega skreppum við einu sinni suður fyrir þann tíma. Þau mál skýrast fljótlega.
Miðlungurinn minn verður svo 12 ára eftir nokkra daga ... hún hlakkar að sjálfsögðu mikið til enda alltaf gaman að verða 12 ára :o)
Hér er mynd af þeim systrum tekin fyrir tæpum 8 árum.


Þær hafa svo sem ekkert mikið breyst, þó aðeins tognað úr þeim.



Over and out ...

6. mars 2009

enginn unglingur lengur ...

Train Horns

Created by Train Horns

1. mars 2009

Enn meira mont ...

... maður verður nú að prjóna á allt liðið :o)