... af kjólamonti.
Skrapp suður um síðustu helgi og átti þá rólegustu Reykjavíkurhelgi sem ég man eftir held ég. Hver var að tala um "borg óttans" og eitthvað svoleiðis???
Sá Sólskinsdrenginn og fékk nýja sýn á einhverfu. Við lok myndarinnar sat ég þó eftir með margar spurningar og hlakka til að heyra meira af Kela.
Karlinn fór suður í dag og kemur líklega aftur heim á morgun. Svo förum við öll eftir viku. Þá verður nú gaman!
Kveð í bili ...
29. janúar 2009
19. janúar 2009
16. janúar 2009
blogg ...
Ég er eitthvað voða andlaus þessa dagana og dettur ekkert skemmtilegt í hug til að skrifa um hér. Lífið gengur sinn vanagang, allir ánægðir í skólanum og vinnunni. Ég dró fram prjónana um daginn og er að myndast við að prjóna "peysukjól" á frumburðinn. Það gengur glimrandi vel og vonandi á hann bara eftir að passa á dömuna.
Ætla að skreppa suður um næstu helgi, eyða peningum sem mér áskotnuðust um jólin og kaupa mér eitthvað fallegt. Það verður líka ljómandi gaman að hitta fáeinar útvaldar vinkonur og eyða tíma með þeim.
Hálfum mánuði síðar er svo ætlunin að skreppa aftur til höfuðborgarinnar og vera viðstödd brúðkaup litlu systur og hennar viðhengis.
Svo á ég von á skemmtilegum gestum í febrúar, vinkona með tvær dúllur og svo kemur vonandi önnur vinkona til mín í mars með sína dömu.
Eftir það fer svo að líða að utanlandsferð stórfjölskyldunnar en áætlað er að eyða páskunum á Tenerife þetta árið.
Bara gaman að vera til.
Ætla að skreppa suður um næstu helgi, eyða peningum sem mér áskotnuðust um jólin og kaupa mér eitthvað fallegt. Það verður líka ljómandi gaman að hitta fáeinar útvaldar vinkonur og eyða tíma með þeim.
Hálfum mánuði síðar er svo ætlunin að skreppa aftur til höfuðborgarinnar og vera viðstödd brúðkaup litlu systur og hennar viðhengis.
Svo á ég von á skemmtilegum gestum í febrúar, vinkona með tvær dúllur og svo kemur vonandi önnur vinkona til mín í mars með sína dömu.
Eftir það fer svo að líða að utanlandsferð stórfjölskyldunnar en áætlað er að eyða páskunum á Tenerife þetta árið.
Bara gaman að vera til.
10. janúar 2009
3. janúar 2009
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)