29. desember 2009

Vetrarjól

Hér er svo sannarlega vetrarlegt og allt of kalt :o)
Ég held ég flytji á snjóléttari og hlýrri stað. Það er líklega niðurstaða þessara jóla, þó svo þetta sé vissulega jólalegt og allt það.
Annars höfum við haft það voðalega gott, borðað mikið og gott, spilað, leikið okkur og prjónað líka :o)


Kveðjur frá fjölskyldunni í timburhúsinu ...

23. desember 2009

Jóla ...

Þorláksmessa í dag og jólin á morgun. Hér er allt að verða klárt og allir voða glaðir á bænum. Akkúrat núna eru allir á fullu, ég er að blogga :o), Bjartur að þrífa baðherbergið, Katrín er í eldhúsinu, Kristjana þurrkar af og Árni Jökull horfir á mynd. Allir voða uppteknir ...

Bjartur fór fyrir mörgum dögum og sótti jólatré. Þá var sumarblíða og hiti og ekki mjög jólalegt á á að líta en þau fundu samt tré.


Katrín og Árni Jökull eru greinilega sátt við tréð ... spurning með Kristjönu ... einhver efi í henni að sjá.


Hér eru unglingarnir mínir á leið á jólaball unglinganna í skólanum. Voða fínar og sætar og sumir voða glaðir :o)



Jólakveðjur til ykkar allra sem þetta lesið.

15. desember 2009

Send your own ElfYourself eCards

29. nóvember 2009

Já sæll ...

... eigum við að ræða það eitthvað?

Einn og hálfur mánuður síðan síðast!

Eitthvað hlýtur að hafa á daga mína drifið þann tíma ... við skulum sjá ... vinna, já ég er alltaf að vinna og hef nú m.a.s. hálfpartinn kvartað hér á veraldarvefnum yfir stöðu minn þar. Meiri sjálfsvorkunnin alltaf hreint. Ég á náttúrulega að vera þakklát fyrir vinnuna mína og ætla mér að vera það héðan í frá. Ég er að kenna yndislegum 10 ára krökkum, krefjandi krökkum mörgum hverjum en staðan er gerólík þeirri sem ég kynntist í ágústlok þegar ég tók við þessum bekk. Margt gott hefur gerst, ýmislegt ekki eins gott en allt hefur það nú samt leitt til góðra hluta vil ég meina. Ég er bara sátt í dag ... ENDA BARA 3 VIKUR Í JÓLAFRÍ ... hehe

Við höfum verið svo agalega heppin hér á bæ að ýmis raftæki hafa gefið sig sem og mælaborðið í bílnum okkar góða. Þetta hefur náttúrulega aukaútgjöld í för með sér en hver gleðst ekki yfir því að fá nýja hluti ... jafnvel nýtt mælaborð!!!! Alltaf gaman að eignast nýja hluti og við erum bara þakklát fyrir alla nýju hlutina okkar.

Börnin eru að brillera sem aldrei fyrr, Katrín brillerar í unglingaveikinni, Kristjana í nýfenginni gelgju og drengurinn í sauðsháttunum sínum. Við erum þakklát fyrir börnin okkar.

Jólin að koma og tilhlökkun í kotinu. Þrjár seríur komnar upp (ein fór reyndar aldrei niður þarna síðast), börnin búin að baka þrjár smákökusortir og nokkrar jólagjafir frá. Gleðin ein yfir því.

Kristjana á fullu á kóræfingum, Frostrósartónleikar nk. föstudag og við hin förum að sjálfsögðu og hlustum.

Þrjár góðar vinkonur á leið í saumaklúbbsheimsókn um næstu helgi ... gaman, gaman.

Er þetta ekki bara fínt í bili?

Þar til næst ...

16. október 2009

16. október 1993

Fyrir 16 árum var brúðkaupsdagurinn okkar Bjarts. Við giftum okkur í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ og áttum yndislegan dag. Kiddý, mín kæra vinkona, hafði veg og vanda af undirbúningnum en á þessum tíma bjuggum við hér fyrir austan. Kiddý er alger snillingur fyrir ykkur sem ekki vitið það. Það ættu allir að eiga a.m.k. eina "Kiddý-vinkonu".

14. október 2009

---

Í fyrsta skipti finnst mér ekki gaman að kenna.
Í dag upplifði ég að mig langaði til að hætta að kenna.

16. september 2009

Össössöss!!!

Ég stend mig ekki vel í þessu bloggi. Það er næsta víst.

Lítið af okkur að frétta, hellingur finnst mér að gera í skólanum, að mörgu að hyggja og ég er kexrugluð. Í heildina er ég samt ánægð, hlutirnir að detta í einhvers konar rútínu og mér líkar vel við börnin í bekknum. Það skiptir jú máli, ekki satt?

Skrapp til Rvíkur um síðustu helgi og fór m.a. í bráðskemmtilegt fertugsafmæli hjá góðri vinkonu. Nauðsynlegt að lyfta sér upp annað slagið og breyta um umhverfi.

Karlinn verður svo í burtu um helgina og má með því skilja sem svo að við forðumst að eyða saman helgum. Svo er ekki.

Over and out ... frá lötu stelpunni :o)

28. ágúst 2009

Javel!!!

Þá er runnið upp helgarfrí.
Skólabyrjunin var fín hjá okkur öllum.
Katrín er ánægð með sig í 9. bekk, fannst þó heldur lítið lært þessa fyrstu daga.
Kristjana tók stökkið og dreif sig í 8. bekk. Hún mætir þar krefjandi verkefnum en er alsæl með ákvörðunina.
Árna Jökli finnst gott að vera kominn aftur í skólann, nú í 2. bekk. Honum finnst skemmtilegast í frímínútum.
Ég er sátt eftir þessa fyrstu daga og er klár í slaginn í vetur.
Allir þreyttir og fara því snemma í bælið í kvöld.

18. ágúst 2009

Allt að detta í gang ...

Mætt í vinnu ... undirbúningurinn hófst í gær með bráðskemmtilegu leiklistarnámskeiði fyrir starfsfólk skólans. Fundir og almennur undirbúningur framundan og svo hefst fjörið fyrir alvöru um miðja næstu viku þegar krakkarnir mæta til starfa.
Ég hlakka bara til að takast á við krefjandi verkefni vetrarins en ég trúi því og treysti að allt eigi eftir að ganga vel.

Börnin mín eru öll full tilhlökkunar að byrja í skólanum og það kemur mér kannski mest á óvart að sú elsta sem er btw að fara í 9. bekk er ekki síður spennt en þau hin.


Það er alltaf gott þegar hlutirnir detta í rútínu eftir gott sumarfrí.

8. ágúst 2009

Afmælisstrákur


Í dag eru 7 ár síðan þessi gutti fæddist. Hann hefur heldur stækkað og þroskast þessi 7 ár og er að sjálfsögðu til fyrirmyndar í einu og öllu ... eða svona næstum því :o)


29. júlí 2009

Gullmoli

"Mamma, það er leiðinlegt að ég skuli ekki þekkja Árna afa minn!"
"Já, það hefði nú verið gaman fyrir ykkur að þekkjast."
"En mamma, þetta er allt í lagi, ég hitti hann bara á himnum ... og líka ömmu Kötu ... og líka ömmu Gróu ... og líka Michael Jackson ... ohhh hvað ég hlakka til!"


Þessi drengur minn er alveg frábær.

16. júlí 2009

Jæja ...

... Ellen kvartar og kveinar og finnst ég ekki standa mig nógu vel. Best ég reyni að bæta úr því :o)

Sumarið hefur liðið hratt og vel og eftir Látradvöl héldum við Íris vinkona í áframhaldandi ferðalag um vestfirði og norðurland. Við heimsóttum Bíldudal, litum við í Selárdal, komum við á Ísafirði, skelltum okkur á Snæfjallaströnd, stoppuðum aðeins á Blönduósi, tókum stöðuna á Siglufirði, áttum góða daga á Ólafsfirði, endurnýjuðum kynnin við gamla vinkonu á Dalvík, festum bílinn innst í Eyjafirðinum og kvöddumst svo á Akureyri. Frábær ferð hér eru fáeinar myndir úr ferðinni.


Arnarfjörðurinn skartaði sínu fegursta. Hér sést niður í Bíldudal.


Komin út í Selárdal og þar skoðuðum við listaverk Samúels Jónssonar, listamannsins með barnshjartað. ÁJ fannst þetta frekar flott.


Systkinin í yndislegum garði á Bíldudal.


Fundum þessa heitu uppsprettu í Reykjafirði.


Dynjandi í öllu sínu veldi.


Pínu blautt þarna uppi við fossinn.


Fallegt að horfa niður í Arnarfjörðinn.


ÁJ fræddi Írisi vinkonu sína um Jón Sigurðsson.


"Horfumst við í augu ..."


Taka sig vel út í predikunarstólnum í kirkjunni á Hrafnseyri.


Kristjana hélt varla vatni yfir öllum fallegu blómunum í Skrúð, fyrsta skrúðgarði landsins.


Komum við í Litla-Bæ í Skötufirði og fengum höfðinglegar móttökur þar.


Þar las drengurinn góðan kafla úr gamalli Biblíu.


Árni Jökull og Kaldalónsjökull á Snæfjallaströnd.


Horft heim að Unaðsdal á Snæfjallaströnd. Ótrúlega gaman að koma þarna.


Ég veit ekki um fallegra bæjarnafn á landinu.


Strákurinn við mynni Strákaganga.


Kristjana með Ólafsfjörð í baksýn.


Þrjár flottar vinkonur frá Svíþjóðartímabilinu.

Greinilega skemmtilegt ferðalag!!!

Síðan þá höfum við tekið á móti góðum gestum, ég tók að mér að vera sumarbúðastjóri á Eiðum einn flokk og hafði mikið gaman af því. Fór ein 15 ár aftur í tímann og rifjaði upp gamla takta sem voru svo sannarlega enn til staðar. Hver veit nema maður skelli sér einhvern tíma aftur í búðirnar.

Aðra helgi er stefnan svo sett á Hornafjörð, amma gamla verður níræð og ætlar fólkið að safnast saman á Hala í Suðursveit og eiga saman góðan dag þar. Hlakka mikið til að hitta Ellen og alla hina :o)

Nóg komið í bili .... meira síðar ....

3. júlí 2009

Á Látrum

Við skelltum okkur vestur í Húsabæ í viku í júní. Það er alltaf jafn dásamlegt að dvelja þarna í kyrrð og ró og njóta þess að vera saman.


Við tókum Baldur yfir Breiðafjörðinn og hér eru börnin ferðbúin og bíða þess að ganga um borð.


Bjartur uppi á dekki með Flatey í baksýn.


Árna Jökli fannst ákveðið öryggi í því að hafa björgunarhringinn á vísum stað.


Þetta er svo litli yndislegi Húsabær.


Fjaran þarna vestur frá er algert æði og hægt að gleyma sér tímunum saman við leik og hugsanir þar.


Framkvæmdir í gangi hjá guttanum.


Fórum í kirkjugarðinn í Breiðuvík og skoðuðum nýjan legstein á leiði afa Guðbjarts.


Allir krakkarnir að kenna pabba á leikjatölvuna.


Komin út á Látrabjarg. Vitinn í baksýn.


Til að geta farið á sjóinn urðu menn að geta klifrað upp þennan. Þrátt fyrir góðan vilja telst undirrituð ekki sjófær.

Frábær fjölskylduferð og hlakka allir til næstu ferðar í Húsabæ.

30. júní 2009

???

Finnst einhverjum kominn tími á nýja færslu?
Látið mig vita ... þá hendi ég kannski inn nokkrum myndum og held þessu áfram.

25. maí 2009

Sjóari ...


... eða bóndi
... hvað finnst ykkur?

18. maí 2009

Hún á afmæli í dag ...


14 ára í dag!

10. maí 2009

Einn mánuður í sumarfrí ...

... og ekki seinna vænna en að fara að skipuleggja sumarið. Fyrstu tvær vikurnar voru skipulagðar í þaula í dag og verða þær einhvern veginn svona:

12. júní - fjölskyldan keyrir suður til Reykjavíkur og fer í leikhús þá um kvöldið ... á Söngvaseið í Borgarleikhúsinu.

13. -19. júní - Húsabær ... here we come!

19. júní - Bjartur og Katrín fara suður til Reykjavíkur og fljúga svo austur ... vinnunnar vegna, en við hin höldum áfram ferð okkar um Vestfirði ásamt Írisi og Anítu Sif. Byrjum á Bíldudal og gistum þar í 2 nætur. Stefnan m.a. sett í Selárdal.

21. júní - Gist á Reykhólum.

22. júní - Haldið í átt til Blönduóss og stoppum þar 1 nótt.

23. júní - Stefnan sett á Ólafsfjörð með viðkomu á Hofsósi og Siglufirði. Þar verður tjaldað til tveggja nátta (sofum þó ekki í tjaldi...)

25. júní - Spókum okkur á Akureyri, heimsækjum örugglega Jólagarðinn og jafnvel Smáhlutasafn innst í Eyjafirði en þar er líka síðasti gististaðurinn í þessu annars ágæta ferðaplani.

26. júní - Home sweet home!

Flott plan, ekki satt?

Svo er ég búin að ráða mig í vinnu 6.-10. júlí í sumar, sem sumarbúðastjóri í sumarbúðum Kirkjumiðstöðvar Austurlands á Eiðum ... ótrúlega gaman (aftur til fortíðar).

Nefni svo í lokin 90 ára afmæli ömmu minnar sem haldið verður gleðilegt seint í júlímánuði á Hala í Suðursveit. Hlakka mikið til þeirrar gleði með fjölskyldunni allri.

... fer ekki að koma sumar?

4. maí 2009

"Takið eftir því ..."


"... tönnunum hann týndi ..."

Þetta finnst mér ótrúlega krúttlegt tímabil.

2. maí 2009

Rok og rigning :o)

Fórum í fína gönguferð í morgun með fólkinu mínu sem hér býr. Mamma var leiðsögumaður og stefndi öllum upp að Hrafnafelli. Það var nú svolítill vindur þegar við lögðum í´ann en ekkert til að kvarta yfir samt. Við keyrðum sem leið lá í Fellin og upp á Hrafnafell. Þar tók á móti okkur töluvert rok, heldur meira en hér niðri í mannabyggðum. Eiginlega dálítið mikið rok og máttu minnstu mennirnir hafa sig alla við til að fjúka ekki út í buskann. Eftir því sem leið á útiveruna bætti bara í vindinn og stóð maður varla í fæturna. Svo fór líka að rigna ... uppáhaldsveðrið mitt ... eða ekki. Þetta var engu að síður fínasta útistund og allir héldust á jörðinni og enduðu á Stekkjartröðinni í graut og brauði, vel veðurbarðir. Laugardagsmorgnarnir gerast ekki mikið betri.

Hér eru frændurnir uppi á kletti og gera sitt allra besta til að standast mikinn mátt vindsins.


Frænkurnar búnar að koma sér í skjól. Það mætti halda að a.m.k. mínum stelpum hundleiddist ...

23. apríl 2009

Gleðilegt sumar!


Þeir gestir sem heimsóttu Safnahúsið á Egilsstöðum í dag í tilefni sumars, gátu dregið sér litla sumargjöf. Ein þeirra var tónlistarflutningur frá þessum unga tónlistarmanni, sem sat í einu horni minjasafnsins með flautuna sína og spilaði ef einhver vildi á hlýða. Hann gerði það vel og áreynslulaust og gladdi bara býsna marga :o)

22. apríl 2009

Fyrir og eftir ...






18. apríl 2009

Langflottastur ...


... og þær halda áfram að detta :o)

8. apríl 2009

Smá innlit ...

Já, ég er hér enn, í sólinni og blídunni. Allir eru hressir og kátir og ánaegdir med lífid.

Tad sem gerst hefur sidan sidast er helst ad mér lá vid drukknun tegar ég tók áskorun um ad synda langleidina kringum hnottinn. Ég hélt um stundarsakir ad ég myndi ekki hafa tad af en tók tetta svo á gedinu ... hihi ... mikid hlegid á eftir. Védís flaug svo hressilega á hausinn daginn eftir á strondinni, nádi nú ekki ad meida sig mikid og ekki var minna hlegid eftir ad búid var ad ganga úr skugga um heilbrigdi hennar. Greinilega nóg um ad vera hér.

Annars fór ég í mjog svo skemmtilega gonguferd á mánudaginn, gekk ásamt frídu foruneyti inn í gil sem heimamenn kalla "Hell´s gate". Skemmtileg nafngift tad. En gilid var hrikalega fallegt og magnad landslag. Myndir sídar.

Aqualand var heimsótt í gaer og velflestar vatnsrennibrautir prófadar, adallega tó af Kristjonu sem "píndi" hina og tessa med sér og skipti tá ekki máli hvort tad var mamma, pabbi, afi eda amma. Mjog hressandi dagur :o)

Keypti mér nýja myndavél í dag en ég týndi hinni um daginn ... ekki gott. En fékk ágaeta Samsung vél ... eda ég held tad ... kemur allt í ljós. Draumurinn um "pró-vélina" raetist tví ekki ad tessu sinni. Of mikid ad kaupa tvaer ... a.m.k. tegar evran er ekki hagstaedari en raun ber vitni. Ég tarf tví ad skreppa fljótlega aftur til annars lands - ja, allavega til ad kaupa staerri vél :o)

Laet tetta duga í bili, tolvutíminn ad renna út.

Hafid tad gott elskurnar og bordid nóg af páskaeggjum ... fyrir okkur líka.

4. apríl 2009

Smá fréttir úr sólinni ...

Vid hofum tad afskaplega gott hér í sólinni á Tenerife. Ferdin hófst tó ekki sem best, bidum í vélinni í Keflavík í ca 3 tíma ádur en okkur var hleypt aftur í flugstodina og svo kollud út aftur. Tá loksins var farid en vid vorum ekki komin á hótel fyrr en um kl. 4 ad stadartíma (3 ad ísl.) í stad 22. Allir vel slaeptir og treyttir og ekki lengi ad sofna.
Fyrsta daginn fórum vid í gódan gongutúr undir leidsogn pabba og skodudum helsta nágrenni hótelsins. Fórum svo og versludum inn mat og ýmislegt "gummeladi" til ad eiga í íbúdinni sem er btw alveg ágaet. Sofnudum snemma tad kvold.
Annan daginn vorum vid búin ad bóka bíl og logdum af stad um kl. 9. Vid keyrdum til hofudborgarinnar og roltum adeins um midbaeinn. Stelpurnar fengu verslunartorfinni adeins fullnaegt og Árni Jokull fékk McDonalds. Allir gladir :o) Keyrdum svo áfram og rugludumst um okkur spaensk smátorp sem eru byggd í hlídum fjallanna. Magnad ad skoda tetta. Ad tví loknu logdum vid á fjollin og keyrdum yfir magnada fjallgarda. Eyjan er nátturulega hrauni logd tví hér er eldfjallid Teide, haesta fjall Spánar, 3781 m hátt. Vid keyrdum upp í ca 2300 m haed og aetludum svo med kláfi naestum upp á topp. Vid vorum tví midur 16 mín. of sein en gerum adra tilraun sídar. Keyrdum svo áfram yfir hraunid og upplifdum okkur á tunglinu, merkilegt landslag. Keyrdum svo heim á hótel en komum vid í "perluhúsinu" sem selur alls kyns perluskartgripi, dýra og adeins minna dýra. Flottur dagur og allir snemma í rúm.
Í gaer eyddum vid deginum á strondinni og fengum okkur svo pizzu í kvoldmatinn á Pizzastad hér vid hlid hótelsins.
Í dag erum vid svo á leid á markad og getum sjálfsagt keypt eitthvad fallegt.

Time out ...

28. mars 2009

3 dagar ...

... í Tenerife! Magnað maður magnað ...
Leggjum af stað suður í fyrramálið.
Hej då :o)

26. mars 2009

Vatn, vatn, vatn ... eða vatnsleysi!

Jæja, loksins virðast þeir vera búnir að finna orsök vatnsleysisins. Enda er þetta orðið ágætt alveg, búið að vera síðan á laugardag.


Búið að grafa niður að lögninni og allt frekar "sjabbí" eins og sjá má.


Bjartur og píparinn una sér alveg hreint ágætlega ofan í holunni, drullugir upp fyrir haus.


Frekar mikil drulla og menn máttu hafa sig alla við til að týna ekki stígvélunum sínum.


Og þarna er orsökina að finna.

Vonandi ná þeir að laga þetta hið fyrsta og þá verður nú gaman að lifa :o) Maður finnur það á stundum sem þessum hvað maður notar vatn fáránlega mikið!

Þannig er nú það ...