... Ellen kvartar og kveinar og finnst ég ekki standa mig nógu vel. Best ég reyni að bæta úr því :o)
Sumarið hefur liðið hratt og vel og eftir Látradvöl héldum við Íris vinkona í áframhaldandi ferðalag um vestfirði og norðurland. Við heimsóttum Bíldudal, litum við í Selárdal, komum við á Ísafirði, skelltum okkur á Snæfjallaströnd, stoppuðum aðeins á Blönduósi, tókum stöðuna á Siglufirði, áttum góða daga á Ólafsfirði, endurnýjuðum kynnin við gamla vinkonu á Dalvík, festum bílinn innst í Eyjafirðinum og kvöddumst svo á Akureyri. Frábær ferð hér eru fáeinar myndir úr ferðinni.

Arnarfjörðurinn skartaði sínu fegursta. Hér sést niður í Bíldudal.

Komin út í Selárdal og þar skoðuðum við listaverk Samúels Jónssonar, listamannsins með barnshjartað. ÁJ fannst þetta frekar flott.

Systkinin í yndislegum garði á Bíldudal.

Fundum þessa heitu uppsprettu í Reykjafirði.

Dynjandi í öllu sínu veldi.

Pínu blautt þarna uppi við fossinn.

Fallegt að horfa niður í Arnarfjörðinn.

ÁJ fræddi Írisi vinkonu sína um Jón Sigurðsson.

"Horfumst við í augu ..."

Taka sig vel út í predikunarstólnum í kirkjunni á Hrafnseyri.

Kristjana hélt varla vatni yfir öllum fallegu blómunum í Skrúð, fyrsta skrúðgarði landsins.

Komum við í Litla-Bæ í Skötufirði og fengum höfðinglegar móttökur þar.

Þar las drengurinn góðan kafla úr gamalli Biblíu.

Árni Jökull og Kaldalónsjökull á Snæfjallaströnd.

Horft heim að Unaðsdal á Snæfjallaströnd. Ótrúlega gaman að koma þarna.

Ég veit ekki um fallegra bæjarnafn á landinu.

Strákurinn við mynni Strákaganga.

Kristjana með Ólafsfjörð í baksýn.

Þrjár flottar vinkonur frá Svíþjóðartímabilinu.
Greinilega skemmtilegt ferðalag!!!
Síðan þá höfum við tekið á móti góðum gestum, ég tók að mér að vera sumarbúðastjóri á Eiðum einn flokk og hafði mikið gaman af því. Fór ein 15 ár aftur í tímann og rifjaði upp gamla takta sem voru svo sannarlega enn til staðar. Hver veit nema maður skelli sér einhvern tíma aftur í búðirnar.
Aðra helgi er stefnan svo sett á Hornafjörð, amma gamla verður níræð og ætlar fólkið að safnast saman á Hala í Suðursveit og eiga saman góðan dag þar. Hlakka mikið til að hitta Ellen og alla hina :o)
Nóg komið í bili .... meira síðar ....