31. desember 2008

Gamlárs ...

Brjálað stuð í timburhúsinu :o)








25. desember 2008

Jólin

Jólin hafa verið notaleg hér í timburhúsinu. Við vorum heldur betur föst í hefðunum í gær og borðuðum svínahamborgarhrygg með frekar venjulegu meðlæti. Þetta bragðaðist vel og rann ljúflega niður. Hangiketið er svo á leið á borðið núna svo það er óhætt að segja að nýjungar eru ekki prófaðar hér þessi jólin. Börnin njóta sín vel, sæt og fín að vanda.


Hér eru feðginin við matarborðið.


Katrín litla beið spennt eftir að mega opna pakkana og steig nokkur dansspor á meðan.


Kristjana fékk nýja úlpu í jólagjöf.


Katrín fékk óskabókina frá systur sinni.


Litli "biskupinn" með jólagjafirnar frá systrum sínum á sér.


Í dag komu svo Eskfirðingarnir í heimsókn og hér eru frænkurnar þrjár ...


... og hér frændurnir.


Njótið svo jólanna áfram og ég læt heyra frá mér við tækifæri.

21. desember 2008

Um síðustu helgi ...

... fóru þau hin í jólatrésleiðangur hér yfir skurðinn fyrir sunnan hús. Ég var nú ekki alveg viss um að ég gæti treyst þeim til að velja "rétta" tréð en það gekk furðu vel hjá þeim. Allavega var ákveðið að nota tréð og stendur það nú skreytt og fínt í stofunni.


Hér er bóndinn búinn að fella tréð og heldur heim á leið með gripinn.


Og daman tilbúin til að fara að skreyta.
Mynd af herlegheitunum síðar.

19. desember 2008

Jólabörn


Vinirnir Árni Jökull og Margrét María á jólaballi á Eiðum fyrr í dag.

8. desember 2008

Loksins færsla ...

Vá hvað ég er löt að skrifa hér inn núna. Það hlýtur að lagast með hækkandi sól ... eða við skulum a.m.k. segja það.

Helgin var yndisleg, Systa mágkona kom til okkar á föstudag og mikið var gaman að hitta hana aftur eftir 6 ár. Það var mikið spjallað um allt og ekkert, hlustuðum á íslensk jólalög (hún var í kasti yfir Ladda og keypti diskinn til að fara með út), fórum á Eskifjörð á Frostrósartónleikana og áttum góða stund þar. Jónína systurdóttir mín söng þar með barnakór og var sæt og fín.

Systa fékk svo að velja sunnudagsmatinn og hvað haldiði ... steiktar kjötbollur með kartöflum, brúnni sósu og rabarbarasultu! Eitthvað sem ekki er hægt að fá í Ameríkunni. Frábær sunnudagsmatur ...

Hún flaug svo frá okkur í morgun og fer út á morgun, þriðjudag.

Vinnan skemmtileg í dag, vantaði reyndar mótleikarann en allt gekk vel. Svo vel að við gersamlega gleymdum tímanum og það þurfti að sækja okkur inn í stofu þegar tvær mínútur voru í brottför rútunnar. Svona er nú gaman í 1. bekk á Eiðum!