30. nóvember 2008

Jólaljós :o)


28. nóvember 2008

Einn gamall ...

... frá syninum þegar hann var ca 3 ára.

Ég: Manstu hvað langafi heitir?

Hann: Já, Gísli.

Ég: En langamma?

Hann: Uuuuuuu ....... Gjásla!!!


27. nóvember 2008

Nenni þessu ekki ...

... kannski á morgun ...

19. nóvember 2008

Mmmmmmm....

Súkkulaðihúðaðar döðlur eru gómsætar!

16. nóvember 2008

Snjór






13. nóvember 2008

Tilhlökkun

Ég fékk frábærar fréttir áðan. Systa, mágkona mín, búsett í Ameríkunni ætlar að koma og heimsækja okkur í byrjun desember. Mikið hlakka ég ofboðslega mikið til að hitta hana. Hef ekki hitt hana síðan í maí 2002. Mér líður eins og lítilli stelpu ... ég hlakka svo til!!!

10. nóvember 2008

Góð lesning

Heyrði litla sögu um helgina sem ég heyrði fyrst fyrir löngu síðan. Fékk þessa sömu sögu svo senda til mín í tölvupósti frá góðri konu. Ákvað vegna þess hve góð sagan er að birta hana hér fyrir ykkur að lesa.

Helgur maður var í viðræðum við Guð og sagði: Guð, mig langar að vita hver munurinn er á himni og helvíti.
Við svo búið fór Guð með manninn að tvennum dyrum. Hann opnaði aðrar þeirra og hinn helgi maður leit inn.
Í miðju herbergisins var stórt hringlaga borð. Á miðju borðsins var stór pottur með pottrétti sem ilmaði svo vel að hinn helgi maður fékk vatn í munninn. Fólkið sem sat við borðið var horað og veiklulegt. Það leit út fyrir að vera að svelta í hel. Fólkið hélt að skeiðum með löngu handfangi og hendur þeirra voru bundnar við stólana en þó gátu þau veitt matinn upp úr pottinum með skeiðinni.
En þar sem handföngin á skeiðunum voru lengri en hendur þeirra þá gátu þau ekki komið matnum úr skeiðinni upp í sig.
Hinn helgi maður varð undrandi á þeirri eymd og þjáningu sem við honum blasti. Guð sagði, 'Þú hefur nú séð inn í helvíti.'
Síðan fóru þeir að næstu hurð og opnuðu hana. Við blasti sama sjón og í fyrra herberginu. Stórt hringlaga borð með stórum potti fullum af pottrétti sem einnig varð til þess að hinn heilagi maður fékk vatn í munninn. Fólkið hafði sama búnað, þ.e. skeiðar með löngu handfangi. Munurinn var hins vegar sá að þetta fólk var vel haldið, kátt, hresst og talaði saman.
Þetta sagðist hinn helgi maður ekki skilja.
Þetta er einfalt, sagði Guð. En þetta krefst eins hæfileika. Eins og þú sérð þá hefur þetta fólk lært að mata hvert annað á meðan hinir gráðugu hugsa eingöngu um sjálfan sig.

4. nóvember 2008

Life goes on ...

Við erum nokkuð góð hér í sveitinni. Ísskápurinn fór reyndar yfir um um daginn svo við fengum nýjan í dag. Alltaf gaman að eignast eitthvað nýtt, líka ísskáp :o)
Börnin í góðu formi, læt fylgja með myndir af þeim ÖLLUM, já Védís, líka af stelpunum!


Skvísupæjan!


Lestrarhesturinn!


Puttaprjóna-meistarinn!

3. nóvember 2008

Ekki góðar fréttir í Austurglugganum í dag ...

Malarvinnslan á barmi gjaldþrots!

Þetta gerir mig leiða.

Skandall ...

... mér dettur bara ekkert í hug þessa dagana til að setja hér inn.

Alveg tóm.

Vildi bara láta ykkur vita af því!