26. október 2008

Dugnaðarforkur


Drengurinn málaði herbergið sitt í dag, fékk reyndar smáaðstoð frá pabba sínum :o)

21. október 2008

Klára ...

... það er svo magnað hvað er erfitt að klára!

En ... smiðurinn kemur á morgun til að KLÁRA!!!

Klára frágang á eldhúsinnréttingu, klára frágang við hurðir og þröskulda, klára, klára, klára :o)
Svo ætlar hann líka að setja sólbekki í stofuna og síðast en ekki síst ... GERA HÚSIÐ MÚSHELT ... er það ekki snilld?

Var að taka til í dag og fann disk með myndum sem teknar voru af börnunum mínum sumarið 2006. Hér er ein ...



Nóg í bili!

18. október 2008

Helgi

Það er nú meira hvað þessar vikur líða hratt, mér finnst bara alltaf vera helgi. Mér leiðast þær nú svo sem ekki :o)
Þessi helgi mun fara í rólegheit held ég, karlinn ætlar að elda indverskt í kvöld og kannski fáum við gesti í mat.

Set til gamans inn samtal sem átti sér stað í skólanum í vikunni milli ónefnds drengs og starfsmanns:

- Viltu hjálpa mér í úlpuna og skóna og húfuna og bara öll fötin?
- Nei, nei, þú getur alveg klætt þig sjálfur.
- Uuuuuuuu, mér finnst að konur EIGI að gera svona hluti!

Þar hafið þið það!

14. október 2008

...

Reykjavíkurferðin var góð, hittum skemmtilega vini og fjölskyldumeðlimi og áttum góðar stundir með þeim.

Gott að vera komin heim. Allir kátir á heimilinu.

Vinnan í góðum gír, krakkarnir dásamlegir og allt gengur vel.

Allt svo gott ..... hjá mér! Um það fjallar þessi færsla.

Í lokin er hér mynd af "strákunum mínum".


8. október 2008

Slöpp ...

... í blogginu þessa dagana, en sennilega þykir mér fátt fréttnæmt gerast þessa dagana. Átti þó gott og uppbyggilegt spjall í gær, bæði við frænku búsetta í fjarlægi landi og vinkonu og fyrrum samstarfskonu búsetta í Reykjavík. Alltaf gott og gaman að spjalla við gott fólk.
Fjölskyldan á leið suður á morgun (ef veður leyfir). Eitt og annað sem á að gera þar, mismerkilegt þó. Mér finnst alltaf gaman að fara suður en finnst alltaf hálfdapurlegt að geta ekki hitt alla sem mig langar til sökum tímaskorts. En svona er það bara.
Læt heyra frá mér eftir helgina ...

4. október 2008

Laugardagur til lukku ...

... segja fróðir menn.

Þessi laugardagur hefur verið notalegur.
Fjölskyldan öll heima auk vinkonu annarrar dótturinnar. Þær bökuðu kökur og brauð og buðu upp á það í nónhressingu. Það hitti heldur betur í mark.
Við hjónin tókum smá skurk í tiltekt.
Vann aðeins í dag (bara svona af því ég vinn aldrei um helgar og tek enn síður vinnuna með mér heim).
Ætla svo að halda áfram að njóta fjölskyldulífsins á morgun.
Tökum kannski til í geymslunni ... hendum kannski einhverju!!!

2. október 2008

Vetur ...

Er haustið bara búið og veturinn tekinn við? Það hefur a.m.k. verið býsna kalt í dag.
Rifjaði upp gamlan leik í dag með börnunum í 1. bekk á Eiðum. Munið þið eftir að hafa sönglað í eina tíð "Tína ber, tína ber, skessan er ekki heima..." Alger snilld. Börnunum fannst þetta ótrúlega skemmtilegur leikur. Það þarf ekki að vera mikið og merkilegt!