30. september 2008

Upprennandi ...



Hann er flottur flautustrákurinn minn :o)

29. september 2008

Haust ...

Haustið er svo sannarlega mætt á svæðið. Mér finnst alltaf gaman á haustin. Litirnir eru fallegir og það er eitthvað sérstakt við haustið finnst mér. Ég kann vel við rútínuna sem er dottin á um þetta leyti árs og allt er komið í jafnvægi. Ég er nátttúrulega að vinna of mikið, ég veit ekki hvenær ég læri þetta nú, en það sem bjargar málunum er að mér finnst svo ógurlega gaman í vinnunni minni og gæti ekki hugsað mér að starfa við neitt annað. Börnin eru yndisleg og það er svo gaman að vera með þessum litlu mannverum sem eru að uppgötva svo margt og kenna mér svo margt í leiðinni.

Heimilislífið gengur sinn vanagang, karlinn kominn heim og það er nú munur að hafa hann hjá sér. Við ætlum að smella okkur í höfuðborgina eftir rúma viku, ýmis verkefni sem þarf að sinna þar og það hittist svo vel á að það er hægt að sameina þetta allt í eina ferð. Alltaf gaman að koma til Reykjavíkur og hitta ættingja og vini sem þar búa.

Ætla að skella mér í smá prógram þar sem ég þarf að skoða sjálfa mig og leita leiða til að komast út úr ákveðnum flækjum sem innra með mér búa. Ég held að ég komi bara til með að hafa gott af því. Nauðsynlegt að líta inn á við svona annað slagið að minnsta kosti.


Ein gömul af frúnni svona til gamans.
Mér reiknast svo til að hún sé tekin fyrir um 28 árum.

Læt þetta duga í bili ...

24. september 2008

Allt og ekkert ...

Helgin var fín, fór á kvennamót Íslensku Kristskirkjunnar, sem haldið var í Vindáshlíð í Kjós. Þar eyddi ég tíma í góðra vinkvenna hópi og meðtók mörg góð orð.

Vinnan tók svo aftur við þegar ég kom heim. Það er býsna gaman í vinnunni og mér finnst dæmið bara vera að ganga sæmilega vel upp. Auðvitað er margt sem mætti betur fara, en þar er bara við sjálfa mig að sakast. Ég get bætt mig og ætla mér að gera það. Samstarfskonan er frábær og það er svo mikil snilld að vera í gefandi samstarfi.

Börnin mín eru í ágætis málum, sú elsta er á milli þess að vera barn og unglingur og hún veit ekki alveg hvorumegin hún á að vera. Þetta gengur samt vel, hún er dugleg og hjálpsöm og stendur sig vel í skólanum. Yngri kvenkosturinn siglir sinn sjó eins og hún er vön, náði því þó um daginn að skella tannburstanum í augað á sér. Ég hef sennilega ekki sagt henni í tannburstakennslunni þarna um árið, að það sé best að halda burstanum í munninum. Drengurinn unir sér vel í skólanum, ánægður með það sem þar fer fram þó ég sjái nú vel að hann sýnir mikla prinsatakta og finnst að hann sé nafli alheimsins. Eitthvað klikkað hjá mér í uppeldinu. Læt fylgja hér með mynd af honum í "aksjón" en hann var svo heppinn að fá að taka með sér eina skólabók í dag og mátti vinna eina bls. í henni ef hann vildi.



Annað ekki í dag.

17. september 2008

Hann er tannlaus greyið ...


Já, fyrsta tönnin farin og drengurinn gleðst yfir því.

14. september 2008

Akureyrarferð

Skellti mér til Akureyrar um helgina með börnin. Íris kom líka með Anítu með sér. Við vorum búnar að panta okkur miða á Óvita og tilhlökkunin var gríðarleg hjá sumum. Við gátum þó ekki látið ógert að fara aftur á Mamma mia. Skemmtum okkur jafnvel í þetta skiptið og það fyrra. Snilldarmynd þar á ferðinni. Óvitar voru líka fínir, þó guttinn hafi fellt tár þegar "pabbarnir fóru að slást". Fannst þetta hræðilegt.


Hér eru börnin búin að dubba sig upp fyrir leikhúsferð.


Eftir leikhúsferð fórum við á Greifann í tilefni 39 ára afmælis Írisar. Mmmmmmmm ...


Katrín unglingur fékk pizzu á "Turtles-diski". Henni fannst það voða fyndið :o)


Kristjana fékk sér líka pizzu.


Aníta kjötkona fékk sér hins vegar lambasteik og var alsæl.


Árni Jökull var ánægður með sína pizzu.


Glaðar vinkonur.

Ég er alveg á útopnu í myndablogginu. Ætti kannski að reyna að hemja mig aðeins :o)

7. september 2008

Skemmtilegur dagur

Fór í Hornafjörðinn um helgina og eyddi tíma með móðurfjölskyldunni minni. Veðrið lék við okkur og nutum við samverunnar og veðurblíðunnar við leik og spjall.


Að sjálfsögðu var fáninn dreginn að hún í tilefni dagsins.


Erna sá um ratleikinn og hér má sjá sigurliðið.


Þau gömlu fylgdust með.


Ingibjörg og Bjössi kenndu sænskan dans og efndu til danskeppni. Tilþrifin voru stórkostleg.


Langamma með langömmustrák.


Fleiri langömmustrákar.


Gamla settið með afkvæmin sín.

1. september 2008

Jamm ...

... ekki sérlega dugleg að blogga þessa dagana.

Vinnan færist nær rútínu en þó er ákaflega langt í land enn. En það er gott á meðan hlutirnir stefna í rétta átt. Mér finnst þetta samt voða gaman og nýt hvers vinnudags í hópi skemmtilegra barna og samstarfsfólks.

Karlinn minn stakk af til Króatíu, búinn á því eftir erfiða vinnutörn í sumar og var því sendur úr landi. Hann saknar okkar samt voða mikið .... eins gott :o)

Ætla á Höfn um helgina, eyða helginni í faðmi stórfjölskyldunnar, en það er orðinn árlegur viðburður. Ég vil meina að móðurfjölskyldan mín sé ein sú skemmtilegasta um víðan heim og jafnvel þótt víðar væri leitað. Maður sleppir því ekki samkundu sem þessari.

Meira síðar ...