26. ágúst 2008

Skólastrákur


Litla barnið mitt er byrjað í skóla!

23. ágúst 2008

Ber


Fórum í bláberjamó í dag. Löbbuðum hér yfir veginn og fundum bara slatta af berjum. Það er munur að búa í berjalandi :o)


Drengurinn var uppveðraður yfir þessu en týndi aðallega upp í sig.


Flottir krakkar á heimleið.

22. ágúst 2008

Fyrsta vinnuvikan að baki

Það er gaman að byrja í vinnunni. Álagið hefur þó verið töluvert eins og venjulega á haustin þegar verið er að gera allt klárt áður en krakkarnir mæta svo. Ég prófaði svolítið nýtt í vikunni þegar ég, ásamt samstarfskonu minni, fór og sótti heim verðandi nemendur mína, heilsaði upp á þá og færði þeim ýmis gögn varðandi skólann og skólabyrjun. Þetta var gaman en líka lýjandi. Við bönkuðum upp á hjá 30 börnum og það tók dágóðan tíma. Ég á eftir að gera mér fyllilega grein fyrir því hvort þetta er eitthvað sem ég mun mæla með áfram, það þyrfti þó a.m.k. að skoða þessi mál mjög vel út frá greiðslu, álagi o.fl. Hins vegar er þetta flott dæmi fyrir nemendur og foreldra þeirra. Það er alltaf þannig ... kostir og gallar ... svo þarf að vega og meta.

En um helgina ætla ég að slappa af, eyða tíma með karli og börnum og safna kröftum fyrir næstu viku. Hlakka til hennar.

19. ágúst 2008

Svo sem ekkert ...

Jæja, komin af stað í undirbúningsvinnu fyrir skólastarfið í vetur. Það er alltaf svo gaman að byrja aftur á haustin. Þegar ég hætti að upplifa það, þá fer ég að huga að því að hætta í kennslunni. Vonandi verður langt í það. En mikið er maður eitthvað þreyttur. Ég sat í gær eftir að ég kom heim og starði út í loftið. Mér sýnist allt stefna í það í dag líka. Ég þarf víst aðlögun eins og aðrir eftir langt og gott frí.

Annars er lítið af okkur að frétta, svo sem ekkert á döfinni hjá fjölskyldunni nema að komast í rútínu. Það fer allt að rúlla í næstu viku.

16. ágúst 2008

Helgarfrí

Já, það fyrsta á þessu skólaári. Sat ágætis námskeið fimmtudag og föstudag um skapandi skólastarf. Kannski maður verði bara meira skapandi en áður í vetur ... hver veit :o)

Annars er lítið markvert, mér finnst ég þó reglulega minnt á það hve þakklátri mér ber að vera fyrir heilsu mína og minna nánustu. Allt of margir í kringum mig hafa á síðustu árum verið að veikjast af alvarlegum sjúkdómum og nú síðast í dag átti ég spjall við góðvin okkar hjóna, en konan hans liggur nú þungt haldin vegna krabbameins. Ég viðurkenni það fúslega að svonalagað fær töluvert á mig og fær mig til að hugsa um stöðuna eins og hún er hjá mér í dag.
  • Í hvað ætla ég að nota lífið mitt?
  • Hvenær get ég átt von á því að vera kippt svona úr þessu daglega amstri?
  • Ætla ég bara að halda áfram að slá því sem mér ber að gera á frest, því að svona nokkuð kemur ekki fyrir mig eða mína fjölskyldu?
Yfir og út í bili ...

13. ágúst 2008

Sælan á enda ...

... en þá tekur bara annars konar sæla við. Námskeið á morgun og föstudag og svo harkið í næstu viku. Ég hlakka mikið til að takast á við verkefni vetrarins.

Fór í dag og notaði gjafabréf sem ég fékk í afmælisgjöf frá vinkonum og samstarfskonum. Keypti mér forláta stígvél, íslensk hönnun úr kálfsleðri og laxaroði. Já, mín var bara "kúl á´ðí" í dag :o)



Kveðjur frá stígvélaða kettinum

11. ágúst 2008

Lestrarhestur

... og vílar ekki fyrir sér lestur á engilsaxnesku :o)

8. ágúst 2008

Afmælisstrákur


Hann á afmæli í dag ...

Litli strákurinn minn er orðinn 6 ára!

7. ágúst 2008

Jökladagur

Við skelltum okkur í smá ferð í gær, brunuðum vestur að Jökulsárlóni og sigldum á lóninu. Ég tók stelpurnar með mér ásamt þeim hollensku sem hér hafa unnið í sumar. Þetta var alger snilld og kannski skömm frá því að segja að ég hef ekki prófað þetta fyrr.


Stelpurnar horfðu hugfangnar á ísjakana allt í kring.


Þær fengu svo að handleika einn 1000-1500 ára gamlan og smökkuðu hann m.a.s. líka.


Þetta er bara fallegt!


Komnar niður að sjó við ósa jökulsárinnar.


Flottar systur.


Kíktum á jöklasýninguna á Höfn ...


... og enduðum svo á Humarhöfninni. Alger veisla sem við mælum allar með.