Við systur gerðum góða austurferð um daginn og komum við á Akureyri á leiðinni. Þar dvöldum við í glæsilegum bústað og nutum svo sannarlega verunnar nyrðra. Við vorum ekki bara tvær á ferð, leyfðum börnunum, a.m.k. sumum þeirra, að vera með okkur. Katrín varð eftir í Reykjavík hjá vinkonu sinni og kemur heim í næsta mánuði :o)
Hér eru yngri börnin mín tvö í miðbæ Akureyrar.
Árni Jökull gæðir sér á ísköldu vatni í Kjarnaskógi.
Lilja Rós frænka hans horfir hugfangin á.
Við systur lékum listir okkar eins og okkur einum er lagið.
Védís sýndi mikið hugrekki þegar hún klifraði upp þar til gerðan staur ...
... og ekki var hugrekkið minna hér þegar gamlir taktar voru rifjaðir upp.
Lofthræðslan var ögn meiri þarna en fyrir 30 árum ...