Bókaði þennan bústað í nokkra daga í júlí. Hann er staðsettur á Höfnum á Skaga, u.þ.b. 30 km fyrir norðan Skagaströnd, eiginlega alveg nyrst á Skaganum.
Mér skilst að þetta sé ákaflega fallegt svæði, stuðlaberg í nágrenninu og selir ekki langt í burtu.
Mikið hlakka ég til að eyða nokkrum dögum með börnunum mínum, öðrum börnum og góðri vinkonu, fjarri daglegu amstri (þ.e.a.s. þessu venjulega amstri).