31. maí 2008

Skvísan mín ...

... varð "þrett-táningur" fyrr í mánuðinum.


Hér situr hún í sófanum sem hún fékk frá foreldrunum. Hún er alsæl með hann og finnst herbergið mun flottara fyrir vikið :o)


27. maí 2008

Enn er blíða

Alveg frábært að fá svona gott veður dag eftir dag. Hér eru menn farnir að dökkna aðeins og sumir hafa roðnað allverulega. Guttinn spáir í það annað slagið hvort hann sé ekki alveg að verða svertingi.
Styttist óðfluga í sumarfrí ... langþráð ... leikskólaútskrift á morgun við hátíðlega athöfn í Tjarnargarðinum. 
Prófin senn á enda hjá dætrunum, sú yngri fer í píanópróf á morgun og ætlar að slá í gegn, að eigin sögn. Um að gera að setja sér háleit markmið :o)

25. maí 2008

Yndislegur dagur

Veðrið lék svo sannarlega við okkur í dag eins og sjá má á eftirfarandi myndum af börnunum.



Bæ í bili ...

19. maí 2008

Bara tvær ...

Ákvað að henda inn tveim myndum frá helginni.

Úti að leika.


Hluti veislugesta í sínu fínasta pússi!

Já ...

... ég er bara mjög ánægð með hvernig til tókst um helgina.

Hingað komu 35 konur úr öllum áttum, á öllum aldri og skemmti ég mér vel með þeim öllum.

Mikið borðað, enn meira hlegið og um margt talað.

Er þreytt eftir öll ósköpin og skrifa því meira síðar.

14. maí 2008

Miðvikudagur


Tíminn líður hratt á gervihnattaöld
...
... sagði skáldið svo eftirminnilega hér um árið. Ég er alveg sammála. Tíminn flýgur áfram. Maí hálfnaður og styttist í sumarfrí. Ég hlakka til að komast í frí. Er alveg að verða búin að fá nóg. Sumarfríið í ár fer í að njóta þess að vera til, eyða tíma með börnunum (karlinn verður á fullu í vinnu svo ég eyði ekki miklum tíma með honum að þessu sinni), fara í ferðalög og bara hafa gaman. Ekki vinna eins og síðasta sumar. Það skilaði þreyttri konu í kennslu sl. haust. Ekki gott. Nóg að vera í einni vinnu og nota sumarfrí og önnur frí í hvíld og að safna orku fyrir næsta tímabil. Ég er búin að læra það núna.

Annars allt gott ... undirbúningur á fullu fyrir helgina góðu ... fyrstu konur mæta til mín um hádegi á föstudag og svo tínast þær hver af annarri til mín fram á laugardag. Ó hvað ég hlakka til.

Meira síðar ...

P.S. Það styttist í tólfþúsundasta gestinn ... Íris, verður það þú???

10. maí 2008

Göngutúr



Við mæðgur fórum í góðan göngutúr í dag og nutum samverunnar og umhverfisins.

9. maí 2008

Skólaheimsókn

Í dag tókum við á móti verðandi 1. bekkingum í vorskólaheimsókn. Börnin voru yndisleg og gaman að sjá þau og fylgjast með þeim vinna þau verkefni sem við lögðum fyrir þau. Ég verð nú að játa það að ég var heldur þreyttari eftir þennan dag en aðra skóladaga, enda var athyglin 100% allan tímann. Það er aðeins öðruvísi að þekkja nemendur sína og vita svona nokkurn veginn hvar maður hefur þá eða að vera með alveg nýjan efnivið í höndunum sem maður þekkir ekki neitt. Ég sá þó hvaða árangri ég hef náð með börnin sem ég er að kenna núna og er búin að vera með sl. 3 ár eða síðan þau voru 6 ára. 

Hér er ein mynd af syninum og vini hans, hugsi yfir verkefni. Sonurinn er í hópi þeirra barna sem hefja munu skólagöngu í Grunnskóla Egilsstaða og Eiða á komandi hausti.


7. maí 2008

Sólin skín ...

... og börnin leika sér úti í snú snú og fleiri vorlegum leikjum.
Haldið þið að vorið sé komið?
Ekki ég ... það á a.m.k. að vera slydda hér og kuldi um helgina.
Kannski maður flytji bara af landi brott ...

6. maí 2008

... ekkert ...

Ég veit ekki um hvað ég á að skrifa svo ég held ég sleppi því bara :o)

3. maí 2008

Ég elska blóm ...


Fólkið mitt kom færandi hendi heim í dag með þessa líka fallegu bleiku túlípana.
Ég elska svona "móment".

1. maí 2008

Bústaður

Bókaði þennan bústað í nokkra daga í júlí. Hann er staðsettur á Höfnum á Skaga, u.þ.b. 30 km fyrir norðan Skagaströnd, eiginlega alveg nyrst á Skaganum.
Mér skilst að þetta sé ákaflega fallegt svæði, stuðlaberg í nágrenninu og selir ekki langt í burtu.
Mikið hlakka ég til að eyða nokkrum dögum með börnunum mínum, öðrum börnum og góðri vinkonu, fjarri daglegu amstri (þ.e.a.s. þessu venjulega amstri).