29. apríl 2008

Pælingar ...

Feðgar voru staddir í kælinum í Bónus í gær og þar voru eins og svo oft áður þó nokkrir viðskiptavinir og starfsmenn.  Eftirfarandi örsamtal átti sér stað en til gamans má nefna að drengnum lá mjög hátt rómur í þetta skiptið.

"Pabbi"

"Já"

"Ef þú kyssir mig, þá ertu hommi ..."


Pabbinn dreif sig út úr kælinum með drenginn án þess að líta í kringum sig.

27. apríl 2008

Fimleikar


Langaði að henda nokkrum myndum inn af guttanum í fimleikatíma í gærmorgun. Honum finnst þetta ógurlega skemmtilegt og finnst hann agalega góður í þessu. Látum myndirnar tala sínu máli ...













Over and out ...

24. apríl 2008

Gleðilegt sumar ...

... og takk fyrir veturinn!

Farin út ...

20. apríl 2008

Fótboltastjarna

Dömurnar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Fjarðaálsmótið í dag.


Daman er frekar ánægð með sig og sitt fyrsta gull :o)


Ætli þetta sé ekta???

17. apríl 2008

Just Give Me Jesus

Þetta einfalda lag snertir eitthvað svo við mér.

Home alone

Já, í fyrsta skipti í tæp 13 ár er ég alein heima og verð það til morguns en þá er stefnan sett á Akureyri ásamt nokkrum öðrum kennslukonum.
Bjartur smellti sér til Reykjavíkur áðan með börnin. Læknastúss og tannréttingar.

15. apríl 2008

Flottur afi!!!



Hann afi minn er langflottasti karlinn sem ég þekki. 
Sá þessa mynd og tengil á síðu hjá Heiðdísi frænku og ákvað að stela hugmyndinni hennar og setja þetta hér. Endilega smellið hér og lesið um þann gamla flotta!

13. apríl 2008

Gæðatími


Strákastund ... sögulestur og um leið hlusta þeir á Gosa.


Stelpustund ... saumað út og te í bollum.

12. apríl 2008

Matseðillinn ...

Nautasteik í gær ...
Cocoa puffs í kvöld ...

11. apríl 2008

Mig langar suður um helgina!

6. apríl 2008

Góð ferð

Mikið var dásamlegt að skreppa "heim á Höfn" um helgina. Svo gaman að hitta ömmu og afa, drengurinn var búinn að velta því fyrir sér hvort þau gömlu væru með gervitennur og vildi fá að vita hvort langamma geymdi þær í vatnsglasi. Ég sagði honum bara að spyrja hana. Hann kom nú ekki með mér í fyrstu heimsóknina en sagði ömmu frá þessum hugleiðingum hans. Í morgun þegar við komum til þeirra var sú gamla ekki enn komin á lappir og var ekki búin að koma hjálpartækjunum á sinn stað og segir við ÁJ að hún ætli aðeins inn á bað og "gera svolítið". Hún lokaði ekki að sér og þið getið ímyndað ykkur svipinn á drengnum þegar hann horfði á langömmu sínu koma tönnunum á sinn stað.


Við skruppum upp í Lón og fengum okkur frískt loft þar. Alltaf svo gaman að leika þar í grjótinu.


Við keyrðum líka út á austurfjörur og heilsuðum upp á  sjóinn í fjöruborðinu. Sumir gleymdu sér alveg.

Eftir situr að góð ferð er að baki, gaman að hitta frændfólkið og rifja upp gamla, góða tíma síðan ég var á aldur við dæturnar. Það er bráðnauðsynlegt ... a.m.k. svona stundum.
Það er líka gott að koma heim.


4. apríl 2008

Ferðalag

Komin á æskuslóðirnar. Við yngri systurnar tvær ákváðum að hittast um helgina hér á Höfn í Hornafirði. Keyrði því með krakkana suður á bóginn eftir vinnu í dag og urðu heldur betur fagnaðarfundir þegar frændsystkinin, Árni Jökull og Lilja Rós hittust. Hitti Svanfríði frænku og strákana hennar tvo í dag. Gaman að hitta hana en hún býr í Amríkunni stóru, langt, langt í burtu. Kíkum svo til ömmu og afa á morgun og eitthvað fleira skyldfólk. Nóg er víst af því hér.

1. apríl 2008

Ég elska gamlar myndir



Þarna sitjum við systurnar spekingslegar yfir bókunum.
Mamma saumaði kjólana.


Alltaf svo miklar vinkonur.


Uppi í Lóni á góðviðrisdegi.


Geggjaðar stuttbuxur. Þær voru bláar með gulum blómum, úr flaueli!
Mamma saumaði þær.


Flott í eldhúskróknum á Vesturbrautinni.


Sætar frænkur, Álfheiður, Elfa og Álfheiður.


Systurnar á Vesturbrautinni. 
Skógurinn í baksýn var veggfóðrið í stofunni.
Mamma saumaði samfestingana.


Á fermingardaginn.
Mamma saumaði fermingarfötin.


Með ömmu og afa á útskriftardaginn.
Ég saumaði dressið mitt sjálf.

Vonandi höfðuð þið jafngaman að og ég :o)