28. mars 2008

Dagur tvö og þrjú ...

... eru búnir og gengu vel fyrir sig líka. Þetta er svo gaman.

Helgi framundan, Kristjana ætlar að halda bekkjarstelpuafmæli svo nú er um að gera að baka eitthvað stelpulegt og gott. 

Hugmyndir???

26. mars 2008

Dagur eitt ...

... gekk vel.
Allir fóru glaðir heim úr skólanum í dag.
Mitt mottó er að taka einn dag í einu.

25. mars 2008

Sælan á enda ...

... ja, eða að byrja aftur.
Ég hlakka nú bara til að byrja aftur á morgun, fæ nýjan nemanda, smá ögrun og það er af hinu góða. Ef allt gengur of smurt fyrir sig þá verður þetta leiðigjarnt a.m.k. til lengdar.
Sjáum til hvernig morgundagurinn gengur fyrir sig. 
Læt vita ...

24. mars 2008

Letidagur

Tæplega helmingur fjölskyldumeðlima hefur ekki enn komið sér á fætur og er því enn á náttfötunum. Búið að horfa á þó nokkrar myndir+þætti, borða súkkulaði og fleira góðgæti.
Dásamlegt að hafa einn svona letidag þó ekki væri nema einu sinni á ári.

Nenni ekki að skrifa meira ...

23. mars 2008

Gleðilega páska!

Hér leituðu menn að páskaeggjum í morgun.



Kristjana leitaði m.a. í þvottavélinni ...


... Árni Jökull leitaði undir rúminu sínu ...



... og Katrín kíkti m.a. undir borð.



Allir fundu nú eggin sín að lokum og voru ánægðir með heimatilbúnu eggin :o)

21. mars 2008

Afmælisdagur



Litla stelpan mín er 11 ára í dag!

19. mars 2008

"Núna ertu hjá mé-é-ér ....... Nínaaaa"



Þessi strákur sem ég á er með taktana á hreinu og öll smáatriði ... líka "hausbandið" sem þarf að vera á sínum stað þegar maður syngur um Nínu!

18. mars 2008

Komin heim ...

... í heiðardalinn eftir góða ferð til Reykjavíkur. 

Smurbrauðið hjá Védísi á miðvikudagskvöld klikkaði ekki og gaman að hitta familíuna.

Aðalfundurinn var mjög svo áhugaverður, ég lærði ýmislegt, rakst á gamla vini og kynntist góðu fólki.

Matur hjá Ragga og Kíu á föstudagskvöld, alltaf svo gaman að eyða tíma með þessum góðu vinum.

Laugardagurinn fór í að versla aðeins inn í eldhúsið fína sem er óhætt að segja að sé algerlega IKEA-eldhús. Borðuðum hjá Sirrý og Gústa þá um kvöldið eftir að hafa hjálpað til að gera klárt fyrir fermingarveislu Mikaels.

Skemmtilegur sunnudagur þar sem drengurinn fermdist og frábær veisla á eftir. Pizza um kvöldið hjá Eddu og co og svo samkoma um kvöldið.

Augnlæknir á mánudag, komin með ný gleraugu :o)

Keyrðum svo heim eftir það. Stoppuðum á Höfn og hittum ömmu og afa og fleira gott fólk.

Þar hafið þið það.

11. mars 2008

Brjálað að gera í blogginu

Daman stóð sig frábærlega í upplestrarkeppninni og las mjög skýrt og áheyrilega. Ég er ákaflega stolt af henni. Frábær stelpa!



Hér eru vinkonurnar fjórar sem tóku þátt fyrir Egilsstaðaskóla.



Algerar skvísupæjur :o)

Án titils ...


Þið eruð nú aldeilis skemmtilegir lesendur, ég hló nú upphátt þegar ég las kommentið frá þér Adda mín :o)       Merkilegt hvað þessi komment skipta máli í bloggheimum. Gera þetta svo miklu meira lifandi og skemmtilegt aflestrar.

Sl. dagar hafa að mestu farið í upplestraræfingar þeirrar elstu en hún er einn af fjórum fulltrúum Egilsstaðaskóla sem keppa í úrslitakeppninni hér á svæðinu í dag. Hún les nú heldur hratt blessunin en sameiginleg niðurstaða okkar mæðgna er að hún skuli lesa "fáránlega hægt".  Að sjálfsögðu förum við Kristjana og mamma til að styðja okkar konu. Ég er ánægð með hana.

Skráði mig á ráðstefnu á Akureyri um miðjan apríl. Ráðstefnan hefur yfirskriftina Hjá öllum vakir þráin að birta öðrum hug sinn. Ég verð nú að segja að stundum finnst mér að yfirskriftin segi mér ekki um hvað ráðstefnur fjalli (það á svo sannarlega við í þessu tilviki) en kannski er ég bara svona hræðilega treg og einföld og skil bara ekki svona fín orð. Mér líst hins vegar vel á dagskrána og hlakka til að fara, hlusta á fín og flott erindi, taka þátt í málstofum og eyða góðum tíma með frábærum samstarfskonum mínum. Þær eru sko ekki af lakara taginu.

Flýg suður á morgun, ætla mér að sitja aðalfund Félags grunnskólakennara á fimmtudag og föstudag. Ætla að upplifa mig sem pínu fína frú, fæ að gista á hóteli og svona. Á föstudag kemur svo restin af fjölskyldunni og ætlum við að eyða helginni saman í borg óttans. Ætlum líka að gista á hóteli um helgina svo þetta verður lúxusferð. Gaman að leyfa sér slíkan munað einstaka sinnum. Kristjönu finnst æði að vera á hóteli, henni finnst skemmtilegast að fara í morgunmat.

Læt þetta duga í bili enda pistillinn með lengsta móti í dag ...

10. mars 2008

Til gamans ...

Your results:
You are Robin























Robin
57%
Spider-Man
55%
Hulk
55%
Superman
50%
Supergirl
45%
Green Lantern
40%
The Flash
35%
Wonder Woman
30%
Iron Man
30%
Catwoman
25%
Batman
15%
Young and acrobatic.
You don't mind stepping aside
to give someone else glory.


Click here to take the Superhero Personality Quiz

8. mars 2008

Staðan akkúrat núna ...

... er sem sagt svona!




Þetta er allt að koma.

5. mars 2008

Heima við í dag

Guttinn lasinn, búinn að vera það sl. tvo daga og ég hélt nú að þessu væri lokið í morgun. Ég fór því með hann í leikskólann en að sjálfsögðu var hringt í mig upp úr tíu og ég vinsamlegast beðin að sækja sjúkan dreng. Ég hlýddi því, við mæðginin fórum heim og njótum samverunnar hvort við annað í dag.

1. mars 2008

Eldhúsmál

Ákvað að leyfa ykkur að skyggnast inn í heimilislífið okkar.


Við hjónin fengum netta útrás við að rífa út gömlu ljótu innréttinguna sem hafði þó þjónað sínum tilgangi nokkurn veginn áfallalaust.


Unnar kom svo og dúndraði veggnum niður svo nú er eldhús, stofa og borðstofa eitt rými.


Allt orðið tómt.


Og svona er staðan núna ... á laugardagskveldi ...


... hinumegin.

Sæl að sinni!