29. febrúar 2008

Long time ...

Allt á fullu hjá okkur, eldhúsið farið og nýtt á leiðinni upp. Mikið er nú gaman að standa í smá breytingum. Fékk a.m.k. heilmikla útrás við að rífa það gamla út.

Eldri daman á leið á þorrablót skólans í kvöld, styrinn á milli okkar mæðgna stendur um það hvort megi mála sig eður ei fyrir svona uppákomur. Hún á ferlega leiðinlega mömmu.

Of rólegt í vinnunni núna, 8 börn fjarverandi af 17, hin tefla, spila Ólsen og leika í "kalló".

Until next time ...

23. febrúar 2008

Hahaha...


guttinn: Ég er orðinn svangur.

mamman: Þú lýgur því!

guttinn: Uhh, hvað er að lýga?

19. febrúar 2008

Meira frá London ...


Jæja, nokkrar fleiri myndir frá Londonferðinni okkar.



Að sjálfsögðu var farið í "Build a bear" og allir hrifust af því. Stelpurnar völdu sér báðar kanínur og Katrín klæddi sína í breskan skólabúning ... langaði reyndar mest til að fá sér einn slíkan handa sjálfri sér.



Kristjana var ekki mikið fyrir breska stílinn, en valdi samt eitthvað fallegt fyrir dýrið sitt.



Kristjana við einn af mörgun símaklefum sem á vegi okkar urðu. Þeir heilluðu dömurnar.



Mæðgur með heitt kakó.



Súkkulaðikaka er sameiginlegt áhugamál systranna. Þær fengu sér að sjálfsögðu eina slíka í borginni stóru.

Læt þetta duga að sinni. Hendi kannski inn fleiri myndum síðar.

13. febrúar 2008

Tjahh....

... ekki fór það vel ... margir nr. 10.000 ... lélegur teljari þykir mér ... en Svanfríður ... þú færð koss næst þegar ég hitti þig
 ... Helga, ég er að spá í að útbúa fyrir þig svona borða, eins og fegurðardrottningarnar fá ... hvernig líst þér á það?

Læt fylgja hér með myndir af Lundúnaförunum ... ef þið viljið sjá fleiri myndir að utan þá skuluð þið bara gera vart við ykkur með athugasemd. Ég gæti þá jafnvel orðið við því á góðum degi.






Óver end át ...

11. febrúar 2008

WHO???

Jæja, það styttist í tíuþúsundasta gestinn.
Láttu mig endilega vita hver þú ert ... aldrei að vita hvað gerist svo ...

6. febrúar 2008

Stutt ferðasaga

Jæja, við mæðgur erum komnar heim eftir vel heppnaða ferð til Lundúna. Við gerðum eitt og annað og það sem kannski skipti allra mestu máli var að við skemmtum okkur mjög vel og áttum góðan tíma saman. Held að þetta styrki bara mæðgnasambandið.

Set hér inn örfáar myndir af dömunum.



Þetta listaverk varð á vegi okkar í Kingston, en þar eyddum við góðum parti laugardagsins með Kiddý vinkonu okkar sem stundar nú nám þarna ytra. Að sjálfsögðu þurfti fólkið að sýna leikni sína og lipurð í klifri.



Við smelltum okkur í leikhús og sáum Lion King. Það var ógleymanleg upplifun. Dömunum fannst smart að leigja sér kíki og geta þannig fylgst betur með.



Neðanjarðarlestarkerfið vakti athygli, þó sérstaklega Kristjönu sem fannst það sérlega vel skipulagt og hún velti því fyrir sér hvort þetta gæti verið sniðugur kostur fyrir hana Reykjavík!



Við fórum í London Eye og nutum útsýnisins yfir borgina úr 135 metra hæð. Alger snilld.



Að sjálfsögðu var svo komið við á Oxford Street og verslað aðeins ... en bara pínu ...

Eftir stendur að ferðin var góð og allir komu sáttir heim. Nú er bara að plana næstu ferð. Viljið þið koma með???