31. desember 2008

Gamlárs ...

Brjálað stuð í timburhúsinu :o)








25. desember 2008

Jólin

Jólin hafa verið notaleg hér í timburhúsinu. Við vorum heldur betur föst í hefðunum í gær og borðuðum svínahamborgarhrygg með frekar venjulegu meðlæti. Þetta bragðaðist vel og rann ljúflega niður. Hangiketið er svo á leið á borðið núna svo það er óhætt að segja að nýjungar eru ekki prófaðar hér þessi jólin. Börnin njóta sín vel, sæt og fín að vanda.


Hér eru feðginin við matarborðið.


Katrín litla beið spennt eftir að mega opna pakkana og steig nokkur dansspor á meðan.


Kristjana fékk nýja úlpu í jólagjöf.


Katrín fékk óskabókina frá systur sinni.


Litli "biskupinn" með jólagjafirnar frá systrum sínum á sér.


Í dag komu svo Eskfirðingarnir í heimsókn og hér eru frænkurnar þrjár ...


... og hér frændurnir.


Njótið svo jólanna áfram og ég læt heyra frá mér við tækifæri.

21. desember 2008

Um síðustu helgi ...

... fóru þau hin í jólatrésleiðangur hér yfir skurðinn fyrir sunnan hús. Ég var nú ekki alveg viss um að ég gæti treyst þeim til að velja "rétta" tréð en það gekk furðu vel hjá þeim. Allavega var ákveðið að nota tréð og stendur það nú skreytt og fínt í stofunni.


Hér er bóndinn búinn að fella tréð og heldur heim á leið með gripinn.


Og daman tilbúin til að fara að skreyta.
Mynd af herlegheitunum síðar.

19. desember 2008

Jólabörn


Vinirnir Árni Jökull og Margrét María á jólaballi á Eiðum fyrr í dag.

8. desember 2008

Loksins færsla ...

Vá hvað ég er löt að skrifa hér inn núna. Það hlýtur að lagast með hækkandi sól ... eða við skulum a.m.k. segja það.

Helgin var yndisleg, Systa mágkona kom til okkar á föstudag og mikið var gaman að hitta hana aftur eftir 6 ár. Það var mikið spjallað um allt og ekkert, hlustuðum á íslensk jólalög (hún var í kasti yfir Ladda og keypti diskinn til að fara með út), fórum á Eskifjörð á Frostrósartónleikana og áttum góða stund þar. Jónína systurdóttir mín söng þar með barnakór og var sæt og fín.

Systa fékk svo að velja sunnudagsmatinn og hvað haldiði ... steiktar kjötbollur með kartöflum, brúnni sósu og rabarbarasultu! Eitthvað sem ekki er hægt að fá í Ameríkunni. Frábær sunnudagsmatur ...

Hún flaug svo frá okkur í morgun og fer út á morgun, þriðjudag.

Vinnan skemmtileg í dag, vantaði reyndar mótleikarann en allt gekk vel. Svo vel að við gersamlega gleymdum tímanum og það þurfti að sækja okkur inn í stofu þegar tvær mínútur voru í brottför rútunnar. Svona er nú gaman í 1. bekk á Eiðum!

30. nóvember 2008

Jólaljós :o)


28. nóvember 2008

Einn gamall ...

... frá syninum þegar hann var ca 3 ára.

Ég: Manstu hvað langafi heitir?

Hann: Já, Gísli.

Ég: En langamma?

Hann: Uuuuuuu ....... Gjásla!!!


27. nóvember 2008

Nenni þessu ekki ...

... kannski á morgun ...

19. nóvember 2008

Mmmmmmm....

Súkkulaðihúðaðar döðlur eru gómsætar!

16. nóvember 2008

Snjór






13. nóvember 2008

Tilhlökkun

Ég fékk frábærar fréttir áðan. Systa, mágkona mín, búsett í Ameríkunni ætlar að koma og heimsækja okkur í byrjun desember. Mikið hlakka ég ofboðslega mikið til að hitta hana. Hef ekki hitt hana síðan í maí 2002. Mér líður eins og lítilli stelpu ... ég hlakka svo til!!!

10. nóvember 2008

Góð lesning

Heyrði litla sögu um helgina sem ég heyrði fyrst fyrir löngu síðan. Fékk þessa sömu sögu svo senda til mín í tölvupósti frá góðri konu. Ákvað vegna þess hve góð sagan er að birta hana hér fyrir ykkur að lesa.

Helgur maður var í viðræðum við Guð og sagði: Guð, mig langar að vita hver munurinn er á himni og helvíti.
Við svo búið fór Guð með manninn að tvennum dyrum. Hann opnaði aðrar þeirra og hinn helgi maður leit inn.
Í miðju herbergisins var stórt hringlaga borð. Á miðju borðsins var stór pottur með pottrétti sem ilmaði svo vel að hinn helgi maður fékk vatn í munninn. Fólkið sem sat við borðið var horað og veiklulegt. Það leit út fyrir að vera að svelta í hel. Fólkið hélt að skeiðum með löngu handfangi og hendur þeirra voru bundnar við stólana en þó gátu þau veitt matinn upp úr pottinum með skeiðinni.
En þar sem handföngin á skeiðunum voru lengri en hendur þeirra þá gátu þau ekki komið matnum úr skeiðinni upp í sig.
Hinn helgi maður varð undrandi á þeirri eymd og þjáningu sem við honum blasti. Guð sagði, 'Þú hefur nú séð inn í helvíti.'
Síðan fóru þeir að næstu hurð og opnuðu hana. Við blasti sama sjón og í fyrra herberginu. Stórt hringlaga borð með stórum potti fullum af pottrétti sem einnig varð til þess að hinn heilagi maður fékk vatn í munninn. Fólkið hafði sama búnað, þ.e. skeiðar með löngu handfangi. Munurinn var hins vegar sá að þetta fólk var vel haldið, kátt, hresst og talaði saman.
Þetta sagðist hinn helgi maður ekki skilja.
Þetta er einfalt, sagði Guð. En þetta krefst eins hæfileika. Eins og þú sérð þá hefur þetta fólk lært að mata hvert annað á meðan hinir gráðugu hugsa eingöngu um sjálfan sig.

4. nóvember 2008

Life goes on ...

Við erum nokkuð góð hér í sveitinni. Ísskápurinn fór reyndar yfir um um daginn svo við fengum nýjan í dag. Alltaf gaman að eignast eitthvað nýtt, líka ísskáp :o)
Börnin í góðu formi, læt fylgja með myndir af þeim ÖLLUM, já Védís, líka af stelpunum!


Skvísupæjan!


Lestrarhesturinn!


Puttaprjóna-meistarinn!

3. nóvember 2008

Ekki góðar fréttir í Austurglugganum í dag ...

Malarvinnslan á barmi gjaldþrots!

Þetta gerir mig leiða.

Skandall ...

... mér dettur bara ekkert í hug þessa dagana til að setja hér inn.

Alveg tóm.

Vildi bara láta ykkur vita af því!

26. október 2008

Dugnaðarforkur


Drengurinn málaði herbergið sitt í dag, fékk reyndar smáaðstoð frá pabba sínum :o)

21. október 2008

Klára ...

... það er svo magnað hvað er erfitt að klára!

En ... smiðurinn kemur á morgun til að KLÁRA!!!

Klára frágang á eldhúsinnréttingu, klára frágang við hurðir og þröskulda, klára, klára, klára :o)
Svo ætlar hann líka að setja sólbekki í stofuna og síðast en ekki síst ... GERA HÚSIÐ MÚSHELT ... er það ekki snilld?

Var að taka til í dag og fann disk með myndum sem teknar voru af börnunum mínum sumarið 2006. Hér er ein ...



Nóg í bili!

18. október 2008

Helgi

Það er nú meira hvað þessar vikur líða hratt, mér finnst bara alltaf vera helgi. Mér leiðast þær nú svo sem ekki :o)
Þessi helgi mun fara í rólegheit held ég, karlinn ætlar að elda indverskt í kvöld og kannski fáum við gesti í mat.

Set til gamans inn samtal sem átti sér stað í skólanum í vikunni milli ónefnds drengs og starfsmanns:

- Viltu hjálpa mér í úlpuna og skóna og húfuna og bara öll fötin?
- Nei, nei, þú getur alveg klætt þig sjálfur.
- Uuuuuuuu, mér finnst að konur EIGI að gera svona hluti!

Þar hafið þið það!

14. október 2008

...

Reykjavíkurferðin var góð, hittum skemmtilega vini og fjölskyldumeðlimi og áttum góðar stundir með þeim.

Gott að vera komin heim. Allir kátir á heimilinu.

Vinnan í góðum gír, krakkarnir dásamlegir og allt gengur vel.

Allt svo gott ..... hjá mér! Um það fjallar þessi færsla.

Í lokin er hér mynd af "strákunum mínum".


8. október 2008

Slöpp ...

... í blogginu þessa dagana, en sennilega þykir mér fátt fréttnæmt gerast þessa dagana. Átti þó gott og uppbyggilegt spjall í gær, bæði við frænku búsetta í fjarlægi landi og vinkonu og fyrrum samstarfskonu búsetta í Reykjavík. Alltaf gott og gaman að spjalla við gott fólk.
Fjölskyldan á leið suður á morgun (ef veður leyfir). Eitt og annað sem á að gera þar, mismerkilegt þó. Mér finnst alltaf gaman að fara suður en finnst alltaf hálfdapurlegt að geta ekki hitt alla sem mig langar til sökum tímaskorts. En svona er það bara.
Læt heyra frá mér eftir helgina ...

4. október 2008

Laugardagur til lukku ...

... segja fróðir menn.

Þessi laugardagur hefur verið notalegur.
Fjölskyldan öll heima auk vinkonu annarrar dótturinnar. Þær bökuðu kökur og brauð og buðu upp á það í nónhressingu. Það hitti heldur betur í mark.
Við hjónin tókum smá skurk í tiltekt.
Vann aðeins í dag (bara svona af því ég vinn aldrei um helgar og tek enn síður vinnuna með mér heim).
Ætla svo að halda áfram að njóta fjölskyldulífsins á morgun.
Tökum kannski til í geymslunni ... hendum kannski einhverju!!!

2. október 2008

Vetur ...

Er haustið bara búið og veturinn tekinn við? Það hefur a.m.k. verið býsna kalt í dag.
Rifjaði upp gamlan leik í dag með börnunum í 1. bekk á Eiðum. Munið þið eftir að hafa sönglað í eina tíð "Tína ber, tína ber, skessan er ekki heima..." Alger snilld. Börnunum fannst þetta ótrúlega skemmtilegur leikur. Það þarf ekki að vera mikið og merkilegt!

30. september 2008

Upprennandi ...



Hann er flottur flautustrákurinn minn :o)

29. september 2008

Haust ...

Haustið er svo sannarlega mætt á svæðið. Mér finnst alltaf gaman á haustin. Litirnir eru fallegir og það er eitthvað sérstakt við haustið finnst mér. Ég kann vel við rútínuna sem er dottin á um þetta leyti árs og allt er komið í jafnvægi. Ég er nátttúrulega að vinna of mikið, ég veit ekki hvenær ég læri þetta nú, en það sem bjargar málunum er að mér finnst svo ógurlega gaman í vinnunni minni og gæti ekki hugsað mér að starfa við neitt annað. Börnin eru yndisleg og það er svo gaman að vera með þessum litlu mannverum sem eru að uppgötva svo margt og kenna mér svo margt í leiðinni.

Heimilislífið gengur sinn vanagang, karlinn kominn heim og það er nú munur að hafa hann hjá sér. Við ætlum að smella okkur í höfuðborgina eftir rúma viku, ýmis verkefni sem þarf að sinna þar og það hittist svo vel á að það er hægt að sameina þetta allt í eina ferð. Alltaf gaman að koma til Reykjavíkur og hitta ættingja og vini sem þar búa.

Ætla að skella mér í smá prógram þar sem ég þarf að skoða sjálfa mig og leita leiða til að komast út úr ákveðnum flækjum sem innra með mér búa. Ég held að ég komi bara til með að hafa gott af því. Nauðsynlegt að líta inn á við svona annað slagið að minnsta kosti.


Ein gömul af frúnni svona til gamans.
Mér reiknast svo til að hún sé tekin fyrir um 28 árum.

Læt þetta duga í bili ...

24. september 2008

Allt og ekkert ...

Helgin var fín, fór á kvennamót Íslensku Kristskirkjunnar, sem haldið var í Vindáshlíð í Kjós. Þar eyddi ég tíma í góðra vinkvenna hópi og meðtók mörg góð orð.

Vinnan tók svo aftur við þegar ég kom heim. Það er býsna gaman í vinnunni og mér finnst dæmið bara vera að ganga sæmilega vel upp. Auðvitað er margt sem mætti betur fara, en þar er bara við sjálfa mig að sakast. Ég get bætt mig og ætla mér að gera það. Samstarfskonan er frábær og það er svo mikil snilld að vera í gefandi samstarfi.

Börnin mín eru í ágætis málum, sú elsta er á milli þess að vera barn og unglingur og hún veit ekki alveg hvorumegin hún á að vera. Þetta gengur samt vel, hún er dugleg og hjálpsöm og stendur sig vel í skólanum. Yngri kvenkosturinn siglir sinn sjó eins og hún er vön, náði því þó um daginn að skella tannburstanum í augað á sér. Ég hef sennilega ekki sagt henni í tannburstakennslunni þarna um árið, að það sé best að halda burstanum í munninum. Drengurinn unir sér vel í skólanum, ánægður með það sem þar fer fram þó ég sjái nú vel að hann sýnir mikla prinsatakta og finnst að hann sé nafli alheimsins. Eitthvað klikkað hjá mér í uppeldinu. Læt fylgja hér með mynd af honum í "aksjón" en hann var svo heppinn að fá að taka með sér eina skólabók í dag og mátti vinna eina bls. í henni ef hann vildi.



Annað ekki í dag.

17. september 2008

Hann er tannlaus greyið ...


Já, fyrsta tönnin farin og drengurinn gleðst yfir því.

14. september 2008

Akureyrarferð

Skellti mér til Akureyrar um helgina með börnin. Íris kom líka með Anítu með sér. Við vorum búnar að panta okkur miða á Óvita og tilhlökkunin var gríðarleg hjá sumum. Við gátum þó ekki látið ógert að fara aftur á Mamma mia. Skemmtum okkur jafnvel í þetta skiptið og það fyrra. Snilldarmynd þar á ferðinni. Óvitar voru líka fínir, þó guttinn hafi fellt tár þegar "pabbarnir fóru að slást". Fannst þetta hræðilegt.


Hér eru börnin búin að dubba sig upp fyrir leikhúsferð.


Eftir leikhúsferð fórum við á Greifann í tilefni 39 ára afmælis Írisar. Mmmmmmmm ...


Katrín unglingur fékk pizzu á "Turtles-diski". Henni fannst það voða fyndið :o)


Kristjana fékk sér líka pizzu.


Aníta kjötkona fékk sér hins vegar lambasteik og var alsæl.


Árni Jökull var ánægður með sína pizzu.


Glaðar vinkonur.

Ég er alveg á útopnu í myndablogginu. Ætti kannski að reyna að hemja mig aðeins :o)

7. september 2008

Skemmtilegur dagur

Fór í Hornafjörðinn um helgina og eyddi tíma með móðurfjölskyldunni minni. Veðrið lék við okkur og nutum við samverunnar og veðurblíðunnar við leik og spjall.


Að sjálfsögðu var fáninn dreginn að hún í tilefni dagsins.


Erna sá um ratleikinn og hér má sjá sigurliðið.


Þau gömlu fylgdust með.


Ingibjörg og Bjössi kenndu sænskan dans og efndu til danskeppni. Tilþrifin voru stórkostleg.


Langamma með langömmustrák.


Fleiri langömmustrákar.


Gamla settið með afkvæmin sín.

1. september 2008

Jamm ...

... ekki sérlega dugleg að blogga þessa dagana.

Vinnan færist nær rútínu en þó er ákaflega langt í land enn. En það er gott á meðan hlutirnir stefna í rétta átt. Mér finnst þetta samt voða gaman og nýt hvers vinnudags í hópi skemmtilegra barna og samstarfsfólks.

Karlinn minn stakk af til Króatíu, búinn á því eftir erfiða vinnutörn í sumar og var því sendur úr landi. Hann saknar okkar samt voða mikið .... eins gott :o)

Ætla á Höfn um helgina, eyða helginni í faðmi stórfjölskyldunnar, en það er orðinn árlegur viðburður. Ég vil meina að móðurfjölskyldan mín sé ein sú skemmtilegasta um víðan heim og jafnvel þótt víðar væri leitað. Maður sleppir því ekki samkundu sem þessari.

Meira síðar ...

26. ágúst 2008

Skólastrákur


Litla barnið mitt er byrjað í skóla!

23. ágúst 2008

Ber


Fórum í bláberjamó í dag. Löbbuðum hér yfir veginn og fundum bara slatta af berjum. Það er munur að búa í berjalandi :o)


Drengurinn var uppveðraður yfir þessu en týndi aðallega upp í sig.


Flottir krakkar á heimleið.

22. ágúst 2008

Fyrsta vinnuvikan að baki

Það er gaman að byrja í vinnunni. Álagið hefur þó verið töluvert eins og venjulega á haustin þegar verið er að gera allt klárt áður en krakkarnir mæta svo. Ég prófaði svolítið nýtt í vikunni þegar ég, ásamt samstarfskonu minni, fór og sótti heim verðandi nemendur mína, heilsaði upp á þá og færði þeim ýmis gögn varðandi skólann og skólabyrjun. Þetta var gaman en líka lýjandi. Við bönkuðum upp á hjá 30 börnum og það tók dágóðan tíma. Ég á eftir að gera mér fyllilega grein fyrir því hvort þetta er eitthvað sem ég mun mæla með áfram, það þyrfti þó a.m.k. að skoða þessi mál mjög vel út frá greiðslu, álagi o.fl. Hins vegar er þetta flott dæmi fyrir nemendur og foreldra þeirra. Það er alltaf þannig ... kostir og gallar ... svo þarf að vega og meta.

En um helgina ætla ég að slappa af, eyða tíma með karli og börnum og safna kröftum fyrir næstu viku. Hlakka til hennar.

19. ágúst 2008

Svo sem ekkert ...

Jæja, komin af stað í undirbúningsvinnu fyrir skólastarfið í vetur. Það er alltaf svo gaman að byrja aftur á haustin. Þegar ég hætti að upplifa það, þá fer ég að huga að því að hætta í kennslunni. Vonandi verður langt í það. En mikið er maður eitthvað þreyttur. Ég sat í gær eftir að ég kom heim og starði út í loftið. Mér sýnist allt stefna í það í dag líka. Ég þarf víst aðlögun eins og aðrir eftir langt og gott frí.

Annars er lítið af okkur að frétta, svo sem ekkert á döfinni hjá fjölskyldunni nema að komast í rútínu. Það fer allt að rúlla í næstu viku.

16. ágúst 2008

Helgarfrí

Já, það fyrsta á þessu skólaári. Sat ágætis námskeið fimmtudag og föstudag um skapandi skólastarf. Kannski maður verði bara meira skapandi en áður í vetur ... hver veit :o)

Annars er lítið markvert, mér finnst ég þó reglulega minnt á það hve þakklátri mér ber að vera fyrir heilsu mína og minna nánustu. Allt of margir í kringum mig hafa á síðustu árum verið að veikjast af alvarlegum sjúkdómum og nú síðast í dag átti ég spjall við góðvin okkar hjóna, en konan hans liggur nú þungt haldin vegna krabbameins. Ég viðurkenni það fúslega að svonalagað fær töluvert á mig og fær mig til að hugsa um stöðuna eins og hún er hjá mér í dag.
  • Í hvað ætla ég að nota lífið mitt?
  • Hvenær get ég átt von á því að vera kippt svona úr þessu daglega amstri?
  • Ætla ég bara að halda áfram að slá því sem mér ber að gera á frest, því að svona nokkuð kemur ekki fyrir mig eða mína fjölskyldu?
Yfir og út í bili ...

13. ágúst 2008

Sælan á enda ...

... en þá tekur bara annars konar sæla við. Námskeið á morgun og föstudag og svo harkið í næstu viku. Ég hlakka mikið til að takast á við verkefni vetrarins.

Fór í dag og notaði gjafabréf sem ég fékk í afmælisgjöf frá vinkonum og samstarfskonum. Keypti mér forláta stígvél, íslensk hönnun úr kálfsleðri og laxaroði. Já, mín var bara "kúl á´ðí" í dag :o)



Kveðjur frá stígvélaða kettinum

11. ágúst 2008

Lestrarhestur

... og vílar ekki fyrir sér lestur á engilsaxnesku :o)

8. ágúst 2008

Afmælisstrákur


Hann á afmæli í dag ...

Litli strákurinn minn er orðinn 6 ára!