30. desember 2007

Jólin

Áttum yndisleg jól með Védísi, Tomma, Lilju Rós og Jóhanni. Börnin voru hvert öðru betra og allir glaðir og kátir. Tommi er farinn en Védís og krakkarnir verða hjá okkur fram yfir áramót. Við systurnar allar ætlum svo að eyða gamlárskvöldi saman.


Hér er mynd af skrílnum góða.



Jóhann lítur upp til frænda síns og gerir margt eins og hann. Árni Jökull tekur misvel í það en er þó allur að koma til.


25. desember 2007

Gledileg jol

Bara ad profa ad blogga ur nyja iPod touch sem eg fekk i jolagjof fra bondanum. Frekar flott graeja en ekki islenskir stafir...

19. desember 2007

Check this out!!!

Þetta er snilld.

Litla barnið mitt...

... er ekki svo lítið lengur. Hún er sem sagt að fara á jólaball í kvöld og nú fær hún að vera með unglingastiginu. Ótrúlegt hvað þetta stækkar fljótt.



Og hér er hún í nærmynd. Myndarstelpa sem ég á!


18. desember 2007

Finnst þetta athyglisvert

"Anne Graham, dóttir Billy Graham, var í viðtali í morgunþætti Jane Clayson í sjónvarpi í Bandaríkjunum stuttu eftir hryðjuverkaárásina á World Trade Center. Jane Clayson spurði hana: „Hvernig gat Guð leyft þessu að gerast?“ og Anne Graham svaraði þessu á einstaklega djúpan og skilningsríkan hátt: „Ég trúi því að Guð sé virkilega sorgmæddur yfir þessu, alveg eins og við erum, en í mörg ár höfum við verið að segja Guði að koma sér út úr skólum okkar, að koma sér út úr ríkisstjórnum okkar og að koma sér út úr lífi okkar. Og þar sem hann er „heiðursmaður“ þá trúi ég því að hann hafi hægt og hljóðlega dregið sig í hlé. Hvernig getum við ætlast til þess að Guð gefi okkur blessun sína og vernd ef við krefjumst þess að hann láti okkur í friði?

Í ljósi liðinna atburða ... hryðjuverkaárása, skotárása í skólum o.s.frv., þá held ég að þetta hafi allt byrjað þegar Madeline Murray O'Hare (sem var myrt, lík hennar fannst fyrir stuttu) kvartaði yfir bæn í skólum okkar, og við sögðum: „Allt í lagi.“ Síðan sagði einhver að það væri betra að sleppa því að lesa Biblíuna í skólum, Biblíuna sem segir: þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki stela, og elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig. Og við sögðum „Allt í lagi.“ Síðan sagði einhver að kennarar og skólastjórar ættu ekki að aga börnin okkar þegar þau haga sér illa. Og skólayfirvöld sögðu: „Enginn starfsmaður skólans ætti að snerta nemendur þegar þeir haga sér illa, vegna þess að við viljum ekki slæmt umtal og svo sannarlega viljum við ekki verða lögsótt (en það er stór munur á ögun og snertingu, barnsmíðum, löðrungi, niðurlægingu, spörkum o.s.frv.), og við sögðum: „Allt í lagi.“

Síðan sagði einhver mikilsvirtur ráðamaður: „Það skiptir ekki máli hvað við gerum í okkar einkalífi, svo framarlega sem við vinnum vinnuna okkar. Og við samþykktum þetta og sögðum: „Það skiptir ekki máli hvað nokkur annar, þar á meðal forsetinn, gerir í einkalífi sínu á meðan ég hef vinnu og efnahagslífið er gott.“ Og síðan sagði skemmtanaiðnaðurinn: „Búum til sjónvarpsþætti og kvikmyndir sem stuðla að guðlasti og ljótu orðbragði, ofbeldi og óleyfilegu kynlífi. Og gerum tónlist sem hvetur til nauðgana, eiturlyfjanotkunar, morða, sjálfsmorða og djöfladýrkunar.“ Og við sögðum: „Þetta er bara skemmtun, þetta hefur engin slæm áhrif, og enginn tekur þessu hvort sem er alvarlega, svo gerið bara eins og þið viljið.“ Og nú spyrjum við okkur hvers vegna börnin okkar hafa enga samvisku og hvers vegna þau þekkja ekki muninn á réttu og röngu og hvers vegna þeim finnst ekkert að því að myrða ókunnuga, skólafélaga sína og sig sjálf.

Ef við hugsum málið nógu vel og lengi, þá getum við eflaust áttað okkur á stöðunni. Ég held að þetta hafi mikið að gera með að við „UPPSKERUM EINS OG VIÐ SÁUM.“

[Það má líka auðveldlega ímynda sér eftirfarandi bænarbréf til Guðs:] „Elsku Guð, hvers vegna hjálpaðir þú ekki litlu stelpunni sem var myrt í skólastofunni sinni? Einlægur og áhyggjufullur nemandi.“ ... OG SVARIÐ: „Kæri einlægi og áhyggjufulli nemandi, mér er ekki hleypt inn í skólana. Þinn einlægur, Guð.“

Skrítið hvað það er einfalt fyrir fólki að gera lítið úr Guði og vera síðan hissa á því að heimurinn skuli vera á leið til helvítis. Skrítið að við skulum trúa því sem stendur í dagblöðum, en við efumst um það sem stendur í Biblíunni. Skrítið hvernig allir vilja komast til himna, svo framarlega að þeir þurfi ekki að trúa, hugsa, segja eða gera neitt sem Biblían segir. Skrítið hvernig sumir geta sagt: „Ég trúi á Guð“ en samt fylgt Satan [...] Skrítið hvað við erum fljót að dæma, en viljum sjálf ekki vera dæmd. Skrítið hvernig þú getur sent þúsund brandara í tölvupósti og þeir berast um eins og eldur í sínu, en þegar þú ferð að senda tölvupóst þar sem talað er um Drottin, þá hugsar fólk sig tvisvar um áður en það sendir hann áfram. Skrítið hvernig klúr, ósæmilegur, óheflaður og ruddalegur póstur ferðast frjáls um netheiminn, en opinber umræða um Guð er þögguð niður í skólum og vinnustöðum. Skrítið hvernig einhver getur verið svo brennandi fyrir Guði á sunnudegi, en verið ósýnilegur kristinn einstaklegur það sem eftir lifir vikunnar.

Hlærðu? Skrítið hvernig þú ferð að við að áframsenda þennan póst, þá sendir þú hann ekki til margra í netfangabókinni þinni vegna þess að þú ert ekki viss um hverju þeir trúa eða hvað þeir munu halda um þig fyrir að senda sér þennan póst. Skrítið hvernig ég get haft meiri áhyggjur hvað öðru fólki finnst um mig en hvað Guði finnst um mig.

Hefur þetta fengið þig til að hugsa? Ef þér finnst það þess virði, sendu þennan póst áfram. Ef ekki, hentu honum þá... Enginn mun vita hvað þú gerðir. En ef þú hendir þessum hugsunum frá þér, sittu þá ekki hjá og kvartaðu ekki yfir því, hversu slæmum málum heimurinn er í!"

12. desember 2007

Skemmtilegur skóladagur


Það var eins og ég hefði opinberað nemendum mínum svakalegt leyndarmál þegar ég leyfði þeim að flétta jólahjörtu í dag. Mörg þeirra höfðu nú bara aldrei séð slíkt og voru sum alveg viss um að þetta gætu þau nú aldrei gert. En ... allir fóru heim með fléttað hjarta í dag og voru svei mér þá sælli en áður. Það þarf lítið til að gleðja 8 ára gamalt fólk!!!

9. desember 2007

Jule, jule ...

Mér finnst svo gaman að undirbúa jólin. Ég og börnin mín, þó aðallega dæturnar, njótum þess í botn. Samt komin voða stutt á veg. Þó búin með jólakortin og slatta af jólagjöfum.

 Jólatónleikar Frostrósa í gærkvöld, alveg hreint ágætis tónleikar. Gamla fólkið tók þó fyrir eyrun þegar desibelafjöldinn náði hámarki. 

Bara búin að baka 2 og hálfa sort af smákökum, það er engan veginn ásættanlegur árangur. Piparkökuhúsagerð í dag. 

Svo liggur fyrir að sækja jólatré, ætli það verði ekki fura fyrir valinu þetta árið. Nú fer maður bara út í sinn eigin skóg og velur sér tré. Alger snilld.

Védís og co. koma svo 20. des. Mikið verður gaman að halda jólin með þeim.

5. desember 2007

Ástin ...

Árni Jökull er að klæða sig í fimleikafötin sín og tuðar eitt og annað á meðan, t.d. þetta: "Ég elska þig ástin mín!"
Ég spurði hann hvort hann væri að hugsa um einhvern sérstakan þegar hann segði svona.
"Já, um Margréti Maríu!"


1. desember 2007

Vetur konungur ...

... er mættur hér eins og víðast hvar annars staðar á landinu.
Mér finnst voða notalegt að vera heima og þurfa ekki að fara út þegar veðrið er eins og það var í gær. Snjókoma, hvasst, kalt og þar fram eftir götunum.

Ég upplifði í gær skrítna tilfinningu Var minnt á það hve stutt er á milli lífsins og dauðans. Maður á að nýta tækifærin vel sem gefast og njóta tímans sem manni er gefinn með sínum nánustu. Þannig er það bara og ég ætla mér að gera það.

Hafið það annars bara gott um helgina. Ég stefni að því hér.