27. nóvember 2007

Ég á erfitt með ...

... að höndla fólk, yfirleitt mér eldra, sem hefur þekkt mig og ég hef þekkt eiginlega alla mína hunds- og kattartíð, og einhvern veginn lítur á sig sem "vitrara" eða "merkilegra" en ég. Allavega tekst þessu fólki að láta það líta þannig út. Eins og ég sé alltaf sami krakkinn, þó ég sé bara býsna þroskuð (a.m.k. að eigin sögn) og nálgast sífellt fimmtugsaldurinn. Því miður er oft um að ræða fólk í eða tengt fjölskyldunni og mig langar ekki að hafa þetta svona. Spurning hvort þetta er bara ég ... eða ekki???

Ótúlegustu hlutir sem maður á erfitt með að höndla!

26. nóvember 2007

Jæja ...

... er ekki kominn tími á færslu?

Var í Reykjavík um helgina, fórum bara tvö, hjónakornin ... svo langt síðan við höfum farið svona tvö saman án barnanna. Enda fannst okkur á köflum fullrólegt í kringum okkur. Við settumst niður á laugardaginn í Smáralindinni og fengum okkur að borða. Bjartur sagði við mig á einhverjum tímapunkti:
"Hva ... ætlarðu ekki að segja neitt?"

En við áttum góðan tíma og hittum góða vini og nokkra fjölskyldumeðlimi líka. Það var ekki verra. Alltaf gaman að hitta skyldfólkið, maður gerir allt of lítið af því í þessum borgarheimsóknum. Kannski maður taki sig bara á!

Næst á dagskrá er að taka herbergi Katrínar í gegn, mála og setja nýja hillu og dúlla eitthvað við þessa elsku. Næstu dagar fara í það verkefni. Kristjana er alsæl með græna herbergið sitt og vill varla annars staðar vera.

Næstu helgi er stefnan svo sett á Kjarnaskóg, í bústað með góðum vinum. Kannski maður líti í jólahúsið ...

20. nóvember 2007

Framhaldssaga

Enn slöpp, fór þó í vinnu í dag og málaði eitt herbergi þegar ég kom heim. Var úrvinda að því loknu með æluna upp í kok.
Suðurferð áætluð um helgina.

19. nóvember 2007

Enn heima

Uss, ég þoli ekki svona pestir Ég vil bara vera í vinnunni minni og vera hraust. Þetta er hundleiðinlegt. Eini ljósi punkturinn í dag er sá að Kristjana er heima líka svo við eigum ágætis tíma saman við mæðgur. Ég hristi þetta af mér í dag og mæti galvösk í vinnu á morgun. Þá vitið þið það!

18. nóvember 2007

Leiðindahelgi

Sl. dagar hafa farið í pest, húsbóndinn byrjaði, drengurinn svo, þá ég og nú hefur miðlungurinn bæst í hóp hinna slöppu kvenmanna. Þeir orðnir góðir en við mæðgur liggjum hér hlið við hlið í "sjúkrarúminu", lesum góðar bókmenntir, tölvumst, spjöllum, sofum og þar fram eftir götunum. Vonandi rjátlast þetta af okkur sem fyrst. Spurning hvort frumburðurinn taki þátt í þessu eða sleppi.

14. nóvember 2007

Komin heim ...

... eftir frábæra ferð til Svíaríkis. Meiriháttar að skoða þessa skóla, fá hugmyndir, kynnast nýjum hlutum og kynnast samstarfsfólkinu betur. Meira af þessu ...
... frábært að hitta Ellen frænku og eyða smá tíma með henni. Takk fyrir mig! Líka gaman að hitta stelpurnar, Styrmi, Ingibjörgu og Bjössa.
... ákaflega vel heppnað allt saman.

Löt að blogga ... kannski batnar mér ...

7. nóvember 2007

Farin ...

... til Svíþjóðar

Hej då!

3. nóvember 2007

Allt á full swing

Já, það er sko hér sem hlutirnir gerast ...

Nei þetta er nú kannski fullýkt. Hins vegar er verið að skipta um hurðir hjá okkur ... þó fyrr hefði verið :o) ...

Annars er liðið komið í vetrarfrí, ég á leið til Sverige í næstu viku ... spennandi ...

Stend við eldavélina ... en ekki hvar ... er að baka "skonskur" eins og sonurinn kallar þær ...

Meira síðar ...

1. nóvember 2007

Gamalt og gott ...

Datt í að lesa rúmlega ársgamla færslu ... hún var ágæt ...

Kíkið á þetta