Já, loksins lét ég til skarar skríða og prófaði að steikja fiskibollur. Ég er búin að mikla þetta eitthvað fyrir mér en lét mig hafa það í dag að hakka þann fisk sem ég átti til og steikti þessar líka fínu bollur. Nú á ég í nokkrar máltíðir í frysti og hlakka til að borða þetta á næstu vikum.
Mér finnst ég bara nokkuð flínk ...
28. október 2007
Annasöm helgi
Nú er sunnudagskvöld og annasöm helgi að baki. Skólinn hélt upp á 60 ára afmæli um helgina og gærdagurinn fór í það. Ég held að það sé óhætt að segja að hátíðahöldin hafi heppnast vel. Ormarnir okkar 3. og 4. bekkjakennara dönsuðu eins og herforingjar ýmsa dansa og hlutu að launum mikið lófaklapp. Það er alltaf gaman að standa í einhverju svonalöguðu en ég verð líka að segja að ég er alltaf óskaplega fegin þegar allt er afstaðið.
Eftir gærkvöldið er ég þó hugsi yfir foreldrum sem virðast ekki vera uppteknir af því að fylgja börnunum sínum eftir á svona kvöldum. Þá á ég við þegar börnin fá að leika lausum hala, hlaupa um og gala og góla á meðan á dagskrá stendur. Þessir sömu foreldrar geta svo látið í sér heyra t.d. um það að skólinn sé alltof agalaus og kennarar setji börnunum ekki nægilega stífan ramma. Það sé ekki gott. Ég hef einhvern veginn ekki skilning á þessu. Kannski er ég voða skilningslaus ...
Eftir gærkvöldið er ég þó hugsi yfir foreldrum sem virðast ekki vera uppteknir af því að fylgja börnunum sínum eftir á svona kvöldum. Þá á ég við þegar börnin fá að leika lausum hala, hlaupa um og gala og góla á meðan á dagskrá stendur. Þessir sömu foreldrar geta svo látið í sér heyra t.d. um það að skólinn sé alltof agalaus og kennarar setji börnunum ekki nægilega stífan ramma. Það sé ekki gott. Ég hef einhvern veginn ekki skilning á þessu. Kannski er ég voða skilningslaus ...
23. október 2007
22. október 2007
Margt að hlakka til
Það er svo gaman þegar maður hefur eitthvað að hlakka til ...
Nú styttist í Svíþjóðarferð, hluti kennara skólans ætlar að skella sér í náms- og kynnisferð til Helsingborgar þann 7. nóvember. Fljúgum til Köben og tökum lest þaðan til H. Eyðum fimmtudegi og föstudegi í skólaheimsóknir og kynningar þar að lútandi. Á föstudagskvöldinu ætla ég svo með lest til Gautaborgar og heimsækja kæra frænku, hlakka mikið til þess. Komum svo heim á sunnudeginum.
Svo er ég búin að bóka bústað í Kjarnaskógi um mánaðamótin nóv.-des. Þar ætlum við að eiga góðan tíma með góðum vinum. Allir hlakka til að hittast, svo þetta verður hin besta skemmtun.
Svo er litla systir búin að boða komu sína og barnanna skömmu fyrir jól. Mikið verður gaman að hafa þau og ég veit að þetta verður gæðatíma fyrir Árna Jökul og Lilju Rós. Þau eru bara skemmtileg saman. Og ekki er Jóhann síðri. Þetta verður frábært. Hlakka til að fá þig hingað Védís mín!
Mikið væri lífið nú leiðinlegt ef ekki væri neitt að hlakka til ...
Nú styttist í Svíþjóðarferð, hluti kennara skólans ætlar að skella sér í náms- og kynnisferð til Helsingborgar þann 7. nóvember. Fljúgum til Köben og tökum lest þaðan til H. Eyðum fimmtudegi og föstudegi í skólaheimsóknir og kynningar þar að lútandi. Á föstudagskvöldinu ætla ég svo með lest til Gautaborgar og heimsækja kæra frænku, hlakka mikið til þess. Komum svo heim á sunnudeginum.
Svo er ég búin að bóka bústað í Kjarnaskógi um mánaðamótin nóv.-des. Þar ætlum við að eiga góðan tíma með góðum vinum. Allir hlakka til að hittast, svo þetta verður hin besta skemmtun.
Svo er litla systir búin að boða komu sína og barnanna skömmu fyrir jól. Mikið verður gaman að hafa þau og ég veit að þetta verður gæðatíma fyrir Árna Jökul og Lilju Rós. Þau eru bara skemmtileg saman. Og ekki er Jóhann síðri. Þetta verður frábært. Hlakka til að fá þig hingað Védís mín!
Mikið væri lífið nú leiðinlegt ef ekki væri neitt að hlakka til ...
18. október 2007
Tjahh!
Takk fyrir allar góðu kveðjurnar og Helga mín ... já, þetta er bara rétt að byrja. Alveg sammála þér þar.
Það var nú lítið um uppákomur í tilefni dagsins enda var tilgangurinn að hittast sem við og gerðum. Það er mikið gott að vera búin að fá karlinn heim, þetta er einhvern veginn allt miklu skemmtilegra þegar við erum saman.
Annars er bara nóg að gera, frumburðurinn í samræmdum prófum, það tekur aðeins á geðið hennar en við lifum það af. Miðlungurinn spilar á tónleikum á morgun. Örverpið er svo bara að dúllast í kringum okkur, nýjasta æðið er að setja saman "módel" sem vinkona hans í USA sendi honum sem síðbúna afmælisgjöf.
Þar til næst ...
Það var nú lítið um uppákomur í tilefni dagsins enda var tilgangurinn að hittast sem við og gerðum. Það er mikið gott að vera búin að fá karlinn heim, þetta er einhvern veginn allt miklu skemmtilegra þegar við erum saman.
Annars er bara nóg að gera, frumburðurinn í samræmdum prófum, það tekur aðeins á geðið hennar en við lifum það af. Miðlungurinn spilar á tónleikum á morgun. Örverpið er svo bara að dúllast í kringum okkur, nýjasta æðið er að setja saman "módel" sem vinkona hans í USA sendi honum sem síðbúna afmælisgjöf.
Þar til næst ...
16. október 2007
14
Já, í dag eru 14 ár síðan við hjónin tókum ákvörðun um að eyða lífinu saman. Mér finnst svo stutt síðan, en samt eru 14 ár talsverður tími.
Hvað við ætlum að gera í tilefni dagsins? Jú, við ætlum að hittast :o)
Karlinn er loksins að koma heim úr ferðalögunum sínum og ætli mér takist ekki að halda honum heima í dágóðan tíma. Ég vona það a.m.k.
Hvað við ætlum að gera í tilefni dagsins? Jú, við ætlum að hittast :o)
Karlinn er loksins að koma heim úr ferðalögunum sínum og ætli mér takist ekki að halda honum heima í dágóðan tíma. Ég vona það a.m.k.
15. október 2007
Bóka...hvað???

You're Babar the King!
by Jean de Brunhoff
Though your life has been filled with struggle and sadness of late,
you're personally doing quite well for yourself. All this success brings responsibility,
though, and should not be taken lightly. Life has turned from war to peace, from damage
to reconstruction, and this brings a bright new hope for everyone you know. These hopeful
people look to you for guidance, and your best advice to them is to watch out for snakes.
You're quite fond of the name "Celeste".
Take the Book Quiz
at the Blue Pyramid.
14. október 2007
Jæja ...
... nú er ég farin að efast um að nokkur skoði þessa síðu. Lítið af athugasemdum upp á síðkastið ... en þó eitthvað og vil ég ekki gera lítið úr því.
Viljið þið samt gleðja mitt auma hjarta með því að kvitta fyrir komu ykkar hingað svo ég sjái hverjir það eru sem koma hér við. Það eru athugasemdirnar sem halda lífinu í þessari síðu, án þeirra væri þetta ekkert gaman.
Viljið þið samt gleðja mitt auma hjarta með því að kvitta fyrir komu ykkar hingað svo ég sjái hverjir það eru sem koma hér við. Það eru athugasemdirnar sem halda lífinu í þessari síðu, án þeirra væri þetta ekkert gaman.
12. október 2007
11. október 2007
Nóg um að vera
Já, það eru hræringar í henni Reykjavík ... við fylgjumst með í fjölmiðlum um leið og við gæðum okkur á hamborgurum.
8. október 2007
Komin heim ...
... eftir skemmtilega Reykjavíkurferð. Flaug austur í gærkvöld en Bjartur er á leiðinni í þessum skrifuðu orðum, keyrandi með krakkana. Hann fer svo aftur í burtu á morgun, ætlar að skella sér í vikuferð til USA. Vildi ég gæti farið með honum. Fer bara seinna.
Annars allt gott bara ...
Annars allt gott bara ...
5. október 2007
4. október 2007
Kveðjur úr borginni
Komin til Reykjavíkur og við höfum það gott hér á Sóleyjargötunni. Snilldaríbúðir þessar kennaraíbúðir. Það getur verið gott að vera kennari ...
Stússuðumst í útréttingum í gær, frumburðinn fékk æðsta draum sinn uppfylltan, pabbi keypti handa henni ka......... skó. Ég er nú svo illa að mér í tískuheimi ungmennanna að ég veit ekki einu sinni hvað þetta heitir. En hún er sæl og glöð.
Meiri útréttingar í dag auk læknaheimsókna. Svo eyðum við tímanum bara í góðra vina hópi. Það er svo gaman.
Veðrið mætti nú vera betra, heldur blautt fyrir minn smekk. En það þýðir víst lítið að spá í það. Ekki breyti ég því.
Stússuðumst í útréttingum í gær, frumburðinn fékk æðsta draum sinn uppfylltan, pabbi keypti handa henni ka......... skó. Ég er nú svo illa að mér í tískuheimi ungmennanna að ég veit ekki einu sinni hvað þetta heitir. En hún er sæl og glöð.
Meiri útréttingar í dag auk læknaheimsókna. Svo eyðum við tímanum bara í góðra vina hópi. Það er svo gaman.
Veðrið mætti nú vera betra, heldur blautt fyrir minn smekk. En það þýðir víst lítið að spá í það. Ekki breyti ég því.
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)